Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 KORTIÐ GILDIR TIL 30.09.2011 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 NÚ GEFST MOGGAKLÚBBSMEÐLIMUM TÆKIFÆRI Á AÐ KAUPA VÖNDUÐU ÚTVARPSTÆKIN FRÁ TIVOLI AUDIO Tivoli Audio tækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun og gæði. Í tilboðinu sem Moggaklúbbsmeðlimum býðst er Tivoli Audio Model TWO stereo út- varpsmagnari, með tengi fyrir CD/iPod/iPad/heyrnartæki/bassabox. Almennt verð er 46.900 kr. Moggaklúbbsverð 32.800 kr. Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. MOGGAKLÚBBSTILBOÐ www.tivoliaudio.is tivoliaudio@tivoliaudio.is Á R M Ú L A 3 8 - 5 8 8 5 0 1 1 Tölvuleikir taka ótrúlegum fram- förum með hverju árinu sem líður og geta sumir hæglega keppt við spennuna í góðri hasarkvikmynd, eða listræna fegurð og hrífandi söguþráð verðlaunamyndar. Aðrir geta komið í staðinn fyrir barn- fóstru og haldið krökkunum róleg- um svo tímunum skiptir, eða lífgað upp á teiti með léttum leik. „Þegar komið er á þriðja glas er gaman að draga fram Singstar-diskinn og þá er leikjatölvan orðin eins og heima- karókíkerfi,“ segir Sverrir. Mikið úrval og sífelldar tækni- framfarir segir Sverrir að kalli svo á sérhæfðar verslanir eins og Gamestöðina. „Strákarnir sem vinna hjá okkur eru alvöru nördar og geta svarað öllum spurningum sem fólk kann að hafa.“ Hasar Gamestöðin býður leiki í for- sölu til að lífga upp á sumarveltuna. Modern Warfare 3 er t.d. að koma í haust og sérkjör í boði ef keypt er nú. Nördarnir til aðstoðar Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sumarið vill verða viðburðalítill tími í tölvuleikjasölunni, að sögn Sverris Berg Steinarssonar eiganda Game- stöðvarinnar. „Salan getur verið mjög árstíðaskipt. Við erum með feikigóðan desember, og síðan eru iðulega að koma inn vinsælir leikir með haustinu, en júní og júlí eru alla jafna rólegustu mánuðir ársins.“ Sverrir ætlar ekki að deyja ráða- laus og hefur farið af stað með áhugaverða tilraun til að glæða sum- arverslunina lífi. „Í mars fórum við af stað með nýtt verkefni, Tje.is, sem felst í því að við búum til T-boli og seljum bæði í versluninni og á net- inu. Þetta eru áprentaðir bolir með vísun í tölvuleiki, kvikmyndir og dægurmenningu og til þess gerðir að höfða til okkar aðal-viðskiptavina- hóps,“ útskýrir Sverrir. „Við notum svo þessa nýju viðbót til að styðja við tölvuleikjasöluna, og erum að gera tilraunir með að forsölu á titlunum sem von er á í haust. Í takmarkaðan tíma í sumar munu viðskiptavinir t.d. geta keypt Call of Duty Modern Warfare 3 í forsölu, skipt inn spil- uðum CoD Modern Warfare 2 eða CoD Black Ops á betra verði en þeir geta vænst í haust, og síðan fengið bol í kaupbæti.“ Mikið fjör fyrir krónuna Gamestöðin verður þriggja ára í þessum mánuði. Verslunin í Kringl- unni er sú eina sinnar tegundar á landinu, alfarið helguð tölvuleikjum og leikjatölvum. Þar geta viðskipta- vinir m.a. skipt gömlum leikjum inn til að láta ganga upp í verðið á nýjum og um leið má kaupa notaða leiki á afsláttarverði. Þetta viðskiptamódel þekkist víða erlendis, t.d. hjá banda- rísku keðjunni GameStop. Sverrir segir reksturinn vitaskuld hafa þurft að ganga í gegnum ákveðna lærdómskúrfu en rekstrar- hugmyndin sé að ganga vel upp í dag og Gamestöðin hafi væntanlega komið fram á sjónarsviðið á hárréttu augnabliki. Þannig sé reynslan að sýna að tölvuleikjasala styrkist þeg- ar þrengingar eru í hagkerfinu. „Tölvuleikir hafa líka reynst vera sú stafræna afþreying sem minnst hef- ur orðið fyrir barðinu á sjóræningja- starfsemi. Kannski er skýringin að tölvuleikir eru yfirleitt mjög hag- kvæm afþreying m.v. margt annað og hægt að hafa gaman af góðum leik í mjög langan tíma, svo hvatinn til að gera ólögleg afrit er minni.