Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 ✝ Jóhanna PálínaKristófers- dóttir hjúkr- unarkona fæddist á Ísafirði 29. júlí 1920. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 8. júní 2011. Foreldrar hennar voru Kristófer Jónsson sjómaður, f. 3.2. 1889 í Norð- urárdal, d. 10.11. 1955, og Guðrún Oddný Guðna- dóttir, f. 5.12. 1893 á Ísafirði, d. 8.5. 1973. Systkini Jóhönnu: Kristófer Jón Gunnar, f. 26.2. 1917 á Suðureyri, d. 13.8. 1987, Anna, f. 8.6. 1918 á Suðureyri, d. 27.9. 1971, Guðrún Ingibjörg (samfeðra), f. 11.9. 1921 og Sig- ríður Lára Maríanusdóttir, f. 1.5. 1923 í Reykjavík, d. 5.9. 1999. Jóhanna giftist Svavari H. Jóhanns- syni fulltrúa í nóv- ember 1958. Þau skildu. Börn þeirra eru tvö: a) Kristófer Ingi fréttamaður, f. 13.8. 1958, kona hans er Vala Sig- urlaug Valdimars- dóttir kennari og þýðandi. Barn þeirra er Helgi, f. 13.6. 1988, dóttir hans er Álfrún Vala. Dóttir Völu, og stjúpdóttir Kristófers, er Erla Elíasdóttir, f. 6.6. 1984. b) Ása Hlín leikstjóri og kennari, f. 22.7. 1960, maður hennar er Sveinn Harðarson kaupmaður. Börn Ásu eru Jó- hann Kristófer Stefánsson, f. 12.6. 1992, Jón Gunnar Stef- ánsson, f. 31.5. 1996, og Una María Óðinsdóttir, f. 8.9. 2000. Tveggja ára gömul flutti Jó- hanna á Neðri-Hanhól, steinsnar frá Bolungarvík, og bjó þar í níu ár hjá rosknum heiðurshjónum; Bárði Jónssyni og Valgerði Jak- obsdóttur. 1931 flutti hún á heimili móðursystur sinnar, Margrétar Þórlaugar Guðna- dóttur, og eiginmanns hennar, Örnólfs Jóhannessonar, á Suður- eyri við Súgandafjörð, prýð- isfólks, en þau áttu 13 börn. Læt- ur nærri að stundum hafi verið þröngt í búi, enda heimskreppan mikla skollin á. 1938 siglir Jó- hanna til Danmerkur og snýr ekki heim fyrr en 1949. Í Kaup- mannahöfn bjó hún hernáms- árin, og í Haderslev lauk hún hjúkrunarnámi 1948. Heimkom- in vann hún á ýmsum sjúkra- stofnunum og heilsuhælum, lengst á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur (1953-1968, með hléum) og á Reykjalundi (1968- 1985). Jóhanna verður jarðsungin í Áskirkju í dag, 20. júní 2011, og hefst athöfnin klukkan 15. Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu barni, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (Matthías Jochumsson.) Þegar ég leit út um gluggann í morgun bjóst ég hálft í hvoru við því að Esjan væri á bak og burt, en þarna blasti hún við mér, blágrá og hæruskotin, stað haldandi í kyrr- leiksvaldi. Sú hin mikla mynd. Þessi staðfesta var þá enn á sínum stað. Önnur og mér enn hjart- fólgnari er hins vegar horfin. Vinir mínir Álfgrímur Hansson og Elías Mar misstu móður sína í frum- bernsku, en ekki veit ég hvort það er nokkru barni hollt, eins og segir í Brekkukotsannálnum. Ég er hins vegar karl á miðjum aldri, og sár- sakna mömmu. Líf án hennar er einhvern veginn óhugsandi. Er ég loksins „full-orðinn“? Gott og vel, en áttavitinn er brotinn. 90 ár eru kannski ekki svo lengi að líða. Tím- inn er hraðfleygur fugl. Heimur- inn snýst á þotuflugi á fastri braut sinni, dýfir sér af og til ofan í nið- dimm hol, nær með naumindum að rétta sig af á ný. Og mannkyns- söguþráðurinn er spunninn í hring- sóli jarðar. Góðæri, heimskreppa, heimsstyrjöld, kalt stríð, hryðju- verkastríð, uppsláttur í dag, við- fangsefni sögugrúskara á morgun. Í vitund mannsins er framvindan önnur. Æviskeiðið lýtur torskildari lögmálum. Ein minning skýtur sér framfyrir aðra, það löngu liðna stendur manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, nýlegir viðburðir eru óskýrir í þokumistri. Stundum eru öll eyktamörk