Morgunblaðið - 07.07.2011, Síða 22
bílar22 7. júlí 2011
Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lög-
fræðingur Neytendasamtakanna,
ritar grein í Finn 30. júní sl. þar sem
hún fullyrðir margt um ábyrgðir á
bílum og snýr að svokallaðri 5 ára
ábyrgð. Margt af því sem hún heldur
fram og snýr að kaupalögum er væg-
ast sagt mjög hæpið.
Samkvæmt eldri kaupalögum, var
frestur kaupanda til að kvarta við
seljanda um galla í söluvöru tak-
markaður við eitt ár. Með lögunum
frá 2000 var þessi frestur lengdur í 2
ár og sú lenging réttlætt með til-
vísun til tilskipunar ESB og sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna, einkum
39 gr. hans. Var það mat þeirra sem
frumvarpið sömdu, að heppilegast
væri að hafa þennan frest tvö ár,
þegar litið væri til hagsmuna allra
þeirra sem hlut eiga að máli, þ.e.a.s.
hagsmuna seljenda og viðskiptalífs
af því að búa við öryggi í þessum efn-
um og hagsmuna kaupanda af að
geta borið fram kvörtun jafnvel
löngu eftir að söluhlutur hafi verið
afhentur honum.
Seljandi sé ábyrgur
Samhliða þessu má benda á, að í
sáttmála SÞ er ákvæðið um rétt
kaupanda til að kvarta yfir göllum
orðað þannig að réttur kaupanda til
að bera fyrir sig galla skuli falla nið-
ur hafi hann ekki kvartað í síðasta
lagi innan tveggja ára frá afhend-
ingu vöru. Á sama hátt og í grein-
argerð með kaupalögum er hér
byggt á nauðsyn þess, að seljandi
losni frá kaupunum eftir ákveðinn
tíma. Í tilskipun ESB er ákvæðið
orðað þannig, að seljandi skuli vera
ábyrgur fyrir göllum sem koma fram
innan tveggja ára frá afhendingu
vöru.
Við meðferð frumvarpsins á Al-
þingi hér heima, kom fram eindregin
ósk um það frá efnahags- og við-
skiptanefnd, að kvörtunarfrestur
skyldi lengdur þegar um bygging-
arefni væri að ræða og var það sér-
staklega tekið upp í kaupalögum að í
þeim tilvikum væri tilkynning-
arfresturinn fimm ár.
Meðal þeirra atriða sem breyttust
við setningu nkpl. voru ákvæði kpl.
um fimm ára tilkynningarfrest kaup-
anda vegna galla á söluhlut þegar
um byggingarefni væri að ræða. Í 27.
gr. laganna er ákvæðið útfært þann-
ig, að þegar um er að ræða söluhlut
eða einstaka hluta hans, sem ætlaður
er verulega lengri endingartími en
almennt gerist um söluhluti, skuli til-
kynningarfresturinn vera fimm ár.
Þau rök sem færð eru fram fyrir
þessari breytingu eru í raun sömu
rökin og höfð voru uppi hér að fram-
an fyrir tveggja ára meginreglunni,
en snúið upp á þörf neytandans til að
geta kvartað yfir galla á hlutum sem
ætlaður sé lengdur endingartími.
Hvorki í lögunum né frumvarpinu
með lögunum er hins vegar skil-
greint hvaða vörur það eru sem ætl-
að er að hafa verulega lengri ending-
artíma, né hvað geti talist verulega
lengri endingartími. Látið er nægja
að vísa til 15. gr. b-liðar laganna um
að söluhlutur skuli hafa þá eiginleika
til að bera sem neytandi mátti vænta
við kaupin á hlutnum s.s. um end-
ingu og annað. Í því sambandi sé
ekki unnt að miða við væntingar ein-
staka kaupenda, heldur verði að líta
til þeirra almennt. Þá er einnig vísað
til þess, að framleiðendur hafi ólík
markmið varðandi endingartíma
hluta við framleiðslu þeirra sem end-
urspeglist m.a. í verði þeirra og
markaðssetningu.
