Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 6
Þingmenn sem töluðu lengst á Alþingi 1. Pétur H. Blöndal 1.684 mín. 2. Ásbjörn Óttarsson 1.360 mín. 3. Guðlaugur Þór 1.184 mín. 4 Sigurður Kári Kristjánsson 1.174 mín. 5. Steingrímur J. 1.080 mín. 6. Birgir Ármannsson 1.079 mín. 7. Vigdís Hauksdóttir 1.073 mín. 8. Gunnar Bragi Sveinsson 988 mín. 9. Einar K. Guðfinnsson 919 mín. 10.Mörður Árnason 750 mín. 11. Þorgerður K. Gunnarsdóttir 745 mín. 12.Sigurður Ingi Jóhannsson 716 mín. 13.Össur Skarphéðinsson 712 mín. 14.Ögmundur Jónasson 687 mín. 15.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 667 mín. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, er ótvíræður ræðu- kóngur á nýafstöðnu Alþingi. Þegar lagður er saman ræðutími á haust- og vorþinginu, sem frestað var 11. júní sl., kemur í ljós að Pétur kom samtals 663 sinnum í ræðustól, flutti 159 þingræður, gerði 504 athuga- semdir við ræður annarra þing- manna og talaði samtals í 28 klst. Þetta er fjórða árið í röð sem Pét- ur trónir efstur á lista yfir þá sem töluðu lengst úr ræðustól Alþingis. Næstur honum kemur flokksbróðir hans, Ásbjörn Óttarsson, sem talaði samtals í 1.360 mínútur eða í yfir 22 klst. Ásbjörn flutti 99 þingræður og gerði 291 athugasemd úr ræðustól. Sjálfstæðismenn eru í fjórum efstu sætunum að þessu sinni og eiga sex af þeim tíu alþingismönnum sem töluðu mest. Guðlaugur Þór Þórðar- son er þriðji í röðinni yfir saman- lagða lengd ræðutíma og talaði í 1.184 mínútur eða tæplega 20 klst. og Sigurður Kári Kristjánsson er í fjórða sæti. Hann talaði tíu mínútum skemur en Guðlaugur Þór eða í 1.174 mínútur. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra talaði mest stjórnar- liða og vermir 5. sætið. Hann talaði í 1.080 mínútur eða 18 klst. Steingrím- ur flutti 207 þingræður og gerði 142 athugasemdir. Tveir þingmenn Framsóknar- flokksins, Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson raðast í 7. og 8. sæti og Mörður Árnason talaði lengst þingmanna Samfylkingarinn- ar. Hann talaði í 750 mínútur og skipar tíunda sætið. Tveir ráðherrar eru auk Stein- gríms ofarlega á lista. Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra talaði í 712 mínútur eða tæpar 12 klst. sem skipar honum 13. sæti og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fylgir fast á hæla Össurar. Ögmundur tal- aði í 687 mínútur úr ræðustól Alþing- is og er í 14. sæti. Pétur heldur enn ræðutitlinum  Kom 663 sinnum í ræðustól og talaði í 28 klukkustundir  Steingrímur J. talaði lengst stjórnarliða eða í alls 18 klst. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stóra myndin í ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar fyrir næsta fisk- veiðiár er sú að þorskur og loðna eru á uppleið, en ýsustofninn að daprast. Þessir stofnar eru vissu- lega mikilvægir, en segja þó ekki alla söguna því Hafrannsóknastofn- un gefur ráðgjöf um á fjórða tug tegunda þegar allt er talið, þ.e. fisk- ur, skelfiskur og sjávarspendýr. Í tillögunum er nú að finna í fyrsta skipti ráðgjöf um hámarksafla í nokkrum tegundum og má nefna blálöngu og litla karfa, auk þess sem hvatt hefur verið til varúðar í veiðum á gulllaxi í nokkur ár. Einn- ig er lagt til aflahámark á hrogn- kelsi og gulldeplu, sem uppsjávar- skipin hafa sótt í undanfarna vetur í kringum áramót. Á botnfisktegundum eins og blá- löngu, litla karfa og gulllaxi er ekki aflamark. Vaxandi sókn í þessa stofna hefur verið mikilvæg mörg- um útgerðum og ekki síst