Morgunblaðið - 23.06.2011, Page 35

Morgunblaðið - 23.06.2011, Page 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 Hin fræga bíómynd Apaplánetan frá 1968 með Charlton Heston í aðal- hlutverki var endurgerð árið 2001 og fékk misjafnar viðtökur. En nú er búið að taka upp nýja mynd sem byggist á sömu hugmynd, segir eig- inlega frá upphafi þess að plánetan okkar varð að apaplánetu. Nú er „trailer“ þessarar myndar loksins kominn út og vekur nokkrar vænt- ingar um að vandað hafi verið til verka. Stiklan sýnir hvernig lítill api er alinn upp á heimili vísindamanns sem vinnur við að finna lækningu á alzheimer og nær stórkostlegum ár- angri með tilraunum á þessum apa. Apinn er hændur að vísindamann- inum en þegar hann kemst í annarra manna hendur er vist í mannabyggð ekki eins þægileg. Þá stýrir þessi of- urvitri api uppreisn gegn mönn- unum. Apaplánetan snýr aftur Nýlega er búið að setja í dreifingu stiklu úr bíómyndinni The Big Pict- ure. Myndin fjallar um ríkan og við- kunnanlegan lögfræðing (leikinn af Romain Duris) sem virðist hafa allt sem lífið hefur upp á að bjóða, hann er með flotta vinnu, flotta konu og tvo flotta syni. Hann er með öðrum orðum flottur og ætti myndin að enda með hamingjusömum enda- lokum. En það væri einstaklega leiðinleg bíómynd. Stiklan vekur vonir um að spennandi mynd sé að koma á markaðinn og meira að segja Catherine Deneuve er með aukahlutverk í myndinni og þá get- ur þetta ekki farið illa. Ný stikla úr Stóru myndinni Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Sigurður Páll Sigurðsson, ljósmynd- ari, opnaði ljósmyndakaffihús í Kaupmannahöfn fyrir um einu og hálfu ári ásamt tveimur Dönum. Þar bjóða félagarnir upp á myndvinnslu, prentun, framköllun og allt sem við kemur ljósmyndun. Hugmyndin kviknaði þegar þeir félagar neydd- ust til þess að fara nýjar leiðir. „Þetta er bransi sem þróast rosa- lega mikið og það eru prentaðar færri og færri myndir í raun og veru. Atvinnuljósmyndarabransinn hefur verið erfiður undanfarin ár. Við ákváðum því að prófa eitthvað nýtt. Við vorum búnir að vera með myndvinnslustofu í nokkuð mörg ár fyrir atvinnuljósmyndara en ákváðum að breyta til, nýir tímar og annað slíkt. Við opnuðum því Foto- caféen, lítinn kaffibar, á Vesterbro- gade og erum þar enn með alla myndvinnsluna eins og við vorum með,“ segir Sigurður Páll, einn eig- endanna. Stærra og betra húsnæði Fyrir um mánuði síðan losnaði húsnæðið við hlið staðarins sem þeir fengu og eru nú um tvisvar sinnum stærri. Einnig hafa félagarnir fengið í hús vínveitingaleyfi og lengri opn- unartíma. „Þetta er orðið svona meira kaffihús núna. Svo erum við með ljósmyndasýningar og aðstöðu þar sem fólk getur komið með mynd- irnar sínar og unnið þær á tölvu og svoleiðis.“ Opnunarsýningin hjá þeim er eftir íslenskan ljósmyndara sem búið hefur í Kaupmannahöfn í 50 ár, Nönnu Büchert. „Við komum líka til með að vera með fyrirlestra og námskeið á kvöld- in, til dæmis námskeið í Photoshop eða því um líkt. Kaffihúsið býður upp á ýmislegt, kaffi, kökur, bjór, vín og sterka drykki. En stefnan er að opna einnig eldhús. „Eldhúsið er ekki komið á skrið ennþá en það er í vinnslu en við ætlum að vera með svona tapas- eða létta rétti. Það er stefnan núna þegar fer að líða á sumarið“. Viðbrögð við kaffihúsinu hafa verið góð að sögn Sigurðar og segir hann að ört stækkandi kúnnahópur sé mjög sáttur. Aðspurður hvort það sé inni í myndinni að opna jafnvel annað svona kaffihús segir hann það alveg mögulegt. „Við erum mjög opnir fyrir því að halda áfram og teljum að hér sé á ferðinni mjög góð hugmynd. Það er aldrei að vita hvort það verður í Kaupmannahöfn, Danmörku eða annarsstaðar.“ Myndvinnsla og með’enni á Vesterbrogade í Köben  Fotocaféen, ljósmyndakaffihús, eina kaffihús sinnar tegundar í Skandinavíu. Vinir Frá vinstri: Sigurður Páll Sigurðsson, Casper Rubin og Tony Nielsen fagna stækkun kaffihússins. Notalegt Ljósmyndakaffihúsið býður upp á þjónustu tengda ljósmyndun. Útsýni Það er eflaust gaman að sitja við gluggann og skoða mannlífið. Ljósmyndir/Mario Guerrero Thorsbog SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS GLERAUGU SELD SÉR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á - FRÉTTATÍMINN BAD TEACHER KL. 6 - 8 - 10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 6 - 8 L BRIDESMAIDS KL. 10 12 BAD TEACHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 5.50 - 8 - 10.10 L X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 L PAUL KL. 8 12 FAST FIVE KL. 10.10 12 BAD TEACHER KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 14 BAD TEACHER Í LÚXUS KL. 5.50 - 8 - 10.10 14 MR. POPPER´S PENGUINS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L MR. POPPER´S PENGUINS Í LÚXUS KL. 3.40 L SUPER 8 KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 BRIDESMAIDS KL. 8 - 10.40 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.40 - 5.50 L KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.40 L HÚN FER EKKI EFTIR NEINNI KENNSLUBÓK! FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum BRIDESMAIDS Sýnd kl. 4, 6:30, 9 og 10 MR. POPPER’S PENGUINS Sýnd kl. 4, 6 og 8 BAD TEACHER Sýnd kl. 6, 8 og 10 KUNG FU PANDA 2 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 - BOX OFFICE MAGAZINE  “Besta gamanmyndin sem ég hef hingað til séð á árinu... Fyndin, trúverðug og vandræðaleg á besta hátt. Strákar munu fíla hana, konur munu elska hana!” T.V. - Kvikmyndir.is/Séð & Heyrt „BETRI EN THE HANGOVER” cosmopolitan FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SUPERBAD, KNOCKED UP, OG THE 40-YEAR-OLD VIRGIN SÝND Í 2D OG 3D Frábær fjölskyldu- og gamanmynd með Jim Carrey í fantaformi -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.