Morgunblaðið - 19.05.2011, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eftir að bank-arnir fóru áhausinn
haustið 2008 komu
ýmsir álitsgjafar
fram sem töldu sig
vita að viðbrögð við
þessu áfalli hefðu verið röng og
jafnvel að einhverjar aðrar að-
gerðir en gripið var til hefðu
getað forðað bönkunum frá
falli. Einn þeirra sem lýstu
þessum sjónarmiðum er Már
Guðmundsson, sem þá starfaði
hjá Alþjóðagreiðslubankanum í
Sviss en er nú seðlabankastjóri
hér á landi. Í blaðaviðtali
nokkrum vikum eftir hrun var
rætt við Má og þar segir: „Már
telur að viðbrögð við banka-
hruninu hér hafi verð röng.
Miðað við greiðslufærni, stærð,
alþjóðlega starfsemi þeirra og
kerfislegt mikilvægi íslensku
bankanna, hefði verið æskilegt
að reynt hefði verið að aðstoða
bankana við að greiða skuldir
sínar. Þetta hafi ekki verið
gert.“
Nú geta menn velt því fyrir
sér hvaða afleiðingar það hefði
haft ef ríkið hefði farið að þess-
um ráðum og það virðist Már
einmitt hafa gert. Á fundi hjá
Englandsbanka fyrir skömmu
fjallaði hann meðal annars um
þetta atriði og sagði þá að
bankarnir hefðu verið orðnir of
stórir til að hægt hefði verið að
bjarga þeim og að það að
ábyrgjast bankakerfið hefði
verið stórslys.
Það er alltaf jákvætt þegar
menn sjá að sér og þess vegna
er ánægjulegt að seðla-
bankastjóri skuli hafa áttað sig
á hvílíkt glapræði það hefði
verið fyrir ríkið að taka á sig
skuldir bankanna. Öllu lakara
er hvernig Már tekur tíðindum
af því að lánshæfismatsfyr-
irtækin skuli hafa tekið vel í að
Íslendingar höfnuðu því að
ábyrgjast Icesave-skuld
Landsbankans.
Allt frá því Jóhanna Sigurð-
ardóttir setti Má inn í Seðla-
bankann hefur hann unnið að
því fyrir hana að
reyna að sannfæra
þjóðina um að hún
eigi að taka á sig
þessa skuld hins
gjaldþrota einka-
banka. Seðlabank-
inn hefur skrifað hryllings-
sögur til stuðnings þessum
vafasama málstað og hélt því
áfram fyrir Icesave III þjóð-
aratkvæðagreiðsluna. Á árs-
fundi bankans, sem haldinn var
tveimur dögum fyrir þjóð-
aratkvæðagreiðsluna, hélt Már
því til að mynda fram að „vís-
bendingar“ væru um að láns-
hæfi ríkissjóðs yrði sett í spá-
kaupmennskuflokk ef
Icesave-samningnum yrði
hafnað.
Nú er komið í ljós að spár um
lækkun lánshæfis við það að ís-
lenskir skattgreiðendur neit-
uðu að greiða annarra manna
skuldir reyndust rangar, enda
var sú spá alltaf fjarstæðu-
kennd. En í stað þess að Már
viðurkenni að hann hafi haft
rangt fyrir sér, reynir hann nú
að klóra í bakkann. Nú segir
hann þá sögu að ef Íslendingar
hefðu samþykkt Icesave hefði
lánshæfiseinkunnin ef til vill
verið hækkuð.
Þessi kenning er jafn fjar-
stæðukennd og hin fyrri og
hvorki í samræmi við hag-
fræðilegan veruleika né um-
sagnir matsfyrirtækjanna. Þau
horfa ekki síst til gjaldeyr-
ishaftanna, en afnám þeirra er
mikilvæg forsenda þess að
lánshæfi ríkisins geti batnað.
Seðlabankinn hefur því miður
stutt að höftin verði fest í sessi
og þar með stutt þann efna-
hagslega skaða sem þau valda.
Afstaðan til gjaldeyrishaftanna
er enn eitt dæmið um mik-
ilvægi þess að Már Guðmunds-
son skipti um skoðun og víki af
leið forystu núverandi rík-
isstjórnar. Honum ber að lög-
um að sýna sjálfstæði í starfi,
og hefur ríkari skyldur til þess
en nokkur annar forystumaður
ríkisstofnunar.