“ Jafnast á við platínuplötur Íslenski tölvuleikjamarkaðurinn verður að teljast nokkuð stór, a.m.k. miðað við höfðatölu. Sverrir segir að allur þorri tölvuleikja seljist í nokkr- um tugum eintaka, en algengt að stærstu og vinsælustu leikirnir selj- ist í 5-10.000 eintökum á landsvísu. Til samanburðar fá tónlistarmenn gullplötu við 5.000 eintaka markið, og platínu við 10.000 eintök. Stærstu leikirnir eru oft að seljast nokkuð vel yfir lengri tímabil, og ljóst að önd- vegisleikir eins og t.d. Red Dead Re- demption, sem þótti bera af í fyrra, geta verið langlífir í hillum verslana. Tölurnar benda til að íslensk heimili séu mjög dugleg að spila tölvuleiki og Sverrir segir það enga furðu enda geti leikjatölva verið n.k. afþreyingarmiðstöð sem nota má til að rápa á netinu eða horfa á mynd- diska. „Ég man eftir að hafa séð töl- ur um dreifingu PlayStation 2 og þá vorum við eitt af topp þremur lönd- um í heiminum. Ég gæti trúað því að sömu sögu væri að segja um Pla- yStation 3. Reyndar er skiptingin milli framleiðenda öðruvísi hér en t.d. í Bandaríkjunum. Þar er meira selt af Xbox og Wii sem hér á landi hafa ekki náð samskonar fótfestu. Hluti skýringarinnar er að Microsoft hefur ekki viljað hleypa Xbox form- lega af stokkunum á Íslandi.“ Viðskiptavinahópurinn er síðan ekki eins og flestir myndu halda. „Þetta eru ekki eintómir fölir ung- lingspiltar. Okkar lykilkúnnar eru annars vegar karlar um og yfir þrí- tugu, og svo mömmur sem eru að kaupa leiki fyrir börnin sín.“ Barist um besta verðið Samkeppnin er hörð á tölvuleikja- markaði og lögmálin í þessum geira önnur en fólk heldur, að sögn Sverr- is. „Nú birtist t.d. nýlega umfjöllun sem gaf í skyn að álagningin á tölvu- leikjum væri mjög mikil á Íslandi, en það er alrangt og á stærstu leikjun- um er oft nánast lítið eða ekkert sem verður eftir af framlegð. Þá er rýrn- un töluverð, og ef einu eintaki er stolið getum við þurft að selja tíu til að bæta upp skaðann,“ segir hann. Lítið svigrúm til álagningar segir Sverrir að skýrist m.a. af því að kaupa þurfi leikina gegnum dreifing- araðila og eins að verð á tölvuleikjum sé oft ranglega notað til að villa um fyrir neytendum. „Markaðurinn er mjög næmur á verð tölvuleikja, það er eitthvað sem fólk notar sem „price indicator“, og stundum sér maður að verslanir auglýsa tiltekinn leik á sér- lega hagstæðu verði, bæði til að laða fleiri í verslunina og gefa í skyn mjög samkeppnishæft verð. Síðan eru kannski ekki nema örfá eintök boðin til þar sölu á þessu tilboði, en við neyðumst til að halda í við þær verð- væntingar sem búið er að skapa.“ Margt hefur verið reynt til að koma verðinu niður. „Á tímabili reyndum við að kaupa tölvuleikina einfaldlega beint inn frá Amazon- .com því þeir fengust á lægra verði þar en hjá okkar birgjum. Af ein- hverjum sökum var svo lokað fyrir þau viðskipti og raunar á nokkurra mánaða tímabili að Amazon hrein- lega afgreiddi ekki leiki til Íslands.“ Morgunblaðið/Kristinn Nördaheimar Sverrir segir viðskiptavinahópinn allt öðruvísi samsettan en fólk ímyndar sér. Mömmur og menn um þrítugt eru mest áberandi. Stærstu leikirnir seljast betur en vinsælustu hljómplötur popplistamanna. Leikirnir lifa góðu lífi í kreppu  Hörð verðsamkeppni á tölvuleikjamarkaðinum  Gamestöðin bætir bolafram- leiðslu við reksturinn og tvinnar saman við forsölu leikja yfir sumartímann Bolaáprentanirnar hjá Tje.is eru hannaðar af íslenskum grafískum hönnuðum. „Við skoðuðum upphaflega að kaupa boli frá erlendum framleiðendum en stóðum frammi fyrir lágmarkspönt- unum upp á 100 eintök af hverjum bol. Við sáum að það myndi aldrei borga sig og prentum frekar sjálfir bolina eins og þarf. Fólk get- ur meira að segja komið til okkar með eigin hugmyndir og óskir og við getum haft bolinn kláran á hálftíma,“ segir Sverrir en þrír starfa við að hanna og framleiða bolina Oft er um n.k. kynning- arefni að ræða, fræg vöru- merki jafnvel fengin að láni og Sverrir segir þess gætt að ganga ekki á höfundarrétt neins. „Stundum lendum við reyndar í því að fá ekki svar til baka, þegar við biðjum um leyfi og gefum upp áætl- að upplag. Þetta er sennilega svo umfangslítið hjá okkur í margra augum að tekur því ekki að setja penna á blað.“ Borgaði sig ekki að flytja bolina inn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.