Morgunblaðið - 19.05.2011, Page 2
2 19. maí 2011finnur.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Ritstjórar Davíð Oddsson, Har-
aldur Johannessen Umsjón Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Bílar Sigurður Bogi Sævarsson sig-
urdurbogi@ mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson, Finnur Thorlacius, Elín Albertsdóttir. Aug-
lýsingar finnur@mbl.is, sími 5691107 Prentun Landsprent ehf.
1933 - Í Vestmannaeyjum réðst æstur múgur inn í fangelsið
og leysti þar fanga úr haldi. Síðar voru tíu manns dæmdir til
fangelsisvistar fyrir tiltækið.
1950 - Þúsundir Reykvíkinga fögnuðu Gullfossi, nýju far-
þegaskipi Eimskipafélagsins.
1983 - Geimskutlan Enterprise hafði viðkomu á Keflavíkur-
flugvelli, borin af Boeing 747 þotu.
1990 - Í Laugardal í Reykjavík var opnaður nýr fjölskyldu- og
húsdýragarður með tuttugu tegundir húsdýra, sjávardýra
og villtra dýra. Meira en tíu þúsund gestir komu í garðinn
fyrsta daginn.
19. maí
Við hjóluðum að jafnaði 100kílómetra á dag sem varmjög hæfileg dagleið.Áður en við lögðum af
stað lögðum við niður fyrir okkur
hvernig best væri að ná settu
marki. Völdum til dæmis að fara
hringinn rangsælis og náðum þann-
ig á rennisléttu Suðurlandinu að
koma okkur í gott form áður en
kom að glímunni við heiðar og fjall-
vegi á Austurlandi og fyrir norð-
an,“ segir Sigurjón Pétursson,
framkvæmdastjóri og ljósmyndari í
Hafnarfirði.
Margir nota sumarið til hjól-
reiðaferða, lengri jafnt sem
skemmri. Hringvegurinn er vinsæl
áskorun og sl. sumar hjóluðu Sig-
urjón og Þóra Hrönn Njálsdóttir
eiginkona hans umhverfis landið –
og fóru þá leiðina á fjórtán dögum.
„Reyndar þurftum við að staldra
við í sólarhring austur í Suðursveit
í vitlausu veðri sem víða setti strik
í reikninginn. Hjólhýsi og tjald-
vagnar fuku út af veginum og rúða
fór í heilu lagi úr rútu rétt hjá þar
sem við héldum til á meðan veðrið
gekk yfir. Annars gekk þetta eins
og í sögu og leiðin var greið,“ segir
Sigurjón en þau hjón hafa lengi
stundað útivist af ýmsum toga.
Voru því í góðri þjálfun eins og
nauðsynlegt er í lengri ferðum.
Á morgnana á
virkum dögum best
Að mörgu er að hyggja þegar
lagt er upp í ferð umhverfis landið
á reiðhjóli. Bendir Sigurjón þar á
að mikilvægt sé að vera mjög sýni-
legur í gulgrænum jökkum og hafa
jafn lítinn farangur og mögulegt er.
„Á hvoru hjóli vorum við með tvær
töskur og svo lítið tjald. Bara þetta
allra nauðsynlegasta og meira
mátti þetta ekki vera,“ segir Sig-
urjón sem í einni töskunni var með
aukaslöngu, bætur og pumpu því
allur er varinn góður ef dekk
springur. Hann segir hins vegar
óþarfa að hafa heilt verkfærasett
með í för, því yfirleitt sé stutt á
næsta verkstæði og auðvelt að
nálgast hjálp ef þarf á hringveg-
inum.
„Í svona umferð þarf maður að
taka tillit til annarar umferðar. Úti
á þjóðvegunum er lítil umferð á
morgnana á virkum dögum og það
er auðvitað óskatími hjólreiðafólks.
Síðdegis og fram á kvöld eru stóru
flutningabílarnir á ferðinni og þá
ber að varast enda fylgir þeim
þungur súgur sem getur verið
hættulegur. Taka skal fram að bíl-
stjórar allir eru mjög tillitssamir
og sérstaklega fannst okkur bif-
reiðastjórar stærstu flutningabíl-
anna vera tillitssamir við okkur.
Verstu kaflarnir á hringveginum
þóttu okkur annars vera Svína-
hraunið frá Litlu kaffistofunni að
Hveradölum og svo spottinn frá
Hvalfjarðargöngum í bæinn enda
eru vegaxlir á báðum stöðum mjóar
og varla gert ráð fyrir hjólreiða-
fólki,“ segir Sigurjón sem fannst
mikill persónulegur sigur unninn
þegar heim var komið.
„Maður hefur nánast sigrað sjálf-
an sig, því vissulega reynir svona
ferð á,“ segir Sigurjón sem í ferð-
inni tók þúsundir ljósmynda enda
bar margt áhugavert fyrir augu í
þessari ævintýraferð.
sbs@mbl.is
Hringvegurinn er vinsælt viðfangsefni hjólreiðafólks
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Völdum til dæmis að fara hringinn rangsælis,“ segir Sigurjón Pétursson um ferð þeirra Þóru Hrannar Njálsdóttur eig-
inkonu sinnar um hverfis landið sl. sumar. Myndin er tekin við Grábrók í Norðurárdalnum í Borgarfirði þegar þau voru á
fjórtánda degi ferðar sinna. Baulan fallega er í baksýn.
Sigrar nánast sjálfan sig
Hjólhýsi og tjaldvagnar
fuku út af veginum og
rúða fór í heilu lagi úr rútu
rétt hjá þar sem við héld-
um til á meðan veðrið
gekk yfir.
Leiðin er greið. Þóra
Hrönn á hjólinu austur á
Mýrum sem eru ekki
langt frá Hornafirði.
„Þetta er saga sem tengist Íslandi sterkt,“ segir Ör-
lygur Hnefill Örlygsson. Á morgun, föstudag, verður
opnuð í Safnahúsi Þingeyinga á Húsavík sýningin
Geimfarar í Þingeyjarsýslum.
Þar verður brugðið í ljósi tunglferð Bandaríkja-
manna 1969 og árunum eftir það en áður komu geim-
faraefnin til Íslands og könnuðu aðstæður í Öskju og
víðar.
Á Húsavík verða sýndar myndir frá æfingum tunglf-
aranna hér, myndröðin Geimfarar eftir Erró, tungl-
steinn sem var afhentur íslensku þjóðinni árið 1972
ásamt íslenskum fána sem flogið var með til tungls-
ins, myndir NASA frá undirbúningi tunglferðanna og smámunir tengdir
tunglferðunum úr eigu Íslendinga.
sbs@mbl.is
Geimfarar í Þingeyjarsýslum
Tunglfaraefni kanna aðstæður í Öskju sumarið 1967.
Tunglfararsýning opnuð á Húsavík
Örlygur
Hnefill Örlygsson.
Axel Axelsson löggiltur fasteignasali
Seldu eignina þína innan 60 daga
Ef eignin selst ekki innan 60 daga
þá færð þú 50% afslátt af sölulaunum
Nánari upplýsingar veitir Lárus
í síma 823-5050
HAFÐU SAMBAND STRAX!
Lárus Óskarsson
Vilt þú vita hvers virði
eignin þín er í dag?
HRINGDU NÚNA
Bær820 8081
Sylvia Walthers // best@remax.is Brynjólfur Þorkelsson // 820 8080
Rúnar S. Gíslason
Lögg. fasteignasali.
PANTAU FRÍTT
SÖLUVERMAT!