Morgunblaðið - 23.06.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.06.2011, Qupperneq 12
BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Fjórar rannsóknarnefndir, sem samþykkt var á Alþingi að yrðu stofnaðar í kjölfar efnahagshruns- ins, hafa enn ekki verið skipaðar. Nefndunum fjórum er ætlað að rannsaka starfsemi íslensku lífeyr- issjóðanna, orsök falls sparisjóð- anna, gera stjórnsýsluúttekt á Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands og rannsaka Íbúðalánasjóð. „Það eru ekkert nema ósköp eðli- legar skýringar á þessu. Ástæðan er sú að skipun þessara rannsókn- arnefnda hékk saman við að klára frumvarp um rannsóknarnefndir sem var til meðferðar í allsherjar- nefnd í vetur,“ segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar. Skipun rannsóknar- nefndanna gat því ekki farið fram fyrr en frumvarp þess eðlis yrði að lögum. Frumvarp um rannsóknar- nefndir var afgreitt á vorþingi og segist Þórunn vongóð um að nefnd- irnar verði skipaðar á þessu þingi sem lýkur í september. Of langur tími hefur liðið „Þetta hefur tekið alltof langan tíma. Við höfum verið að bíða eftir því að klára lög um rannsóknar- nefndir og það hefur í raun stoppað allt ferlið,“ segir Margrét Tryggva- dóttir, þingflokksformaður Hreyf- ingarinnar, og bætir við að slíkt sé óviðunandi. „Þetta er spurning um forgangsröðun í þinginu og frum- varpið um rannsóknarnefndirnar er löngu komið fram. Það hefði verið hægt að klára þetta fyrir jól og halda svo áfram með hitt,“ segir Margrét og ítrekar að hún muni halda áfram að þrýsta á þetta mál fyrir þingi. „Við vorum meðvituð um að það vantaði ákveðna löggjöf sem menn vildu vinna eftir og er búið að sam- þykkja núna. En engu að síður hefði verið hægt að fara fram með t.a.m. rannsókn á sparisjóðunum, ef menn hefðu drifið í því,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins. Sá tími sem liðið hefur frá ákvörðun um stofnun rannsóknar- nefndanna og til dagsins í dag er óeðlilega langur að mati Gunnars Braga. „Það má spyrja sig af hverju sé ekki meiri áhersla lögð á þetta. Mikið hefur verið talað um að hlutir eigi að ganga fyrir sig með öðrum hætti, slíkt hefur ekki verið gert. Maður veltir líka fyrir sér af hverju það hefur ekki gengið hraðar fyrir sig að hefja rannsókn á sparisjóð- unum og t.d. Icesave. Bæði þessi mál snúa að fjármálaráðuneytinu,“ segir Gunnar Bragi og segir þetta ágætt dæmi um framtaksleysi rík- isstjórnar. Því vísar þingflokksfor- maður Samfylkingar alfarið á bug og bendir á að stjórnarandstaðan sitji einnig í allsherjarnefnd Al- þingis. Lítið hefur farið fyrir rannsókn- arnefndum  Samþykkt frumvarps hefur dregist Morgunblaðið/Ernir Óvissa Ekki fyrirséð um skipun rannsóknarnefnda á þessu þingi. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Björn Þorláksson greindi frá því í gær að hann yrði ritstjóri nýs viku- rits sem hæfi göngu sína á Akureyri 11. ágúst. Það yrði borið ókeypis inn á hvert heimili í bænum. „Fréttir, húmor og umræða – allt í einu blaði. Tilhlökkun mín er a.m.k. hafin :),“ skrifaði Björn á Facebook.    Björn er rithöfundur og reyndur blaða- og fréttamaður. Hann hefur m.a. starfað fyrir RÚV, Stöð 2 og N4 á Akureyri. Það verður spennandi að sjá hið nýja blað.    Merkilegur fundur var í Hofi á þriðjudagskvöldið. Nýr forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, Þorvald- ur Ingvarsson, boðaði almennan borgarafund vegna vinnu að nýrri framtíðarsýn fyrir FSA og stefnu- mótun til næstu ára. Ríflega 100 manns mættu.    Það er ánægjulegt að leitað skuli til almennings vegna framtíðar FSA. Fólk var beðið að tjá sig um hvað því þætti vel hafa verið gert á stofnun- inni, hvað betur mætti fara og hvaða breytingar það sæi hugsanlega fyrir sér á þjónustunni. Ný framtíðarsýn verður kynnt í haust.    