Áríðandi er að seðla-
bankastjóri hætti að
reka vafasöm erindi
ríkisstjórnarinnar}
Röng viðbrögð
Þeir sem tekiðhafa blinda
trú á að koma
þurfi Íslandi inn í
ESB hafa notað
þau rök sem hafa
hentað hverju sinni. Gleymd
rök eru að EES-samning-
urinn dygði ekki lengur. Evr-
ópuskýrslan drap þau. Næst
var að hefðbundnar þjóð-
myntir væru úreltar. Allar
þjóðir yrðu að búa við eða
fasttengjast einni af hinum
alþjóðlegu myntum. Örlög
Íra, Grikkja og Portúgala eru
að drepa þau rök. Svo: Íslend-
ingar taka upp
nánast öll fyr-
irmæli ESB vegna
EES-samnings en
hafa engin áhrif á
gerð þeirra. At-
hugun sýndi að EES tók til
sín aðeins rúm átta prósent af
slíkum gerðum og áhrif á
meðferð þeirra er áþekk. Svo:
Norðmenn eru um það bil að
ganga inn. Ísland verður ein-
angrað. En Norðmenn eru
alls ekki að ganga inn enda 71
prósent þeirra á móti því.
Hvað rök verða dregin úr
snjáða hattinum næst?
Meðalaldur raka
fyrir ESB-aðild er
ótrúlega lágur}
Skammlíf rök
L
esendur og áhorfendur fjölmiðla
vilja að það sem þeir lesa og
horfa á sé vandað, hlutlaust og
rétt. Þetta á við um öll svið
mannlegrar tilveru sem fjöl-
miðlar fjalla um, nema eitt. Einhvers konar
almenn sátt virðist ríkja um að þegar kemur
að umfjöllun um heilsumálefni, heilsurækt,
mataræði og óhefðbundnar lækningar, þá
gildi ekki sömu reglur. Þá má éta allt hrátt
upp og eftirspurning er endalaus.
Orkuplástrar sem „senda tíðni inn í líkam-
ann“ eru dæmi um þetta. Og fólk kaupir þá,
þótt það sé yfirlýst af hálfu framleiðandans
að engin efni fari inn í líkamann úr þeim.
Pistlahöfundur á mbl.is hélt því fram um
daginn að frumefnið magnesíum innihéldi yf-
ir 300 ensím. Ensím eru flókin prótein sem
innihalda fjölmörg frumefni hvert. Fullyrðingin var því
augljóslega röng og greinilegt að höfundurinn hafði enga
þekkingu á umfjöllunarefninu.
Svo er það hómeópatía, grein lækninga sem notast
viðþá aðferð að gefa fólki vatnssopa að drekka. Reyndar
vatn sem einu sinni voru einhver efni í, en ekki lengur. Í
DV í gær var því haldið fram að hundruð rannsókna
hefðu staðfest gildi hómópatíu og að í útlöndum væri
hómópatía í raun forréttindi ríka og fræga fólksins. Sagði
viðmælandi blaðsins að vel menntað fólk kysi frekar hó-
mópatíu en almenningur (sem væntanlega er þá illa upp-
lýstur) léti sér lynda að nýta sér hefðbundin læknavísindi
og lyf. Stóru vondu lyfjafyrirtækin standa að hans sögn á
bak við það hvers vegna hómópatían er ekki
ráðandi í læknavísindum Vesturlanda. Ein-
hverjir kynnu að spyrja sig hvers vegna lyfja-
fyrirtækin kysu ekki að framleiða hómópat-
aremedíur og selja, fyrst þær virka svona vel
og fyrst þau eru svona gróðasækin. Svarið
liggur í augum uppi.
Í blaðinu var viðmælandinn sagður hafa
birt greinar í hinu virta Western Journal of
Medicine. Það rit er kannski virt meðal hómó-
pata, en ISI Web of Knowledge, sem gefur
ritrýndum fræðiritum sem standast vís-
indalega gæðastaðla einkunn eftir því hversu
oft er vitnað til þeirra, hefur ekki gefið tíma-
ritinu neina einkunn. Skrýtið!
Einnig er áhugavert að velta því fyrir sér
hvernig óhefðbundnar lækningar virðast að-
eins geta ráðið niðurlögum hinna óljósari og
vægari heilsukvilla, en ekki banvænna sjúkdóma borð við
AIDS, krabbameins eða lifrarbólgu C. Heilsumógúlar
vita að ef þeir ráðleggja fólki að nota ekki hefðbundnar
lækningar gegn krabbameini en láta óhefðbundnar duga,
þá gætu þeir lent í fangelsi fyrir blekkingar sem leiða til
dauða fólks. Þess vegna duga óhefðbundnar lækningar
ekki gegn banvænum sjúkdómum, einar og sér. Það er
svo einfalt.
Meðfram ráðleggingum um að bæta mataræðið, fara
snemma að sofa og hreyfa sig reglulega selja gúrúarnir
fólki lækningavöru. Fólk ætti að spara sér pening með
því að ástunda heilbrigt líferni en sleppa undra-
heilsuvarningnum. onundur@mbl.is
Pistill
Allt fyrir heilsuna
Önundur Páll
Ragnarsson
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
skorða hluti eða binda. Einnig geti
það breytt ýmsu hvar í bílnum við-
komandi hlutir séu geymdir. Í
árekstrum séu meiri líkur á því að
hlutir kastist til ef þeir eru geymdir í
farþegasæti heldur en ef þeir eru
geymdir á gólfi bílsins.