á tjá og tundri. Elstu minningar mínar um móð- ur mína, stutt myndskeið sem búa í hjartanu fremur en höfðinu, eru frá því ég var þriggja ára. Þau sýna mér í hnotskurn tvo eðlisþætti mömmu; ástúðina og baráttugleð- ina. Þetta eru ofurhversdagslegir viðburðir á almennan mælikvarða en stórmæli í lífi lítils drengs. Í fyrra skiptið stóð ég út við vegg í leikskólanum Laufásborg. Þetta var napurt skammdegissíðdegi, mér var kalt í rökkrinu, önnur börn farin heim. Þá var kallað. Þarna gekk hún inn um hliðið, andlitið ljómaði í brosi. Hamingjan holdi klædd. Og mér varð strax hlýtt. Seinna atvikið var nokkru síðar. Ógnvaldur æddi inn á heimili okk- ar, kjallaraíbúð við Langholtsveg, flækingsköttur sem reif og tætti áklæði og gluggatjöld, hvæsti grimmdarlega, látæðið skelfilegt. Mamma brást snarlega við, skipaði mér í varðstöðu við vöggu systur minnar, króaði köttinn af úti í horni með mjúkum gólfkústi, tók í hnakkadrambið á honum og snar- aði honum út. Ég var agndofa, og naut á ný öryggisins í skjóli þess- arar máttugu konu. Þessar myndir eru mín kjölfesta. Ég framkalla þær margsýnilega í ýmsum blæ- brigðum, máta þær við nýja reynslu, nýtt umhverfi og nýja tíma. Þær standast allt. „Þegar tregans fingurgómar styðja þungt á strenginn rauða mun ég eiga þig að brosi.“ (SHG). Kristófer Ingi. Mamma mín var pönnukök- umeistari. Í gegnum tíðina þegar mér hefur verið hugsað til stund- anna sem við áttum í eldhúsinu heima, þar sem mamma stóð og bakaði pönnukökur og ég og Kiddi bróðir átum þær gómsætar, eina af annarri, þá hríslast um mig al- sæla. Oft datt mér í hug að hægt væri að reisa einskonar pönnu- köku heilsuhæli, þar sem maður gæti borðað pönnukökur að vild og fengi þannig bót allra sinna meina. „Pönnukökustundir“ á mínu æskuheimili voru hamingju- stundir. Mamma mín var með stórar mjúkar hendur og voldug- an barm sem oft var gott að halla sér að í lífsins ólgusjó. Ég man að mér fannst óhugsandi að mæður væru öðruvísi en hún og ég vor- kenndi þeim sem áttu ekki ná- kvæmlega svona mömmu. Á mínum æskuárum man ég eftir mömmu á sparikjólnum þar sem hún mundaði varalitinn þá sjaldan sem hún „lyfti sér upp“ eins og hún kallaði það. Ég horfði með aðdáun á hana þar sem hún virti fyrir sér spegilmynd sína feimnislega. Öll mín æskuár átti mamma aðeins einn sparikjól og einn varalit. En það fannst henni meira en nóg. Þannig var því einn- ig háttað með flesta hluti á heim- ilinu, en aldrei skorti neitt, því það sem skipti máli var til í ríkum mæli. Sterkan vilja hafði sú gamla og ég man þegar hún ákvað að taka bílpróf komin vel yfir miðjan aldur. Ökutímarnir urðu fjörutíu talsins og á leiðinni í fyrsta öku- prófið keyrði frúin út af. En hún var nú ekki að láta það stoppa sig, heldur hélt ótrauð í næsta próf og náði því. Fljótlega varð móðir mín sérfræðingur í borgarstjórabeygj- unum svokölluðu. Ég á móður minni allt að þakka, hún lagði grunninn og á þeim grunni stendur líf mitt nú. Hjart- ans þakkir, elsku mamma mín. Ása Hlín. Nú þegar háöldruð tengdamóð- ir mín er öll minnist ég hennar með þökk. Um þetta leyti eru 25 ár síðan ég tengdist henni og man ég vel okkar fyrsta fund í Garð- inum. Þá var ég ung og feimin, með litla dóttur. Jóhanna var myndarleg kona; faðmur hennar sem barmur stór og hlýr. Henni var fyrst og fremst annt um fólkið sitt, ekki bara það nánasta. Hún sýndi mínu líka áhuga og nýfæddum þeim megin gaf hún gjafir. Mikil matmóðir var hún og betri pönnukökur bakaði enginn. Meiri dýra- og barnavin hef ég ekki þekkt. Það var unun að sjá hana gæla við