Morgunblaðið - 23.06.2011, Síða 37

Morgunblaðið - 23.06.2011, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 mikið og hratt á undanförnum árum. T.a.m. er erfitt að setja orð eins og skrípi eða skrítinn við þessa nýjustu plötu Vetiver, tónlistin á bara ekkert skylt við merkingu þeirra orða. Tón- listin er melódísk og aðgengileg, já á köflum má heyra útvarpspopp hérna en þessi þróun hófst á síðustu plötu, Tight Knit (2009). Gallinn er hins vegar sá að tónlistin verður nokkuð einkennalaus við þetta, hljómar eins og hvert annað sumarlegið nýbylgju- popp. Á köflum er þetta komið út í það mikla léttvigt að lögin týnast í eyrunum á þér, skilja ekkert eftir. „Fog Emotion“ hljómar eins og b-hlið með Lilac Time og tilþrifaleysið og angurværðin – sem er greinilega meðvituð – ærir óstöðugan. Svona la la yfir það heila… ágætt sosum. Við urðum fyrst vör við Vetiver sem hluta af hinni ill- skilgreinanlegu stefnu „freak folk“ sem fór mikinn þegar stutt var lið- ið á síðasta áratug. Aðrir merkimiðar voru t.d. „new weird America“ og „anti-folk“ en á meðal helstu nafna þar voru Joanna Newsom, Six Organs of Admittance, Devandra Banhart og Moldy Peaches. Til að einfalda þetta, urðu þessir aðilar fyrir áhrifum frá hefðbundinni þjóðlagatónlist en krydduðu svo af krafti með allra handa tilraunastarfsemi. Nálgunin var þó ólík og stefnan hefur gliðnað Vetiver - The Errant Charm bbbnn Ágætt sosum … Arnar Eggert Thoroddsen kennt kammerpopp þar sem lögin dragnast áfram í sjö eða níu mín- útur. Sorgmædd rödd McCombs heldur manni spenntum – eins an- kannalega og það kann að hljóma – og það kraumar eitthvað undir allri framvindu sem heldur manni á brík- inni út í gegn. Í lögum eins og „Memory’s Stain“ minnir hann á Mark Hollis (Talk Talk) eða Robert Wyatt, þögnin er nýtt á áhrifamikinn hátt og hverjum tóni leyft að lifa og líða áfram. „Hermit’s Cave“ minnir helst á Syd Barrett þegar hann var hvað innhverfastur („Opal“ t.d.). Einhver rýnirinn var að væla yfir þessari plötu, vonaði að þetta væri hliðarskref og ég verð að vera ósam- mála slíku. McCombs virðist þvert á móti vera kominn á beinu brautina. Frábær plata – og hefði verið rétt- nefnd Catacombs. Cass McCombs hefur fyrir löngu sannað að hann hyggist ekki tjalda til einnar nætur í Músíklandi, virki- lega hæfi- leikaríkur tónlistarmaður, en ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á þessu. Síðasta plata, Catacombs (2009), var stórgóð nýbylgjurokksplata þar sem saman fóru glettnir textar og melódísk, stundum melódramatísk lög (en ekki eins þunglamaleg og tit- illinn gefur til kynna). Á Wit’s End fer McCombs hins vegar með tónlist sína í nýja átt og tekur með því glæsilegt skref upp á við. Hér höfum við myrkt, draum- Hofmannleg höfgi Cass McCombs - Wit’s End bbbbm Arnar Eggert Thoroddsen Sögur selja plötur, það er bara þannig. Fyrir fjórum árum gaf Justin Vernon sjálfur út plötuna For Emma, For- ever Ago undir nafninu Bon Iver (sem þýðir góður vetur). Gerð plötunnar fór að mestu fram þegar hann hafði vetursetu í bústað föður síns einn síns liðs. Platan var uppgjör við sam- bandsslit, erfið lifrarveikindi og sundrun fyrri hljómsveitar hans. Varla er hægt að ímynda sér betri sögu á bak við