Morgunblaðið - 07.07.2011, Page 13

Morgunblaðið - 07.07.2011, Page 13
atvinna NÝ TT Þessi kóði virkar bara á Samsung og iPhone síma Ég fékk vinnu 7 ára gamall við litla matvöruverslun á Vesturgötunni. Þetta var ekta kaupmaðurinn á horn- inu. Það sem mér þótti mest spennandi var sendlahjól- ið sem flestum strákum fannst ofboðslega flott og setti það því ekki fyrir mig að þurfa að hjóla nánast allt upp í móti í Ægisgötuna eða Stýrimannastíginn. Hemmi Gunn Fyrsta starfið Kaupmaðurinn á horninu Alls voru 172 fyrirtæki tekin til gjald- þrotaskipta í maí sl., sem er 79% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Maí var fjórði mánuðurinn sem gjaldþrotum fjölgar en á tímabilinu janúar til maí lögðu 699 fyrirtæki upp laupana, um helmingi fleiri en á sama tímabili síðasta árs. Þetta jafngildir því að sjö fyrirtæki hafi verið úrskurðuð gjaldþrota hvern einasta virka dag á fyrstu fimm mán- uðum ársins samanborið við 4-5 í fyrra. Í pistli greiningardeildar Íslandsbanka segir að seinkun á fjárhagslegri endurskipulagn- ingu fyrirtækja ráði miklu um þetta. Gjaldþrot í maí voru tíðust í byggingarstarfsemi, því næst í verslunarstarfsemi og bílaverkstæði voru í þriðja sæti. sbs@mbl.is 700 gjaldþrot frá janúar til maí Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verktakar og versl- anir oftast í þrot Ólafur Baldursson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri lækninga í nýju stjórnskipulagi Land- spítala frá og með 1. júlí sl. Í nýju starfi hefur hann meðal annars það hlutverk að samhæfa faglega þætti í starfsemi spítalans, stuðla að öryggi, gæðum og hagkvæmni, innleiða nýjungar og styðja við vísindastarf. Ólafur Baldursson lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1990 og hef- ur stundað læknisstörf á Íslandi og í Banda- ríkjunum síðan. Hann lauk sérfræðinámi í lyf- lækningum og lungnasjúkdómum árið 2000 og doktorsprófi 2004. Ólafur hefur unnið á Landspítalanum frá aldamótum og starfað sem settur framkvæmdastjóri lækninga sl. tvö ár. Nýr framkvæmdastjóri á Landspítala Innleiðir nýjungar og styður vísindi Ólafur Baldursson Upphaflega fór ég í ökukennsluna tilað kenna á mótorhjól en í dag kenniég líka á fólksbíla,“ segir NjállGunnlaugsson, ökukennari og bif- hjólamaður. Árið 1998 byrjaði Njáll að kenna á mótorhjól og hefur sinnt því í þrettán ár. Áhugi hans á mótorhjólum hófst snemma á unglings- árunum. „Mótorhjólaáhuginn byrjaði með skellinöðru og svo kaupi ég fyrsta götuhjólið mitt tvítugur og þá var ekki aftur snúið. Fyrst var ég að leika mér á Honda MB og MT sem ég fékk hjá vinum mínum á unglingsárunum og síðan þróaðist þetta út í götuhjólin.“ Njáll segir að frá því hann fékk sér sitt fyrsta hjól hafi hann alltaf átt mótorhjól. „Ég keypti mér í vetur fyrsta hjólið sem ég átti og ætla að gera það upp á næstu mánuðum en það er kawasaki GPz 550 Þá fjárfesti ég líka í Honda MB svona til gamans og til að rifja upp gamla og góða tíma. Það hjól er nú komið til systursonar míns sem er að taka sínu fyrstu skref á mót- orhjóli“ BMW í uppáhaldi „Ætli það séu ekki að verða 30 til 40 hjól sem ég hef átt yfir ævina. Við hjónin eigum í dag 12 hjól og síðan rek ég mótorhjólaleigu og er með kennsluhjól þar að auki,“ segir Njáll og bætir við að BMW-hjól séu í miklu uppáhaldi hjá sér. „Ég er búinn að eiga og á nokkur BMW-hjól og hef gaman af þeim. Þeir kunna að smíða skemmtileg og flott mótorhjól og þau eru oft há- tæknivædd með skemmtilegum nýjungum.