Morgunblaðið - 07.07.2011, Síða 12
12 7. júlí 2011fasteignir
Þessi tilboð og fleiri í boði fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.
Hægt er að lesa nánar um öll Moggaklúbbstilboð inn á
http://mbl.is/mm/moggaklubburinn/
klúbburinn
- meira fyrir áskrifendur
Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar
í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1122
Frábært tilboð fyrir
eldri borgara hjá
þjónustufyrirtækinu
Sinnum
Engan þarf að öfunda og
"Óskabarn" bókin um Jón
Sigurðsson á tilboði í öllum
verslunum Eymundsson
Frábært tilboð á
rokksöngleikinn Hárið í júlí
Tilboð á pizzu hjá
Italiano Pizzeria
Frábært tilboð á gistingu
og þriggja rétta máltíð
á öllum Fosshótelum
í sumar
2 fyrir 1 á Mjallhvíti
og dvergana sjö með
Leikhópnum Lottu sem
sýnir um allt land í sumar
Frítt á valda leiki í
Pepsídeildinni í sumar
KORTIÐ GILDIR TIL
30.09.2011
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
MOGGAKLÚBBURINN
Tilboð í júlí fyrir
Moggaklúbbsmeðlimi:
Tivoli Audio
útvarpstæki með
30% afslætti
Breska tækni- og hönnunarfyr-
irtækið Dyson olli straumhvörfum
árið 2009 þegar þeir kynntu til
sögunnar spaðalausu viftuna.
„Dyson Air Multiplier“ heitir þetta
bráðsniðuga tækniundur. Neyt-
endur ættu að þekkja Dyson-
nafnið vel fyrir spennandi
vöruþróun og mjög hagnýtar
lausnir. Stofnandi fyrirtækisins,
James Dyson, sló fyrst í gegn
með Dyson-ryksugunni, sem á að
þykja með þeim bestu á mark-
aðinum.
Dyson-viftan notar lögmál loft-
straumsfræðanna til að framkalla
allgóðan vindgust án þess að
notast við hefðbundna snúnings-
spaða. Þegar skoðaður er þver-
skurður af „viftu“-hringnum sést
að hann er í laginu ekki ósvip-
aður og flugvélarvængur. Vifta í
sökkli tækisins dregur inn loft og
dælir upp og út um mjóa rás sem
liggur endilangt eftir inn-
anverðum hringnum og beinir
loftinu „yfir vænginn“. Þetta
framkallar undirþrýsting fyrir
framan viftuna, sem svo dregur
meira loft í gegnum stóra opið og
varpar fram á við.
Þessi tækni á að hafa þann
kost að skapa jafnari loftstraum,
sem ekki er „hogginn“ í sundur
af viftublöðunum og þar með
þægilegri fyrir þann sem gustar
um. Svo er allt annað að halda
viftunni hreinni en þeir sem reynt
hafa vita að það er heljarinnar
föndur að þurka rykið af viftu-
blöðum og hlífðargrindinni utan
um.
Loks er græjan algjört augna-
yndi, og reyndar stöðutákn líka
því hún kostar sitt. Lægsta verðið
sem finna má á netinu er 236
dalir fyrir 10 tomma útgáfuna.
ai@mbl.is
Handhægt á heimilið á góðviðrisdögum
Gerir umhverfið svalara