þeim sem eru kvótalitlar. Enn er ekki ljóst hvernig staðið verður að stjórnun veiða á þessum tegundum sam- kvæmt upplýsingum úr sjávarút- vegsráðuneytinu. Blálanga Blálönguafli árið 2010 var 6.900 tonn sem er mesti afli síðan 1993. Blálanga hefur um árabil aðallega veiðst sem aukaafli í botnvörpu. Á árunum 2008 til 2010 jókst hlutdeild línu í heildarafla blálöngu vegna aukinnar beinnar sóknar. Sam- kvæmt niðurstöðum stofnmælinga batnaði ástand blálöngu mikið eftir 2005 en niðurstöður haustmælinga 2010 og vormælinga 2011 benda til að stofninn kunni nú að fara minnk- andi. „Þar sem veiðiþol stofnsins er lítt þekkt og litlar rannsóknir stund- aðar á tegundinni ber að fara var- lega við nýtingu hans. Hafrann- sóknastofnunin telur að sú mikla aflaaukning sem verið hefur und- anfarið sé umfram afrakstursgetu tegundarinnar og leggur til að afli á komandi fiskveiðiári fari ekki yfir 4.000 tonn sem mun leiða til svipaðs veiði- hlutfalls og var á ár- unum 2006 til 2009,“ segir í ástandsskýrslunni. Litli karfi Tilraunaveiðar á litla karfa hófust við landið árið 1997 og var aflinn það ár tæp 1.200 tonn en minnkaði hratt til ársins 2000. Frá þeim tíma og allt til 2009 var aflinn óveruleg- ur. Beinar veiðar hófust að nýju ár- ið 2010 og var aflinn um 2.600 tonn. Þar sem rannsóknir á þessari teg- und hafa verið takmarkaðar til þessa er lítið vitað um stofnstærð hans og veiðiþol. Í varúðarskyni leggur Hafrannsóknastofnunin til að sókn í stofn litla karfa verði tak- mörkuð þangað til frekari vitneskja um veiðiþol hans liggur fyrir og að hámarksafli á næsta fiskveiðiári fari ekki yfir 1.500 tonn. Gulllax Afli af gulllaxi á síðasta fiskveiði- ári var í sögulegu hámarki eða rúm sextán þúsund tonn og hefur aukist ár frá ári síðan 2007 er hann var ríflega fjögur þúsund tonn. Sam- kvæmt niðurstöðum stofnmælinga að hausti lækkaði vísitala veiði- stofns gulllax um 40% frá 2009 til 2010. Upplýsingar um afraksturs- getu stofnsins eru takmarkaðar. Hafrannsóknastofnunin leggur til að afli fari ekki yfir sex þúsund tonn fiskveiðiárið 2011/2012. Ráðgjöfin byggist á lækkun stofnvísitalna og að veiðihlutfall verði svipað og var á árunum 2007 til 2009 er stofninn virtist vera í jafnvægi. Þá er ítrekuð fyrri ráð- gjöf um að varúðar sé þörf við nýt- ingu stofnsins og stjórn veiðanna. Hrognkelsi Um hrognkelsi segir í ástands- skýrslu Hafrannsóknastofnunar að aukinn fjöldi leyfa til grásleppu- veiða og aukin sókn síðustu þrjú ár, samhliða lækkun vísitölu grásleppu og rauðmaga í stofnmælingu botn- fiska síðustu ár, sé áhyggjuefni. Stofnunin mælir með því að á næsta fiskveiðiárin verði veiðar á grásleppu takmarkaðar við 3.700 tonn. Jafnframt er lagt til að leyft verði að sleppa öllum lifandi hrygndum grásleppum. Gulldepla Tilraunaveiðar með flotvörpu á norrænni gulldeplu hófust í desem- ber 2008 en aðeins veiddust nokkur tonn. Ári síðar var gulldeplan mikill búhnykkur fyrir uppsjávarskip og kom sér vel í loðnubrestinum árið 2009 en þá varð aflinn um 46 þús- und tonn og tæp 18 þúsund tonn 2010. Í vetur varð gulldepluaflinn tæplega 11 þúsund tonn. Hafrann- sóknastofnunin leggur til að varlega verði farið í nýtingu stofnsins og hámarksafli á næsta fiskveiðiári verði 30 þúsund tonn. Tillaga Hafró um hámarksafla Þorskur 177 160 160 Ýsa 37 45 50 Ufsi 45 40 50 Gullkarfi 40 30 37,5 Litli karfi 1,5 - - Djúpkarfi 10 10 12,5 Úthafskarfi - 20 60 (11,8) Grálúða 12 5 25 (13) Skarkoli 6,5 6,5 6,5 Sandkoli 0,5 0,5 0,5 Skrápflúra 0,2 0,2 0,2 Langlúra 1,1 1,3 1,3 Þykkvalúra 1,8 1,8 1,8 Steinbítur 7,5 8,5 12 Ísl. sumargotssíld 10 40 40 Norsk-ísl. vorgotss. - 988 988 (143) Loðna 366 390 390 Kolmunni - 40 44 (6) Makríll - 592–646 864 (155) Gulldepla 30 - - Blálanga 4 - - Langa 8,8 7,5 7,5 Keila 6,9 6 6 Gulllax 6 8 - Skötuselur 2,5 2,5 3,6 Hrognkelsi 3,7 - - Humar 2,0 2,1 2,1 Rækja á grunnsl. 