Morgunblaðið - 19.05.2011, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 19.05.2011, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2011 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í dag verður Jazzhátíð Garða- bæjar sett í sjötta sinn í Urð- arbrunni, hátíðarsal Fjölbrauta- skólans í Garðabæ, með sannkallaðri gítarveislu þar sem þeir Ómar Guðjónsson og Hilmar Jensson gítarleikarar opna hátíð- ina með nokkrum lögum sem dúó og svo tekur við Tríó Björns Thor- oddsen með japanska gítarleik- arann Kazumi Watanabe sem gest. Opnunartónleikarnir hefjast kl. 20.30. Jazzhátíðin er haldin á vegum menningar- og safna- nefndar Garðabæjar, en listrænn stjórnandi hennar frá upphafi hef- ur verið Sigurður Flosason saxó- fónleikari og fyrrverandi bæj- arlistamaður Garðabæjar. Sigurður Flosason segir að þótt hátíðin sé alþjóðleg sé það með- vituð stefna aðstandenda hátíð- arinnar að velja helst garðbæska listamenn þegar það er unnt, en þó ekki þannig að það útiloki lista- menn frá öðrum bæjarfélögum eða löndum. „Við höfum gert lista- mönnum úr Garðabæ hærra undir höfði og þeir koma hlustfallslega oftar fram þannig að það er ákveðin heimatúnsstefna í þessu hjá okkur. Sérstaklega er svo gaman að kynna unga og efnilega listamenn eins og Önnu Maríu Björnsdóttur, sem syngur á loka- tónleikum hátíðarinnar og er þá með eigin tónsmíðar.“ Tónleikar fyrir eldri borgara Á morgun verða tónleikar kl. 14 í Jónshúsi, Strikinu 6 á Sjálandi, og eru ætlaðir eldri borgurum í Garðabæ. Þá leikur Guitar Isl- ancio-tríóið skipað þeim Birni Thoroddsen og Hirti Steinarssyni á gítara og Jóni Rafnssyni á kontrabassa. Þá um kvöldið verða síðan tónleikar í Safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli kl. 20.30, en þá leika Mafía ríkisins og ASA tríó. Mafíu ríkisins skipa Aron Örn Óskarsson gítarleikari, Erwan Escloupier tenórsaxafónleikari, Hjörvar Hans Bragason bassaleik- ari og Helgi Kristjánsson trommu- leikari. ASA tríó skipa Agnar Már Magnússon á Hammond-orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Scott McLemore á trommur. Nikolaj Bentzon í Kirkjuhvoli Á laugardagskvöld kl. 20.30 leikur Nikolaj Bentzon í Safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli einn og með kvartett. Bentzon er einn af fremstu djasspíanóleikurum Dana og var einnig um átta ára skeið aðalstjórnandi Stórsveitar danska ríkisútvarpsins. Fyrir hlé leikur hann einn á píanóið, en eftir hlé leikur hann með kvartett sem skipa auk hans þeir Sigurður Flosason á saxófón, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Anna María á lokatónleikunum Lokatónleikar jazzhátíðarinnar verða svo í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli á sunnudag kl. 20.30 en þá syngur Anna María Björns- dóttir með hljómsveit. Anna María útskrifast frá Tónlistarskóla FÍH nú í vor, en á námstímanum hefur hún m.a. verið skiptinemi í Kaup- mannahöfn og sungið með spuna- sveitinni IKI. Hún flytur eigin tónlist með þeim Kjartani Valde- marssyni píanóleikara, Tómasi Jónssyni hljómborðsleikara, Hilm- ari Jenssyni gítarleikara, Valdi- mar Olgeirssyni bassaleikara og Matthíasi Hemstock trommuleik- ara. Aðgangur er ókeypis á alla tón- leika Jazzhátíðarinnar og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Aðalstyrktaraðili hátíðarinnar er Íslandsbanki í Garðabæ. Jazzhátíð Garðabæjar haldin í sjötta sinn Opnunartónleikar Japanski gítarleikarinn Kazumi Watanabe og Björn Thoroddsen bjóða upp á gítarveislu með tríói Björns. Morgunblaðið/Eggert Efnileg Anna María Björnsdóttir syngur með hljómsveit á loka- tónleikum hátíðarinnar.  