Morgunblaðið - 19.05.2011, Side 26

Morgunblaðið - 19.05.2011, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 ✝ SveinbjörgJónsdóttir fæddist í Fremri- Hlíð í Vesturárdal í Vopnafirði 19. jan- úar 1915. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 7. maí 2011. For- eldrar hennar voru Jón Sveinsson, f. 17. september 1871, d. 17. apríl 1949, og Sigurveig Sigurjóns- dóttir, f. 6. mars 1879, d. 9. mars 1952. Systkini hennar voru Sig- urður, f. 1906, d. 2000, Anna Valgerður, f. 1911, d. 1996, Mar- grét Ágústa, f. 1913, d. 2001, ember 1945, kvæntur Stefaníu G. Björnsdóttur, þau eiga þrjú börn, a) Sveinbjörg, f. 9. júní 1977, gift Sigurði Óla Há- konarsyni, þau eiga þrjú börn, Sigríði Rögnu, Jón Helga og Friðriku, b) Stefán Helgi, f. 31. mars 1980, í sambúð með Guð- björgu S. Bergsdóttur, c) Rann- veig, f. 19. júní 1985. Sveinbjörg ólst fyrst upp í Fremri-Hlíð, en flutti um 5 ára aldur í Norður-Skálanes og gekk í barnaskóla á Vopnafirði. Hún byrjaði ung að vinna og var í vist á ýmsum stöðum bæði í Vopnafirði og á Akureyri. Hún flutti til Reykjavíkur haustið 1936 og vann þar síðan við ýmis framreiðslu- og verslunarstörf. Eftir starfslok varð Sveinbjörg síðar virkur félagsmaður í Blindrafélaginu. Útför Sveinbjargar fer fram frá Seljakirkju í dag, 19. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Guðjón, f. 1916, d. 1993 og Sólveig, f. 1917. Sveinbjörg gift- ist 23. október 1937 Helga Árnasyni silfursteypumanni, f. 31. júlí 1908, d. 7. maí 1988. Synir þeirra eru 1) Reyn- ir, f. 13. nóvember 1938, d. 6. júlí 2009, kvæntur Björgu Gísladóttur, f. 3. desember 1945, þau eiga eina dóttur Berglindi, f. 28. september 1980, gift Sam- soni Magnússyni, þau eiga tvö börn, Magnús Loga og Hrafn- dísi. 2) Jón Helgason, f. 9. des- Elskuleg amma okkar er látin 96 ára gömul. Amma var ynd- isleg kona með stórt hjarta. Hún var jákvæð, glaðlynd, gjafmild og vildi allt fyrir okkur gera. Við munum aldrei gleyma notalegu stundunum sem við áttum með ömmu þegar við vorum lítil. Þeg- ar við komum í heimsókn gaf hún okkur allan sinn tíma, sagði okkur sögur, las fyrir okkur, söng, spilaði við okkur, kenndi okkur mannganginn og að prjóna svo eitthvað sé nefnt. Að koma á heimili ömmu og afa var alltaf svo yndislegt, allt í ró og næði og nægur tími til að dunda sér í hinu og þessu. Þetta var svolítið eins og að koma í annan heim. „Litla búðin“ eins og við kölluðum hana er líka ofarlega í huga okkar. Þangað fórum við ósjaldan með ömmu og afa þar sem þau leyfðu okkur að velja okkur eitthvað fallegt og skemmtilegt. Þetta fannst okkur alltaf vera mikið ævintýri en amma rifjaði oft upp þessar stundir okkar í litlu búðinni þar sem við gengum út alsæl með lít- inn hlut í vasa. Nokkrum árum eftir að afi dó flutti amma til okkar. Það voru forréttindi að fá að hafa ömmu á neðri hæðinni þegar við vorum að alast upp. Amma var alltaf til staðar og beið oftar en ekki með heitan mat þegar við komum heim úr skólanum. Amma var frábær kokkur, hún töfraði fram dýr- indis veitingar á augabragði og sá til þess að allir væru vel mett- ir. Stundirnar við eldhúsborðið voru alltaf svo skemmtilegar enda amma mjög skemmtileg og lífsreynd kona sem hafði frá miklu að segja. Hún hafði alltaf mikinn áhuga á því hvað við vor- um að gera, hvatti okkur og studdi og sýndi okkur svo mikla elsku. Amma var mikil hannyrða- kona og prjónaði gullfallegar peysur, sokka og vettlinga á okkur barnabörnin. Ef það vant- aði dúkku eða bangsa til að leika með var amma enga stund að út- búa eða prjóna svoleiðis leik- föng. Hún var svo flink og