Morgunblaðið - 23.06.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.06.2011, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 ✝ Auður Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 21. októ- ber 1926. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Sóltúni 9. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru Jón Diðrik Hannesson, múrari, f. 5.1. 1901 á Stokkseyri, d. 20.9. 1975, og Jónína Margrét Jónsdóttir, húsfreyja, f. 6.10. 1892, frá Hlemmiskeiði á Skeiðum, d. 28.10. 1988. Þau bjuggu framan af að Óðinsgötu 28, en byggðu sér svo bú árið 1948 að Barmahlíð 52, Reykja- vík og bjuggu þar alla sína tíð. Systkini Auðar eru: Jón Vil- berg, f. 22.12. 1922, d. 12.07. 1984, Þorgerður, f. 26.9. 1925, d. 3.8.1994, og Jóhanna, tvíburasystir, f. 21.10. 1926. Hinn 7.8. 1955 giftist Auður eft- irlifandi eiginmanni sínum, Sævari Halldórssyni ljósmynd- ara, f. 10.9. 1923. Foreldrar hans voru Halldór Guðmunds- son, útgerðarmaður frá Siglu- firði, f. 23.5. 1889, d. 28.1. 1975, og Guðrún Sigríður Hallgríms- f. 22.12. 1970. Dóttir þeirra er: a) Katla Björg, f. 5.2. 2000. Frá fyrra hjónabandi á Sævar dótt- urina Soffíu, f. 27.6. 1950, eigin- maður hennar er Helgi Vilberg Hermannsson, f. 7.11. 1951. Börn þeirra eru: a) Rannveig, f. 5.9. 1971. b) Ýr, f. 14.7. 1980. Hún á tvö börn. c) Helgi Vil- berg, f. 17.5. 1984. Auður fæddist að Óðinsgötu 28 en flutti síðar í Barmahlíð 52. Auður og Sævar hófu sinn bú- skap í Barmahlíðinni og bjuggu þar alla sína tíð. Auður stundaði íþróttir á sínum yngri árum og var í mörg ár í úrvalsliði Ár- manns í fimleikum. Auður gekk í Austurbæjarskólann, síðan í Miðbæjarskólann og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Eftir það hóf hún nám við Iðnskólann í Reykjavík og lærði ljósmyndun hjá Ólafi Magnússyni, konung- legum hirðljósmyndara. Hún lauk prófi sem ljósmyndari árið 1950 og fékk meistararéttindi nokkru síðar. Auður var hús- móðir og starfaði einnig við ljós- myndun með hléum frá 1950 eða allt þar til hún veiktist árið 1986. Síðustu 10 starfsárin starfaði hún sem ljósmyndari á Orkustofnun. Útför Auðar fer fram í Há- teigskirkju í dag, 23. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. dóttir, húsfreyja, f. 29.4. 1895, d. 17.1. 1992. Auður og Sævar eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Jónína Mar- grét, f. 7.8. 1954, fyrrverandi eig- inmaður hennar er Jón Guðmundsson, f. 14.3. 1953. Börn þeirra eru: a) Þór- leifur, f. 14.11. 1975. Hann á fjögur börn. b) Þöll, f. 12.10. 1978. 2) Guðrún Sigríður, f. 12.9. 1956, eig- inmaður hennar er Kristján Ví- dalín Jónsson, f. 11.11. 1944. Börn þeirra eru: a) Sævar Vídal- ín, f. 6.3. 1983, og b) Ásdís Vída- lín, f. 3.1. 1993. Fyrir átti Krist- ján tvö börn: a) Bjarna Frey, f. 30.10. 1974, sem ólst upp hjá þeim hjónum. Hann á þrjú börn. b) Karenu, f. 15.1. 1965. Hún á tvö börn. 3) Hrönn, f. 5.12. 1958, eiginmaður hennar er Sigurður Sigurðarson, f. 12.7. 1956. Börn þeirra eru: a) Brynjar, f. 15.6. 1986. b) Auður Ýr, f. 27.3. 1991. c) Sigvaldi, f. 7.4. 1993. 4) Jón Alvar, f. 4.9. 1969, eiginkona hans er Steinunn Baldursdóttir, Nú þegar tengdamóðir mín, Auður Jónsdóttir, er fallin frá koma margar góðar minningar fram í hugann. Auður var ljósmyndari að mennt og starfaði hjá Orkustofn- un þegar ég kom inn í fjölskyld- una fyrir um 35 árum. Auður var listræn kona og sem ljósmyndari hafði Auður næmt auga fyrir hlutföllum og fallegri hönnun. Hún hafði alla tíð ákveðnar skoðanir á því hvort húsmunir eða innréttingar væru fallegar eða ekki og gaf börnunum sínum vandaða muni eftir þekkta hönn- uði. Á yngri árum Hrannar keypti