Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 0. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  142. tölublað  99. árgangur  SELJA SJÁVAR- RÉTTI VIÐ HÖFNINA GLAUMUR OG GLEÐI 17. JÚNÍ HAMINGJA, HEILSA OG HOLLUSTA LÍFLEGUR MIÐBÆR 26-27 KARMA KEFLAVÍK 10ATHAFNAMENN 9 Morgunblaðið/Eggert Á Alþingi Pétur H. Blöndal þingmaður fór 663 sinnum í ræðustól.  Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ræðu- kóngur á nýafstöðnu Alþingi. Þetta er fjórða þingið í röð sem Pétur hampar titlinum. Hann talaði sam- tals í 1.684 mínútur eða 28 klst., flutti 159 þingræður og gerði 504 athugasemdir við ræður annarra. Næstur honum kemur flokksbróðir hans, Ásbjörn Óttarsson, sem talaði samtals í 1.360 mínútur eða í yfir 22 klst. Sex sjálfstæðismenn eru lista yfir þá tíu þingmenn og ráðherra sem töluðu mest á nýliðnu þingi. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra talaði mest stjórn- arliða og vermir 5. sætið. »6 Pétur ræðukóngur Alþingis í fjórða skiptið í röð Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fundurinn var jafn nálægt því og komist verður að snúast um ekki neitt. Þá er atburðarásin nú ekki það sem menn höfðu í huga þegar skrifað var undir kjarasamningana 5. maí. Hvort þetta þýðir að samningar eru í upplausn verða fundir næstu daga að skera úr um,“ segir Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgun- blaðið. Fulltrúar samtaka vinnumarkaðar funduðu með innanríkisráðherra í gær um stöðuna í kjaramálum, eink- anlega viljayfirlýsingu ríkisins sem gefin var út í tengslum við samninga- gerðina í vor um að fara af stað með mannaflsfrekar framkvæmdir til að skapa hagvöxt. Horft hefur verið til þess að fjármagna þær með sérstök- um hætti, svo sem einkaframkvæmd eða veggjöldum, en nú er afstaða ráðherrans sú að framkvæma ekki nema með mörkuðum framlögum á fjárlögum hvers árs. „Við finnum að á brattann er að sækja,“ segir Ólafur Darri Andra- son, hagfræðingur ASÍ. „Það er sameiginlegt takmark að auka fjár- festingar svo auka megi hagvöxt. Ef vegaframkvæmdir fara ekki af stað þarf að finna eitthvað annað.“ Kjarasamningarnir eru til þriggja ára en gilda fram í janúar á næsta ári haldist forsendur þeirra ekki við endurskoðun sem lýkur á morgun, þriðjudag. Fjárfestingar og fram- kvæmdir eru hluti af þeim pakka. Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir fundinn í gær hafa verið hreinskiptinn og gagnlegan. Hugmyndir voru uppi um að fjár- magna vegaframkvæmdirnar með vegtollum en sú hugmynd hefur mætt andstöðu og í undirskriftasöfn- un sem efnt var til lýsti um fjórð- ungur atkvæðisbærra manna sig mótfallinn veggjöldum. Segir hann að taka þurfi tilliti til þeirra. Ög- mundur fjallar um hvaða leiðir eru færar við framkvæmdir í vegagerð í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. »17 Upplausn ef ekki finnst leið  „Jafn nálægt því og komist verður að snúast um ekki neitt,“ segir framkvæmda- stjóri SA um fund með ráðherra  „Á brattann er að sækja,“ segir hagfræðingur ASÍ Morgunblaðið /Ómar Sigling Skiptar skoðanir eru um kvótafrumvarpið meðal manna. „Niðurstaðan er þannig að menn þurfa ekki að fara af hjörunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. Hagfræðingar gagnrýna harðlega frumvarp sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra um breytingar á lög- um um stjórn fiskveiða, sem nú liggur fyrir Alþingi. Telja þeir að nái hugmyndirnar fram að ganga muni draga úr arðsemi í sjávar- útvegi, nýliðun verði erfiðari auk þess sem bann við veðsetningu afla geri bönkum erfitt fyrir. Strand- veiðar fá falleinkunn, eru sagðar leiða til kapphlaups um afla, stuðla að brottkasti og draga úr verðmæti. Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, segir mikilvægt að horfa til byggðasjónarmiða en ekki bara beita hagrænni mælistiku í fiski- veiðistjórnunarmálum. Þingmenn stjórnarandstöðu í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hafa óskað eftir fundi í nefndinni vegna álits hagfræðing- anna. Einar Kr. Guðfinnsson sem situr í nefndinni segir skýrsluna rothögg á stefnu stjórnarflokkanna í sjávarútvegsmálum. »2, 14 Menn fari ekki af hjörum  Ekki nóg að beita hagrænni mælistiku, segir Björn Valur Börn hlupu kappsfull að hætti víkinga á hinni ár- legu víkingahátíð sem fram fór í Hafnarfirði um helgina. Fjöldi erlendra víkinga sótti hátíðina heim, m.a. stór hópur Færeyinga, auk þess sem einn besti handverksmaður Grænlands lét sjá sig. Fjölbreytt dagskrá var í boði, t.a.m. bardaga- sýningar, bogfimikeppnir, fornir leikir og dans- leikir og skemmtu allir sér hið besta. Vaskir víkingar vopnaðir sverðum og skjöldum Morgunblaðið/Ernir  Tillaga Hafrannsókna- stofnunar um aflahámark á grásleppu þýðir að veiðar verði skertar um ná- lægt 30% frá meðalvertíð síð- ustu ára, skv. upplýsingum frá Landssambandi smábátaeigenda. Grásleppuveið- arnar eru nú bundnar leyfum. Leyfin eru nú um 340 talsins og hefur hvert leyfi verið selt á allt frá 700 þúsund krónum fyrir minnstu leyfin og sveiflast upp í þrjár milljónir fyrir leyfi fyrir stærstu bátana. »6 Um 30% skerðing grásleppuveiða 340 leyfi eru til grásleppuveiða. Bandaríski geðlæknirinn og vís- indamaðurinn dr. Daniel Fisher er staddur hér á landi og mun halda erindi á málþingi sem fer fram í Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Fisher boðar hug- arfarsbreytingu í tengslum við meðferð á geðrænum vanda- málum. Lengi hafi of mikil áhersla verið lögð á vísindalega þekkingu og efnafræði heilans í stað mannlegra þátta. Fisher nýt- ur mikillar virðingar í sínu fagi og var t.a.m. skipaður í nefnd Hvíta hússins um geðheilbrigð- ismál. Hann hefur sjálfur barist við geðklofa og var lagður inn á geðsjúkrahús á sjöunda ára- tugnum. Fisher er því einn fárra geðlækna sem talar op- inberlega um eigin veikindi. En í kjölfar þeirra helgaði hann sig baráttunni fyrir eyðingu ranghugmyndanna um að ekki væri hægt að ná sér af geðrösk- unum. »4 Ranghugmyndum um geðræn vandamál eytt Dr. Daniel Fisher

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.