Morgunblaðið - 07.07.2011, Page 21
7. júlí 2011 21 bílar
Litla bifhjólaprófið fylgir fyrstu 5 hjólunum, eða 30 þús. kr. afsláttur!
Ekta Vespa fæst
aðeins hjá Heklu!
www.vespur.is
Piaggio Vespa S 125, verð aðeins: 629.000 kr.
Piaggio Vespa LX 125, verð aðeins: 599.000 kr.
Piaggio Vespa LXV 125 - Afmælisútgáfa, verð: 689.000 kr.
25% afsláttur
af öllum vespum og aukahlutum
Sumarútsala
471.750 kr.
449.250 kr.
516.750 kr.
Þetta hófst allt með sölu á dekkjum hjá okkur fyrirþremur árum. Ég var óhress með verðið hér heimaog fór bara sjálfur að kaupa inn dekk fyrir mig og vinimína. Við sáum fljótt að það væri hægt að bjóða upp á
miklu betra verð en gengur gerist hér á landi og fljótlega upp
úr því fór þetta allt saman að vinda upp á sig og endaði með því
að við stofnuðum vefverslun 20. október á síðasta ári,“ segir
Rúnar Guðjón Peters, eigandi verslunarinnar mótorhjól.is.
Rúmu hálfu ári síðar, eða 20. maí í vor, opnaði Rúnar verslun
með sama heiti í Ögurhvarfi í Kópavogi.
„Við vorum með svo mikið af vörum sem fólk var að sækjast
eftir og vildi koma og sjá og þreifa á að það var óhjákvæmilegt
annað en að opna verslun í kjölfarið á velgengni vefverslunar-
innar.“
Markaður fyrir aukahluti
Samdráttur hefur verið í sölu á bílum og bifhjólum frá hruni
en Rúnar segir töluverðan markað fyrir varahluti, allan auka-
búnað og fatnað fyrir vélhjólamenn. Þá selur hann ekki sjálf
mótorhjólin.
„Við seljum ekki mótorhjólin sjálf en erum með alla auka-
hluti, fatnað og varahluti, olíur og svo dekkin auðvitað. Við er-
um mjög mikið í dekkjum, enda hófst þetta allt saman með
þeim og við höfum verið leiðandi í samkeppni á þeim. Við reyn-
um alltaf að vera ódýrastir í dekkjunum og erum ófeimnir við
að hafa verð okkar á netinu. Þó að við seljum ekki hjólin sjálfir
þá leyfum við fólki sem er að selja að koma með hjólin hérna inn
á gólf hjá okkur. Við tökum bara vægt gólfgjald fyrir, annað
ekki.“
Ódýrari af ástríðu
„Ég veit í sjálfu sér ekki af hverju við getum t.d. boðið upp á
dekk svona töluvert ódýrari en aðrir. Kannski vegna þess að við
erum vélhjólamenn sjálfir og stundum vélhjólamennskuna af
ástríðu. Þess vegna kappkostum við að geta boðið vél-
hjólamönnum upp á ódýra en góða vöru. Við erum ekki að sækj-
ast eftir ofsagróða fyrir okkur sjálfa heldur viljum við þjóna
vélhjólasamfélaginu eins vel og við getum með sem minnstum
tilkostnaði fyrir alla,“ segir Rúnar og bætir því við að þeir séu
tveir með fyrirtækið og þar að auki séu tveir hlutastarfsmenn.
„Við erum ekki með marga starfsmenn en það hafa þó nokkr-
ir komið að því að hjálpa okkur af stað með fyrirtækið og erum
við þakklátir fyrir það.“
Ekki nóg að hafa bara hjálm
Þó löggjafinn skyldi vélhjólamenn einungis til að bera hjálm
telur Rúnar slíkan öryggisbúnað ekki nægan fyrir þá sem vilja
þeysast um á vélhjóli. „Það er að aukast gífurlega að fólk sé að
fá sér vespur og vélhjól. Hærra eldsneytisverð hefur ýtt mörg-
um út í vélhjólamennskuna, sem er jákvætt. Við sjáum t.d. oft
fólk á rafmagnsvespum og þó svo þær fari ekki á meiri hraða en
30 km á klukkustund þá borgar sig að vera með lágmarks ör-
yggisbúnað,“ segir Rúnar sem sjálfur segist alltaf gæta fyllsta
öryggis á eigin hjóli. „Fyrir utan góðan hjálm sem er algjör
undirstaða mælum við með að fólk fái sér vandaðan skóbúnað,
hanska, bakbrynju og góðan galla. Auðvitað þarf fólk sjálft að
hafa vit á því að klæða sig vel og ég geri það sjálfur enda munar
mjög miklu ef þú dettur í góðum búnaði og vel gallaður eða bara
í venjulegum fötum.“
vilhjalmur@mbl.is
Mótorhjól Rúnar Guðjón Peters eigandi mótorhjól.is stofnaði verslunina í kjölfar verðhækkana á dekkjum fyrir mótorhjól í kjölfar hrunins
Stundum vélhjólamennskuna af ástríðu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Fyrir utan góðan hjálm sem er algjör undirstaða mælum við með að fólk fái sér vandaðan skóbúnað, hanska, bakbrynju og góðan galla.“