Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Í sumarfríinu komst ég í gamla vídeóspólu af Woodstock- tónlistarhátíðinni, sem var haldin í Banda- ríkjunum 1969. Sú há- tíð þykir marka há- punkt ímyndar ’68-kynslóðarinnar svokölluðu, fyrir þá sem væru fæddir í kringum 1950-1955, frekar en háskóla- uppreisnirnar í Evrópu 1968. Líf þessarar kynslóðar okkar á Íslandi snerist um ímyndir sem sumar reyndust tálsýnir: Það kom aldrei til stríðs hjá okk- ur, líkt og hafði verið hjá feðrakyn- slóð okkar erlendis. Og engar hömlur voru lagðar á framtíð okkar flestra sem við kus- um okkur ekki sjálfir. Þannig séð reyndust þeir vera falsspámenn sem gerðu grýlu úr sovésku kjarnorkustríðsógninni eða Víetnamstríðinu, eða töldu nauð- synlegt að stinga höfðinu í sand eiturlyfja eða austurlenskra trúar- bragða. Fyrir undirritaðan var fátt sem minnti í raun á hin meintu sterk- ustu einkenni okkar kynslóðar: Í menntaskóla virðist mér nú að það hafi einkum verið fræðingar framtíðarinnar á meðal okkar, sem tóku að sér að halda uppi merki hippa, marxista og jafnvel nasista. Einnig íhaldsmanna og listamanna. Í MA var einnig spurt hvort sumir í kennaraliðinu gætu ekki talist til ’68-kynslóðarinnar. Þannig vildi Tómas Ingi Olrich, síðar menntamálaráðherra, meina að svo hefði verið, þar eð hann hafði verið háskólanemi í Frakklandi í sjálfri uppreisn þeirra 1968. Að við nem- endur í MA værum því jafnvel að skreyta okkur stolnum fjöðrum! Sjálfur varð ég svo lánsamur að eignast blómastúlku fyrir kær- ustu í menntaskóla (sem var skiptinemi frá Bandaríkjunum; svo sem greinir frá í æskuminningum mín- um). Og í blaðagreinum mínum í mennta- skólablöðunum sveifl- aðist ég frá vinstri til hægri. Þegar ég fór síðan út til háskóla- náms í Kanada, 1974, virtust lítil merki um hippismann: Uppalegir skólabræður mínir gerðu grín að óförum hippalegra mótmælenda gegn Víetnamstríðinu nokkru áður. Helstu áhangendur marxisma og hippisma þar reyndust vera geð- veilir, og einu talsmenn gúrúisma reyndust vera heimspekinemi og nýbúi af indverskum ættum (sem ég sé nú á netinu að er heim- spekiprófessor). Þó neitaði víst sjálfur forsætis- ráðherra Kanada að láta af marijú- ananeyslu sinni, og sumir há- skólanema höfðu skaðast af eiturlyfjaneyslu. Það þótti kurt- eislegt að hafna ekki marijúana á stúdentateitum. Einn prófessora minna taldi að allir af kynslóð þeirra sem höfðu barist í Víetnam; og voru um ára- tug eldri en við, ættu líka tilkall til að teljast til ’68-kynslóðarinn- ar.Annar hreykti sér af að hafa verið í forystu stúdenta í Frakk- landi 1968. Ég skar mig úr fyrir að vera enn með sítt hár að hætti hippanna; og stytti það því brátt. Þó þótti það ennþá vera stelpulega sítt þegar ég kom aftur heim til Íslands árið 1980. En aftur til myndbandsins um Woodstock: Þar kemur fram hinn goðsagna- kenndi Jimi Hendrix, sællar minn- ingar, og segir: Afsakið mig á með- an ég kyssi himininn. Það minnir mig á skáldkonuna Saffó frá Lesbos, sem orti um 600 fyrir Krist: Ég gæti snert himininn með mínum höndum tveim. Bæði voru þau víst talsmenn friðarins og frjálslyndis í kynja- málum; hippakynslóðin með sinni kvenlegu