hunda og ketti en sjálf vildi hún alltaf eiga gælu- dýr. Jóhanna mátti ekkert aumt sjá og samúðin með sjúkum fann sér góðan farveg í hjúkruninni. Jóhanna fygldist vel með þjóð- félagsumræðu og lagði orð í belg. Skapfesta var henni eiginleg og misbyði henni gat hún verið hvöss. Börnin sín ól hún upp ein og sam- band þeirra var traust og gott. Þar ríkti gagnkvæm virðing og kær- leikur. Hún var einstaklega hepp- in með þau og bera þau menning- arlegu uppeldi gott vitni. Ævistarfið var langt; við ung- barnaeftirlit, áfengisvarnir og al- menna hjúkrun. Jóhanna var reglumanneskja og passaði heils- una. Meðal hennar nánustu voru sumir breyskir og hefur henni ef- laust sárnað það. Þegar ellin tók að færast yfir komu seiglan og baráttuþrekið sér vel. Aðdáunar- vert var að hún bjargaði sér við innkaup með göngugrind. Upp á aðra komin vildi hún síst vera. Sem betur fer auðnaðist henni að halda heilsu mestalla ævi. Ég heyrði hana aldrei kvarta í bana- legunni. Hún var þrautseig og tók ekki lyf ótilneydd. Undir það síð- asta var dauðinn henni líkn. Minningarnar eru margar. Við fórum í sumarbústað, berjamó og sveppatínslu á bílnum hennar, sem hún lærði að aka fimmtug. Hún var bóngóð þyrfti að gæta barna og hún var rausnarleg. Hún átti það til að færa mér blóm upp úr þurru og jafnvel mat. Eitt sinn smyglaði þessi annars strangheið- arlega kona tveimur kalkúnum frá Kanada, til að gleðja börnin sín, og þá var skellt upp úr. Hlátur henn- ar var dillandi og kom frá hjarta- rótum. Jóhanna var glaðlynd, hrein og bein, sanngjörn og laus við tildur. Við sonur hennar gerðum hana að ömmu, 68 ára, og var henni son- arsonurinn, Helgi, mikils virði. Dóttur minni, Erlu, sem hún kynntist tveggja ára, tók hún sem sínu barnabarni. Jóhanna gætti þess að gera aldrei upp á milli barnanna. Hún hafði verið sett til vandalausra tveggja ára og þekkti það að vera sett til hliðar. Jóhanna hafði séð tímana tvenna. Náms- og starfsárin í Danmörku voru henni minnisstæð og þau rifjaði hún oft upp. Henni fannst gaman að spila og hún prjónaði á afkomendurna. Þá naut hún þess að ferðast til út- landa, með börnunum þegar þau voru ung og síðar ein. Henni voru kærir ættingjar í Englandi og Kanada og góða vinkonu átti hún í Bandaríkjunum. Jóhanna var fyrst og fremst kærleiksrík fjölskyldumanneskja. Hún skilur eftir sig tómarúm og verður hennar sárt saknað. Kann ég Jóhönnu þakkir fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Vala S. Valdimarsdóttir. Elsku amma mín. Ég tek andlát þitt reglulega nærri mér og sakna þín mikið. En ég trúi því af öllu hjarta að nú sértu komin á betri stað og að þér líði vel. Þú varst alltaf trúuð kona og mínar bestu minningar eru að sofna út frá bænum þínum á kvöldin þegar þú passaðir mig sem ungan dreng. Þú kenndir mér að biðja og það er eitthvað sem ég mun varðveita alla ævi. Þú varst alltaf góð við alla og vildir öllum vel og sérstaklega mér. Ánægjulegt var að sjá hvað þú tókst fallega á móti dóttur minni, Álfrúnu Völu, fyrsta lang- ömmubarninu, þínu þegar hún kom í heiminn. Megir þú hvíla í friði. Þinn sonarsonur, Helgi Kristófersson. Jóhanna var móðir hálfsystkina minna. Ég man hana frá fyrstu tíð. Ef mannslífin eiga sér bakgrunn, landslag með misjafnlega brigðul- um kennileitum, er Jóhanna eins konar bergstandur meðal minna leita. Dranginn er ekki mikið á ferðinni, heldur vís á sínum stað. Þar skýlir hann ferðalöngum sem til hans leita. Þó að ofstopi tímans veðri drangann, er hann hluti þeirrar óspilltu náttúru sem tísk- an kemst hvergi að. Slíkur drangi er tákn fyrir náttúrulegar dyggðir – látlausan heiðarleika, elju, hug- rekki, rausn – og þann karakter sem ljær þeim staðfestu. Minning Jóhönnu lifir og kennileitið varir. Svavar Hrafn Svavarsson. Jóhanna Pálína Kristófersdóttir ✝ Garðar Karls-son fæddist í Reykjavík 25. nóv- ember 1942. