Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 14
14 19. maí 2011fasteignir Málin þokast áfram ogsmátt og smátt öðlasthjólreiðar þann sess aðvera viðurkenndur samgöngumáti. Nýlega samþykkti Reykjavíkurborg, fyrst sveitarfélaga á landinu, hjólreiða- áætlun og í fleiri sveitarfélögum eru sambærilegir hlutir í bígerð. Þá er mjög horft að til þess að efla hjólreiðar í nýrri samgöngu- áætlun sem unnið er að. Það er eitthvað að gerast í sjálf- stæðri vitund fólks. Veður hér fer batnandi og þeir sem byrja að hjóla uppgötva fljótlega hvað vegalengdir eru í raun afstæðar og flestar mun styttri en virðist út um bílrúðuna séð,“ segir Sesselja Traustadóttir, verkefnisstjóri Hjólafærni á Íslandi, sem er fræðasetur um samgöngu- hjólreiðar og vinnur að eflingu sam- gönguhjólreiða á Íslandi. Ökutæki með marga kosti Starfsemi Hjólafærni hefur vaxið ásmegin að und- anförnu enda er meiri áhugi fyrir hjólreiðum en var til skamms tíma. Skilningur stjórn- valda er líka meiri og nefnir Sesselja að starfsmenn Um- ferðarstofu séu já- kvæðir fyrir hags- munum hjólreiðamanna á breiðum grundvelli. Áður hafi áherslan fyrst og fremst verið sú að hvetja unga sem aldna reiðhjólamenn til að nota hjálma en nú sé meira undir. „Það eru ótal þættir sem vert er að hafa í huga og tryggir velferð hjólandi í um- ferðinni, til að mynda augnsamband, samvinna, sýnileiki, gagnkvæm virð- ing og þekking á því ökutæki sem hjólið er. Ekkert ökutæki í umferð- inni býr yfir jafnmörgum kostum og reiðhjól,“ útskýrir Sesselja sem segir hjólreiðamenn njóta þess svigrúms sem einkabílnum hafi verið gefið á Ís- landi við gerð umferðarmannvirkja, sem eru víða ævintýralega rúmgóð. „Það er leitun að borg sem er jafn vel til þess fallin að verða hjólavædd og Reykjavík. Í fyrirlestrum mínum um samgönguhjólreiðar hvet ég fólk til að líta í kringum sig og finna ónýttu göturnar á leið sinni. Það er dásam- legt að hjóla eftir miðri Gunn- arsbrautinni í stað þess að kvelja sig á Snorrabraut eða keppa við umferð- ina á Rauðarárstíg. Í mínum huga kallar þessi gata og fleiri eftir fleiri hjólreiðamönnum.“ Hjólamannvirki vandhönnuð Almennt telja miðlungsvanir hjól- reiðamenn öryggi sínu best borgið á gangstéttum eða sérmerktum hjóla- stígum eins og lagðir hafa verið í Fossvogi. Örugg hjólamannvirki eru vandhönnuð og langt í land að þau verði tilbúin til notkunar, segir Sess- elja. „Ég held þó að brúin yfir Geirs- nefið ætti að koma hið fyrsta og næst þar á eftir ætti að smella brú yfir Skerjafjörðinn svo hægt sé að sneiða hjá Kópavogshálsinum. Við viljum gjarna hækka okkur sem minnst í landslaginu þegar við hjólum – það er aukaerfiði sem við leitum eftir að losna undan.“ Blómstrar í Fossvogi Síðastliðin tvö ár hefur Hjólafærni átt farsælt samstarf um hjólaeflandi kennslu í Fossvogsskóla í Reykjavík. Þar blómstrar hjólreiðamenningin og þar hefur verið komið upp stæðum fyrir alls 160 reiðhjól sem eru vel nýtt af nemendum sem starfsfólki. „Óskar Einarsson skólastjóri hefur ævinlega verið hlynntur hjólanotkun sinna skólabarna og vinnur málinu braut- argengi með ýmsu móti. Við höfum kennt nemendum Fossvogsskóla um hjólið og viðhald þess; leiðsögn um hjólastellið og stillingu þess, hjálm- inn, að gera við sprungið dekk og ferðast um stíga