gerð plötu? Orðróm- urinn berst hratt þegar indí-krakk- arnir taka eitthvað upp á sína arma. Sagan passar vel við hljóminn á plöt- unni, einsemdin og nístandi tilfinn- ingin í tónlistinni er áþreifanleg. Árið 2008 komst á hún lista helstu tónlistarspekúlanta yfir bestu plötur ársins og áratugarins í því uppgjöri. Því leit allt út fyrir að Bon Iver væri þungavigtarmaður í indí- heimum. Nú er komið að plötu núm- er tvö sem er alltaf varasöm, ekki síst þegar væntingarnar eru miklar. Á nýju skífunni sem heitir bara Bon Iver er hljómurinn þróaðri. Bon Iver hefur þróast í að vera fjögurra manna hljómsveit og hljóðfæraleik- arar á borð við gítarleikarann Greg Liesz og saxófónleikarann Colin Stetson koma einnig við sögu. Legið hefur verið yfir útsetningum og plat- an er í raun mjög ólík hinni marg- umræddu fyrstu plötu. Í sumum lög- um er mikil eighties-stemming sem minnir jafnvel á sólóefni frá Phil Collins! Indie-ið hlýtur að vera kom- ið í heilhring! Textarnir eru sem fyrr hrein- skilnar og berorðar lýsingar eða sögur sem passa vel við frábæra söngrödd Vernons. Eftir að hafa hlustað á gripinn nokkrum sinnum útundan mér virkaði hún hálfþunn en þegar ég setti hana í heyrnatóla- prófið opnaðist hún ágætlega. Þetta er krefjandi tónlist sem þarf athygli sem hún á fyllilega skilið. Lögin eru þó ekki þau bestu sem Vernon hefur samið og platan geldur svolítið fyrir það. Perth og Calgary eru virkilega góð lög en ná samt ekki sömu hæð- um og Flume eða Blindside gerðu á For Emma. Einhvern veginn kunni ég bara betur við Bon Iver þegar hann var yfirgefinn og einmana í kofanum í fjöllunum. Kominn til byggða Bon Iver - Bon Iver bbbmn Hallur Már Pressa Justin Vernon er maðurinn á bak við Bon Iver. Erlendar plötur ÞRÍVÍDD EINS OG HÚN GERIST BEST HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE90/100 VARIETY 90/100 THE HOLLYWOOD SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÞRÍVÍDD MEÐ ÍSLENSKU TA LIDÝRAFJÖR FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA HHHH "KUNG FU PANDA 2 ER SKOTHELD SKEMMTUN." - Þ.Þ. FRÉTTATÍMINN „MYNDIN ER FRÁBÆR: KYNÞOKKAFULL OG FYNDIN“ - P.H. BOXOFFICE MAGA- HHHH - IN TOUCH HHHHRÓMANTÍSK GAMANMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR. ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND SEM ÞÚ MUNT ELSKA! HHHH - R.M. - BÍÓFILMAN.IS HHHH - TIME OUT NEW YORK - HOLLYWOOD REPORTER 80/100 BEINT Á TOPPIN N Í USA HHHHH - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH - QUICKFLIX HHHH - KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ OG HEYRT 100/100 - TIME- JIMMYO, JOBLO.COM HHHH HHHH - FRÉTTABLAÐIÐ MIÐASALA Á SAMBIO.IS BEASTLY kl. 6 - 8 - 10 10 SUPER 8 kl. 5:50 - 8 - 10 12 KUNG FU PANDA 2 3D M/ísl. tali kl. 6 L KUNG FU PANDA 2 3D M/ensku tali kl. 8 Ótextuð L THE HANGOVER 2 kl. 10:20 12 SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 MR.POPPER´S PENGUINS kl. 8 L BEASTLY kl. 10:10 10 SUPER 8 kl. 8 12 X-MEN: FIRST CLASS kl. 10:20 14 / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK SUPER 8 kl. 8 - 10:20 12 BRIDESMAIDS kl. 8 - 10:30 12 / SELFOSSI EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND UM HELGINA Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.