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 8. júní 2011. Foreldrar hans voru hjónin Júlíana Jensdóttir hús- móðir, fædd á Haukabrekku á Snæfellsnesi 26. desember 1913, d. 17. janúar 1959, og Karl Björns- son gullsmiður, fæddur á Vakurs- stöðum í Vopnafirði 20. febrúar 1908, d. 16. ágúst 1980. Bræður Garðars eru Björn, f. 1936, kona hans er Hilma Magnúsdóttir, Jens, f. 1938, kona hans er Jónína Magnúsdóttir, og Karl Valur, f. 1939, d. 2004, eftirlifandi kona hans er Anna Elísabet Olivers- dóttir. Garðar kvæntist árið 1964 Sig- ríði Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 11. júní 1943, d. 11. mars 1981. For- eldrar hennar voru Agnes Odd- húsmóðir, f. 1916, d. 2005, og Guðjón Magnússon smiður, f. 1908, d. 1993. Dóttir Garðars og Þuríðar er Rannveig, f. 27. maí 1985, maki Bjarki Halldórsson, dóttir þeirra er Embla Þuríður. Garðar ólst upp í Reykjavík og gekk í Austurbæjarskóla. Frá unga aldri starfaði hann sem gít- arleikari í mörgum af þekktustu hljómsveitum landsins á þeim tíma, þar á meðal hljómsveitum Svavars Gests og Magnúsar Ingi- marssonar. Á árunum 1986-1995 söng Garðar með karlakórnum Fóstbræðrum. Árið 1966 fór Garðar til Tulsa í Bandaríkjunum og nam þar flugvirkjun við Spart- an School of Aeronautics. Garðar starfaði við flugvirkjun næstu ár ásamt spilamennsku og ýmsum öðrum störfum. M.a. starfaði hann fyrir Loftleiðir í Lúx- emborg um tveggja ára skeið. Árið 1982 hóf hann störf hjá Áburðarverksmiðju ríkisins og starfaði þar til ársins 1996 þegar hann hóf störf hjá flugfélaginu Air Atlanta þar sem hann starf- aði til dánardags. Útför Garðars fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 20. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. geirsdóttir hús- móðir, f. 1906, d. 1988, og Jón Sig- urður Björnsson bankafulltrúi, f. 1899, d. 1980. Börn Garðars og Sigríðar Ingibjargar eru Agnes, f. 14. október 1964, maki Gísli Ólafsson, börn þeirra eru Garðar og Sig- urást Sóley, og Jón Sigurður, f. 23. júlí 1969, maki Helga Þorkelsdóttir, dætur þeirra eru Sigríður Ingi- björg, Agnes Gróa og Heiða Ósk. Fyrir átti Garðar soninn Viðar, f. 9. júní 1962, barnsmóðir hans er Emilía Sigríður Sveinsdóttir, f. 1943. Sonur Viðars er Þórhallur, móðir hans er Ásta Margrét Þór- hallsdóttir. Sambýliskona Viðars er Ólöf Sigurgeirsdóttir. Garðar kvæntist árið 1985 eftirlifandi eiginkonu sinni, Þuríði Helgu Guðjónsdóttur, f. 25. desember 1953. Foreldrar hennar voru Guðmunda Þorbjörg Jónsdóttir Elsku pabbi. Þegar við syst- urnar sitjum hér og tölum um þig finnst okkur sú tilhugsun að sjá þig aldrei framar óbærileg. Við vitum að þú verður alltaf hjá okk- ur og kemst yngsta barnabarnið þitt, Embla Þuríður, kannski best að orði þegar hún segir að afi Gæi sé í hjartanu sínu núna. Skemmti- legri, elskulegri og frábærari pabba er ekki hægt að hugsa sér. Við munum alltaf sakna þín en á móti kemur að við eigum hafsjó af góðum og skemmtilegum minn- ingum um besta pabba í heimi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þegar við hugsum til þín kem- ur upp minningin um dillandi hláturinn þinn og þá minningu getum við notað til þess að brosa í gegnum tárin um ókomin ár. Þínar dætur, Agnes og Rannveig. Elsku pabbi, nú þegar þú ert fallinn frá