hug- myndarík. Ekki var amma síðri langamma. Langömmubörnin elskuðu að koma til hennar og sóttu mjög mikið í þessa ró sem fylgdi ömmu. Elsta langömmu- barnið fór t.d. alltaf beint niður til ömmu þar sem þær léku sér saman í sínum eigin ævintýra- heimi og höfðu báðar mjög gam- an af. Í seinni tíð var jafnframt svo gaman og fræðandi að spjalla við ömmu um gamla tíma. Hún var af þeirri kynslóð sem hefur upp- lifað hvað mestar samfélags- breytingar og var því gluggi okkar til horfinnar fortíðar dag- legs lífs. Amma var kona sem við litum upp til og var okkur góð fyrirmynd. Þegar amma kom til Reykjavíkur sem ung kona voru erfiðir tímar í Reykjavík. Hús- næði var af skornum skammti og atvinnuleysi mikið. Amma var dugleg kona sem þurfti oft á tíð- um að vinna langan vinnudag en í frásögnum hennar frá þessum tíma dró hún fram björtu hlið- arnar á málunum. Amma var alltaf svo jákvæð og bjartsýn og þakklát fyrir það sem hún hafði. Það er erfitt að kveðja ömmu og við söknum hennar mjög mikið en um leið erum við svo þakklát fyrir að hafa átt hana sem ömmu. Guð geymi þig amma. Sveinbjörg, Stefán Helgi og Rannveig. Kær móðursystir og vinkona er farin. Þegar litið er um öxl, þá koma upp í hugann ljúfar minn- ingar allt frá því að ég var lítil stúlka á Akureyri og Sveinbjörg með fjölskyldu sinni í Reykjavík, en á þessum tíma voru ferðir á milli þessara staða ekki eins sjálfsagðar og í dag. Ég sá þessa frænku mína því ekki oft á upp- vaxtarárunum, en samt man ég svo vel eftir hlýjunni, sem staf- aði frá henni. Það, sem mér fannst einkenna Sveinbjörgu frænku alla tíð, var hversu vökul hún var yfir öllu sínu umhverfi, og þegar við sátum saman og spjölluðum komu þessir eigin- leikar hennar berlega í ljós, og ég sé fyrir mér fallega glampann í augum hennar þegar hún ræddi um fólkið sitt, sem var henni svo kært. Hún hafði ótrúlegt minni, og mjög oft þegar ég var að rifja upp nöfn eða annað, sem varðaði ættina okkar, þá var aðeins til ein lausn, en það var að hringja í Sveinbjörgu, sem í flestum til- fellum leysti svona smámál og skipti þá ekki máli, hvort þetta var þegar hún var um sextugt eða komin hátt á tíræðisaldur- inn. Við hjónin sátum hjá henni viku áður en hún kvaddi og röbbuðum við hana um heima og geima, umræðuefni af ýmsum toga, og meðal annars var hún að segja okkur frá því, hvernig það var þegar þær systur voru að þvo á þvottabretti í læk á Vopnafirði þegar þær voru að vaxa úr grasi. Hún endaði svo þessa frásögn með þessum orð- um: „Erla mín, þetta var svo gaman.“ Sveinbjörg var falleg kona, ljúf og skemmtileg og þannig munum við varðveita minn- inguna um hana. Við Sveinn og dætur okkar sendum afkomend- um Sveinbjargar og Sólveigu systur hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Erla Ingólfsdóttir. Hún Sveinbjörg okkar er búin að kveðja. Hún fæddist á Vopna- firði og ólst þar upp. Ung kynnt- ist hún Helga Árnasyni. Víða liggja gagnvegir. Í erfiðleikum kreppuáranna fyrir heimsstyrj- öldina var erfitt að fá vinnu. Helgi vann oft við bygginga- vinnu og stundum vegagerð. Hann var mjög verklaginn mað- ur og fékk oft vinnu á sumrin við vegavinnu. Þá bjuggu vega- vinnumennirnir í tjöldum og voru tjaldbúðirnar fluttar eftir því sem verkinu miðaði. Er þeir voru við vegavinnu á Austur- landi lágu leiðir þeirra Svein- bjargar saman. Þetta varð til þess að Sveinbjörg kom til Reykjavíkur. Þau giftu sig og eignuðust fljótlega soninn Reyni. Mjög erfitt var að fá húsnæði og var nokkuð algengt að fá leigð 1-2 herbergi hjá fjölskyldu og nota saman eldhúsið. Þetta gerðu þau fyrstu búskaparárin