Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 171. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Fannst látinn 2. Vann 26 milljónir 3. Sigurðarsel fundið 4. Bjargað úr fönn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í nýjustu bók sinni fjallar Einar Már Guðmundsson um íslenskan samtíma. „Í þessari bók - Bankastræti núll - fann ég skáldskapinn í veruleikanum, það er ekkert bókmenntaform sem slær veruleikanum við.“ »28 Morgunblaðið/Eggert Fann skáldskapinn í veruleikanum  Hljómsveitin Amazing Creat- ure spilar á Café Rósenberg frá kl. 21 til 22 í kvöld. Sveitin mun spila lög af óút- gefinni plötu sinni, The Dark- ness, en að sögn hljómsveit- armeðlima er um að ræða frekar lág- stemmd og þung akústísk lög. Inn á tónleikana kostar 1.000 kr. Amazing Creature á Café Rósenberg  Hin árlega sólstöðuganga á höfuð- borgarsvæðinu verður gengin í Viðey á morgun, þriðjudag. Þór Jakobsson veðurfræðingur o.fl. leiða gönguna en sagt verður frá sólstöðum og há- tíðum og hefðum í tengslum við þær auk þess sem stiklað verður á stóru í sögu Viðeyjar. Gangan, sem tekur tæpa tvo tíma, er ókeypis og hefst um kl. 19.30 við Við- eyj- arstofu. Allir velkomnir á sólstöðuhátíð í Viðey Á þriðjudag og miðvikudag N og NA 3-10 m/s, en hægari vindur sunnanlands. Skýjað með köflum og sums staðar skúrir á S- og SV-landi. Hiti 4 til 13 stig, mildast sunnan heiða. Á fimmtudag og föstudag N-átt og rigning. Hiti 5 til 15 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Líkur á stöku síðdegisskúrum á Suðurlandi. Hiti 5 til 18 stig, hlýjast SV-til en svalast við N- og A-ströndina. VEÐUR Emi Hallfreðsson og sam- herjar hans í Verona tryggðu sér í gær sæti í ítölsku B-deildinni í fót- bolta. Mikill hiti var í stuðn- ingsmönnum andstæðinga þeirra í Salernitana sem köstuðu dósum, símum og kínverjum inn á völlinn og létu ófriðlega fyrir utan leikvanginn. Þegar Morg- unblaðið ræddi við Emil beið hann í óvissu inni á leikvanginum. »1 Emil og félagar lokaðir inni á velli Íslenska 21 árs landsliðið í knatt- spyrnu var einu marki frá því að kom- ast í undanúrslit Evrópukeppninnar í Danmörku. „Ég sá fyrir mér að draumurinn væri að rætast,“ sagði Eyjólfur Sverrisson þjálfari um hinar æsispennandi lokamín- útur í sigurleiknum gegn Dönum, 3:1, í Ála- borg. »2-3 Sá fyrir mér að draum- urinn væri að rætast Frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðar- dóttir tók þátt í að vinna 42 stig fyrir Ísland í Evrópubikarnum á Laug- ardalsvellinum um helgina. Íslenska liðið endaði þar í fjórða sæti. „Auð- vitað hefði verið gaman að fara upp en árangur okkar hér var samt frá- bær. Margir bættu sig og það er ótrú- lega góður andi í liðinu,“ sagði Hafdís við Morgunblaðið. »4-5 Auðvitað hefði verið gaman að fara upp ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þó að veðrið hafi verið gott sunnan- lands í gær er enn kalt fyrir norðan. „Kuldinn hefur verið mikill og aðeins einu sinni hefur hitastig farið yfir tíu gráður í júní,“ segir Bjarni Sigurður Aðalgeirsson, bóndi á Mánárbakka á Tjörnesi. Kuldann segir hann hafa slæm áhrif á sprettu á túnum ekki síður en sálarlíf norðanmanna. Bjarni, sem segist nánast ekkert hafa séð til sólar í 5-6 vikur, man síð- ast eftir slíkri tíð árið 1979 þegar veðrið var jafnvel verra. Ekki er þó útséð um sprettu þar sem mikil væta er í jörðinni, einungis vanti sólina. Trausti Jónsson veðurfræðingur bendir þó á bloggi sínu á að norðan- áttin sem hefur verið ríkjandi í júní sé ekki vísir að slæmu sumri. Árin 1897 og 1952 einkenndust bæði af stífri norðanátt í júní. Hitastig beggja sumranna var nærri með- allagi þó að þau hefðu að öðru leyti verið ólík. Trausti segir veðurfar í júnímánuði því engan fyrirboða um hvernig muni viðra í júlí eða ágúst. Kalt fyrir norðan – heitt fyrir sunnan  Bjarni bóndi á Mánárbakka hefur vart séð til sólar í fimm til sex vikur Morgunblaðið/Eggert Kuldi Embla Margrét og Hörður Sölvi þurftu að klæða sig vel þegar þau gáfu Hrússa að drekka á Þorkelshóli í Vestur-Húnavatnssýslu í gær. Morgunblaðið/Ernir Hiti Þessi ungi drengur klæddi af sér hitann í blíðunni í bænum gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.