eftir stutta og snarpa baráttu við erfið veikindi hvarflar hugurinn til baka. Ég minnist með bros á vör allra góðu stundanna sem við höfum átt saman. Heim- sóknir voru nú aldrei okkar feðg- anna sterka hlið en þeim mun meira gaman var þegar við áttum stund saman. Glettni, glaðværð, hlátur og mikið handapat og svo voru sögurnar leiknar, allt saman hluti af sterkum einkennum þín- um ásamt umhyggju, væntum- þykju og brennandi áhuga á því hvernig þínu fólki reiddi af. Skarð- ið er stórt, söknuðurinn mikill og upp í hugann koma þessar línur: Kenndu mér klökkum að gráta, kynntu mér lífið í svip, færðu mér friðsæld í huga, finndu mér leiðir og veg. Og sjáðu hvar himinn heiður handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný. Veittu mér vonir um daga, vertu mér hlýja og sól, segðu mér sögur af vilja, sýndu mér vissu og þor. Og sjáðu hvar heiður himinn handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný. Gefðu mér gullin í svefni, gættu að óskum og þrám, minntu á máttinn í sálu, minning er fegurri en tár. Og sjáðu hvar heiður himinn handan við þyngstu ský er dagur sem dugar á ný. (Sigmundur Ernir Rúnarsson.) Það birtir upp um síðir. Ég sakna þín sárt. Viðar. Kveðja frá tengdadóttur Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með kærri þökk fyrir allt, elsku Garðar minn. Helga Þorkelsdóttir. Ég hitti hann fyrst nokkrum dögum eftir fertugsafmælið hans. Ég var að skjóta mér í mjög fal- legri dóttur hans og var boðið í eftirafmæli, fullt af kökum og þess háttar. Mér leist nú ekki á að þurfa að hitta pabbann, einhvern hljómsveitargæja sem var kannski meiri töffari en Elvis, en það var nú ástæðulaus ótti. Garð- ar var náttúrulega ekkert nema góðmennskan, blíður og indæll frá fyrstu kynnum. Og mér fannst hann fjallmyndarlegur. Hann spilaði á gítar og var kom- inn ungur í hljómsveitir og vildi bara spila en var síðan píndur í flugvirkjun af framtíðar-tengda- pabba sínum. Og þá var framtíðin ráðin: tónlist og flugvélar. Svo voru byggð tvö hús í Grafarvog- inum, og þar gistum við oft í heimsóknum. Það var alltaf svo frábært, allt á kafi í snjó á jólum og Þura eiginkona hans með fulla eldhússkápa af smákökum og þau alltaf með heitt á könnunni, ein- hvers konar paradís, fannst manni. Við alltaf með okkar haf- urtask í plastpokum eða út um allt á gólfinu en aldrei var neitt sagt nema bara eitthvað skemmtilegt og hlægilegt. Svo gaf hann okkur gamla bílinn sinn, Cortínu sem við eyddum heilu sumri í að spasla og sanda, var síðan sprautuð fallega rauð og kom sér frábærlega vel fyrir ungt námsfólkið. Hann skildi vel hvað það var að vera ungur og á byrj- unarreitnum. Hann hafði frábæra kímnigáfu og sagði skemmtilega frá, fékk fólk auðveldlega til að hlæja og naut þess að hafa fjölskylduna í kringum sig. Vildi að öllum liði vel og hugsaði vel um börnin sín og sitt fólk. Hann virtist alltaf fá jafnmikla ánægju af að gleðja aðra. Á tímabili hellti hann sér á kaf í að búa til eins manns hljóm- sveit með hljómborði og tölvu og spilaði á fullu fyrir fólk með þessu um tíma. Mér fannst alltaf svo merkilegur þessi mikli áhugi. Mín kynni af Garðari voru frá- bærlega góð og ég er mjög þakk- látur fyrir allar frábærlega skemmtilegu samverustundirnar gegnum árin. Minningin um þennan góða dreng mun ávallt lifa í mínu hjarta. Elsku Garðar, takk fyrir að vera besti tengdapabbi í heimi og leyfa mér að giftast Agnesi Garð- arsdóttur og vera partur af fjöl- skyldunni. Þinn tengdasonur, Gísli Ólafsson. Garðar Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.