Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 2011 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Smábærinn St. Michael í Lungau héraði í Austurríki er mikil náttúruperla, mætti líkja bænum við himnaríki útivistarmannsins, því möguleikarnir eru jafn fjölbreyttir og náttúruflóran í fjallshlíðunum – útreiðartúrar, sundlaugar, fjallarússíbani, svifdrekaflug, tennis, náttúrustígar og í stuttu göngufæri frá hótelinu er fallegur 18 holu golfvöllur. Hér eru merktar gönguleiðir innan um skógi vaxnar fjallshlíðarnar, upp á fjallstinda, framhjá fornum köstulum og öðrum menningarleifum Dvalið á hinu stórgóða íslendingahóteli Hotel Speiereck þar sem einstaklingar jafnt sem fjölskyldur njóta vinalegrar þjónustu hótelhaldara í fallegu og afslöppuðu andrúmslofti. 25 ágúst – 1. september Náttúruperla í Austurríki Netverð á mann Verð kr. 153.900 á mann í tvíbýli. Verð kr. 165.500 ámann í einbýli. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli í 7 nætur með hálfu fæði. Akstur á milli áfangastaða og íslensk fararstjórn miðað við lágmarks- þátttöku 20 manns. St. Michael í Lungau Meginreglan er sú að hags-munasamtök á vinnumarkaði standa ábyrg fyrir þeim kjara- samningum sem þau gera. Und- antekningin felst í því þegar at- beini ríkisins þarf að koma til svo aðilar nái saman. En ríkið leggur ekki sitt af mörkum nema að kjarasamningar séu innan marka og þjóðhagslega við- unandi.  Kjarasamning-arnir sem hlaupið var í á þessu vori voru ut- an við hagvaxt- arþróun og umfram greiðslugetu fyrir- tækjanna. Það þýðir að verðbólga eykst og fyrirtækin segja upp fólki.  Ríkisstjórn sem telur sig þurfaað kaupa menn til að gera slíka kjarasamninga er úti að aka. Og hún bauð að auki svo vel að hún á ekki fyrir sínum loforðum. Og það sem verra er hún plataði Samtök atvinnulífsins rétt einu sinni upp úr skónum.  Steingrímur J. gaf út yfirlýsinguum að fráleitt væri að ætla að ríkisstjórnin myndi ráðast gegn hagsmunum sjávarútvegsins eins og hann orðaði það. S.A. varpaði öndinni léttara og sagðist treysta Steingrími.  Steingrímur þessi er með lengranef en Gosi. Enda voru undir- skriftirnar ekki þornaðar þegar í ljós kom að ekkert var að marka Steingrím. Hann var algjörlega samkvæmur sjálfum sér. Sveik allt.  Forsendur kjarasamninga eruekki aðeins brostnar, þær eru illa sviknar. Þeim ætti því að rifta strax. Trúðu Gosa STAKSTEINAR Vilhjálmur Egilsson Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 19.6., kl. 18.00 Reykjavík 15 léttskýjað Bolungarvík 7 léttskýjað Akureyri 8 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 11 alskýjað Vestmannaeyjar 12 heiðskírt Nuuk 3 alskýjað Þórshöfn 16 skýjað Ósló 13 skúrir Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 12 skúrir Lúxemborg 12 léttskýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 16 skýjað London 17 léttskýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 13 skúrir Hamborg 13 skýjað Berlín 13 skúrir Vín 17 skýjað Moskva 22 skýjað Algarve 23 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 21 skýjað Mallorca 25 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 18 alskýjað Montreal 20 léttskýjað New York 25 heiðskírt Chicago 25 skýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:55 24:04 ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35 SIGLUFJÖRÐUR 1:18 25:18 DJÚPIVOGUR 2:10 23:49 Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Kvenréttindadagurinn var hald- inn hátíðlegur víðsvegar um land í gær, en því var fagnað að 96 ár eru síðan konur fengu kosningarétt. Meðal viðburða voru hátíðardagskrá á Hallveig- arstöðum, í boði Kvenréttinda- félags Íslands, auk þess sem lagður var blómsveigur á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem var ein helsta talskona kven- réttinda á Íslandi á 19. öld og var í hópi fyrstu kvenna sem tóku sæti í borgarstjórn árið 1908. Blómsveigur lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur Fjölmennt var í Hólavalla- kirkjugarði, þar sem Bríet var jarðsett, þegar forseti borg- arstjórnar, Elsa Hrafnhildur Yeoman, lagði blómsveig á leiði Bríetar og flutti í kjölfarið há- tíðarræðu henni til heiðurs, en stefnt er að því að þetta verði gert að árlegum viðburði. Kvenréttindafélag Íslands stóð fyrir hátíðardagskrá á Hallveig- arstöðum í tilefni dagsins og var dagskráin haldin í samvinnu Kvenfélagasambands Íslands og Bandalags kvenna í Reykjavík. Þar var mikið úrval fyrirlestra og sköpuðust miklar og heitar um- ræður um málefni kvenna á Ís- landi að sögn Halldóru Trausta- dóttur, framkvæmdastjóra Kvenréttindafélags Íslands. Íslenska leiðin „Það sem stóð upp úr að mínu mati var umræðan um samstöðu kvenna. Ísland er líklega eins- dæmi í heiminum í dag hvað sam- stöðu kvenna varðar,“ sagði Hall- dóra og bætti við: „Umræðurnar þróuðust út í að skapa meira um- tal um samstöðu kvenna á Íslandi og var það mat okkar sem við- staddar vorum hátíðarhöldin að best væri að kalla þetta íslensku leiðina,“ sagði Halldóra. Morgunblaðið/Ernir Bríet Elsa Hrafnhildur Yeoman lagði blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéð- insdóttur og flutti í kjölfarið hátíðarræðu til minningar um starf hennar. Samstaða kvenna líklega einsdæmi Blómsveigur lagður á leiði Bríetar - nýr auglýsingamiðill 569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.