Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 ✝ Björg Guð-mundsdóttir fæddist í Kópavogi 13. nóvember 1960. Hún lést á líkn- ardeild Landsspít- alans í Kópavogi 7. júní 2011. For- eldrar hennar voru Guðmundur Björg- vin Guðmundsson málarameistari, f. 31.3. 1920, d. 23.8. 1997, og Kristólína P.S. Krist- insdóttir, f. 29.11. 1920, d. 25.2. 1993. Systkini Bjargar eru: Ásta, f. 28.4. 1940, Ingvar Ágúst, f. 17.2. 1945, Margrét, f. 19.11. 1948, Þóra Bjarney, f. 16.4. 1950, Kristinn, f. 14.2. 1953 og Hulda, f. 24.11. 1956. Björg giftist 14.7. 1984 Krist- jáni Haukssyni, f. 7.5. 1958. Foreldrar hans eru Haukur Guðbjartsson, f. 28.9. 1930, og Stefanía Eiríka Kristjánsdóttir, f. 8.3. 1933. Dætur Bjargar og Kristjáns eru: 1) Stefanía Eiríka, f. 8.11. 1978, gift Hlyni Gíslasyni, f. 23.6. 1980, börn þeirra Kristín Gyða, f. 1996, Haf- dís Björg, f. 1996, og Bjarney Lilja, f. 2008. 2) Eva Lind, f. 16.5. 1982, maki Arnar Valgarðs- son, f. 12.1. 1978, börn þeirra Kristján Unnar, f. 2002, og Vilhelm Breki, f. 2008. Björg starfaði lengi vel í sultugerðinni Búbót en seinustu árin í Nóatúni. Hún bjó lengst af í Kópavogi. Árið 2006 greindist Björg fyrst með krabbamein en árið 2009 greindist hún með MND, ólæknandi taugahrörn- unarsjúkdóm. Útför Bjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 20. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Begga mín, mikið var sárt að fylgjast með veikindum þínum og sjá þig kveðja þennan heim löngu fyrir aldur fram. Þú sem varst yngst af þessum sjö systkina hópi. En ég fékk að vera með þér í góð 50 ár, þeirra ætla ég oft að horfa til og minnast okkar skemmtilegu stunda. Það var allt- af svo stutt í þinn innilega hlátur að oft hringdi ég í þig bara til að hlæja með þér. Það er svo ótal- margt sem ég minnist þegar ég lít til baka og ég þakka þér, elsku systir, að skilja allar þessar góðu myndir um þig eftir hjá mér. Víst mér þótti sárt að sjá þig deyja. Ég sorgardaga og nætur mátti þreyja. En þú birtist mér í draumi, væri vinur, sagðir: „Vertu ekki alltaf svona linur.“ sorginni var svipt úr mínum huga. Þú sveifst bara um loftið eins og fluga, með ertnisvip og englavængi fína. Undrabaugur lýsti ásýnd þína. Þínum anda fylgdi glens og gleði. Gamansemin auðnu þinni réði, því skaltu áfram halda hinum megin með himnaríkisglens við mjóa veginn. Ég vona, þegar mínu lífi lýkur, ég líka verði engill gæfuríkur. Þá við skoðum skýjabreiður saman og skemmtum okkur. Já, það verður gaman. (Lýður Ægisson.) Elsku Kristján, Stefanía, Eva Lind, tengdasynir og barnabörn. Ég bið algóðan Guð að styðja ykk- ur og styrkja í þessari miklu sorg. Þóra systir. Í dag kveð ég þig kæra mág- kona eftir 35 ára kynni. Ég man eins og gerst hefði í gær þegar Stjáni bróðir hringdi í mig og sagði mér að hann væri búinn að kynnast stelpu sem ekki væri orð- in 16 ára, en hann gæti ekki sleppt þér þar sem þú værir svo falleg með svo fallegt rautt hár, þig vildi hann fá. Það er sárt að þurfa að kveðja þig sem varst rétt orðin 50 ára, þú hélst nú upp á þann dag með fullt hús af vinum og ættingjum sem glöddust með þér þennan síðasta afmælisdag og megum við þakka fyrir það. Þú varst einmitt svo ánægð og hamingjusöm þennan dag og vil ég þakka öllum þeim sem gerðu þér það kleift að geta glaðst öll saman. 