Morgunblaðið - 23.06.2011, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 23.06.2011, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Höggmyndir eftir Steinunni Þór- arinsdóttur skreyta nú Dag Hamm- arskjöld-torgið í New York, en höf- uðstöðvar Sameinuðu þjóðanna eru við enda torgsins. Steinunn kallar sýninguna Borders, en á henni eru 26 líkneski, þrettán úr járni og þrettán úr áli. Hún hannaði sýning- una eftir lögun torgsins, sem er ílangt, en sýningin heitir Borders á ensku, eða landamæri. Umferð um torgið er jafnan tals- verð og hefur aukist umtalsvert eftir að myndirnar voru settar upp, sam- kvæmt upplýsingum frá almenn- ings- og skemmtigarðadeild borgar- innar og gestir hafa líka átt samskipti við listaverkin eins og sjá má á myndunum. Í kynningu frá al- mennings- og skemmtigarðadeild- inni segir að verk Steinunnar falli einkar vel að torginu í ljósi pólitísks hlutverks þess sem einskonar inn- gangur að Sameinuðu þjóðunum, en höggmyndirnar, sem standa ýmist eða sitja á torginu, spegli hver aðra í gegnum garðinn, myndi einskonar ósýnileg landamæri og fyrir vikið bregði áhorefndur sér í hlutverk sendiherra þar sem þeir fara á milli líkneskjanna sem séu táknmyndir fyrir fjölbreytni menningar og mannlífs. arnim@mbl.is Fram og aftur yfir landamærin Landamæri Eins og sjá má á myndinni speglast höggmyndir Steinunnar eftir Dag Hammarskjöld-torginu. Sendiherrar Gestir og gangandi hafa átt ým- is samskipti við verkin, notað þau sem stat- ista á myndum, sem eyrarún eða sem svæfil. Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Ásdís Óladóttir hefur gefið út sjöttu ljóðabók sína, Mávur ekki maður. Ásdís segist ekki beint geta sagt hvert um- fjöllunarefni bókarinnar er. Hins vegar hafi hún ort um einhvers konar hamingju, sjálf- hverfu og geðveiki. „Mér finnst sjálhverfan vera mikil í okkar þjóðfélagi og sérstaklega mikil í kringum góðærið. Ég fjalla svolítið um það og geðveikina sem leiðir af þessari sjálf- hverfu. Spurð að því hvort bókin sé í raun um manneskjuna tekur hún undir það. „Já, bara eins og aðrar bækur, þær eru allar um fólk. Þetta snýst allt um fólk í sínum ýmsu mynd- um,“ segir hún. Ásdís segist alltaf vera að semja. „Ekki alla daga en flesta daga. Ég er allavega með þetta í huganum og þetta fer alltaf á blað á endanum. Þannig er það bara,“ segir Ásdís að lokum. Ljóðskáld Ásdís Óladóttir er iðin við skrifin. „Þetta fer alltaf á blað á endanum“ Morgunblaðið/Ernir Magnús Pálsson myndlistarmaður var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur 2011 í Höfða í gær af borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr. Magnúsi var veittur ágraf- inn steinn, heiðursskjal og viður- kenningarfé og félagar úr Caput, Tónlistarhópi Reykjavíkurborgar 2011, fluttu tónlistaratriði. Einar Örn Benediktsson, formað- ur menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur, gerði grein fyrir vali ráðsins á listamanninum og þar kom fram að Magnús væri heiðr- aður fyrir fjölþætt framlag til þró- unar listalífs í Reykjavík, einkum á sviði myndlistar, en þar hafi hann reynst virtur frumkvöðull og síung- ur eldhugi í sextíu ár. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í ís- lensku listalífi. Þeir einir listamenn koma til greina við útnefningu borgarlistamanns sem búsettir eru í Reykjavík. Viðurkenningin hefur verið veitt frá 1995 og kom þá í stað eins árs starfslauna. Ljósmynd/Signý Pálsdóttir Viðurkenning Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, útnefnir Magnús Páls- son borgarlistamann Reykjavíkur 2011 í Höfða. Magnús Pálsson borgar- listamaður Reykjavíkur Græni Hatturinn Akureyri sími 461 4646 / 864-5758 Forsala á alla viðburðina hafin í Eymundsson Föstudagurinn 24. júní Hundur í Óskilum Tónleikar kl. 21.00 Miðaverð kr. 1500.- Laugardagurinn 25. júní Magnús og Jóhann Tónleikar kl.22.00 Miðaverð kr. 2500.- Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Ferðasaga Guðríðar / The saga of Gudridur Fös 24/6 á íslensku kl. 20:00 Lau 25/6 á íslensku kl. 16:00 Sun 26/6 kl. 20:00 sýnd á ensku / in english Sýnd á ensku 26.júní / In english 26.june Hetja / Hero Fös 24/6 á íslensku kl. 18:00 Lau 25/6 á íslensku kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 16:00 sýnd á ensku / in english Sýnd á ensku 19. og 26.júní / In english 19. and 26.june Sirkus Íslands:Ö faktor Fös 1/7 kl. 19:30 Lau 2/7 kl. 14:00 Lau 2/7 kl. 18:00 Sun 3/7 kl. 14:00 Sun 3/7 kl. 18:00 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Húsmóðirin (Nýja sviðið) Fim 23/6 kl. 20:00 aukasýn Sýningum lýkur í júní. Ósóttar pantanir seldar daglega Húsmóðirin -HHHH E.B. Fbl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.