Morgunblaðið - 23.06.2011, Page 4

Morgunblaðið - 23.06.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins horfa pör í giftingarhugleiðingum hýru auga til dag- setningarinnar sjöunda september árið 2013 og sjá fyrir sér að láta pússa sig saman 7.9.13. Ýms- ar dagsetningar hafa verið í tísku undanfarin ár og að sögn presta hafa Íslendingar verið dugleg- ir við að velja sér „sérstakar“ dagsetningar síð- ustu ár, vafalaust til að ljá deginum aukna merk- ingu og vægi. Sjöundi júlí árið 2007 var til að mynda af- skaplega vinsæll brúðkaupsdagur og á þeim tíma, þegar efnahagsumhverfið var öllu líf- vænlegra en það er í dag, voru brúðkaupin jafn- framt mun íburðarmeiri en nú um stundir. Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dóm- kirkjunni, segir að brúðkaup í kirkjunni hafi ekki verið bókuð fyrir lukkudaginn mikla, sjö- unda september árið 2013. „Við erum eitthvað farin að bóka fyrir 2012 en fólk virðist ekki vera farið að hugsa alla leiðina til 2013.“ Hann segir jafnframt að áttundi ágúst árið 2008 hafi verið afar vinsæll giftingardagur. „Þá höfðu margir pantað tvær kirkjur til öryggis.“ Þennan dag var hann sjálfur bókaður í átta hjónavígslur sem á endanum urðu þó „aðeins“ fimm. Íburðarminni veislur Hjálmar segir ennfremur að síðustu ár hafi íburður hjónavígslna minnkað mjög. „Þær hafa breyst. Fólk leggur minna upp úr tilstandi en áð- ur og leggur frekar áherslu á að hafa vígslurnar einfaldar en um leið sérstakar.“ Hann tekur sem dæmi að fólk láti í auknum mæli gifta sig úti í náttúrunni. Lena Rós Matthíasdóttir, prestur í Grafar- vogskirkju, tekur í sama streng og segir fólk í auknum mæli gifta sig með skömmum fyrirvara. „Það er meira um minni athafnir en áður. Fyrir hrun pantaði fólk brúðkaupsvígslu með jafnvel tveggja ára fyrirvara. Og ég heyri það jafnframt í viðtölum fyrir hjónavígslur að fólk vill gifta sig fyrir það sjálft, en ekki til að ganga inn í ein- hverja hefð. Fólk er þá greinilega búið að hug- leiða þetta mikið. Það er ákveðinn stigsmunur á hugsunarhættinum.“ Látlausari brúðkaup á nýjum tímum  Íslendingar hafa unnvörpum gift sig á „sérstökum“ dagsetningum síðustu ár en ekki er þó enn byrjað að taka frá 7.9.13.  Prestar segja brúðkaup mun íburðarminni nú en fyrir efnahagshrun Morgunblaðið/Árni Sæberg Eilíf ást Sífellt fleiri gifta sig utandyra. Sjö níu þrettán » Algeng og útbreidd hjátrú, m.a. meðal kristinna manna, er að banka í við og fara með talnarununa 7 - 9 - 13. » Þetta er gert til þess að milda viðbrögð örlaganna ef viðkomandi hefur talað óvar- lega eða staðhæft eitthvað sem brugðið getur til beggja vona. » Tölurnar sjö og níu hafa lengi þótt heilagar í ýmsum trúarbrögðum og hugmyndin um að talan þrettán sé óvenju- mögnuð er jafnframt ævaforn. um og til dæmis hafi læknaskortur- inn verið tekinn til rækilegrar skoð- unar á formannafundi félagsins nú í vor. Þar hafi öll umdæmi gefið skýrslu um stöðu mála. Niðurstaðan sé að það vanti lækna í öll umdæmi nema norðurhluta Vestfjarða. Birna segir að sérstaklega vanti sérmennt- aða heimilislækna. Norðurlöndin hafa með sér sam- starf um ákveðið mönnunarmódel sem metur þörf á læknum miðað við aðstæður í hverju landi. Birna segir að árið 2008 hafi verið miðað við að læknar á Íslandi þyrftu að vera 1.225 talsins í árslok 2011. Nú starfi hins vegar einungis 1.060 læknar á Ís- landi. Því sé ljóst að í það minnsta 165 lækna vanti til að fullnægja þörf- um. Það er meiri fjöldi en allur íbúa- fjöldi Borgarfjarðar eystri. Vandamál 21. aldar Í fyrrasumar var auglýst eftir heimilislæknum í sjö stöður á Vest- urlandi án árangurs. Á Austurlandi hefur sömuleiðis verið auglýst eftir læknum í sérfræðistöður mjög reglulega án árangurs. Í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðunar um Sjúkrahúsið á Akureyri, sem Morg- unblaðið sagði frá í gær, kemur fram að læknaskortur á sé orðinn svo al- varlegur á Sjúkrahúsinu á Akureyri að sjúklingum kunni að vera ógnað. Birna Jónsdóttir segir lækna- skortinn á landsbyggðinni mega rekja til nokkurra þátta. Í fyrsta lagi fái ungir sérmenntaðir læknar ekki sömu tækifæri á Íslandi og þeir fái erlendis. Í öðru lagi séu launin ekki nægilega góð miðað við vinnuálag og í þriðja lagi sé aðstæðum um að kenna. Einingarnar séu orðnar svo litlar, læknar hafi umsjón með stórum landsvæðum, lítið sé um vinnufélaga og nær ekkert vaktafrí. Birna segir vandamálið ekki ein- skorðast við Ísland, þetta sé vanda- mál 21. aldar læknisfræði. Nefna má að sama staða hefur verið lengi í Noregi. Þar hefur reynst erfitt að manna dreifðari byggðir þrátt fyrir góð launakjör. Athygli vekur hve lítil endurnýjun hefur verið meðal