fatatísku, og Saffó sem talskona kvenskálda; ef ekki tví- kynhneigðra. Nú í sumar hef ég verið að vinna að fyrstu skáldsögu minni, sem gerist í Aþenu á Grikklandi á dög- um Sókratesar: Ég sé nú að ég var þar í raun að yfirfæra reynslu minnar kynslóðar yfir á fornöldina. Og Pelópsskagastríðið þar kall- ast á við herþyrlurnar á sveimi á Woodstock-hátíðinni, sem vöktu baráttusöngva hlustendanna. Einnig á við sjónvarpsfrétta- myndirnar af æðisgengnum flótta Bandaríkjamannanna frá Víetnam 1974, er þeir veltu herþyrlum í sjó- inn, af flugmóðurskipi, til að rýma fyrir flóttafólki. Tálsýnir ’68-kynslóðarinnar Eftir Tryggva V. Líndal »Einn prófessora minna taldi að allir af kynslóð þeirra sem höfðu barist í Víetnam; og voru um áratug eldri en við, ættu líka tilkall til að teljast til ’68- kynslóðarinnar! Tryggvi V. Líndal Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skáld. Stjórnvöld ráða nöfnum stofnana. Þar eiga ekki við ærsl né öfugmæli. Þau eiga kost á kunnáttumönnum við nafngiftir. Auk kunnáttu þarf smekkvísi og lipra hugsun og myndugleika til að snúast við ærslanöfnum og öfugmælum. Hér verða athuguð tvö dæmi, sem víti til að varast, en ekki verður bent á, hvernig megi varast. Útgefendur Fjölnis (1835-1847) mörkuðu viðreisnarstefnu handa þjóðinni. Einn þeirra, Tómas Sæ- mundsson, fór um meginland Evr- ópu að leita fyrirmynda. Um mál- rækt fylgdu þeir stefnunni frá Bessastaðaskóla, það var evrópsk stefna, að hefja þjóðtungur til vegs og virðingar. Þeir íslenskuðu orð, oftast í alvöru, en stundum í ærslum. Dæmi um það er að kalla Düsseldorf í Þýskalandi Þuslaþorp. Tröllaskagi sem nafn á fjallabálk- inum milli Skagafjarðar og Eyja- fjarðar er ærslakennt. Óhugsandi er, að Jónasi Hallgrímssyni, Fjöln- ismanni, sem ólst upp á Steins- stöðum í Öxnadal, hafi dottið í hug að telja sig alinn upp á skaga, ekki frekar en frænda sinn, efnismanninn Skapta Tímóteus Stefánsson frá Völlum í Svarfaðardal. Tröllslegt merkir meðal annars ljótt. Fegurstu dalir og byggðir landsins, árið um kring, eru á þessu svæði, svo sem Svarfaðardalur, Öxnadalur, Hjaltadalur, Höfða- strönd, Fljót og Blönduhlíð, ægifög- ur við sólarlag, séð að vestan með Glóðafeyki í miðju. Fjarstæða er að kenna slíka fegurð við tröll. Jónas Hallgrímsson lenti í lífsháska á Nýjabæjarfjalli. Líklegt er, að hon- um hafi þá þótt landið tröllslegt, en það var ekki mælikvarði á hinar fögru byggðir. Tröllaskagi er því af- skræmisnafn. Nokkrir jöklar á svæðinu koma við sögu í hinni miklu bók Helga Björnssonar um jökla. Hann kennir þá aldrei við Trölla- skaga, en nú er menntaskólinn í Ólafsfirði kenndur þannig. Nafnið er ekki sæmandi. Það er lítið lýsandi, raunar vill- andi, að kenna við fjöll (Fjallabyggð) hreppinn, sem nær yfir firðina Ólafs- fjörð og Siglufjörð og til varð við sameiningu Ólafsfjarðarkaupstaðar, áður Ólafsfjarðarhrepps, og Siglu- fjarðarkaupstaðar, áður Hvanneyr- arhrepps. Þar hefur byggt ból ekki staðið hærra yfir sjó en nokkra tugi metra. Þetta er fjarðabyggð. Eina samfellda fjallabyggðin hér á landi hefur verið á Hólsfjöllum og á Efra- Fjalli. Þegar þessi fjarðahreppur varð til, var orðinn til hreppur á