og þurftu oft að flytja. Við svona búskaparhætti reynir mikið á samkomulag, en Sveinbjörg var ljúf í skapi og afar umgengn- isgóð, enda hafði hún alveg ein- stakt jafnaðargeð. Hún var nokkur sumur í Skál- holti hjá Jörundi og Guðrúnu, þar gat hún haft Reyni með sér, en Helgi var úti á landi í vega- vinnu. Í Skálholti voru þá 30 kýr í fjósi og voru þær handmjólk- aðar. það kom í hlut Sveinbjarg- ar að mjólka allt að 10 kýr í mál. Helgi fór að vinna hjá uppeld- isbróður sínum Jóni Dalmanns- syni við sandsteypu. Sú vinna er fólgin í því að steypa í sand eftir gömlum mót- um. Hann náði mjög góðum tök- um á þessari vinnu, sem varð til þess að hann fékk titilinn sand- steypumaður og er sá eini (alla vega í gullsmiðastéttinni), sem hefur haft þetta heiti. Það varð til þess að aðrir gullsmiðir komu á verkstæðið til að láta steypa eftir sínum mótum. Helgi og Sveinbjörg eignuðust eigin íbúð á Karlagötu, þá höfðu þau eignast annan son Jón, sem kallaður var Jonni. Seinna byggðu þau eigið hús með öðrum í Kópavogi. Sveinbjörg tók að sér ýmsa vinnu, hún skúraði gólf í fyr- irtækjum og afgreiddi í sjoppu. Öll störf leysti hún vel af hendi. Síðustu árin hefur hún búið í Skógarbæ og undi sér vel þar. Það er hár aldur að verða 96 ára, en Sveinbjörg bar aldurinn vel. Hún var ótrúlega minnug og ef eitthvað þurfti að rifja upp, var gjarna sagt: við skulum spyrja hana Sveinbjörgu, hún man þetta ábyggilega. Við kveðjum Sveinbjörgu með söknuði og vottum syni hennar, tengdadætrum og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Dóra Jónsdóttir. Elsku Sveinbjörg. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þekkja síðustu 9 ár. Þú varst nefnilega svo sérstaklega flott kona. Ég get eiginlega ekki lýst þér nægi- lega vel með nokkrum orðum, en reyni nú samt. Þú varst afskap- lega góð kona og sýndir öllu fólki áhuga. Þú varst hörkudugleg, ótrúlega minnug og félagslynd. Þá var hugulsemin fyrir öllum í kringum þig engu lagi lík. Við Stebbi hlökkum til að segja krílinu frá þér með aðdáun enda mikið hægt að læra af æðruleysi þínu og viðhorfi til lífsins. Það er gott að vita af þér með Helga þínum og Reyni og öllu sam- ferðafólki þínu sem hefur kvatt þennan heim, og þér þótti svo vænt um. Hvíl í friði. Þín Guðbjörg (Gugga). Sveinbjörg Jónsdóttir ✝ Ellert S. Svav-arsson var fæddur 22. apríl 1932. Hann lést 7. maí 2011. Foreldrar: Svav- ar Ellertsson, f. 11. janúar 1911, d. 1992, Sigríður Sig- urðardóttir, f. 3. júlí 1909, d. 1987. Systkini: Hörður, f. 1933, d. 1956. Ingi- björg, f. 1935, d. 1965. Hall- fríður, f. 1938. Guðrún, f. 1940. Jóhanna, f. 1940. Lilja, f. 1944. Jónas, f. 1948. Svava, f. 1950. Ellert kvæntist 9. ágúst 1958 Bergþóru Valgeirsdóttur, f. 10. ágúst 1938. Foreldrar hennar: Valgeir Sigurjónsson, f. 4. júlí, 1916, d. 1999, og Hansína Jóns- dóttir, f. 4. ágúst 1916, d. 1989. Systkini: Valgerður, f. 1941. Guðbjörg, f. 1944. Ólafur, f. 1984. d) Hansína Ellertsdóttir, f. 19. apríl 1964, giftist Marteini Marteinsyni, f. 9. júní 1960. Þau skildu. Börn þeirra. 1) Lilja, f. 1982. Hún á eina dóttur. 2) Matthildur Ýr, f. 1986. 3) Ás- geir, f. 1990. Ellert fæddist í Holtsmúla í Skagafirði en ólst upp í Ármúla í sömu sveit. Átján ára að aldri hóf hann nám í járnsmíði í Iðn- skólanum á Sauðárkróki. Fór svo til Reykjavíkur í verknám og útskrifaðist sem plötu- og ketilsmiður. Starfaði við þá iðn, meðal annars hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík, Álverinu í Straumsvík og Stálvík í Garða- bæ. Hann starfaði einnig við leigubílaakstur um árabil, lengst af hjá B.S.H. