Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 25
DAGBÓK 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand EINHVERN DAGINN VERÐ ÉG STÓRT TRÉ EINHVERN DAGINN ÆTLA ÉG AÐ KLIFRA Í ÞÉR VILL EKKI EINHVER HÖGGVA MIG NIÐUR? ÉG SKORA Á ALLA! ÉG ER “GRÍMUKLÆDDI BOLURINN„ ÞÚ ÁTT VIÐ „GRÍMUKLÆDDI BOLINN” ÞARNA MISSTI ÉG ALLT SJÁLFS- TRAUST MANSTU ÞEGAR VIÐ SÖGÐUM VIÐ HVORT ANNAÐ AÐ ÞAÐ SKILDI VERA JAFNRÆÐI MEÐ OKKUR? JÁ FARÐU ÞÁ ÚR SÓFANUM OG NÁÐU Í BJÓR HANDA MÉR! ÉG HELD AÐ ÉG FÁI MÉR LAMB Á FÆTI MIKIÐ ER ÉG ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ HAFA EKKI PANTAÐ RIF ÞAÐ ER ÓMÖGULEGT AÐ SPARA PENING ÞEGAR ÚTLIT MITT ER ANNARS VEGAR AF HVERJU SEGIRÐU ÞAÐ, HVAÐ GERÐIST? EIN AF SKJÓLSTÆÐINGUM MÍNUM BAUÐ MÉR NÚMERIÐ HJÁ HÁRGREIÐSLU- STOFUNNI SINNI ÞAÐ ER EKKERT SLÆMT VIÐ ÞAÐ HÚN SAGÐI MÉR AÐ ÞAR SEM ÉG HJÁLPAÐI HENNI MEÐ HENNAR VANDAMÁL, ÞÁ VILDI HÚN HJÁLPA MÉR MEÐ MÍN! ÉG KÆMIST EKKI INN Í HANN ÞÓ ÉG BREYTTI MÉR Í SANDKORN, HANN ER ALVEG LOFT- ÞÉTTUR ÞÁ PRÓFA ÉG BARA... HEFÐBUNDNARI AÐFERÐ! „Ég klæði Mig eins og Mér Sjálfum finnst þægilegast!“ Mynd segir oft meira en þúsund orð. Sama má segja um útgang- inn á venjulegum Ís- lendingi, jafnt á Laugavegi, á sæmi- legum veitingastað eða í Þjóðleikhúsinu: Hann er klæddur eins og niðursetn- ingur. Ótrúlega margir virðast klæða sig eftir því sem Þeim Sjálfum finnst fyrirhafnarm- innst, hendi næst eða ólíklegast til að gefa þá röngu mynd að þar sé snyrtimenni á ferð. Margir virðast eingöngu hafa háttvirta Sjálfa Sig í huga þegar þeir klæða sig og virðast hreinlega ekki skilja að um leið og þeir eru farnir út úr húsi eru þeir einnig orðnir hluti af um- hverfi annarra. Ósnyrtilegur mað- ur spillir umhverfi sínu. Gallabux- ur, sandalar, sokkaleysi, stuttbuxur, hlýrabolir, áprentaðir bolir, föt gerð úr endurunnum plastflöskum eða öðrum gervi- efnum, plastskór, hermannaföt ut- an vígstöðva og íþróttaföt utan vallar eru að mínu mati dæmi um það sem gerir daglegt umhverfi ljótara en það þyrfti að vera. Sum- ir eru svo fastir í eigin heimi að þeim finnst allt í lagi að fara hversdagsklæddir á sæmilegt veit- ingahús, bindislausir og í ópressuðum bux- um. Hvað varðar Þá um hvort á næsta borði er roskið fólk að fagna demants- brúðkaupi og staðinn setji niður þegar fólk hlammar sér inn í hversdagsfötunum? Ekkert annað kemst að hjá þeim sjálf- hverfa en að vera eins og Honum Sjálf- um finnst „þægileg- ast“. „Það er bara ekki Ég“, segir hann með sannfæringu, ef einhver leggur til að hann klæði sig eins og maður. Sama er uppi á teningnum á sýn- ingum í Þjóðleikhúsinu. Einn og einn er klæddur eins og maður og sýnir sjálfum sér og umhverfinu virðingu. Meirihlutinn hins vegar klæddur eins og nútímamaður og er sér til skammar. Ég vil segja þeim, sem alla daga klæða sig eftir því einu sem Þeim Sjálfum finnst „þægilegast“: Það getur vel verið að þið sjálfir og vinir ykkar haldið að útgangurinn á ykkur sé skammlaus, en þið haf- ið rangt fyrir ykkur. Og allt í kring um ykkur er enn þá fólk sem veit það. Þetta kemur fjárhag ekkert við. Aðeins smekk. Ósmekklaus borgari. Ást er… … að trúlofast á öðru stefnumóti. