Morgunblaðið - 19.05.2011, Síða 30

Morgunblaðið - 19.05.2011, Síða 30
30 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, VILTU KOMA ÚT AÐ HLAUPA? AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ GERA ÞAÐ? ER EINHVER AÐ ELTA OKKUR? GLEYMDU ÞESSU ER HANN MEÐ STÓRT SPJÓT!?! HVAÐ VAR ÉG AÐ HUGSA? ÉG GÆTI EKKI LIFAÐ ÁN ÞESSA TEPPIS SVO GEFUR TEPPIÐ MÉR LÍKA TÆKIFÆRI TIL AÐ GERA ÝMISLEGT, EINS OG AÐ... FERÐAST! ÞAÐ ER SVO RÓMANTÍSKT AÐ SITJA SVONA FYRIR FRAMAN ARININN OG HAFA ÞAÐ HUGGULEGT VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF NOKKRUM SKÖPUÐUM HLUT NEMA ÞESSU GREINILEGA! ÁSTIN MÍN ÉG HELD AÐ ÉG SÉ FARIN AÐ KUNNA BETUR VIÐ HATTINN ÞINN HANN FER ÞÉR EFTIR ALLT SAMAN FREKAR VEL “EFTIR ALLT SAMAN”? ÞÚ ÞARFT AÐ LÆRA AÐ TAKA HRÓSI ÉG VONA AÐ ÞÉR LÍÐI BETUR Í DAG PETER ÉG ÞARF SAMT AÐ GETA UNNIÐ FYRIR MÉR ÉG ÆTLA AÐ RÖLTA UM BORGINA... ...OG REYNA AÐ FINNA EITTHVAÐ SEM ÉG GET TEKIÐ MYNDIR AF FYRIR JAMESON ERTU TILBÚINN? ÉG VERÐ AÐ VERA ÞAÐ SVO ÞAÐ SÉ ALVEG Á HREINU ÞÁ ERU ÞAÐ EKKI BARA VÍKINGAR SEM RÆNA OG RUPPLA... ...STJÓRNMÁLAMENN ERU LÍKA MJÖG DUGLEGIR VIÐ ÞAÐ Engar veitingar Fyrir nokkru auglýsti verslun ein á Lauga- vegi, sem selur eld- húsvarning, að í tilefni af 10 ára afmæli versl- unarinnar yrði veittur afsláttur af mörgum vinsælustu söluvör- unum þann dag. Þá yrði boðið upp á af- mæliskaffi og ilmandi bakkelsi eins og það var orðað í auglýsing- unni. Ég gerði mér ferð í verslunina og fann þar hlut sem mig vantaði og ég keypti. Á hinn bóginn sá ég engin merki um afmæliskaffið. Þegar ég spurði af- greiðslustúlku fékk ég þau svör að ekki yrði boðið upp á kaffið fyrr en eftir hádegið. Það væri ekki búið að baka. Stúlkan kallaði í aðra, sem sagði að reyndar væri til súkku- laðikaka, en gerði sig ekki líklega til að sækja hana. Þá kemur sú þriðja, sennilega eigandinn, sem sagðist ekki hafa vanist því að fólk borðaði sætar kökur fyrir hádegi. Ég fór því út án þess að fá veitingar af nokkru tagi. Ég tók eftir því að fleiri komu inn í sömu erinda- gjörðum en fóru tóm- hentir út. Mér fannst þetta undarleg fram- koma sem jaðraði við ókurteisi, og auglýs- ingin villandi, því að engin tímamörk voru þar nefnd í sambandi við veitingarnar. Ég hét því með sjálfri mér að fara ekki aftur í þessa verslun. Guðný Getur einhver hjálpað? Steve Buffington, sem gegndi hér herþjónustu frá ágúst 1979 til nóv- ember 1980 leitar að konu sem hann kynntist á þessum tíma hér á landi, nafn hennar var Ása, en hann man ekki föðurnafn hennar. Ef einhver þekkir til vinsamlega skrifið til: Steve Buffington 7 Roving Hills Cir. SE Cartersville, GA 30121 (770) 547-1811. Ást er… … að finna neistann kvikna á milli ykkar. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9 – göngu- hópur kl. 10.30 – vatnsleikfimi kl. 10.45, myndlist/prjónakaffi kl. 13. Jóga kl. 18. Árskógar 4 | Handav./smíði/útsk. kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgistund. kl. 10.30. Myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband, handavinna, börn frá leikskólanum Stakkaborg koma kl. 13.50 og syngja. Á morgun helgistund og bingó. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, botsía kl. 10.45. Listamaður mánaðarins. Félag eldri borgara í Kópavogi | Mynd- lista- og handverkssýning eldri borgara í Gullsmára verður í Félagsheimilinu Gull- smára 13 laugardaginn 21. maí kl. 13-17. Vöfflukaffi á góðu verði. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsheimilið Boðinn | Skemmtun og hátíðarkaffi kl. 14. Jóga kl. 9, handavinna kl. 13, hugleiðsla kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15 og bingó kl. 13.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9, ganga kl. 10, brids og handa- vinna kl. 13, jóga kl. 18. Laugardaginn 21. maí kl. 13-17 handverkssýning í Gullsmára 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Heitt á könnunni frá kl. 9.30, handa- vinnuhorn kl. 13, vöfflukaffi kl. 14-16. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30. Frá hádegi er myndlist búta/ perlusaumur. Jóga kl. 15.30. Furugerði 1, félagsstarf | Messa föstu- daginn 20. maí kl. 14. Séra Ólafur Jó- hannsson messar og Furugerðiskórinn leiðir söng. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, leik- fimi kl. 9.30. Botsía kl. 10.30, félagsvist kl. 13.30. Hraunsel | Qi-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, opið hús kl. 14, pílukast kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10. Handa- vinnustofa kl. 13. Félagsvist fellur niður í dag. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Samvera eldri borgara kl. 15. Söngur, bæn og hug- vekja. Glæsilegt kaffihlaðborð. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogsskóla kl. 17. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, handavinna kl. 9. Leirlist/útskurður kl. 9. Vöfflukaffi. Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður (Tiffany’s), ganga kl. 9.15. Kertaskreyt- ingar kl. 13. Kóræfing kl. 13. Leikfimi kl. 13. Af popplistarinnar aumu stöðu ísölum Hörpu“ er yfirskrift þjóðbloggs sem er höfundarmerkt Grími Thomsen á vefsíðu Baggalúts. Kveðskapurinn er svohljóðandi: Í Hörpu listin dýra dvelur þar drýpur gull af hverjum koppi. Hámenningin hlustir kvelur og himneskum nær nýjum toppi. Það vanda aðall tæpast telur þó tónlistirnar æðri floppi. Ef fáa miða Sinfó selur safnast fé af aumu poppi. Mikið er af skemmtilegum kveð- skap hjá Baggalúti og margir þjóð- þekktir höfundar. Eins og alkunna er fylgdist Jónas Hallgrímsson vel með straumum og stefnum utan landsteinanna. Og má marka það af eftirfarandi bloggfærslu skáldsins hjá Baggalúti: Um næstu helgi heiti því að hamstra dóp og vín. Svo hyggst ég stunda hórerí og hegða mér eins og Sheen. Martin Sheen er hinsvegar ekki ofarlega í huga Bólu-Hjálmars. Af óþarflegum öldusundlaugum aurapa er yfirskrift bloggfærslu hans hjá Baggalúti: Aldrei hef ég öldulaug aura reynt að bindí. En ógnarstóran á ég haug af áhyggjum að syndí. Í ársbyrjun greip um sig óróleiki hjá Bólu-Hjálmari: Margt er vont í veröld hér þó verst sé bölvuð heildin. Áfram verð ég, einn og sér – órólega deildin. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Baggalúti og hámenningu ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.