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19. maí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. 1948. Reynir, f. 1932, d. 1999. Birgir, f. 1936. Brynjar, f. 1947. Börn Ellerts og Bergþóru eru: a) Svavar Ellertsson, f. 20. apríl 1956, giftur Gunni Bald- ursdóttur, f. 20. des. 1959. Börn þeirra. 1) Alda Karen, f. 1978, gift Óla Jóni Kristinssyni, f. 1979, þau eiga 3 börn. 2) Hilda Guðný, f. 1982, í sambúð með Oddgeiri Einarssyni, f. 1977. Þau eiga einn son. 3) Ellert Þór, f. 1988 á eina dóttur. b) Valgeir Ellertsson, f. 30. júlí 1957. c) Sigríður Ellerts- dóttir, f. 8. des. 1962, gift Rúnari Gíslasyni, f. 6. okt. 1960. Börn þeirra 1) Bergþóra, f. 1982, gift Gunnari Sveinssyni, f. 1980. Þau eiga einn son. 2) Gísli Már, f. Elskulegur pabbi minn hefur nú leyst landfestarnar og siglt inn í sólarlagið þar sem ný heimkynni taka honum opnum örmum. Þar finnast allir sem undan hafa gengið, fólkið sem hann unni og hafði gaman af. Engar þjáningar, engin vanda- mál, bara gleði. Harmonikku- tónar, sem hann hreifst svo af, berast með vindinum og ýta honum úr vör. Þannig sé ég hann fyrir mér fallegan og friðsælan. Lausan úr viðjum sjúkdóms sem dró úr honum alla lífsorku að lokum. Skagfirðingur var hann og fór á skrið ef rætt var um fjörð- inn fagra og ekki síst ef talið barst að fyrri tímum þegar hann var strákur í sveitinni sinni. Hvernig lífið var þá, hlutirnir sagðir og gerðir. Hann hóf snemma að spila á harmonikku og var fenginn til að spila á böll- um í sveitinni aðeins 14 ára gamall en í þá tíð var harm- onikkan vinsælt hljóðfæri. Þau eru ófá sporin sem hafa verið stigin heima í stofu þegar hann var í essinu sínu á nikkunni svo ekki sé tala um sönginn sem ómaði örugglega út á götu. Þúsundþjalasmiður var hann, m.a. gerði hann nokkrar bíl- druslur að drossíum, og lagaði eða bjó til ef hann vantaði eitt- hvað. Bóngóður með afbrigðum og hógvær eftir því. Hann var mikill veiðimaður og voru þær ófáar ferðirnar á sjó, í vötn eða ár. Minnisstæð er sjóferðin sem við Rúnar fórum með honum og Jonna bróður hans. Ferðin var ákveðin með stuttum fyrirvara og hafði hann orð á því þegar við vorum komin út á spegil- sléttan fjörðinn hvað þetta væri frábært og gæfi lífinu gildi. Vakna í Hafnarfirði og komin út á sjó í Skagafirði eftir hádegi sama dag með fullan bát af fiski í ofanálag. Þvílík sæla. Rósir fannst honum falleg blóm og það sést vel á sumrin þegar komið er heim í garðinn hjá þeim mömmu. Fjölmargar tegundir og litbrigði gleðja aug- að. Hann var einnig frístunda- málari og liggja eftir hann margar myndir sem munu prýða veggi heimila um ókomna tíð. Hann þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Þannig var hann bara. Síðasti afmælisdagurinn hans var haldinn á líknardeildinni í Kópavogi. Þar safnaðist fjöl- skyldan saman og hélt upp á 79. afmælisdaginn með honum. Hann var orðinn veikburða en viljinn sterkur til að taka á móti öllum sínum. Hann lifnaði allur við þegar yngstu fjölskyldumeð- limirnir voru í kringum hann. Þessi dagur kemur til með að yljar okkur í framtíðinni. Ég vil þakka frábæru starfsfólki líkn- ardeildarinnar í Kópavogi fyrir framúrskarandi umönnunn og kærleiksríkt viðmót í hans garð sem og okkar aðstandenda. Elsku pabbi, ég gæti haldið áfram en læt nú staðar numið. Vildi bara minnast þín eilítið. Það er komið að leiðarlokum, minn kæri. Ég vil þakka þér hjartanlega fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig og mína í gegnum tíðina. Með von um að allar þínar þjáningar séu að baki. Megi hann sem öllu ræður geyma þig og umvefja þig ljós- inu. Kær