Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 3. J Ú N Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  145. tölublað  99. árgangur  LJÓSMYNDUN Á HUG ÞEIRRA OG HJARTA EKKI NÓGU MIKILL FÝLUPOKI GESTIR FÁ AÐ BLÓTA AÐ HEIÐNUM SIÐ VIÐSKIPTABLAÐ OG FINNUR.IS FERÐIR Í ARNARDAL 8BÓK OG SÝNING 10  Tónleikahald skiptir meira máli í hinum stóra heimi en áður vegna minnkandi sölu á diskum. Ótrú- lega margar ís- lenskar hljóm- sveitir spila erlendis og nán- ast daglega virð- ist íslensk hljómsveit leika einhvers staðar úti í heimi. »34 Tónleikaútrás íslenskra sveita Seabear – Sindri Sigfússon Íslandsbanki greiddi upp stóran hluta kröfu skilanefndar Glitnis á olíufélagið N1 til að liðka fyrir nauðasamningum síðastnefnda fé- lagsins. Glitnir átti 2,5 milljarða króna kröfu á N1 vegna afleiðu- samninga sem gerðir voru fyrir hrun bankanna. Heimildir Morgunblaðs- ins herma að fulltrúar Glitnis í nauðasamningaumleitunum N1 hafi reynst erfiðir í viðræðum. Þótti mörgum sem þekktu til ferlisins það furðu sæta, enda átti Íslandsbanki mikið undir því að nauðasamningar N1 yrðu samþykktir, en skilanefnd Glitnis er 95% eigandi Íslandsbanka og því ættu hagsmunir skilanefnd- arinnar og Íslandsbanka að fara saman. Þráteflið var leyst þannig að Ís- landsbanki greiddi upp stóran hluta afleiðukröfu skilanefndarinnar á N1 til Glitnis, sem var þá ekki lengur í kröfuhafahópi N1 og ekkert því til fyrirstöðu að samþykkja nauðasamn- inga. Hluthafafundur verður haldinn í N1 á morgun, þar sem kröfuhafar félagsins munu taka við eignarhaldi félagsins. Stærstu kröfuhafar N1 eru Íslandsbanki sem á um 32% krafna á N1 og Arion banki sem á tæplega 40% krafna. Aðrir kröfuhafar eru líf- eyrissjóðir og aðrir skuldabréfa- eigendur. thg@mbl.is »Viðskipti Keyptu skila- nefndina út  ÍSB greiddi hluta kröfu Glitnis á N1 Nauðasamningar N1 » Skilanefnd Glitnis stóð í vegi fyrir því að nauðasamningar N1 hlytu fullt samþykki kröfu- hafa. Málum lyktaði svo að Ís- landsbanki, sem er nánast al- farið í eigu skilanefndarinnar, borgaði Glitni stóran hluta kröfunnar. Sundlaugargestir léku sér í sumarblíðunni á Hofsósi í Skagafirði nýverið. Fyrir miðjum firði var hin forna vorbæra Skagfirðinga, Drangey, tignar- leg á að líta. Starfsmenn sundlaugarinnar segja sumarið hafa komið síðast- liðna helgi með tilheyrandi straumi ferðamanna sem vildu ýmist bregða á leik eða njóta einstaks útsýnis yfir Skagafjörðinn. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Landinn bregður á leik í langþráðri sumarblíðu Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Staðan er í rauninni skelfileg,“ segir Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðn- aðarins, um stöðu verktakafyrir- tækja, ekki síst vegavinnuverktaka. Fá verk hafa verið boðin út hjá Vegagerðinni á þessu ári og lang- stærstur hluti þeirra verkefna, sem þegar eru í gangi, var boðinn út á síðasta ári eða árið þar áður. Vegagerðin hefur um sex milljarða króna til ráðstöfunar í nýfram- kvæmdir á þessu ári og þar af er eft- ir að ráðstafa rúmum milljarði króna til áramóta. Fá útboð eru framundan og gagnrýnir Einar K. Guðfinnsson þingmaður að það skuli ekki vera hægt að koma útboðunum af stað sem fyrst, ekki sé um framtaksleysi Vegagerðarinnar að ræða heldur hljóti að liggja að baki einhver póli- tísk stefnumörkun. Verktakar bítast um þau fáu verk sem bjóðast og undirboð eru ríkjandi þar sem lægstu tilboð eru langt und- ir kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar. Árni segir rýran verkefnalista Vegagerðarinnar ekki auka mönnum bjartsýni og heldur ekki yfirlýsingar innanríkisráðherra um að vegafram- kvæmdir utan ríkisreiknings komi ekki til greina. „Það er lítið sem ekkert fram- undan. Þessi staða hefur haft það í för með sér að öll verktakafyrirtæki hafa dregið sig saman í minnstu mögulegu stærð, eða niður um allt að 90%. Sum þeirra hafa lagt upp laupana og þau stærstu hafa í aukn- um mæli leitað verkefna erlendis. Allra verst í þessu er að við erum að glata verkþekkingu. Þó að þetta sé sveiflukennd atvinnugrein getur hún ekki stokkið svona öfganna á milli,“ segir Árni. MVerktakar leggja upp »14 Staða verktaka „skelfileg“  Fá útboð eru framundan í vegagerð  Verktakar að hætta eða fara úr landi Morgunblaðið/Kristinn Vegagerð Fá verkefni í gangi. Nánast engir læknar hafa snúið heim til Íslands úr sérfræðinámi síðan í október 2008. Læknaskortur er farinn að segja verulega til sín og þá sérstaklega á landsbyggð- inni. Talið er að það vanti um 165 lækna á Íslandi öllu til að fullnægja þörfum samfélagsins. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir læknaskortinn vera af tvenn- um toga. Annars vegar vanti heim- ilislækna til starfa við heilsugæslu- stöðvar um allt land og svo vanti sérfræðimenntaða lækna á stærri sjúkrastofnanir svo sem á Akureyri og í Neskaupstað. Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um að Ísland standist varla samkeppni við önnur lönd á Norðurlöndum. Erlendis bjóðist læknum einfald- lega betri kjör gegn minni vinnu. Margir læknar vinna jafnvel bæði heima og erlendis. „Læknarnir vilja halda áfram á Íslandi en telja hag sínum betur borgið fjárhagslega með því að vinna tímabundið erlendis,“ seg- ir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Sömuleiðis bjóðist betri störf er- lendis sem hæfi sérmenntun ein- stakra lækna. »4 Læknaskortur gæti orðið viðvarandi  Mjólk hækkar á næstunni, en í gær var tilkynnt um hækkun heildsöluverðs. „Menn hafa von- ast eftir því að það yrði sátt um að halda aftur af verðhækkunum, þannig að hér gæti orðið þokkalegur stöðugleiki. Þetta er þvert á það,“ segir Henný Hinz hjá ASÍ. Gjald á sumarnámskeiðum fyrir grunnskólabörn hefur í sumum til- vikum hækkað. Gjaldskrá ÍTR hækkaði t.d. um 30% milli ára vegna dýrari aðfanga. »6 og 9 Mjólkin hækkar og námskeið fyrir börn verða dýrari –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG  Engin niðurstaða fékkst á samn- ingafundi flugmanna og Icelandair hjá Ríkissáttasemjara og var fundi slitið um tíuleytið í gærkvöldi. Í dag hefst fundur klukkan 10.30. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var hreyfing á viðræðunum í gær- kvöldi þótt ekki miðaði hratt. Flug- menn hafa boðað yfirvinnubann klukkan 14 á föstudag. Enn deilt um kaup og kjör flugmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.