50 ára, þá einmitt finnst manni svo margt vera eftir, já kominn tími fyrir mann sjálfan, burt frá öllu striti og tíminn til að njóta lífs- ins með maka sínum, börnum og barnabörnum. Þú varst búin að gera svo fal- legt hreiður fyrir ykkur þarna í Þjórsárdalnum og þar leið ykkur öllum vel, og von um nýtt sumar í dalnum eitt árið enn. Þú varst svo bjartsýn á að þú fengir aðeins lengri tíma, jafnvel að spá í utan- landsferð í ágúst, en tíminn var of stuttur fyrir allt það sem þú ætl- aðir að gera. En lífið heldur áfram hjá Stjána, Stefaníu og Evu og sendi ég þeim blessun og bið Guð að vera með þeim í sorgum þeirra á þessu erfiðu tímum. Ó, drottinn virstu að mér gá, ó, drottinn leið mig til og frá, ó, drottinn gakktu á undan mér, ó, drottinn mig á höndum ber, ó, drottinn skil þú ei við mig, einkaförunaut kýs ég þig. Ó, Drottinn geym mitt megn og mál, minn líkamskraft og veika sál, húsið mitt og heimkynnið, holla vini, sem skilst ég við Gættu þeirra, og gef mér þá glaða og heila aftur að sjá. (Sigurður Jónsson) Með þessum orðum skáldsins kveð ég þig og bið Guð að blessa Stjána, Stefaníu og hennar fjöl- skyldu, Evu og hennar fjölskyldu, systkini þín og aðra ættingja og vini. Hrönn Hauksdóttir. Það var 7. júní sl. uppi á líkn- ardeild sem hún Begga frænka lést, ég vissi vel að þetta myndi enda svona enda mikil veikindi að baki en mikið þykir mér þetta miður því eftirsjáin eftir þessari frænku minni er svo mikil að ég get með engu móti komið því niður á blað. Alla mína tíð hef ég þekkt Beggu, 2 ára gömul flutti ég til Raufarhafnar með móður minni Þóru, eldri systur Beggu og systr- um mínum tveimur Diddu og Línu; þangað flutti Begga einnig með sitt fólk. Ég man hvað mér þótti gaman að fá þessa góðu við- bót við lífið okkar þarna fyrir norðan, þar áttum við góða tíma og nóg er til af minningum þaðan. Ég man hvað það var gaman þeg- ar ég var boðin í heimagerða pizzu hjá þér, Begga mín, þú varst að mínu mati snillingur í því að búa til pizzur, einnig þegar við Stefanía tókum þátt á Landsbankahlaup- inu og fengum verðlaunapening og komum í vinnuna til þín að sýna þér, þú hrósaðir okkur og gafst okkur aura til að kaupa okkur nammi, endalaust góðir tímar. En nokkrum árum síðar kom að því eins og gengur og gerist að borgin kallar okkur öll til sín á ný en það var í góðu lagi því ekki skildumst við að, við fjölskyldan, heldur fluttumst öll aftur til Reykjavíkur. Flestallar mínar minningar í gegnum lífið fléttast saman við Beggu mína og hennar fólk, við Stefanía höfum alla tíð verið góðar vinkonur og fundum uppá alls- kyns uppátækjum saman, oft mæðrum okkar til mikils ama. Ég man oft eftir því að Begga tók okkur í gegn með reiðisvip fyrir hina og þessa vitleysuna en reiði- svipurinn á Beggu breyttist alltaf fljótt í bros því hún var mikill húmoristi og það var auðvelt að fá hana til að hlæja að einhverju sem manni datt í hug. Ef það kom fyrir að Begga mætti í ekki fjölskyldu- veislur, þá fannst manni alltaf mikið vanta því það var svo gaman að setjast niður í nálægð við hana og segja gamansögur. Mikið á ég eftir að sakna þess, ég get ekki hugsað til þess ógrátandi. Úff, elsku Begga, hvað ég sakna þín. Árið 2006 keypti ég ásamt fjöl- skyldu