Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Schengen Stjórnmálamenn hafa oft talað um Schengen en alþýðufólkið hefur ekki hugmynd um hvað Schengen er. Nú er komið upp úr dúrn- um að þetta er landa- mæravarsla eins og Berlínarmúrinn svo snauðir almúgamenn frá fátækum löndum geti ekki komist yfir landamærin til að bjarga sér. Andrés Jónsson var níu vetra vergangsdrengur og kom að Végeirsstöðum svangur og kaldur, var ekki hleypt inn og fannst gegnfrosinn daginn eft- ir í klifinu á milli Végeirsstaða og Böðvarsness. Eitt dagblaðið komst svo að orði að þeir sem væru innan Schengen vildu ekki hleypa Afríku- búum inn í hlýjuna. Þeir hugsa líkt og Þorgeir á Végeirsstöðum sem lokaði Andrés Jónsson úti svo hann fraus í hel um nóttina. Illvígasti draugur landsins, Þorgeirsboli, var kenndur við Þorgeir bónda. Hann var á tíma- bili þekktastur af málverki Jóns Stef- ánssonar. Ef hugmynd þessa listamanns um drauginn er rétt er best fyrir innanríkis- ráðherra að forðast að vekja hann upp aftur. Þorgeir á Végeirs- stöðum myndi eflaust styðja Schengen ef hann væri enn uppi. En Íslendingar ættu að minnast Ásgríms Elliðagrímssonar bónda í Tungu: Því eru borð sett að heimull er matur þeim er hafa þurfa. Jóhann Már Guðmundsson. Skepnuhald Varðandi skrif í Velvakanda 10. júní sl. vil ég segja að skepnuhaldi er víða ábótavant, mér finnst að allir sem vita af illa komnum skepnum beri ábyrgð. Dýravinur. Ást er… … einhver til að deila paradís með. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handav./smíði/ útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgi- stund kl. 10.30. Myndlist kl. 13.30. Opinn púttvöllur. Bólstaðarhlíð 43 | Tískusýning, sölu- sýning 30. júní kl. 13. Föt frá heild- versluninni LOGY. Ragnar Levý kemur með harmonikkuna. Dalbraut 18-20 | Stóladans kl. 10.30, samverustund kl. 15.15. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8- 16. Stólajóga kl. 10.15. Botsía kl. 10.45. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fé- lag eldri borgara og Heimilisiðn- aðarfélag Ísl. standa fyrir Jóns- messugleði í Árbæjarsafni í kvöld. Gengið frá Stangarhyl 4 kl. 19.15 að Árbæjarsafni, dagskrá hefst kl. 19.30. Blásarasveit, Kór FEB, fjöldasöngur, danssýning, þjóðbúningasýning, Vina- bandið o.fl. Félagsheimilið Gjábakki | Ramma- vefnaður kl. 9.05. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Jónshús opnað kl. 9.30, handa- vinnuhorn kl. 13. Félagsstarf Gerðubergi | Opnað kl. 9, m.a. samverustund kl. 10.30. Félag heyrnarlausra kl. 11. Perlusaumur frá hádegi. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Botsía kl. 10.30. Vist kl. 13.30. Pútt- völlur opinn alla daga, 24. júní er grill, Þorvaldur Halldórsson syngur. Pútt- völlur opinn alla daga. Hraunsel | Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.20, píla og félagsvist kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin opnar kl. 8. Botsía kl. 10. Félagsvist kl. 13.30, kaffisala í hléi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Félagsvist á mán. Listasmiðjan opin. Bónus og bókabíll á þri. Kvik- myndasýning á fös. Hæðargarður er lokaður frá og með 4. júlí til 3. ágúst. Íþróttafélagið Glóð | Pútt á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 17. Skemmtifélag eldri borgara | Ferð um niðursveitir Árnessýslu. Leiðsög- um. Guðjón R. Jónasson. Farið frá Aflagranda kl. 8.30, Vesturgötu kl. 8.35, Lækjartorgi kl. 8.40, Mjódd kl. 8.55, Hraunbæ kl. 9. Pantanir og uppl. í s. 775-1340. Vitatorg, félagsmiðstöð | Félags- miðstöðin opin. Hágreiðslu- og fótaað- gerðastofur opnar. Dagsferð til Vest- mannaeyja 30. júní, rúta frá Vitatorgi kl. 7.15 Matur og kaffi í Eyjum, far- arstj. bæði á leið austur og í Eyjum . Uppl. í síma 4119450. Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER SVO ERFITT AÐ LESA HUNDA HÉRNA ER SAGA UM FRÆGAN SPORHUND KALLI, HVERNIG LÍTA SPORHUNDAR ÚT? HÉLSTU AÐ ÉG VISSI ÞAÐ EKKI? SVEINN, VÍKINGAR TAKA EKKI MEÐ SÉR HVÍTAN FÁNA ÞEGAR ÞEIR FARA Í ORUSTU! ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ BORGA REIKNINGINN FYRIR ÞIG KOMDU SÆLL, HVAÐ SEGIRÐU GOTT HERRA ARDIN? ÉG ER KOMINN TIL AÐ SÆKJA KRAKKANA MÍNA HEYRÐU ANNARS, VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ ÓDÝRUM PLÖTUSNÚÐ FYRIR LJÓSAHÁTÍÐAR- BALLIÐ MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ AÐ PRÓFA AÐ VERA PLÖTU- SNÚÐUR ÉG VÆRI ALVEG TIL Í AÐ GERA ÞAÐ ÓKEYPIS ÞÚ ERT RÁÐINN! ÞÚ HEFUR ÓBILANDI ÞÖRF FYRIR AÐ LÝSA ÞVÍ SEM ER AÐ GERAST HVERJU SINNI LÁTTU BARA FARA VEL UM ÞIG ÞARNA, ÉG ÞARF AÐ EIGA VIÐ ÞIG NOKKUR ORÐ ÆTLI ODDI SÉ AÐ BRUGGA MÉR LAUNRÁÐ? RYKSUGAN ER AÐ NÁ AÐ SOGA MIG UPP ÁÐUR EN ÉG NÆ AÐ BREYTA MÉR TIL BAKA Sigrún Haraldsdóttur á góða ogskemmtilega frænku, sem er bara ansi snotur líka. Og það varð yrkisefni kvenréttindadaginn 19. júní. Ævi kvenna óðum skánar, andann frjáls ég dreg. Mér finnst við séum frænkur nánar fjallkonan og ég. En þær eru ekki alveg eins frænkurnar, þó að þær séu líkar: Munurinn er máski þessi, margt þó að svipað hugsum; sú er oftast í síðu dressi, sjaldan í gallabuxum. Davíð Hjálmar Haraldsson dreg- ur ekki í efa skyldleika Sigrúnar og fjallkonunnar: Hún minnir á forystufé: frjáls og ber svipmót af tröllum, og þegar ég Sigrúnu sé sýnist hún koma af fjöllum. Sigrún var fljót að svara fyrir sig: Fá ég virðist, fúl og treg, fyrir slíkt ei þræti, ég verð klumsa og kindarleg ef körlum skrítnum mæti. Og þær eru fleiri sem ekki láta eiga inni hjá sér. Guðrún M. Benón- ýsdóttir, Hvammstanga, orti til Jóns í Garðsvík, eins og lesa má um í Vísnasafni Héraðsskjalasafns Skag- firðinga: Góðan sagnaranda áttu eða beittir galdra kynngi ef þú veist um eðli og háttu allra kvenna í Húnaþingi. Allir sannir vísnavinir verða fegnir bundnu ljóði. Reyna að yrkja eins og hinir. Er það flestum nokkur gróði. Þetta skildu afi og amma. Íþrótt sú var þeirra gaman. Einnig pabbi og hún mamma ortu bændarímu saman. Þeirri frístund vel er varið. Ver má nýta hvíldartíma. Ýmsir teldu illa farið ef að þjóðin hætti að ríma. Ljóðum hef ég ætíð unnað, öllum vísnasmiðum slyngum. Illa við það eg hef kunnað er þeir sneiddu að Húnvetningum. Rek ég hér á rembihnútinn, reyni þrek og mærðarkynngi fyrr en láta kveða í kútinn konurnar í Húnaþingi. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af fjallkonum og hagmælsku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.