“ Gífurleg aukning á sölu mótorhjóla var um miðjan síðasta áratug í uppsveiflunni en eftir hrun hefur sala á hjólum dregist verulega sam- an. „Þegar mest var í uppsveiflunni voru flutt inn nærri 1.500 hjól á ári en í fyrra voru flutt inn 150 hjól. Nýliðun er því minni í dag,“ segir Njáll sem bætir við að mikil sprenging hafi verið í sölu á rafmagnsvespum og augljóst að fólk sé að leita að ódýru farartæki til að komast á milli staða. „Rafmagnsvespurnar eru flokkaðar í sama flokk og reiðhjól ef þær komast ekki yfir 25 km á klukkustund. Menn hafa ekki gert ráð fyrir þessu og það vantar reglur um þetta og jafnvel stíga og annað, bæði fyrir hjól og vespur. Þetta er viðvarandi vandamál á Íslandi í dag. Sá fjöldi sem nú er kominn á rafmagnsvespu getur þó seinna meir skilað sér á götuhjólin og þannig stækkað flóruna og aukið nýliðun í mótor- hjólaheiminum.“ Með mótorhjólið í forgangi Þó Njáll kenni hvoru tveggja á mótorhjól og fólksbíl er ekki hægt að segja annað en að hann hafi mótorhjólið í forgangi. Þau eiga hug hans allan. „Ég hef lengi safnað gömlum myndum af mótorhjólum og svo vatt þetta upp á sig og end- aði á því að ég gaf út bók um 100 ára sögu mótorhjólsins á Íslandi,“ segir Njáll sem seldi Mótorhjólasafni Íslands upplag af bókinni vel undir kostnaðarverði til að styrkja byggingu safnsins á Akureyri. „Ég þekkti vel til Heidda, sem safnið er meðal annars reist til minningar um og Jóa, sem rekur safnið. Mér fannst því rétt að styrkja safnið með þessum hætti.“ Bókin, sem heitir Þá riðu hetjur um héruð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi, er til sölu hjá Mótorhjólasafni Íslands og er skemmtilegt ágrip um sögu mótorhjólsins á Íslandi. Ímyndin um hörkutólið Það loðir oft við mótorhjólin ímyndin af upp- reisnarseggjum í leðurjökkum að þeysast um götur borgarinnar á ógnarhraða. „Það er svo mikil gróska í mótorhjólamenningunni í dag. Það eru allir á mótorhjóli, hvort sem það er ráð- herra eða ruslakall. Þegar það eru svona margir á mótorhjólum þá eru alltaf til einhverjir sem vilja greina sig frá fjöldanum, hvort sem fólk gerir það með hjólunum eða klúbbnum sem það er í. Þannig er nú bara mannlífið,“ segir Njáll sem telur að hluti af ímyndarvandanum sé ekki síst umfjöllun í fjölmiðlum sem einblíni oftar á slæmu hlutina. Njáll segir vélhjólamenn al- mennt vera meðvitaða um umferðaröryggi, hvort sem það snýr að þeim sjálfum eða öðrum. „Við í Sniglunum förum á hverju vori út á göt- urnar til að minna fólk á mótorhjólin á vegunum og auðvitað líka til að bæta ímyndina.Við keyr- um umferðarátak á hverju ári og erum til að mynda í góðu samstarfi við vegagerðina um betra vegumhverfi fyrir mótorhjólafólk, en ár- angur þessa samstarfs má sjá með til- raunavegriðum á Hafnarfjarðarveginum og mun sjást enn frekar í framtíðinni.“ vilhjalmur@mbl.is Mótorhjól Njáll Gunnlaugsson skrifar bækur og kennir á vélhjól Hetja sem ríður um héruð Morgunblaðið/Eggert Njáll ökukennari við nýju Triumph hjólin sem mótorhjólaleigan hans Biking Viking var að fá. Það er svo mikil gróska í mót- orhjólamenningunni í dag. Það eru allir á mótorhjóli, hvort sem það er ráðherra eða ruslakall.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.