Auður erlend hönnunartímarit sem flett var spjaldanna á milli og þegar Hrönn kom heim úr skóla gat hún átt von á því að Auður og Jóhanna tvíburasystir hennar hefðu gert róttækar breytingar til að lífga upp á heimilið. Eflaust hefur allt þetta haft áhrif á Hrönn þegar hún valdi sér starfsgrein. Auður studdi börnin sín öll til tónlistar- náms og án efa hefur það skilað sér til barnanna minna. Auður hafði gaman af ferða- lögum og var stolt af því að hafa farið með fimleikaflokki Ár- manns í sýningarferðir til Norð- urlanda á sínum yngri árum. Þegar við Hrönn bjuggum í Danmörku komu Auður og Sæv- ar í heimsóknir og ferðuðust með okkur og fjölskyldu Jónínu Margrétar suður um Evrópu. Þó Auður ætti erfitt með að tjá sig seinni árin hafði hún allt- af áhuga á ferðalögum mínum og dró þá gjarnan fram kortabók til að sjá hvar í heiminum ég hafði verið. Auði leið alltaf vel í sum- arbústaðnum í Þrastarskógi og átti þar margar góðar stundir með fjölskyldunni. Upp í hugann kemur verslunarmannahelgi fyr- ir 2 árum þegar fjölskyldan var þar saman komin og tók Auður þátt í dansi úti á palli. Auður hrósaði oft því sem henni þótti fallegt. Oft þegar hún var í heimsókn hjá okkur í Smárarimanum þá lyfti hún báð- um höndum með flötum lófa og leit í kringum sig til að segja að henni litist vel á sig. En hún var jafnframt óþreytt við að benda mér á það sem var ófrágengið í húsinu. Ein af fallegustu minningum mínum sem tengjast Auði, þó óbeint sé, er þegar við hjónin eignuðumst dóttur og ákváðum strax eftir fæðingu að gefa henni nafnið Auður þó aldrei hefði ver- ið rætt um það áður. Samband Hrannar við móður sína var ávallt mjög innilegt og gott. Minnisstætt úr síðustu heim- sókn hennar í Smárarimann er þegar nafna hennar, nýútskrif- aður stúdent, tók á móti Auði í útskriftarkjól og með stúdents- húfu á höfðinu. Þá ljómaði andlit hennar jafnframt því að hún lyfti upp höndunum til að sýna hrifn- ingu sína. Síðan átti hún góða stund með börnunum sínum á fallegum degi. Auður var ávallt umvafin ást og umhyggju. Alla tíð í veikind- um Auðar voru Sævar og börnin hennar henni stoð og stytta og hugsuðu um hana af skilingi og alúð. Um leið og ég kveð með hlý- hug tengdamóður mína vil ég votta Sævari, sem nú hefur misst lífsförunaut sinn til margra ára, mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Sigurður Sigurðarson. Við systkinin eigum margar góðar og fallegar minningar um elskulegu ömmu okkar. Þegar við gengum upp götuna okkar á leið heim úr skólanum og sáum glitta í bláa bílinn þeirra ömmu og afa, þá átti maður það til að auka gönguhraðann sem gjarnan varð að spretti í lokin. Við viss- um að amma og afi væru komin í heimsókn og við gætum átt von á gómsætu bakkelsi. Þegar við systkinin komum í heimsókn í Barmahlíðina áttum við það oft til að glamra nokkur lög á píanóið á meðan amma sat í stólnum sínum. Hún hlustaði hugfangin á og þakkaði okkur brosandi fyrir spilið með lófa- klappi. Við fundum alltaf fyrir einlægu þakklæti frá henni. Amma var einstaklega lagin í höndunum og síðustu ár var allt- af gaman að koma og sjá nýjar myndir sem hún hafði saumað út í púða. Á þeim eru myndir af svönum, rósum, fiðrildum og á einum púðanum er ísbjörn. Síð- an á jóladagatalið sem amma saumaði alltaf sinn stað á heimili ömmu og afa. Það sem stendur einna helst upp úr af minningum okkar um ömmu í Barmahlíð, eins og við köllum hana, er þegar við sátum með henni og skoðuðum gömul myndaalbúm. Hún benti okkur á og sagði frá ýmsum vinum og ættingjum sem prýddu myndirn- ar. Sérstaklega minnistætt var þegar hún sýndi okkur mynd af sér og öðrum fimleikastúlkum á sýningarferð í Finnlandi. Síðan stóð hún upp og sýndi stellingar sem þær sýndu á sínum tíma. Mamma tók þá oft andköf en þetta virtist ekki vefjast fyrir ömmu. Þetta voru alltaf notaleg- ar stundir og í framtíðinni eigum við eftir að taka upp mynda- albúm, sýna myndir og segja þeim sem okkur þykir vænt um frá góðu ömmu okkar. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman, þú munt ávallt eiga stað í hjörtum okkar. Brynjar, Auður Ýr og Sigvaldi. Elsku amma, ég býst við að ég hefði aldrei getað undirbúið mig undir að missa þig. Fréttin um að þú værir farin var mér svo mikið áfall og hef ég verið með verk í brjósti mínu síðan. Þegar ég hugsa til þín, sakna ég þess bara að vera með þér, hafa þig í kringum mig. Mér hefur liðið þannig oft síðan ég flutti til útlanda en núna hef ég mikla eftirsjá að hafa rænt sjálfa mig stundum sem ég hefði getað átt með þér. Mín fyrsta minning af okkur saman var þegar þú tókst mig með í vinnunna í Orkustofnun til að sýna mér hvar þú framkall- aðir myndir. Við bjuggum í Dan- mörku og vorum í heimsókn yfir sumarið. Mér fannst vinnan þín svo heillandi. Önnur, en skelfileg minning, er þegar ég sat inni í eldhúsi hjá þér. Þú komst heim og gast ekki tjáð þig. Þú hafðir fengið heila- blóðfall. Þú tengdir stundum röng orð við hluti. En fljótlega lærðum að skilja þig. Þessi per- sónubreyting varð hluti af þér, sorglegt en samt elskulegt. Sem persóna varstu mjög hreinskilin og það sem stendur upp úr er hversu smekkleg þú varst. Þú hafðir gott auga fyrir hönnun og listum og varst fljót að sjá hvað þér fannst flott og kunnir vel að meta vinnuna á bak við góða hönnun, ótrúlega skörp. Það var mjög gaman að skoða hönnunar- blöð með þér þar sem ég hef líka mikinn áhuga á hönnun og við báðar höfðum ákveðnar skoðanir á því hvað okkur fannst flott. En ef við vorum ekki sammála og ég reyndi að útskýra af hverju mér fannst eitthvað betra en annað þá skein í gegn að þú myndir ekki skipta um skoðun og ég var bara að eyða orkunni minni til einskis. Út af þessari staðfestu var svo gott að hafa þig. Þú varst alltaf sú sem allir litu upp til og þú varst alltaf svo stór hluti af öllu sem gert var innan fjölskyldunnar. Ef einhver var í vafa varst þú spurð álits. Þú hef- ur skilið eftir svo mikið tóma- rúm. Hlutir sem maður hugsar út í núna, brosið þitt, svo fallegt bros. Einhvern veginn hugsaði ég ekki út í það hvað þú brostir mikið, þar sem það varst bara þú. En nú hugsa ég með mér að kanski þú hafir brosað meira en flestir. Þú varst svo glæsileg. Það er svo margt sem mig lang- ar til að segja en á erfitt með að koma orðum að. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þig. Ég elska þig svo mikið og sakna þín óendanlega mikið. Ég vona að þú hafir það gott, elsku amma. Þín Þöll. Auður frænka okkar er látin. Auður frænka bjó í Barmahlíð 52 sem var lengi eina húsið sem við systkinin þekktum í Reykja- vík, enda bjó þar öll okkar móð- urfjölskylda. Við hlökkuðum allt- af til að hitta frændsystkinin í húsinu, því þá var alltaf svo gaman. Þær Auður móðursystir okkar og mamma voru tvíburasystur og mjög tengdar þó þær hefðu valið sér ólíkan lífsvettvang og önnur bjó í sveit en hin í borg. Við sveitabörnin vorum alltaf velkomin til Auðar frænku og við fengum börn Auðar í heimsókn í sveitina okkar. Við krakkarnir fundum vel fyrir því hvað þær voru nánar, þær urðu aftur stelpur þegar þær hittust, það var glatt á hjalla, dansað og sungið. Svo þegar krakkarnir voru loks sofnuð sátu þær og möluðu langt fram á nótt. Eins var það þegar mamma fór til Reykjavíkur, kannski með rút- unni, með einn eða tvo krakka með sér. Þá voru