„Þetta er spurning um að setja
hlutina á sem lægstan punkt í bíln-
um og skorða þá vel af þannig að litl-
ar sem engar líkur séu á því að þeir
kastist til. Geyma hluti helst af öllu í
lokaðri farangursgeymslu. Í ein-
hverjum bílum er hún ekki lokuð en
þá er hægt að fá sérstakar grindur
og jafnvel öryggisnet til þess að
bæði breiða yfir og girða af farþega-
rými og farangursrými,“ segir Einar
Magnús. „Það er margfalt betra en
ekki neitt. Það dregur án efa úr lík-
um þess að það verði alvarlegar af-
leiðingar í árekstri eða bílveltu.“
Gríðarlegur höggþungi
Einar Magnús segir að högg-
þungi lítilla hluta geti orðið gríð-
arlega mikill þegar bíll lendir í
árekstri. Hann nefnir sem dæmi að
höggþungi fimm kílóa þungs hlutar í
bíl sem er á 90 kílómetra hraða og
snarstöðvast sé um 600 kíló-
grömm.
„Við getum þá ímyndað
okkur hvað getur gerst þegar
litlir hlutir fara af stað inni í
bílum.“
Lausir hlutir í bílum
skapa mikla hættu
Morgunblaðið/Ernir
Hundur á ferð Það er afar hættulegt að láta gæludýr ferðast óbundin í bíl-
um, ekki bara þeirra vegna heldur líka gagnvart öðrum farþegum.
Einar Magnús segir að vert sé
að huga einnig að öryggi gælu-
dýra í umferðinni. Þau eigi að
vera í búrum sem eru tryggi-
lega fest í bílinn eða sérstökum
beislum sem fest eru við örygg-
isbelti. Þannig séu dýrin hvorki
sjálf í hættu né stofni öðrum í
hættu.
„Við höfum fengið ótal
ábendingar og meira að segja
hefur lögregla ítrekað orðið vör
við að fólk er með gæludýr laus
í bílum,“ segir Einar Magn-
ús. Nokkur tilfelli séu
þekkt þar sem gælu-
dýr hafi setið í fangi
ökumanns meðan á
akstri stóð.
„Ef fólki þykir
vænt um dýrin þá ætti
það að huga bet-
ur að öryggi
þeirra,“ segir
Einar Magn-
ús.
Allir í belti
eða búri
GÆLUDÝRIN LÍKA ÖRUGG
FRÉTTASKÝRING
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
T
öluverð hætta getur staf-
að af lausamunum, far-
angri og meira að segja
óbundnum gæludýrum
þegar bifreiðar lenda í
árekstri eða velta. Dæmi eru um
banaslys hér á landi þar sem rekja
má áverka til þess að ekki var geng-
ið nægilega tryggilega frá lausum
hlutum.
Einar Magnús Magnússon,
upplýsingafulltrúi Umferðarstofu,
segir að ástæða sé til að vekja fólk til
umhugsunar um þessa hættu, sem
fáir geri sér grein fyrir. Sérstaklega
nú yfir sumartímann þegar fólk aki
meira með farangur í bílum sínum
en ella.
Tvö nýleg banaslys
„Það er töluvert um þetta. Það
voru tvö banaslys, annað varð 2005
og hitt varð 2007, þar sem áverkar á
þeim sem létust voru raktir annars
vegar til þess að farangur kastaðist
til og hins vegar til þess að búslóð
sem var verið að flytja og var ekki
nægilega vel gengið frá, kastaðist
til,“ segir Einar Magnús, en þetta
kemur fram í skýrslu Rannsókn-
arnefndar umferðaslysa.
Í árekstrinum frá 2007 hentust
þungar töskur úr farangursrými
bílsins fram á sætisbak aftursætis
bifreiðarinnar. Við höggið bognaði
sætisbakið inn í farþegarýmið með
þeim afleiðingum að farþeginn, sem
þar sat, lést.
„Það er auðvitað margt sem
kemur til þegar svona slys eiga sér
stað. En það er talið að þetta hafi
haft það mikil áhrif að það þykir
ástæða til að vekja fólk til umhugs-
unar. Í einhverjum tilvikum hefði
það skipt sköpum ef þessir hlutir
hefðu verið skorðaðir eða þannig
gengið frá þeim að þeir hefðu ekki
kastast til,“ segir Einar Magnús.
Gott að geyma hluti á gólfinu
Einar segir að Umferðarstofa
hafi bæði áhyggjur af litlum og
stórum hlutum í þessu sambandi.
Hann óttast til að mynda að hlutir
eins og myndavélar og tölvur kunni
að liggja lausar í mörgum bílum.
Einar Magnús segir að til að lág-
marka þessa hættu sé mikilvægt að