heimilislækna á Íslandi. Ljóst er að stór hópur heim- ilislækna er á aldrinum 60 til 65 ára og munu þeir því brátt hætta störf- um sökum aldurs. Geir Gunnlaugs- son, landlæknir, segir hugsanlegt að landsbyggðin muni eiga erfiðara með að ráða til sín lækna haldi þró- unin áfram á sömu braut. Heilsu- gæslan sé grunnurinn að heilbrigð- iskerfi landsins og því sé mikilvægt að efla hana sérstaklega. „Þetta er afleitt ástand“  Fáir læknar snúa heim úr sérfræðinámi erlendis  Ísland er í samkeppni við öll löndin á Norðurlöndum um lækna  Talið er að það vanti um 165 lækna á Íslandi Læknar Læknaskortur hefur verið á Íslandi um skeið. Svo virðist sem ástandið fari versnandi en íslenskir læknar leita í æ ríkari mæli út fyrir landsteinana. FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Nánast engir læknar hafa snúið heim til Íslands úr sérfræðinámi síð- an í október 2008. Læknaskortur er farinn að segja verulega til sín og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Talið er að það vanti um 165 lækna á Ís- landi öllu til að fullnægja þörfum samfélagsins. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir læknaskortinn vera af tvennum toga. Annars vegar vanti heimilislækna til starfa við heilsu- gæslustöðvar um allt land og svo vanti sérfræðimenntaða lækna á stærri sjúkrastofnanir svo sem á Ak- ureyri og í Neskaupstað. Viðmæl- endur Morgunblaðsins eru sammála um að Ísland standist varla sam- keppni við hin löndin á Norðurlönd- um. Erlendis bjóðist læknum ein- faldlega betri kjör gegn minna vinnu. „Þetta er afleitt ástand og graf- alvarlegt og okkur er það ljóst,“ segir Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands. Það vanti sárlega að fá unga sérfræði- menntaða lækna heim, bæði í stöður í dreifðari byggðum en einnig í Reykjavík. Birna segir að Lækna- félagið sé stöðugt á tánum í þessum mál- 947 tillögur að nafni á hæsta fossi Íslands, sem nýlega myndaðist í Morsárjökli, höfðu borist inn á vef mbl.is síðdegis í gær. Hugmynda- samkeppnin var sett á laggir á föstudag og stendur yfir fram til hádegis á fimmtudaginn 30. júní næstkomandi. Fossinn er 228 metr- ar að hæð, 30 metrum hærri en Glymur, sem áður var talinn hæstur fossa á Íslandi. Ritstjórn Morgunblaðsins mun fara yfir tillögurnar og velja þær sem hún telur koma til greina sem nafn á fossinn. Veitt verða þrenn vegleg bóka- verðlaun fyrir þær tillögur sem þykja skara fram úr. Niðurstaðan verður tilkynnt í Morgunblaðinu og á mbl.is laugardaginn 2. júlí næst- komandi. Tillögurnar verða síðan sendar örnefnanefnd sem tillögur að nafni á nýja fossinum. 947 tillögur hafa borist í hugmynda- samkeppni mbl.is Tveir þriðju hlut- ar landsmanna, eða 65,7%, eru andvígir því að höfðað hafi verið sakamál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, fyrir landsdómi. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR, sem kann- aði hvort fólk væri almennt fylgjandi eða andvígt því að höfðað hefði verið sakamál fyrir landsdómi gegn Geir. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 48,3% vera mjög andvíg, 17,3% frek- ar andvíg, 14,6% frekar fylgjandi og 19,7% sögðust mjög fylgjandi því að höfðað hefði verið sakamál gegn Geir vegna refsiverðrar háttsemi hans í embættisfærslu sinni á árinu 2008. Mikill munur reyndist á afstöðu fólks eftir því hvar það stendur í stjórnmálum. Andstaðan reyndist mest á meðal sjálfstæðismanna, en 91,7% þeirra sem tóku afstöðu og myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn voru andvíg. Aftur á móti voru 73,4% þeirra sem tóku afstöðu og myndu kjósa Vinstri græna, ef gengið væri til kosninga í dag, fylgjandi því að höfð- að hefði verið sakamál gegn Geir H. Haarde. Mikill meiri- hluti gegn málshöfðun Geir H . Haarde Það er ljóst að landsbyggðin keppir ekki aðeins við höfuð- borgarsvæðið um lækna heldur eru öll Norðurlönd undir, jafnvel heimurinn. Íslenskir læknar eru margir mennt- aðir á Norðurlöndum og því eru hæg heimatökin fyrir þá þar. „Læknar eru farnir í einhverjum mæli að taka sér launalaust leyfi frá sínum vinnustað og fara til starfa erlendis viku og viku. Þessir læknar voru kannski í fullu starfi hér heima en hafa nú minnkað við sig,“ segir Geir Gunn- laugsson landlæknir. Þetta geti haft áhrif á mönnun hér. Geir segir þetta bæði eiga við um heilsu- gæsluna og sjúkrahúsin. „Lækn- arnir vilja halda áfram á Íslandi en telja hag sínum betur borgið fjár- hagslega með því að vinna tíma- bundið erlendis.“ Sömuleiðis bjóð- ist oft störf erlendis sem hæfi sérmenntun einstakra lækna. Vinna bæði heima og erlendis AUÐVELT FYRIR ÍSLENSKA LÆKNA AÐ FÁ STÖRF Geir Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.