móðinsblöðin skoðuð, farið í Vogue og keypt efni í einhverjar flíkur. Þær yngdust um „20“ ár þegar þær voru saman. Auður hafði listrænt auga sem hún miðlaði til afkomenda sinna og hvatti þá til náms á ýmsum sviðum. Vegna samheldni fjölskyld- unnar auðnaðist Auði frænku að vera heima þar til nokkrar síð- ustu vikurnar. Elsku Sævar, Jóna, Sigga, Hrönn og Jón Alvar, við systk- inin vottum ykkur samúð og hlý- hug. Megi Guð styrkja fjölskyld- una á erfiðri stundu. Jóhanna Sigríður, Margrét Jóna, Áslaug Birna, Auður Harpa, Jón Bragi og Gunnar Þór frá Skeiðhá- holti. Auður Jónsdóttir Í dag hefði Þór- arinn Björn orðið 30 ára. Hann var frumburður okkar, fæddur í Danmörku hinn 23. júní 1981. Frá fyrstu tíð var hann orkumikill og lífsglaður strákur. Hann lét í ljós skoðanir sínar hvort sem þær voru vel þegnar eða ekki. Alls staðar sem hann kom var hann hrókur alls fagnaðar enda var hann vina- margur. Þórarinn var bóngóður og það var sjaldan erfitt að fá hann til ýmissa verka, honum þótti t.d. aldrei leiðinlegt að slá grasið og þegar hann komst á bílprófsaldurinn var hann alltaf tilbúinn til að skutlast og skjót- ast hvert á land sem var fyrir vini og vandamenn. Það eru margar minningarnar sem hann skilur eftir sig enda líður vart sá dagur sem okkur verður ekki hugsað til hans. Líf- ið hans var rétt byrjað, margt sem átti að gera. Hann var ný- byrjaður í námi og gekk vel enda átti hann auðvelt með nám. Við fjölskyldan ræðum um hann, segjum systur hans sögur af honum svo hún geti haldið í minningar um bróður sinn en hún var tæplega fimm ára þegar hann dó. Hún hefur sagt: „Ég er stundum búin að gleyma ná- kvæmlega hvernig hann leit út en þegar þú segir sögur um hann þá kemur myndin til mín, þannig er hann bróðir minn ennþá. Ég man, hann var alltaf svo góður við mig“. Vinir hans hafa margir hverjir haldið sambandi og hefur það verið okkur mikils virði. Ég held að fæst þeirra geri sér grein fyr- ir því hvað það hefur gert okkur gott enda er það mjög gott þeg- ar hægt er að ræða um hann eðlilega og óþvingað. Tíminn Þórarinn Björn Magnússon ✝ Þórarinn BjörnMagnússon fæddist í Óðins- véum í Danmörku 23. júní 1981. Hann lést af slysförum 10. október 2004 og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 21. október 2004. græðir engin sár. En lífið heldur áfram og hefur margar gleðistundir upp á að bjóða, sem eru samt alltaf í nokkrum skugga. Nú er kominn í heiminn lítill dreng- ur sem hefur fengið nafnið hans. Það er yndislegt að horfa á þennan fallega dreng. Hann er að mörgu leyti líkur nafna sínum, það er bjart yfir honum, hann er glaðlyndur og brosmildur. Von- andi verður hann langlífur eins og langafi hans. Það er undarlegt til þess að hugsa að það séu liðin séu tæp- lega 7 ár frá því að hann fór frá okkur í ömurlegu slysi í Þjórs- árdalnum tíunda október 2004 þar sem hann lét lífið ásamt ferðamanni frá Brasilíu. Vegar- kaflinn þarna er sléttur og beinn og engin umferð var nálæg þennan sunnudagsmorgun. Rannsókn á slysinu skilaði engri niðurstöðu þrátt fyrir að augljóst hafi verið að bíllinn var tifandi tímasprengja. Því spyrjum við okkur enn í dag: hvernig gat þetta gerst? Þegar við skoðuðum flakið sáum við atriði sem við teljum að hafi átt veigamikinn þátt í slysinu og voru ekki skoð- uð nægilega vel. Það sem þó hafði úrslitaáhrif á afleiðingar slyssins var að Þórarinn Björn og farþegi hans voru ekki í bíl- beltum. Hinir farþegarnir voru allir í beltum og sluppu með skrámur og er þetta okkur ævarandi áminning á það að beltin bjarga, séu þau notuð. Við, fjölskylda Þórarins Björns, ætl- um að hafa opið hús í dag frá kl. 17. Við bjóðum