Morgunblaðið - 23.06.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.06.2011, Qupperneq 6
BAKSVIÐ Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is Í nokkrar vikur á hverju sumri gefst grunnskólanemum kostur á að leika sér áhyggjulaust meðan á sumarfríi í skólum stendur. Áhyggjumeiri eru hins vegar foreldrar sem margir hverjir þurfa að finna börnum sínum eitthvað að gera í stað skólans. Mikið framboð er á námskeiðum, íþróttaskólum og listasmiðjum fyrir börn yfir sumarmánuðina en allt kostar sitt. Á sama tíma hefur dreg- ið úr hefðbundnum úrræðum fyrir skólabörn á sumrin, svo sem vinnu í vinnuskólum og starfrækslu skóla- garða. Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur, ÍTR, hefur sett upp upplýsingavef um framboð sumar- námskeiða auk þess að bjóða upp á ýmis úrræði. „ÍTR stendur meðal annars fyrir sumarfrístund sex til níu ára barna á frístundaheimilum auk þess sem við erum með 10 til 12 ára starf í öllum borgarhlutum, svo- kallaðar sumarsmiðjur. Fyrir ung- lingana, til dæmis þá sem hafa ekki vinnu í Vinnuskólanum, er opið í fé- lagsmiðstöðvunum nokkra daga í viku og á kvöldin. Einnig er mikið smíðað á smíðavöllunum,“ segir Soffía Pálsdóttir skrifstofustjóri tómstundamála Reykjavíkurborgar. Hún segir skráningu hjá ÍTR hafa gengið vel. Gjaldskrá á starfi ÍTR hefur þó hækkað um allt að 30% frá því í fyrra. „Ástæðan er sú að öll að- föng eru orðin svo dýr. Rekstur á starfinu hefur hækkað mikið,“ segir Soffía. Auk ÍTR bjóða önnur sveitar- félög, íþróttafélög, skátafélög og listskólar upp á fjölbreytt námskeið fyrir börn. Námskeiðin eru ýmist heilan dag eða hálfan, í eina viku eða fleiri og verð breytilegt eftir því hvort boðið er upp á mat eða gæslu. Þá er misjafnt hvort afsláttur fæst við greiðslu, til dæmis systkina- afsláttur. Hjá siglingaklúbbnum Siglunesi í Nauthólsvík er boðið upp á nám- skeið hálfan daginn fyrir börn á aldrinum 9 til 16 ára auk siglinga- klúbbs fyrir þá sem lokið hafa nám- skeiði. Að sögn Kolbrúnar Vöku Helgadóttur starfsmanns er mikill áhugi á starfinu og námskeið flestöll full. Í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum er dýranámskeið. „Á öll nám- skeið sumarsins er fullbókað og það eru biðlistar á flest þeirra,“ segir Lilja Björk Vilhelmsdóttir fræðslu- freyja. Hún segir að ekki hafi dregið úr bókunum eftir efnahagshrun heldur séu þau alltaf jafn vinsæl. Glímufélagið Ármann rekur meðal annars fimleikaskóla, knattspyrnu- skóla og svokallaðan fjölgreinaskóla í sumar. Eru sum námskeiðin haldin í samvinnu við knattspyrnufélagið Þrótt. „Á heildina litið sýnist mér ró- legra að gera heldur en í fyrra en að- sókn á fjölgreinanámskeiðið hefur verið góð,“ segir Árndís Hulda Ósk- arsdóttir skólastjóri. Jónína Guðbjörg Björnsdóttir hef- ur haldið reiðskóla ásamt manni sín- um á vegum Garðabæjar í næstum 20 ár en verð á reiðnámskeiði hefur hækkað vegna almennra verðlags- hækkana. Margir sækja námskeiðið ár eftir ár og aðsókn er góð en Jón- ína telur þó að börn fari á færri nám- skeið en áður þar sem foreldrar vinni minna. Mikill áhugi á sumarnámskeiðum  Fjölbreytt framboð er á sumarnámskeiðum fyrir börn á grunnskólaaldri  Frístundaúrræði verða dýrari vegna verðhækkana  Börn virðast sækja færri námskeið yfir sumarið en áður Fjölbreytt námskeið á höfuðborgarsvæðinu Námskeið Aldur Tími Vikur Verð 2009 Verð 2011 Annað *Upplýsingar miðast við verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á sumarnámskeiðum fyrir börn sumarið 2009 auk upplýsinga af heimasíðum námskeiðahaldara. Siglinganámskeið í Siglunesi 13-16 ára 3 klst/dag 1 vika 5.000 kr. 5.000 kr. 20% systkinaafsláttur. Dýranámskeið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 10-12 ára 8 klst/dag 1 vika 20.500 kr. 21.500 kr. Innifalið er heitur hádegis- matur, síðdegishressing auk dagpassa í leiktækin við lok námskeiðs. 20% systkinaafsláttur. Fjölgreinaskóli hjá glímu- félaginu Ármann 6-10 ára 7 klst/dag 2 vikur 16.000 kr. 16.000 kr. 15% systkinaafsláttur af öðru gjaldinu. Heitur há- degismatur kostar 6000 kr. til viðbótar. Reiðskóli í Garðabæ 5-14 ára 7,5 klst/dag 1 vika 25.000 kr. 28.000 kr. Innifalið er hestar, reiðtygi og hjálmar, bókleg kennsla, morgun- verður, hádegisverður og síðdegishressing. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 „Frá hruni höfum við lagt mikla áherslu á að skora á bæði sveitarfélög og stjórn- völd að skera ekki niður í mála- flokkum er varða börn, hvort sem það varðar skólamál eða tómstundamál. Við erum hrædd um að það verði gert,“ segir Ketill B. Magnússon, for- maður stjórnar Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra. Hann segir að erfitt sé fyrir margar fjölskyldur að finna úr- ræði fyrir börn yfir sumarið þar sem fólk hefur minna á milli handanna. „Við vitum að í Reykjavík eru áhyggjur foreldra miklar vegna barna í 8. og 9. bekk,“ segir Ketill og vísar til niðurskurðar hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og í ýmsum tóm- stundaúrræðum. Áhyggjur for- eldra miklar HEIMILI OG SKÓLI Ketill Berg Magnússon Volvo S60 R-Design frá 6.080.000 kr. Volvo V60 R-Design frá 6.380.000 kr. Volvo XC60 R-Design AWD frá 9.060.000 kr. Volvo XC90 R-Design AWD frá 11.190.000 kr. Komdu í Brimborg. Skoðaðu í dag sparneytinn dísil Volvo R-Design milli kl. 9 og 17. Skoðaðu gott verð. Vertu m aður sportlegur og þú kem ur við sögu á hverjum degi Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara, að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar Volvo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.