Morgunblaðið - 19.05.2011, Side 24

Morgunblaðið - 19.05.2011, Side 24
bílar24 19. maí 2011 Lykilbílar bílasala ehf. frumsýnir um helgina nýjan lúxus húsbíl, Fiat Ducato PLA S 701. Bíllinn verður frumsýndur á Allt á hjólum 2011 í Fífunni um helgina. „Það verða bílar í boði með tveimur stærðum af vélum og allur frágangur er mjög vandaður, til dæmis eru leðurklædd sæti, hjóna- rúm, snúningsstólar, lúgur í lofti sem gera bílinn bjartan, stórt baðherbergi með sturtu svo eitt- hvað sé nefnt. Bíllinn er sjö metra langur með stóra lest sem er opnanleg báðum megin.“ Eggert segir að hver bíll sé handsmíðaður samkvæmt ósk viðskiptavina. Nokkrir hafi þegar pantað þessa nýjustu framleiðslu frá húsbílaframleiðandanum PLA og fyrstu bílarnir verði af- hentir á næstu dögum. Verða áberandi „Salan í notuðum húsbílum og ferðavögnum fór seinna af stað í ár en undanfarin ár, en síðustu vikur hafa verið mjög líflegar, veðrið hefur alltaf sitt að segja í þessum efnum. Íslendingar hafa tekið þessum ferðamáta opnum örmum. Þessir bílar verða því örugglega áberandi á næstu árum, enda fullyrði ég að vel hafi tekist til hjá PLA-verksmiðjunni við hönnum á þessum lúxusbíl,“ segir Eggert Bergmann eigandi Lykilbíla sem hafa sérhæft sig í sölu húsbíla og ferðavagna undanfarin ár. Fyrirtækið er jafnframt með húsbílaleigu. karlesp@simnet.is Glæsilegur bíll sem margir vilja eflaust eiga Lúxus húsbíll frumsýndur um helgina Ferðabíll frá Fiat í Fífunni Einn athyglisverðast bíllinn á sýningunni Allt á hjólunni, sem haldin verður í Fífunni í Kópa- vogi um helgina, er Porsche 911 Speedster sem Bílabúð Benna flytur inn í tilefni af sýning- unni. Þessi bíll er einstakur hvað margt varðar. Hann er einn af einungis 356 eintökum sem framleidd eru af bílnum og er þessi númer 212 í röðinni. Porsche framleiðir aðeins þennan fjölda eintaka til að heiðra Porsche 356-bílinn sem fram- leiddur var á árunum 1948 til 1965 og var fyrsti framleiðslubíll fyrirtækisins. Bíllinn er ein- staklega vel útbúinn og kostar ríflega 201.000 evrur í Þýskalandi og væri því líklega ekki und- ir 60 milljónum króna hérlendis. Hann er með 3,8 lítra, sex strokka vél sem sendir 408 hestöfl til afturhjólanna gegnum sjö gíra sjálfskiptingu sem kemur honum á 100 km hraða á 4,6 sek. og hámarkshraði er 305 km/klst. Sú upplifun að aka þessum bíl er eitthvað sem hver maður verður að prófa. Ævintýri líkast að aka hvaða sportbíl Porsche sem er, en þessi bíll færir upp- lifunina í hæstu hæðir. Aflið er svo ótakmarkað í bílnum og veggripið svo mikið að óhugsandi er að þor ökumanns, sem ekki gerþekkir bílinn, reyni til fulls á hann, það fær samt öll hár til að rísa. Ekki skemmdi upplifunina að þetta er blæjubíll sem eykur bæði tilfinninguna fyrir akstri og sendir hið dásamlega hljóð vélarinnar beint í eyru ökumanns. Níunda sinfónía Beethovens bliknar við hlið urrandi hljóðs vélarinnar afturhluta villidýrsins. sbs@mbl.is Porsche 911 Speedster. Níunda sinfónía Beethovens bliknar við hlið urrandi hljóðs vélarinnar Bílabúð Benna sýning Porsche 911 Speedster í Fífunni Flugskeyti skotið á loft Bílgreinasambandið stendur fyrir stórsýningu á bíl- um og tækjum í Fífunni Í Kópavogi nú um helgina, 21. og 22. maí. Sýnt verður á yfir 4.000 ferm. og sýn- endur eru flest bílaumboð landsins ásamt fyr- irtækjum sem bjóða upp á vörur og þjónustu sem á einn eða annan hátt tengjast