0,85 0,85 0,4 Rækja á djúpsl. 7 7 - Hörpudiskur 0 0 0 Kúfskel 31,5 31,5 - Hrefna 216 216 200 Langreyður 154 154 154 fiskveiðiárið 2011-12 (tonn) Aflamark og tillaga 2010/2011 til samanburðar Tillaga Tillaga Aflamark 2011-12 2010-11 2010-11 Stjórnun á fleiri stofnum  Tillögur um aflahámark á blálöngu, litla karfa og gulllaxi  Mikilvægar teg- undir fyrir kvótalitla  Afli á gulllaxi var í sögulegu hámarki á síðasta fiskveiðiári Margar tegundir Hafrannsóknastofnun metur ástand fjölmargra stofna við landið og gerir í mörgum tilvikum tillögur um hámarksafla. Þá er alþjóð- legt samstarf um mat á ýmsum stofnum eins og t.d. kolmunna og makríl. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, hlaut í gær verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta en þetta var í fjórða sinn sem þau voru veitt. Voru verðlaunin afhent á hátíð Jóns Sigurðssonar í Jóns- húsi í Kaupmannhöfn að viðstöddu fjölmenni en áður hafa hlotið verð- launin Søren Langvad byggingar- verkfræðingur, Erik Skyum- Nielsen bókmenntafræðingur og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Styrkti vináttu þjóðanna Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og for- sætisnefndar. Jóhanna Sigurð- ardóttir flutti hátíðarræðu við þetta tilefni og Sólveig Péturs- dóttir, formaður undirbúnings- nefndar afmælis Jóns Sigurðs- sonar, kynnti margmiðlunar- sýningu sem gerð var í tilefni 200 ára afmælisársins. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, afhenti verðlaunin en Al- þingi veitir þau í minningu starfa Jóns forseta í þágu Íslands og Ís- lendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þessi verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. Í tilkynningu frá skrifstofu Al- þingis segir að í forsetatíð sinni hafi Vigdís eflt og styrkt vináttu milli Íslands og Danmerkur sem öt- ull talsmaður menningarsamskipta þjóðanna. Forysta hennar í stjórn sjóðsins Den Nordatlantiske Brygge tryggði endurbyggingu „Bryggjunnar“ þar sem síðan hef- ur verið haldið á loft í menningu Íslands í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Egill Bjarki Vigdís hlaut verðlaun Jóns forseta  Styrkti vináttu Ís- lands og Danmerkur Meðal tillagna Hafrannsóknastofnunar má í fyrsta skipti finna tillögur um aflahámark á grásleppu, en þær veiðar eru nú bundnar leyfum. Leyfin eru nú um 340 talsins og hefur hvert leyfi verið selt á allt frá 700 þúsund krónum fyrir minnstu leyfin og sveiflast upp í þrjár milljónir fyrir leyfi fyrir stærstu bátana. Heimilt er hverjum leyfishafa að veiða í 50 daga samfellt frá fyrsta veiðidegi. Veiðunum hefur verið stjórnað með þessum leyfum og síðan eftir aðstæðum því veður spila mikið inn í á veiðitímanum. Í tillögu Hafró er lagt til að veiðar verði skertar um nálægt 30% frá meðalvertíð síðustu ára, samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi smábátaeigenda. Heildarútflutningsverðmæti á grásleppuhrognum var tæplega fjórir milljarðar króna á síðasta ári. 3 milljónir fyrir stærstu leyfin GRÁSLEPPUVEIÐUM STJÓRNAÐ MEÐ LEYFUM OG EFTIR VEÐURFARI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.