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Púttvöllur opinn. Dalbraut 18-20 | Brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8- 16. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, botsía kl. 9.15, lom- ber kl. 13, canasta kl. 13.15. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opið í Jónshúsi kl. 9.30-16. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Molasopi og spjall í Króknum kl. 10.30. Handavinnudagur án leiðbein- anda kl. 14. Púttvöllur. Skemmtiganga frá Mýrarhúsaskóla kl. 13.30. Félagsstarf Gerðubergi | Opið alla virka daga kl. 9-16.30, í dag fjölbreytt handavinna og tréútskurður. Frá hádegi er spilsalur opinn. Brids kl. 13 hjá FEB. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Félagsvist kl. 13 í Setrinu, kaffi og sam- félag. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Bænastund kl. 10. Helga fótafræðingur er á staðnum, tímap. í síma 6984938, hárgreiðslustofan opin, tímap. í s. 8496856. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin er opar kl. 8 í sumar. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listasmiðja kl. 9. Félagsvist á mánudögum. Bónus og bókabíll á þriðjudögum. Hárgreiðslustofa. Fótaað- gerðastofa. Íþróttafélagið Glóð | Ringó á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við Hringborðið, spjallhópur kvenna kl. 10.30, handverks- og bókastofa opin kl. 11.30, prjónaklúbbur o.fl. kl. 11.30, Botsía kl. 13.30. Vesturgata 7 | Handavinna, botsía, leikfimi kl. 9 15-15 30. Kóræfing kl. 13. Tölvukennsla kl. 12. Félagsmiðstöðin verður lokuð vegna sumarleyfa starfs- fólks frá og með mánud. 20. júní, opn- að aftur mánud. 25. júlí. Það er alltaf ánægjulegt að fákveðju frá Helga Seljan. Það varð staka til hjá honum sama dag og Ásmundur Einar Daðason sá „ljósið“ og gekk úr Vinstri grænum í Framsókn- arflokkinn: Ekki skal æðrast lengur, ágæt er framans braut. Kominn er Daladrengur í dýrðlegast móðurskaut. Það hefur nætt um hagyrð- inga í vísnahornum upp á síð- kastið, þó að þeir hafi verið skriðnir undir sæng. Jón Ingvar Jónsson fór með vísuna um norðanáttina í frúnni er hann rakst á hjónin Arnþór Helgason og Elínu Árnadóttur í Hörpunni. Þá sagði Arnþór að stundum væri suðvestan 10 í frú Elínu. Á leiðinni heim náði Jón Ingvar að skilja það: Arnþór býr við ærsl og stuð, ást og hlýju, enda vanur vörmum suð- vestan 10. Kristbjörg F. Steingrímsdóttir veltir fyrir sér orðaskiptum síð- ustu daga, en Fía á Sandi kvart- aði undan því að hún hefði aldrei séð jafn ljótan og þungan dún og í síðustu viku: Fía út um engi og tún annir nógar hefur illa farinn æðardún upp úr hreiðrum grefur. Og kuldinn gerir ekki að gamni sínu, segir Kristbjörg: Æður vermir unga smáa undir hlýjum væng þó að karla kuldabláa kali í hjónasæng. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Daladreng og móðurskauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.