Fjölþjóðlegir gestir og íslenskir listamenn  Fimm tón- leikar á fjórum dögum  Hefst á sannkallaðri gítarveislu ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 568 8000 – borgarleikhus.is –midasala@borgarleikhus.is NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið) Fim 19/5 kl. 20:00 Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 19:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 19:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Tveggja tíma hláturskast...með hléi Strýhærði Pétur (Litla sviðið) Fim 19/5 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 lokasýn Áhorfendur standa á sýningunni. Ekki við hæfi ungra barna. Sýningum lýkur í maí Húsmóðirin (Nýja sviðið) Fim 19/5 kl. 20:00 aukasýn Sun 29/5 kl. 20:00 17.k Þri 7/6 kl. 20:00 Fös 20/5 kl. 20:00 13.k Þri 31/5 kl. 20:00 18.k Mið 8/6 kl. 20:00 Sun 22/5 kl. 20:00 14.k Mið 1/6 kl. 20:00 19.k Fös 10/6 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 15.k Fim 2/6 kl. 20:00 20.k Lau 11/6 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 16.k Fös 3/6 kl. 20:00 21.k Mið 15/6 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 aukasýn Lau 4/6 kl. 20:00 22.k Nýr íslenskur gleðileikur eftir Vesturport. Ósóttar pantanir seldar daglega Faust (Stóra svið) Lau 21/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Örfár aukasýningar í maí og júní Opening Night - Les Slovaks (Stóra sviðið) Sun 22/5 kl. 20:00 Á Listahátíð - Harðjaxlar sem dansa eins og englar Ferðalag Fönixins (Stóra sviðið) Mán 23/5 kl. 20:00 forsýn Mið 25/5 kl. 20:00 Þri 24/5 kl. 20:00 frumsýn Mið 25/5 kl. 22:00 Á Listahátíð - Um listina að deyja og fæðast á ný Klúbburinn (Litla sviðið) Fös 3/6 kl. 20:00 frumsýn Sun 5/6 kl. 20:00 2.k Mið 8/6 kl. 20:00 4.k Lau 4/6 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 3.k Lau 11/6 kl. 20:00 5.k Á Listahátíð - Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Klúbbsins Eldfærin (Stóra sviðið) Lau 21/5 kl. 13:00 Lau 28/5 kl. 13:00 Sun 29/5 kl. 13:00 Sögustund með öllum töfrum leikhússins Strýhærði Pétur – allra síðasta sýning annað kvöld! ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Allt að verða uppselt í maí. Sýningar í júní komnar í sölu. Allir synir mínir (Stóra sviðið) Sun 5/6 kl. 20:00 Aukasýn. Fjórar og hálf stjarna í Mbl. I.Þ og DV J.V.J. Sýningum að ljúka! Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 22/5 kl. 14:00 Fálkaorður og fjör - sýning fyrir alla fjölskylduna! Brák (Kúlan) Fös 3/6 kl. 20:00 Aukasýn. Aukasýning í júní komin í sölu! Verði þér að góðu (Kassinn) Fös 20/5 kl. 22:00 Fös 3/6 kl. 19:00 Lau 21/5 kl. 22:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Frumsýning 7. maí. Góði dátinn Svejk (Stóra sviðið) Sun 29/5 kl. 20:00 Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins! Haze (Stóra sviðið) Fim 2/6 kl. 20:00 Á Listahátíð. Sýning sem markar tímamót í nútímadansi. Við sáum skrímsli (Stóra sviðið) Fös 20/5 kl. 19:00 Lau 21/5 kl. 20:00 Á Listahátíð. Listrænn stjórnandi Erna Ómarsdóttir. Big Wheel Café (Stóra sviðið) Fim 26/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Á Listahátíð. Listrænn stjórnandi Kristján Igimarsson Subtales - Söngur millistéttarinnar (Kassinn) Þri 24/5 kl. 18:00 Á Listahátíð. Norrænt velferðarsamfélag krufið til mergjar.Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Vorhátíð Kramhússins Fim 19/5 kl. 20:00 Kvöldstundmeð Janis Joplin Fös 20/5 kl. 20:00 aukatónleikar Listahátíð í Reykjavík - Rebbasaga Lau 28/5 kl. 14:00 Lau 28/5 kl. 17:00 Frönsk barnasýning Listahátíð í Reykjavík - Bændur flugust á Sun 29/5 kl. 20:00 Íslendingasögur í óvæntu ljósi! Listahátíð í Reykjavík - Strengur Mán 30/5 kl. 20:00 Tómas R. Einarsson og Matthías Hemstock Brúðuheimar í Borgarnesi 530 5000 | hildur@bruduheimar.is GILITRUTT Sun 29/5 kl. 14:00 Listahátíð í Reykjavík - Sex pör Þri 31/5 kl. 20:00 Frumflutningur sex íslenskra dans- og tónverka Listahátíð í Reykjavík - Tony Allen og Sammi Mið 1/6 kl. 21:00 Tony Allen og Samúel Jón Samúelsson Big Band Varsjáarbandalagið - Útgáfutónleikar Fim 9/6 kl. 20:00 Græni Hatturinn Akureyri sími 461 4646 / 864-5758 Forsala á alla viðburðina hafin í Eymundsson Fim. 19. maí Gylfi, Rúnar og Megas Tónleikar kl. 21.00 Fös. 20. maí Eyfi - 50 ára afmælistónleikar - Sérstakur gestur: Jón Ólafsson Tónleikar kl.22.00 Lau. 21. maí Lára / Rúnar Þórisson Tónleikar kl.22.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.