farartækjum. Á sýningunni verður að finna nýjustu bílana á markaðnum, nokkur bifreiðaumboð munu frum- sýna líka nýjar gerðir bíla sem ekki hafa sést hér áður. Einnig verða sýndir ferðabílar, ferðavagnar, fellihýsi, mótorhjól, fjórhjól og rafhjólsvo eitthvað sé nefnt. Fyrirtæki sem þjónusta bifreiða- og tækjaeigendur verður einnig að finna á sýningunni, s.s. tryggingarfélag, fjármögnunarfélög, olíufélag auk ýmissa annarra fyrirtækja.Bílasýningar á veg- um Bílgreinasambandsins voru algengar á árunum í kringum 1970-1980, en síðasta bílasýningin var haldin 1984. Bílasýningin Allt á hjólum er um helgina Sýna allt það nýjasta á bílamarkaðinum Rauði kross Íslands hefur fengið afhenta fjóra nýja sjúkrabíla af gerðinni Mercedes-Benz Sprinter. Breytingarvinna á bílunum var unnin af Sigurjóni Ólafsssyni á Ólafsfirði í samstarfi við Rauða krossinn og sjúkraflutn- ingamenn. „Við erum mjög ánægðir að fá þessa bíl til sjúkraflutninga. Sprinterbílar hafa reynst okkur vel og eru hagkvæmir og umhverfisvænir, segir Marinó Már Marinósson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn hefur verið einn af stærstu viðskiptavinum Öskju, um- boðsfyrirtæki Mercedes-Benz á Íslandi, allt frá því fyrirtækið hóf starfsemi. „Því fylgir jafnan sérstök ánægja að afhenda Rauða krossinum bíla,“ segir Páll Halldórsson sölustjóri hjá Öskju. sbs@mbl.is Askja afhendir RKÍ fjóra sjúkrabíla Marinó Marinósson og Páll H. Halldórsson, til hægri, við afhendingu sjúkrabílannna. Hagkvæmir og reynast vel Keith nokkur Williams keypti um daginn 1969 árgerð af Chevy Cam- aro á uppboðsvefnum Ebay. Hann vildi sannfærast um að ekkert gruggugt væri við bílinn og hafði samband við lögregluna í Kaliforníu sem komst að því að bílnum hafði verið stolið í New Jersey árið 1975. Lögreglan hafði samband við eig- andann, konu sem taldi að símtal lögregluþjónsins væri gabb og hún skellti á hann. Þeir gáfust ekki upp og heimsóttu konuna og færðu henni þennan kostagrip aftur eftir 36 ár. Það sem konan vissi ekki var að bíllinn hafði verið gerður upp á besta hátt og til dæmis skipt um 6 sílindra vél fyrir 427 kúbika, 8 síl- indra kraftavél. Svona bílar, ef vel upp gerðir, eru safngripir og seljast fyrir væna fúlgu fjár. Sá sem keypti bílinn á Ebay var með kaupendatryggingu og fékk andvirðið sem hann lét af hendi til baka að fullu. Allir urðu því kátir, nema tryggingafélagið. Eigandi bílsins taldi að um gabb væri að ræða Heiðarleiki kaupanda bílsins varð til þess að hann komst aftur í réttar hendur eftir 36 ár. Í réttar hendur eftir 36 ár Barnabörn stofnanda franska bíla- framleiðandans Renault fara fram á skaðabætur frá franska ríkinu vegna ríkisvæðingar fyrirtækisins árið 1945. Franska ríkið tók það yfir strax eftir dauða Louis Renault, en hann hafði áður verið fangelsaður vegna ætlaðrar samvinnu við nas- ista meðan á stríðinu stóð. Aldrei var þó réttað yfir honum og hann aldrei dæmdur og þessar getgátur því aldrei sannaðar. Meðan á stríðinu stóð voru fram- leidd hergögn fyrir þýska herinn í verksmiðjum Renault og Louis Re- nault gat ekki stöðvað þá fram- leiðslu eftir hertöku Þjóðverja á Frakklandi. Í ljósi þessa fara sjö barnabörn hans fram á skaðabæt- ur. finnurorri@gmail.com Afkomendur stofnanda Renault gera nú aðra tilraun til að leita réttar síns. Barnabörn Renault vilja skaðabætur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.