Morgunblaðið - 19.05.2011, Síða 23

Morgunblaðið - 19.05.2011, Síða 23
19. maí 2011 23 bílar Réttur vökvi á rafstýrisdælu Spurt: Veist þú hvaða vökva á að nota á stýr- isdælu í Opel Astra 2000 árg? Ég held að stýr- isdælan sé rafknúin. Svar: Notaður er sérstakur grænn glussi, staðalnúmer 90544 116. Þú átt að fá hann hjá Poulsen, N1 eða umboðinu. Þegar þú spyrð um þennan vökva skaltu taka fram að hann sé fyr- ir rafknúna stýrisdælu (rafstýri) eins og í VW Polo og Skoda Fabia en ekki venjulegt vökva- stýri. MM-skipting, handskipting og CVT-skipting Spurt: Myndir þú ráðleggja mér að kaupa Toyota Yaris eða Auris með sjálfskiptingu sem þeir nefna MMT en ég er að velta fyrir mér kaupum á 3-4 ára bíl? Tek ég meiri áhættu með þá sjálfskiptingu heldur en handskiptingu í bíl sem væri jafn mikið ekinn? Ég hef slæma reynslu af CVT-skiptingu í Toyota Prius – eru þær skiptingar (CVT) öruggari í Nissan? Svar: Ég tel að bílvirkjar, sem þekki til sjálf- skiptinga, séu mér sammála um að það sé vill- andi, ef ekki rangt, að telja MM-gírskiptingu vera sjálfskiptingu. Að mínu mati væri réttara að nefna hana gírkassa með sjálfvirkri, tölvu- stýrðri kúplingu. Ég myndi ekki ráðleggja nokkrum að velja MMT-gírskiptingu í stað hefðbundinnar handskiptingar. Eftir að hafa skoðað þennan búnað tel ég MMT-gírskipt- ingu lítt traustvekjandi og yrði ekki hissa þótt hún ætti eftir að verða uppspretta margra bil- ana. Varðandi þrepalausu CVT-sjálfskipt- inguna í Prius mun það vandamál hafa tengst galla í rafkerfi í eldri árgerðum sem ráðin hef- ur verið bót á. Ástæða er til að benda á að allir nýir Toyota-bílar eru seldir með 5 ára ábyrgð. Ég hef ekki séð tæknilegan samanburð á CVT-skiptingum í Toyota og Nissan. Nissan hefur lengst allra bílaframleiðenda lagt áherslu á að þróa CVT enda eykur sú tækni sparneytni bíls um 10% miðað við 6 gíra sjálf- skiptingar af fullkomnustu gerð; – atriði sem vegur stöðugt þyngra með strangari reglum um mengunarvarnir og auknum kröfum um sparneytni. Eftir endurbætur mun bilanatíðni CVT-skiptinga í Nissan-bílum, af árgerð 2006 og yngri, hafa minnkað verulega og munu þær nú þola samanburð í því efni við það sem best gerist hjá hefðbundnum sjálfskiptingum. Tölvan fyrir „Air-bags“ biluð: Gjaldþrot? Spurt: Tölvan fyrir öryggispúðana (Air-bags) er biluð í Opelnum mínum. Ég hef heyrt að hún kosti meira en gangverð bílsins hjá um- boðinu! Ég hafði samband við Varahlutalager- inn í Kópavogi, en þeir senda vélartölvur út til viðgerðar, en var sagt að þeir tækju ekki að sér viðgerðir á tölvum sem stýrðu öryggisbún- aði og að það hefði eitthvað með ábyrgð að gera. Eru einhverjir aðrir sem taka að sér milligöngu um viðgerðir á svona búnaði? Svar:Vaka hf. í Súðarvogi í Reykjavík hefur sent tölvubúnað fyrir vélar, skiptingar, ABS og öryggispúða utan til viðgerðar (þeir hafa einnig haft milligöngu um viðgerðir á mæla- borðum og sparað fólki stórfé). Eftir að nýir eigendur tóku við IH/BL hefur verið boðið upp á ódýrari rafeindabúnað (skynjara, tölvur og fleira) frá eftirframleiðendum og jafnframt viðgerðarþjónustu á tölvum. Ég ráðlegg þér að kynna þér þjónustuna hjá þessum tveimur fyr- irtækjum. Enn og aftur sé ég ástæðu til að minna á að hvorki ABS-læsivörn né Airbag- öryggispúðar eru skyldubúnaður í bílum. Skoðun án athugasemda fæst því, lýsi viðeig- andi viðvörunarljós. Leó M. Jónsson svarar spurningum um bílamál Toyota Yaris og Auris með sjálfskiptingu Morgunblaðið/Jim Smart Leó M. Jónsson véltæknifræðingur leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt. Eldri spurningar og ítarlegri svör eru birt á www.leoemm.com) Þegar maður fyllir á bensíngeymi bíls skiptir máli að fara sér að engu óðslega. Bensín er rokgjarn vökvi. Sé honum dælt með hámarksafköstum, það er gikkurinn spenntur í botn, hvirflast vökvinn og frussast; uppgufun verður meiri en sé hægar dælt. Sé 50 lítrum dælt á bíl og 5% magnsins rjúka út í loftið hefurðu greitt fyrir 50 lítra en ein- ungis fengið 47,5 lítra og tapað 600 kr.! Ábending Rokgjarn vökvi Yaris á ferðinni. Leó M. Jónsson segist í bílapistli vikunnar telja að það sé villandi, ef ekki rangt, að telja MM-gírskiptingu vera sjálfskiptingu. CIVIC ES Nýskráður 8/2006, ekinn 60 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.190.000 HONDA VFR 800 Nýskráð 4/2008, ekinn 12 þ.km, bensín, 5 gírar. Verð kr. 1.750.000 HONDA FOCUS C-MAX GHIA Nýskráður 12/2005, ekinn 58 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 1.750.000 CIVIC SPORT Nýskráður 1/2008, ekinn 10 þ.km, bensín, 5 gírar. Verð kr. 2.750.000 HONDA ACCORD SPORT Nýskráður 1/2006, ekinn 69 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.150.000 HONDA ACCORD EXECUTIVE 2.4i Nýskráður 6/2010, ekinn 14 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 5.950.000 HONDA TOYOTA RAV-4 VVTi Nýskráður 11/2003, ekinn 108 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 1.650.000 Tilboðsverð kr. 1.290.000 PEUGEOT 407 V6 Nýskráður 3/2006, ekinn 43 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.690.000 Tilboðsverð kr. 2.250.000 HONDA JAZZ LS 1.4i Nýskráður 7/2008, ekinn 59 þ.km, bensín, 5 gírar. Verð kr. 1.990.000 Tilboðsverð kr. 1.590.000 TILBOÐ DAGSINS TILBOÐ DAGSINS TILBOÐ DAGSINS XL 1000 VARADERO Nýskráð 5/2007, ekinn 6 þ.km, bensín, 6 gírar. Verð kr. 1.450.000 HONDA VT 750 SHADOW SPIRIT Nýskráð 6/2007, ekinn 13 þ.km, bensín, 5 gírar. Verð kr. 870.000 HONDA CR-V ES Nýskráður 1/2006, ekinn 88 þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 2.350.000 HONDA Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.isÓSKUM EFTIR BÍLUM Á SKRÁ, GÓÐUR SÖLUTÍMI FRAMUNDAN Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 NOTAÐIR BÍLAR Á FRÁBÆRU VERÐI FORD VT 750C SHADOW Nýskráð 4/2007, ekinn 14 þ.km, bensín, 5 gírar. Verð kr. 990.000 HONDA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.