minni hjólhýsi uppi í Þjórs- árdal, hýsið mitt stóð gegnt hýs- inu þeirra Beggu og Stjána, þetta voru svo góðir tímar, dagurinn byrjaði ekki almennilega hjá mér nema ég væri búin að kíkja aðeins upp á pall til þeirra hjóna í spjall og annað lagið yfir helgina kíkti maður „aðeins“ upp á pall til henn- ar og allaf heyrði maður frá henni glaðlegt og vinalegt „hæ“, æji, ef ég bara gæti heyrt þig segja það einu sinni enn. En ég verð víst að kveðja, lífið segir mér að gera það, eins hræði- legt og mér finnst það, elsku Begga mín, ég trúi því í alvöru að við hittumst á ný. Þangað til pass- arðu fyrir mig pláss og þegar við hittumst segjum við hvor annarri gamansögu og hlæjum svolítið saman. Bjössi, Þórey Adda og Sig- urveig Hera mín eiga eftir að sakna þín líka, Hera talar mikið um tímana okkar saman uppi í dal. Elsku hjartans Begga mín, ég Björg Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku Kristján, Stefanía, Eva Lind og aðrir aðstand- endur, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Megi minning góðrar konu lifa. Hvíl í friði, elsku Begga. Ríkey Garðarsdóttir og fjölskylda. Ég kynntist Guðríði síðastliðið haust í gegnum starf mitt. Þrátt fyrir tæplega sjötíu ára aldurs- mun urðum við Guðríður strax góðar vinkonur. Guðríður varð 95 ára hinn 16. desember síðastliðinn. Þrátt fyrir háan aldur og að sjón og heyrn voru farin að daprast verulega var hugurinn skarpur og fylgdist hún vel með fréttum og málefn- um líðandi stundar. Eitt sinn var hún að fletta í gegnum Morgun- Guðríður Guðmundsdóttir ✝ Guðríður Guð-mundsdóttir fæddist á Ytra- Hóli, Vestur- Landeyjum, Rang- árvallasýslu 16. desember 1915. Hún lést á Hrafn- istu í Reykjavík 29. maí 2011. Útför Guðríðar fór fram frá Ás- kirkju 8. júní 2011. blaðið með stækk- unarglerinu sínu og sá mynd af Ólafi Stefánssyni hand- boltamanni. Hún leit á mig með áhyggjusvip í aug- um og spurði: „Er hann Ólafur nokkuð að hætta?“ Í einum af okkar mörgu göngutúrum vorum við komnar á bak við húsin og horfðum út á sundin blá og í átt til Viðeyjar þegar hún benti í átt til eyjarinnar og spurði: „Hvar er ljósið hennar Yoko?“ Guðríður var sannur vinur vina sinna, örlát á tíma sinn og allt annað sem hún hafði að gefa. Hún var mikið náttúrubarn og hafði mikinn áhuga á garðrækt. Hún var ekki bara dugleg að sinna blómagarðinum sínum, heldur sinnti hún líka fjölskyldu- garðinum sínum vel. Hún talaði mikið um börn sín og barnabörn, sem bæði búa hér og í Frakk- landi. Í síðasta göngutúrnum sem við fórum í óskaði Guðríður eftir því að næst þegar við færum saman göngutúr skyldum við fara í pylsuvagninn í Laugardalnum. Hana langaði svo rosalega mikið í pylsu. Því miður gafst okkur ekki tími til þess. En ég skulda þér eina með öllu, sem þú mátt rukka mig um næst þegar við hittumst. Ég kveð þig nú, elsku Gauja mín, með broti úr ljóðinu Heima eftir Eyjamanninn Ása í Bæ: Hún rís úr sumar sænum í silkimjúkum blænum með fjöll í feldi grænum mín fagra Heimaey. Við lífsins fögrum fundum á fyrstu bernskustundum er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. Björk Konráðsdóttir. Ástkær amma okkar, Guðfinna Sigurgeirsdóttir, var einstök per- sóna, virðuleg, full af kærleika og ávallt í góðu jafnvægi, sátt við sitt og kvartaði aldrei. Hún var okkur ætíð dýrmæt vinkona sem hægt var að ræða allt við og því var auð- velt að gleyma háum aldri hennar. Jákvæðni einkenndi hana og sá hún ávallt það góða í öllum. Amma var hógvær en gædd mikilli glað- værð og kímnigáfu. Hún lifði hvorki í fortíð né framtíð, hún lifði í núinu og kunni að njóta þess. Frásagnir hennar eru dýrmæt- Guðfinna Sigurgeirsdóttir ✝ Guðfinna Sig-urgeirsdóttir fæddist í Nýjabæ í Flatey á Skjálfanda 26. febrúar 1912. