Morgunblaðið - 07.07.2011, Qupperneq 11
7. júlí 2011 11 fasteignir
Mér finnst áhyggjuefni hvestríðsminjar á Íslandihafa oft verið brotnar. Íraun er orðið fátt sem
minnir á þennan merka tíma í sögu ís-
lensku þjóðarinnar,“ segir Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður
og formaður Framsóknarflokksins. Á
Alþingi skömmu fyrir þinglok
snemmsumars svaraði mennta-
málaráðherra fyrirspurn þingmanns-
ins um um hvort ástæða væri til að
gera ráðstafanir til
varðveislu minja um
síðari heimsstyrj-
öldina.
Í svari ráðherra
segir að fornleifar
100 ára og eldri
njóti verndunar.
Yngri minjar séu ut-
an verndunar-
ákvæða þjóðminja-
laga enda þótt þær
megi friðlýsa ef svo ber undir.
Þó að ekki hafi verið ráðist í mark-
vissa skráningu stríðsminja hafa verið
gerðar ýmsar ráðstafanir til vernd-
unar. Fornleifavernd ríkisins hafi frið-
lýst sérstaklega flugvélaflak úr seinni
heimsstyrjöld af gerðinni Northorp
N-3PB Torpedo bomber á botni
Skerjafjarðar sem var friðlýst árið
2002. Þá hefur ráðherra samþykkt til-
lögu húsafriðunarnefndar um að friða
gamla flugturninn á Reykjavík-
urflugvelli.
Á minjasöfnum landsins er nokkuð
varðveitt af gripum sem tengjast síð-
ari heimsstyrjöldinni og Íslenska
stríðsminjasafnið, er á Reyðarfirði. Þá
hefur Þróunarfélagi Keflavíkur verið
falið að setja á stofn hersetusafn á
gamla varnarsvæðinu og kynna þar
sögu bandarísks herliðs á Íslandi.
„Landið er áhugaverðara þar sem
sjá má minjar frá gamalli tíð, svo sem
yst á Seltjarnarnesi þar sem er gamalt
fallbyssuhreiður. Því finnst mér mjög
miður hve víða stríðsminjar hafa þurft
að víkja til dæmis í Kaldaðarnesi í Flóa
þar sem gamall flugturn var rifinn og
raunar flest sem minnir á að það var
stór herstöð á sínum tíma. Og raunar
þarf ekki að búa til söfn úr öllum minj-
um, heldur bara halda hlutum við og
halda í sæmilegu horfi,“ segir Sig-
mundur Davíðsson sem segist hafa lagt
fyrirspurnina fram fyrst og síðast sakir
áhuga síns á sögu lands og þjóðar.
sbs@mbl.is
Vill varðveita minjar úr seinni heimsstyrjöld á Íslandi
Fátt orðið sem minn-
ir á merkan tíma
Ljósmynd/Úr einkasafni.
Ungur stríðsáhugamaður, Eysteinn Pálsson, í víghreiðri við Vífilsstaðavatn. Byrgið var reist um 1940 og telst nú til menningarminja.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson.
Til sölu eru jarðirnar Hvammur og Hvammsvík í Hvalfirði.
Jarðirnar eru um 607 hektarar að stærð og seljast
saman með öllum mannvirkjum, ræktun og öðru fylgifé.
Hvammur og Hvammsvík þykja einstaklega fallegar með
fjölskrúðugu fuglalífi. Þar er í dag rekinn ferðaþjónusta með
tjaldstæði, silungsveiði og 9 holu golfvelli. Í nágrenninu
er fjöldi náttúruperla á borð við Staupastein, Glym, Brynju-
og Botnsdal og Botnssúlur.
Á jörðunum eru m.a. tvö 132 og 282 fm íbúðarhús,
hlöðugrill, hlaða, vélageymsla, fjárhús, þjónustumiðstöð,
æðarvarp o.fl.
Jarðhitaréttindi eru undanskilinn sölunni. Kvöð er á um
að Orkuveita Reykjavíkur geti borað eftir heitu vatni og
byggt dæluhús með umgengnisrétti komi til þess að
jarðhitaréttindin verði nýtt. Einnig eru undanskilin sölunni
þinglýst réttindi annarra en Orkuveitu Reykjavíkur.
Kauptilboðsblað og sölulýsingu er hægt að sækja á
http://www.or.is/UmOR/Eignasala/
Jarðirnar verða til sýnis áhugasömum kaupendum eftir
samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefa eftirfarandi starfsmenn
Orkuveitu Reykjavíkur:
Hannes Frímann Sigurðsson í síma 516-6690
Ólafur Þór Leifsson í síma 516-6334
Kauptilboðum skal skila á móttökuborð í höfuðstöðvum
Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fyrir
kl. 12.00 miðvikudaginn 17. ágúst 2011
Útivistarperla í nágrenni Reykjavíkur
Ef viðunandi tilboð fæst:
TIL SÖLU
Hvammur og Hvammsvík
í Kjósarsýslu
Landnúmer 126107 og 126106
ORES-2011-05-01.
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 - Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00
SUMARÚTSALA 1.-9. JÚLÍ
12 mánaðavaxtalausargreiðslur
Takmarkaðmagn
BOAS SVEFNSÓFI
Tilboð 127.425,-
RÚMSTÆÐI
TEPPASETT SÆNGURVERASETT
GAFLAR
PÍFUR
SÝNSHORN OG FLEIRADÝNUR
SÆNGUR
20-70
%
AFSLÁ
TTUR
AF
VÖLDU
M VÖR
UM