Austurlandi að nafni Fjarðabyggð. Þess vegna varð það nafn ekki notað. Það tíðkaðist að vísu áður, að hrepp- ar væru samnefndir (Bæjarhreppur, Fellshreppur, Flateyjarhreppur, Hofshreppur, Hvammshreppur, Mýrahreppur, Saurbæjarhreppur, Skarðshreppur, Staðarhreppur), en þá var einangrun héraðanna svo mikil, að það þurfti ekki að koma að sök. Hreppsheitið Fjallabyggð er öf- ugmæli. Slíkar nafngiftir eiga ekki við á opinberum vettvangi. Þessi dæmi eru í löngum slóða vandræðanafna, sem tekin hafa ver- ið upp opinberlega síðustu áratugi. BJÖRN S. STEFÁNSSON, dr. scient. Þuslaþorp — skagi trölla — byggð á fjöllum Frá Birni S. Stefánssyni Björn S. Stefánsson Fyrir nokkrum ár- um kom út bók sem ber þann ágæta titil „if god is a dj …“ Bókin er afrakstur rannsóknarverkefnis háskólanema í fé- lags ráðgjöf í Ess- lingen í Þýskalandi. Þeir töluðu við tugi venjulegra unglinga um lífsgildi og við- horf þeirra. Þar er dregin upp mynd af trúarlífi unglinga og þyk- ir höfundum ljóst að engan veginn sé hægt að tala um að mikilvægi hins trúarlega (þ. Religiösen) fari minnkandi. Hins vegar sé ljóst að trúarheimurinn er að breytast þó þær breytingar séu enn fyrst og fremst meðal unga fólksins. Að sögn leiðbeinenda þeirra er ljóst að þessar breytingar kalli á margþátta skilgreiningar á hug- takinu trú eða trúarbrögð. Þá er mikilvægi þess ítrekað að rann- sakað sé hvaða áhrif trúin hafi, bæði hvað hina sýnilegu hlið henn- ar varði og hina persónubundnu upplifun einstaklingsins á ung- lingsárum. Spurt er hvort við vit- um eitthvað um félagsfræðilegt samhengi unglinganna sem annars vegar aðhyllast hin hefðbundnu trúarbrögð og hins vegar nýtrúar- hreyfingar. Frekari rannsókna sé þörf og þar sé mikilvægt að nálg- ast spurninguna á þverfaglegan hátt þar sem þekking úr þroska- sálfræðinni, guðfræðinni, trúarlífs- félagsfræðinni og frá rannsóknum félagsfræðinga komi saman. En almennt virðist gilda að lítið er til af áreiðanlegum félagsvís- indalegum rannsóknum um fé- lagslega gerð trúar- hópa í Evrópu. Þrír guðir, þar af tveir kvenkyns Þegar rætt er um trú og trúarbrögð við fólk eru viðbrögðin fjölbreytt og síá- hugaverð. Þannig er mér minnisstætt sam- tal mitt við bandaríska konu sem ég hitti. Hún tjáði mér að hún aðhylltist engin sér- stök trúarbrögð en að hún væri mjög upptekin af and- legri viðleitni (e. spirituality). Á lítilli einkastofu sem hún starfræki í New York taki hún á móti ein- staklingum sem leiti til hennar. Aðstoð hennar felist í því að hjálpa viðkomandi að uppgötva hvar áherslur eigin andlegrar viðleitni sé að finna. Á meðal þeirra sem hafi leitað til hennar sé að finna húsmæður, stjórnmálamenn, presta, nunnur, forystufólk úr röð- um húmanista, lögreglumenn og lækna. Mér þótti það ekki síður áhuga- vert að heyra hve ánægð þessi ágæta kona var með tíu ára dóttur sína sem að hennar mati hafði náð undraverðum trúarþroska, enda búin að búa til eigin trúarbrögð. Í þeim trúarbrögðum væru þrír guð- ir, þar af tveir kvenkyns, ekkert helvíti en rík áhersla á siðferð- islegar skyldur. Að samgleðjast öðruvísi lífsskoðunum Ég reyndi að samgleðjast kon- unni yfir þessum árangri dóttur hennar. En