Frekari leiðbeiningar eru ekki
gefnar um hvaða hlutir skulu teljast
hlutir sem ætlað er að hafa verulega
lengri endingartíma en almennt ger-
ist um söluhluti, hvorki „þvottavélar
né bílar“.
Uppspretta dómsmála
Kærunefnd lausafjárkaupa hefur í
nokkrum álitum sínum staðhæft að 5
ára reglan gildi um ökutæki og
byggt eingöngu á þeim rökum að
þeir hlutir sem fjallað var um í við-
komandi álitum hljóti að hafa verið
ætlaður lengri endingartími en raun
varð á.
Á þessi rök hafa félagsmenn BGS
ekki getað fallist, enda hefur nefndin
hvorki lagt í þá vinnu að skilgreina
hvað sé almennur endingarími sölu-
hluta annars vegar og hvað teljist
vera verulega lengri endingarími en
söluhluta almennt, en það er grund-
vallarforsenda fyrir því að unnt sé að
beita reglu neytendakaupalaga um 5
ára kvörtunarfrest.
Með þeirri breytingu sem gerð var
á fimm ára reglunni frá 32. gr.
kaupalaganna með setningu laganna
um neytendakaup, hefur þeirri
grundvallarreglu kaupalaganna, og
tilgangi sáttmála SÞ um nauðsyn
þess að hafa skýrar og afmarkaðar
reglur í öllum viðskiptum, verið kast-
að fyrir róða. Óskýrleiki neytenda-
kaupalaganna um annars vegar
hvaða vörur falli undir ákvæðið og
hins vegar hvað teljist verulega lang-
ur endingartími, er til þess fallinn að
vera uppspretta dómsmála. Þrátt
fyrir það, hefur fram til þessa ekki
reynt á túlkun á fimm ára reglunni
fyrir dómstólum. Enn er því með öllu
óljóst, hvernig eigi að túlka ákvæðið
eða til hvaða hluta það taki. Að
tengja túlkunina við væntingar neyt-
andans eins og gert er ráð fyrir í
frumvarpinu, þ.e. að horfa beri til
þeirra væntinga sem kaupandinn
mátti gera sér um endingu hlutarins,
er bæði allt of opið og huglægt.
Bílar eru flóknir
Norðmenn eru þeir einu sem miða
við 5 ára regluna í bílaviðskiptum og
hefur það reynst þeim mjög tíma-
frekt og dýrt og eru uppi hugmyndir
um breytingar á því kerfi til sam-
ræmis við EB-tilskipun og sáttmála
SÞ. Bílar eru flóknir í smíðum og
gerðir úr þúsundum hluta, notaðir
við mjög misjafnar aðstæður og í
misjöfnu veðri og má því setja stórt
spurningarmerki um hvort þeir
flokkist undir hlut sem ætlaður er
verulega langur endingartími, en
meðalaldur bíla þar til þeim er hent í
Evrópu er 8 ár.
Hvað er kvörtunarfresturinn langur?
Morgunblaðið/Heiddi
Özur Lárusson
framkvæmdastjóri Bílgreina-
sambandsins.
Komdu og prófaðu betri og sparneytnari bíl!
- Nýskráning 4/2006
- Akstur 95 þ.km.
- Næsta skoðun 2012
- Ljósgrár
- 8 strokkar
- 4.394 cc.
- Innspýting
- 307 hö.
- Vökvastýri
- Veltistýri
- ABS hemlar
- Álfelgur/Dekk 20"
- Hiti í sætum og framrúðu
- Rafdrifin sæti + minni í sætum
- Bakkmyndavél
- Dráttarbeisli
- Fjarlægðarskynjarar
- Fjarstýrðar samlæsingar
- Geislaspilari
- Hraðastillir
- Líknarbelgir
- Loftkæling
- Rafdrifnar rúður
- Rafdrifnir speglar
- Umboðsbíll með góða
þjónustusögu
RANGE ROVER VOGUE
Listaverð 7.540.000
Ekkert áhvílandi.
Skipti á ódýrari koma til greina.
Tilboð óskast.
Uppl. í síma 822 3600.