kveðja. Sigríður Ellertsdóttir (Sigga.) Ég held að ég muni varla eft- ir afa Edda sitja rólegum og gera ekki neitt. Ef það voru ein- hver boð hjá ömmu og afa þá lá við að maður yrði að halda fast í diskinn sinn því annars gat hann átt það í hættu að vera þveginn upp af afa. Hann varð nefnilega stöðugt að gera eitt- hvað. Hann birtist meir að segja alveg óbeðinn þegar ég keypti mér íbúð til að aðstoða við að mála og sló sko ekki slöku við. Hann var líka einstaklega fjölhæfur. Ég held að það sé bara ekki neitt sem hann gat ekki gert. Ég á til dæmis mál- verk eftir hann uppi á vegg, hann stillti einu sinni bílinn minn með skrúfjárni, ég hef hlustað á hann þenja nikkuna sína, ég hef gengið á pallinum sem hann smíðaði, ég hef setið í garðinum sem hann dyttaði að og ég dáist á hverjum jólum að jólastjörnunni í glugganum hjá honum og ömmu sem hann bjó til. Allt sem þurfti að gera í höndunum gat hann gert. Hann var líka sá alskemmti- legasti að spila kana við, en það var einmitt hjá afa og ömmu sem ég lærði að spila kana, hann sagði yfirleitt stórt á engin spil en náði oft á einhvern undra- verðan hátt að standast sagn- irnar. Annars er ein mín fyrsta minning um hann afa Edda þeg- ar við vorum að borða svið sam- an. Ég man að ég sat með hon- um við eldhúsborðið heima hjá honum og ömmu og við skipt- umst á að borða augun. Mikið fannst mér ég, fjögurra ára skottið, nú flott á því að borða augun eins og afi. Það var ann- ars ósjaldan sem ég sat við eld- húsborðið hjá ömmu og afa. Það var alltaf svo gott að koma til þeirra og það var svo gaman hvað afi var áhugasamur um börnin mín og hvernig þau hefðu það. Hann gjörsamlega ljómaði alltaf þegar maður kom með þau í heimsókn og þegar þau voru lítil bað hann alltaf um að fá að halda á þeim. Núna í dag er skrýtið að fara í kaffi til ömmu og afa því það er enginn afi sem kemur og sest hjá okkur að spjalla. Um daginn fannst mér einfaldlega eins og hann hlyti að vera úti í skúr að stússast eða inn í sjónvarpsher- bergi að horfa á Leiðarljós. Ég kveð þig, elsku afi, vitandi að þér líður vel þar sem þú ert núna og að einn daginn munum við hittast á ný. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Þín sonardóttir, Alda Karen Svavarsdóttir. Allt hefur sinn tíma, og hver tími hefur sinn tilgang. Hver einasti maður hefur sinn til- gang. Hver einstaklingur hefur fram að færa einstæða gjöf, eða sérstakar gáfur til að gefa öðr- um. Þegar við hjónin festum okk- ur íbúð við Öldugötuna voru í næsta húsi þau Bergþóra Val- geirsdóttir og Ellert S. Svav- arsson, sem við kveðjum hér í dag. Góð kynni þróuðust á milli okkar og hafa þau ekki slitnað, þótt heimsóknum hafi fækkað. Æviskeið mannsins rennur hjá sem myndskeið á hvítu sýn- ingartjaldi og fylgjumst við ekki með, þá er nýtt myndskeið kom- ið, kafli glataður, stuttur eða langur. Stundin er dýrmæt sem við dveljum hér, en hún er aðeins lítill hluti af eilífð okkar. Lífið er eilíft, en það birtist okkur sem stundarfyrirbæri. Ef við njótum þessarar stundar saman í ást og umhyggju, þá nærumst við úr nægtar brunni lífsins. Á þessari kveðjustund er við kveðjum góðan dreng og sam- ferðamann verður að viðurkenn- ast, að mörg eru þau myndskeið sem glatast hafa. Við þökkum honum sam- fylgdina, hjálpsemina og vinátt- una. Minningin lifir um góðan dreng, sem er ekki lengur, en verður ávallt til. Blessuð sé minning Ellerts S. Svavarssonar. Elsku Bergþóra. Innileg sam- úðarkveðja til þín og barna þinna á þessari kveðjustund. Guðlaug og Ragnar. Ellert S. Svavarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.