Hið árlega Arctic Open-golfmót hefst á Jaðarsvelli í dag. Leikið verður fram á nótt, fimmtudag og föstudag, en mótinu lýkur að vanda með veislu í golfskálanum á laugar- dagskvöldið. Nú verður í fyrsta skipti leikið af öllum teigum sam- tímis. Kuldatíðin undanfarið hefur gert það að verkum að Jaðarsvöllur er ekki í sparifötunum, en vonandi skín sólin út vikuna.    Talandi um sólina; hún lét sjá sig bæði í gær og fyrradag og satt að segja var steikjandi hiti um tíma, a.m.k. í skjóli. Ekki er þó pláss hér til að gefa upp hitatölur …    Samþykkt var á bæjarstjórnar- fundi á þriðjudag, að heimila mikla stækkun húsnæðisins þar sem Vín- búð ÁTVR er við Hólabraut. Fyr- irhuguð stækkun hefur verið um- deild og nágrannar afar óhressir, en aðeins örfáar formlegar athuga- semdir bárust þó.    Umrædd tillaga, um deiliskipu- lag, var samþykkt með öllum sex at- kvæðum L-lista. Á móti voru Ed- ward H. Huijbens, VG, Guðmundur Guðmundsson, Framsókn, Helgi Vil- berg, A-lista og Ólafur Jónsson sjálf- stæðismaður. Hermann Jón Tóm- asson, Samfylkingu, sat hjá.    Dúettar skemmta á Græna hatt- inum um helgina. Annað kvöld leik- ur Hundur í óskilum en á laugardag- inn Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason, sem fagna 40 ára afmæli dúettsins um þessar mundir. Fortíðarþráin allsráðandi þar.    Gera má ráð fyrir miklu fjöri í Sundlaug Akureyrar næstu daga. Þar keppa um 270 ungmenni á aldr- inum 12-18 ára á árlegu Aldurs- flokkameistaramóti Íslands Framtíðarsýn og fortíðarþrá Morgunblaðið/Skapti Framtíðarsýn Frá borgarafundi Sjúkrahússins á Akureyri sem var í Hofi. „Burtséð frá þessum rann- sóknum, þá er margt annað sem má gagn- rýna. T.a.m. varðandi Íbúðalána- sjóð og ýmislegt varðandi bankana sem hefur verið kallað eftir upplýsingum um, t.d. í viðskiptanefnd Alþing- is,“ segir Ragnheiður Elín Árna- dóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks. „Fyrir- spurnum hefur bæði verið svar- að seint og illa.“ Ýmislegt má gagnrýna STIRÐ SAMSKIPTI Ragnheiður Elín Árnadóttir ÖRYGGISVIÐVÖRUN VEGNA UVEX FUNRIDE SKÍÐAHJÁLMA UVEX VILL KOMA ÞVÍ Á FRAMFÆRI AÐ VIÐ REGLUBUNDIÐ GÆÐAEFTIRLIT KOM Í LJÓS AÐ FUNRIDE-SKÍÐAHJÁLMAR GETA VERIÐ GALLAÐIR. Nánari upplýsingar á: www.uvex-sports.de/en/recall NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 55 43 7 06 /1 1 MIKILVÆG Við hjá UVEX tökum slagorðið okkar „protecting people“ (til verndar fólki) alvarlega. Sem framleiðendur gæðavöru viljum við biðjast innilega afsökunar á óþægindunum. Við þökkum aðstoðina og vonum að þú hafir sömu trú á vörum okkar eftir sem áður. Framleiðslugallinn getur dregið úr högg- deyfingu og brotstyrk á lykilhlutum hjálms- ins (við loftop, hnoð og samskeyti) sem getur valdið alvarlegum áverkum við fall. Vinsamlega hættu að nota hann og skilaðu honum í Útilíf í Glæsibæ gegn fullri endurgreiðslu á kaupverðinu. Skíðahjálmurinn þinn er Funride-hjálmur ef hann ber þetta merki: Harmonikufélag Rangæinga stend- ur fyrir landsmóti íslenskra harm- onikuunnenda á Hellu dagana 30. júní til 3. júlí nk. Harmonikuunn- endur hvaðanæva af landinu koma þar saman og spila og skemmta sér. Norski harmonikuleikarinn Öi- vind Farmen verður gestur á landsmótinu og mun hann leika fjölbreytta harmonikutónlist á tón- leikum mótsins. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir harm- onikuleik sinn, m.a. 1. verðlaun í World Championships on the accordio 1996. Einnig koma góðir gestir frá Vestfold toraderklubb í heimsókn. Þeir spila á tvöfaldar harmonikur og munu spila bæði á tónleikum og fyrir dansi. Á laugardag verða unglinga- tónleikar og stefnt er að unglinga- skemmtun á föstudagskvöld. Svo verður spilað víðsvegar á Hellu á föstudagskvöld og stórdansleikur í íþróttahúsinu á laugardagskvöldið. Nánari dagskrá er að finna á www.harmonika.is. Norskur gestur á lands- móti harmonikuunnenda Mót Harmonikuunnendur ætla að hittast um helgina á landsmóti sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.