væntanlega örlaði á fordómum mínum. Vissulega hef ég kynnt mér nokkrar hliðar hins fjöltrúarlega vettvangs og komist Mikilvægi hins trúarlega Eftir Pétur Björgvin Þorsteinsson Pétur Björgvin Þorsteinsson »Margvíslegar breytingar í sam- félaginu kalla á marg- þátta skilgreiningar á hugtakinu trú eða trúarbrögð. Mikilvægt er að rannsaka áhrif trúar(bragða). Höfundur er djákni í Glerárkirkju og formaður AkureyrarAkademíunnar. með sjálfan mig og þekkingu mína skrefi fjær því að vera fordóma- fullur í garð annarra trúarbragða. En ég upplifi stöðugt á ný að margt er mér framandi, svo fram- andi að ég fyllist jafnvel kvíða eða ótta í þess garð. Á sama hátt upp- lifi ég, að þegar ég segi frá fjöl- trúarlegum upplifunum mínum og fræðilegu rannsóknarstarfi þar að lútandi, að viðmælendur mínir bregðast jafnvel við með skiln- ingsleysi. En eru það ekki eðlileg- ustu viðbrögð í heimi? Erum við ekki og verðum við ekki ófull- komnar manneskjur? Sjálfsagt, en um leið tel ég það vera skyldu okkar (og um leið kristilega skyldu mína) að taka okkur tíma í sjálfsskoðun og gagnrýni. Að rýna í trú og lífsskoðanir til gagns Svo virðist sem við séum föst, hvert í sínum „trúarbakgrunns- kassa“. Heinz Streib, prófessor við guðfræðideild Háskólans í Bielefeld í Þýskalandi, er meðal þeirra fræðimanna sem hafa bent á að þörf sé á nýrri leið sem hangi ekki þrælföst í að hlutgera trúar- brögð hins aðilans. Þegar horft sé til þess starfs sem fram fer í skól- um sé ljóst að lítil vitneskja liggi fyrir um upplifun af og viðhorf í garð trúarbragða. Þörf sé á ná- kvæmari upplýsingum um ferlin milli nemendanna þegar þeir mæta fjöltrúarlegum veruleika. Rannsaka þurfi að hverju athygli þeirra beinist, hverjar spurningar þeirra séu og hvernig þeir upplifi hið framandi. Þá þurfi að greina hvaða hæfni og hvers konar færni nemendur þurfi eða noti nú þegar sem eigin viðbrögð við fjöltrúar- legum veruleika sem og í um- ræðum um fjöltrúarleg málefni. Áskoranir – önnur menningarviðmið Breyttur heimur sem felur í sér önnur menningarviðmið, aukna einstaklingshyggju, fólksflutninga og félagsleg samskipti á nýjum vettvangi, m.a. á veraldarvefnum, þýðir að trúarlíf á sér nú í síaukn- um mæli stað utan trúarbragða og trúarstofnana í formi ein- staklingsbundins trúarlífs (e. reli- gious individualism). Því er þörf á nýjum leiðum og nýjum skilgrein- ingum á því hvað hugtök eins og trú og trúarbrögð fela í sér. Slík- ar skilgreiningar þurfa að geta staðist í fjöltrúarlegu samhengi. Þörf er á þverfaglegum skilgrein- ingum sem taka tillit til þess að trú og trúarlíf tengist ekki alltaf í hugum fólks trúarbrögðum eða trúarstofnunum. Og hér tek ég undir með Streib sem telur að þessar nýju skilgreiningar eigi að setja trú og trúarlíf í lífssögulegt, sálfræðilegt og félagslegt sam- hengi fólksins og hverfa frá því trúarstofnanalega samhengi emb- ættismannsins sem skilgreiningar um trú, trúarlíf og trúarbrögð hafa gjarnan verið settar í. Morgunblaðið birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðs- hausnum efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem send- ar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.