og fá leiðsögn um tækni hjólandi. Í Fossvogsskóla eru líka flottustu hjóladagar í skóla sem ég þekki á landinu og reynslan þaðan varð efniviður í kennsluleiðbeiningar um hjólreiðar sem ég vann fyrir Námsgagnastofnun. Á sama tíma verður maður hugsi yfir forgangs- röðun fjármuna. Það er merkilegt að skuli koma upp hjólastæðum við skóla er slíkt fjármagnað af eigin fé skólans – þar sem val skólastjórans getur staðið milli þess hvort kaupa eigi nýja stóla í matsalinn eða setja upp hjólastæði enda þó þeir þurfi ekkert að velta fyrir sér fjármögnun bílastæða. Sú forgangröðun er sér- stök. Almennt talað er stóra markmiðið í starfi Hjólafærni að styrkja stöðu samgönguhjólreiða á Íslandi. Að því er unnið eftir ýmsum leiðum, til dæm- is heimsóknum dr. Bæk, sem kemur t.d. á vinnustaði og hátíðir ýmiskonar; skoðar reiðhjól og veitir fræðslu. Einnig eru haldnir fyrirlestrar þar sem Sesselja fjallar um viðhorf og vinnubrögð í umferðinni, öryggi, samgöngujafnrétti og fleira. Framhaldsskólanemar á bíl „Ekkert hefur samt eflt hjólreiðar í landinu með jafn afgerandi hætti og hækkandi olíuverð í heiminum. Þegar bensíni er dælt á bílinn spyrja margir sig hvort virkilega þurfi að borga jafn mikið fyrir að koma sér milli staða og raun ber vitni. Unga fólkið mætti velta þessu betur fyrir sér, “ segir Sesselja Traustadóttir. „Framhalds- skólanemar koma margir á bíl í skól- ann en gætu svo gjarnan verið á hjóli. Fjölbrautaskólinn í Ármúla í Reykja- vík og Kvennaskólinn hafa þó farið í markvissa hjólaeflingu og ég hrósa stjórnendum þessara skóla í hvert sinn sem ég fæ til þess tækifæri. Og vonandi er það bara upphafið – því betur má þó ef duga skal ef gera á hjólreiðar á Íslandi að samgöngukosti sem fólk virkilega nýtir sér eins og allar forsendur eru til.“ sbs@mbl.is Hækkandi olíuverð hefur eflt hjólreiðar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þegar bensíni er dælt á bílinn spyrja margir sig hvort virkilega þurfi að borga jafn mikið fyrir að koma sér milli staða og raun ber vitni Æ fara nú ferða sinna á hjólandi enda hefur sá ferðamáti nú öðlast viðurkenningu, meðal ann- ars af hálfu stjórnvalda. Ekkert ökutæki í umferðinni býr yfir jafnmörgum kostum og reiðhjólið, segir Sesselja Traustadóttir verkefnisstjóri hjá Hjólafærni. Krakkarnir hjóla í grunnskólann en nánast allir framhaldsskóla- nemar eru á bíl. Hjólreiðar „Uppgötva fljótlega hvað vegalengdir eru í raun af- stæðar og flestar mun styttri en virðist út um bíl- rúðuna séð,“ segir Sess- elja Traustadóttir. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Bað og sturta! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum 26.900 12.995 NAPOLI hitastýrð blöndunar- tæki f. baðkar SAFIR sturtusett 2.595 NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu 10.900 NAPOLI hitastýrt sturtusett ER MEÐ ÁKVEÐNA KAUPENDUR AÐ: • Einbýlishúsi í Garðabæ - allt að 100 millj. • Einbýli / Rað eða Parhúsi í Grafarvogi - Verð allt að 60 millj. • 5 Herbergja íbúð í Grafarholti - Verð allt að 37 millj. • 3ja-4ra herbergja íbúð í Norðlingaholti • 300-500 fm skrifstofuhúsnæði með - Gott aðgengi og næg bílastæði skilyrði Nánari upplýsingar veitir: Kristberg Snjólfsson í síma 892-1931

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.