upp á smávegis á grillið og varðeld ef veður leyfir. Það eru margar góðar minning- ar tengdar honum og svona hefði hann viljað halda upp á afmæli sitt, með vinum sínum (skyldum og óskyldum) og börnum þeirra. Foreldrar og systkin, Magnús Þór Karlsson, Margrét H. Þórarinsdóttir, Hallbjörn, Kristinn og Katrín María. Hún var alltaf kölluð Gógó inn- an fjölskyldu, en var skírð Guðrún eftir fyrri konu föður síns, sem dó 1917, 32 ára að aldri frá fimm börnum. Foreldrar hennar, Guð- mundur og Helga leigðu íbúð á efri hæð á Undralandi, en það var sveitabýli við Þvottalaugaveg og þangað flytjast einnig hálfbræður hennar, Reginbaldur 11 ára, Ólaf- ur 9 ára, og Guðjón 7 ára. Um vor- ið 1923 flytur fjölskyldan að Aust- urhlíð við Reykjaveg, í næsta nágrenni við Undraland og þar verður heimili Gógóar næstu 13 árin. Um haustið kemur ný systir í heiminn, Rósa Guðrún, og tveim- ur árum síðar þriðja systirin, Guð- finna Gyða (Ninna). Fjölmenni var á heimilinu því auk fjölskyld- unnar voru þar vinnumenn og konur. Þetta var spennandi heim- ✝ Guðrún Guð-mundsdóttir kjólameistari fædd- ist í Reykjavík 13. ágúst 1921. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Skógar- bæ 13. júní 2011. Útför Guðrúnar fór fram frá Foss- vogskirkju 22. júní 2011. ur fyrir unga krakka og mikið frjálsræði til leikja og þátttöku í störfum þeirra full- orðnu. Um haustið 1927 veikist Rósa eftir kúabólusetningu og er vart hugað líf. Hún nær þó heilsu á ný en missir sjónina. Gógó er sex ára gömul og nú kemur í hennar hlut að gæta Rósu utan- húss. „Við vorum eins og sam- límdar“, sagði Gógó á efri árum. „Rósa var hörð af sér og dugleg og þegar við vorum að fara yfir túnið og komum að skurði kallaði ég, stökkva, og svo stukkum við samtímis, en stundum lentum við ofan í skurðinum“. Það var mikil ábyrgð sem lögð var á ungar herðar, en þegar Ninna óx í grasi tók hún einnig að annast Rósu og létti byrðinni að hluta af Gógó. Eftir því sem árin liðu fjölgaði þeim störfum sem Gógó gat innt af hendi s.s. að reka kýr í haga og sækja hesta. Upp úr fermingu er hún fullgild í heyvinnu auk inni- verka. Haustið 1930 fæddist ég í Austurhlíð, sonur Klöru, og er því systursonur Gógóar. Móðir mín flytur til Hafnarfjarðar með syst- ur mína Regínu, en ég verð eftir í Austurhlíð og verð hluti af þeirri fjölskyldu. Fjölskyldan flytur frá Austur- hlíð árið 1936 sem var býli við Laugaveg. Gógó var nú komin í gagnfræðaskóla og var ánægð með að flytjast nær bænum, en heyvinnan var áfram sumarstarf- ið. Ég man að pabbi hennar lét þau orð falla hvað hún væri fljót að koma sér að verki. Á unglingsárunum gekk Gógó í Ármann og æfði með fimleikahóp. Hópurinn hélt margar sýningar, m.a. fór ég með Gógó með skipi upp á Akranes, og þaðan með rútu að Ölveri. Þar sýndi hópurinn fim- leika við góðan orðstír. Aðra minnisstæða ferð fór ég með Gógó 1942 með Súðinni, sem var strandferðarskip, til Patreks- fjarðar, en móðir mín og systir bjuggu þar á þeim tíma. Okkur var vel fagnað á Patró, enda höfð- um við Gógó ekki hitt þær mæðg- ur í tvö ár. Eftirminnilegasta ferð okkar Gógóar var þó á lýðveldishátíðina á Þingvöll 1944, en þá var einnig með í för vinur Gógóar, Haraldur Sigurðsson (Halli). Við tjölduðum um kvöldið 16. júní í góðu veðri, en um morguninn var komin ausandi rigning. Ekki létu Gógó og Halli spilla gleði sinni settu upp hring- ana og staðfestu þar með trúlofun sína. Halli, þessi góði drengur, lést aðeins sjö árum síðar. Margs er að minnast á langri vegferð og Gógó lifir í minning- unni sem dugleg og kraftmikil kona. Garðar Svavarsson. Guðrún Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.