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi 23. maí 2011. Útför Guðfinnu fór fram frá Garða- kirkju á Álftanesi 3. júní 2011. ar gersemar. Sögurn- ar frá því þegar hún var ung stúlka úti í Flatey á Skjálfanda lýstu þeim gríðarlegu breytingum sem hún upplifði á sinni löngu ævi. Hún vissi hvað það var að þurfa að vinna fyrir hlutunum. Alltaf var hún boð- in og búin að hjálpa öðrum en vildi sjálf aldrei neitt frá öðrum þiggja, hún vildi ekki láta fyrir sér hafa. Minningarnar eru margar, hug- urinn reikar til Stekkjarhvamms, bústaðarins góða við Fnjóská, og til Helgamagrastrætis. Ilmurinn af nýsteiktum kleinum, berjatínsl- an og sláturgerðin á haustin þegar við systur fengum það ábyrgðar- mikla hlutverk að sauma vambir og jafnvel skera niður mör. Svo maður tali nú ekki um hefðina fyr- ir jólin þegar allir hittust og skáru út laufabrauð og útbúnir voru hálfmánarnir ljúffengu, að ógleymdu Siggakökunum. Amma Guðfinna sinnti öllu sínu af alúð, allt frá því að hún var dóttirin unga sem aðstoðaði móð- ur sína í Flatey. Fyrirmyndar- neminn sem útskrifaðist frá Hús- mæðraskólanum á Laugum. Umhyggjusama eiginkonan og húsmóðirin sem alltaf var vel til- höfð og hafði allt í röð og reglu. Matreiðslan hennar var einstök og töfraði fallega handskrifaða matreiðslubókin hennar fram dýrindis mat og kökur. Vinkonan raunagóða sem alltaf var til stað- ar, svo einstaklega hreinskilin, orðheppin og sagði svo skemmti- lega frá. Móðirin sem ól upp börn- in sín þrjú við kærleika og ást og amman einstaka sem hlúði svo vel að barnabörnunum. Okkur er heiður að því að hafa verið partur af lífi þessarar merku konu og verður hún okkur ávallt mikil fyrirmynd í lífi og starfi. Hvíldu í friði elsku amma. Þig kveðjum við með söknuð í hjarta. Blessuð sé minning þín. Guðfinna og Aðalbjörg. ✝ MagnúsMagnússon frá Hrauni í Ölfusi fæddist 22. mars 1941. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 7. júní 2011. Hann var sonur hjónanna Ingunnar Böðv- arsdóttir hús- freyju og Magn- úsar Magnússonar bónda á Hrauni. Bræður Magnúsar eru Halldór Magnússon, Ólafur Erl- ingsson og Svavar Magnússon. Eiginkona Magnúsar er Ingi- björg Erla Birgisdóttir, dóttir þeirra er Ólöf Margrét Magn- úsdóttir. Magnús vann ungur sem hirð- ir hjá Fáki og eftir það hjá tré- smiðjunni Víði. Þar hætti hann um 1986 og hóf sama ár störf hjá heildsölunni John Lindsay. Hjá J. Lindsay starfaði hann í tæp tuttugu ár eða til 2002 en þurfti þá að hætta vegna heilsubrests. Magnús var ávallt mikill dýra- vinur og hefur ætíð verið við hross eða hunda kenndur. Má segja að hann hafi jafnvel haft meiri skilning gagn- vart dýrum en mannfólki á ýms- an hátt. Hann fór í sína fyrstu smalamennsku á hesti aðeins fimm ára gamall og eignaðist sitt fyrsta folald þriggja ára. Hann átti alla sína tíð hesta eða þar til hann fór að missa heilsuna. Jarðarför Magnúsar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 20. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku pabbi og Maggi minn. Hve sárt við söknum þín. Það er orðið svo tómlegt hérna heima án þín og Maríönnu. Það vantar eitthvað í rúmið sem þú lást í og horfðir á sjónvarpið þegar við komum heim á daginn á meðan þú lást veikur heima. Okkur finnst einnig oft eins og Maríanna sé bíð- andi úti í bíl til að taka á móti okk- ur með bros á vör þegar við þurf- um að stökkva eitthvert inn og greyið beið í bílnum. Þetta er svo skrítið og á örugglega eftir að vera það í langan tíma, enda mikið að melta að missa þig. Við elskum þig svo mikið og söknum þín sárt. Þú munt þó lifa áfram í hjörtum okk- ar þó að það sé ekki mikil huggun núna. Minning þín lifir. Vonandi eruð þið Maríanna einhvers staðar saman að hafa það. Bless elskurn- ar. Þrjóska og stolt var ætíð þín brynja uns tilvera þín á jörðu hér byrjaði að hrynja. Ófétin hófu á líkama þinn að herja, líkama og sál þína voru að kvelja þar til ekkert var eftir nema að kveðja. Ó, elsku pabbi, hve sárt það er að þurfa að horfa á eftir þér. En ég er svo stolt, þú stóðst þig eins og hetja í þessari lífsbaráttu þig þurfti varla að hvetja. Sama hversu lífið lék okkur grátt, í öllum sársaukanum þú gast ávallt hlegið dátt. Hvað verður um þig nú, það veit ég ei, við hittumst kannski þegar ég dey. Kannski ertu að sinna hrossunum útí haga eins og þú varst svo vanur í gamla daga. Hvað sem úr því verður þá minning þín lifir. Ó hversu oft ég mun hugsa til þín. Ég verð alltaf litla pabbastelpan þín. (Ólöf M.M.) Við viljum einnig minnast hennar Maríönnu okkar sem var að verða 12 ára að aldri. Megi hún hvíla í friði með húsbónda sínum. Blessuð sé minning þeirra. Ingibjörg Erla Birgisdóttir og Ólöf Margrét Magnúsdóttir. Kæri Magnús, loksins ertu frjáls og hvílir í friðsæld, laus við allar þjáningar. Ég man vel eftir því þegar ég kynntist Magnúsi fyrst fyrir heilum áratug. Síðan þá hef ég verið tíður gestur á heim- ilinu. Þrátt fyrir að sérviska þín hafi stundum verið meiri en góðu hófi gegnir var alltaf stutt í grínið og glensið hjá þér. Ég geymi margar góðar minningar sem fá mig alltaf til að brosa, hvort sem það var áramótavalsinn sem við stigum hér um eitt árið eða þau ófáu skipti sem við hnerruðum í kór eftir að hafa fengið okkur smáneftóbak. Hvíldu í friði, Maggi minn, minningu þinni verður hald- ið á lífi. Sara. Magnús kom manni alltaf í gott skap, hann fékk mann til að brosa hvenær sem var. Hann var svo mikill skemmtikraftur og alltaf til í að spjalla og segja góða brand- ara. Auk þess að vera grínisti var hann einnig maður sem var hægt að treysta á með margt. Magnús var yndislegur maður. Blessuð sé minning hans Helga. Hann var alltaf svo jákvæður, sama hvað gekk á. Ég man eftir að hafa heimsótt hann á spítalann og spurt hann hvernig hann hefði það. Hann svaraði auðvitað með bros á vör að þetta væri eins og á fimm stjörnu hóteli með toppþjón- ustu. Svo mun ég aldrei gleyma einkabrandaranum okkar með kókið. Blessuð sé minning þín Magnús minn. Ég mun sakna þín. Kveðja, Ellen. Magnús Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.