Morgunblaðið - 07.07.2011, Síða 24
bílar24 7. júlí 2011
Árið 2007 tóku vinir ogættingjar Heiðars Þ. Jó-hannssonar sig samanog stofnuðu Mót-
orhjólasafn Íslands á Akureyri í
minningu Heiðars sem dó í bif-
hjólaslysi í Öræfasveit á leið heim
af landsmóti Snigla árið 2006.
Heiðar var einn kunnasti vélhjóla-
maður landsins og skildi eftir sig
22 mótorhjól og alls kyns muni
tengda hjólum.
„Það var draumur Heiðars að
stofna mótorhjólasafn og við tók-
um okkur því til eftir andlát hans
og fylgdum málinu eftir,“ segir Jó-
hann Freyr Jónsson safnstjóri.
„Ásamt því að spanna nærri 100
ára sögu mótorhjóla á Íslandi sem
við gerum bæði með sýningu hjóla,
muna og vel á þúsund ljósmynda,
ætlum við að halda uppi og varð-
veita minningu Heiðars. Við ætlum
líka að bjóða upp á umferð-
arfræðslu og námskeið auk þess
að bjóða upp á góða fund-
araðstöðu,“ segir Jóhann sem bæt-
ir því við að safnið sé rekið sem
sjálfseignarstofnun og að það sé
hugsað sem gjöf til íslensku þjóð-
arinnar.
Margir hafa komið að uppbygg-
ingu safnsins og segir Jóhann að
mikil sjálfboðavinna liggi þar að
baki.
„Það hafa mjög margir lagt okk-
ur lið. Fyrirtæki, klúbbar og ein-
staklingar hafa hjálpað okkur með
fjármögnun, gefið okkur efni eða
unnið í sjálfboðavinnu. Ætli það
liggi ekki á fjórða þúsund vinnu-
stundir í sjálfboðavinnu við safnið
í dag. Þá má heldur ekki gleyma
hollvinafélagi safnsins, Tíunni, en
innan vébanda þess eru nærri
fjögur hundruð félagsmenn.“
Í nýju húsi á Akureyri
Hús Mótorhjólasafns Íslands er
í nýbyggðu húsi á Krókeyri á
Akureyri. „Heiðar var að leita að
húsnæði fyrir mótorhjólasafn og
þegar við tókum við kyndlinum
eftir fráfall hans þá fundum við
ekkert hentugt húsnæði og fórum
þá út í að byggja þessa glæsilegu
byggingu sem er 800 fermetrar að
stærð og á tveimur hæðum.
Fyrsta skóflustungan var tekin um
mitt sumar 2008 og framkvæmdir
hófust í byrjun árs 2009. Núna er
neðri hæð hússins komin í gagnið
og sú efri verður vonandi tilbúin
sem fyrst, en þar er hugsunin að
hafa kaffihús og fleiri sýningar-
sali,“ segir Jón.
Af öllum stærðum og gerðum
Á safninu er að finna mótorhjól
af mörgum stærðum og gerðum.
„Elsta hjólið okkar er Triumph
500N frá 1928 og það er ásamt
mörgum hjólum bæði sjaldgæft og
skemmtilegt hjól. Við eigum í dag
hátt í 100 hjól og erum með á
sjötta tug til sýnis. Þegar efri
hæðin verður tilbúin er áætlað að
setja einnig upp hjólasýningu
þar,“ segir Jón og bætir því við að
á safninu sé líka að finna mjög
sjaldgæf hjól eins og Triumph
Hurricane frá 1975 auk annarra
fágætra hjóla.
vilhjalmur@mbl.is
Mótorhjól Stofnuðu Mótorhjólasafn Íslands í minningu eins kunnasta vélhjólamanns landsins
Eiga hátt í
hundrað hjól
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
„Það var draumur Heiðars að stofna mótorhjólasafn og við tókum okkur því til eftir andlát hans og fylgdum málinu eftir.“
Jóhann Freyr Jónsson safnstjóri við Piaggio vespu sem er nýkomin á safnið.
Elsta hjólið okkar er Tri-
umph 500N frá 1928 og
það er ásamt mörgum
hjólum bæði sjaldgæft og
skemmtilegt hjól.
Íslenski Cadillac-klúbburinn heldur
landsmót á Skógum undir Eyjafjöll-
um á laugardaginn. Cadillac-
eigendur hittast hjá Olís í Álf-
heimum í Reykjavík klukkan 9.30 á
laugardag og aka svo á Selfoss, þar
sem fleiri slást í hópinn.
Áætlað er að Cadillac-flotinn
renni í hlað á Skógum um klukkan
12. Þar verður köggunum stillt upp
við Skógasafn og verða þeir til sýnis
fram eftir degi. Áætlað er að aka frá
Skógum og aftur til Reykjavíkur um
klukkan 16.
Landsmót á Skógum á laugardaginn
Morgunblaðið/Golli
Landsmót Cadillac-klúbbsins er um helgina og þar munu sjást margir fallegir eðalbílar.
Kátiljákamenn hittast um helgina
ER VAGNINN RAFMAGNSLAUS ?
Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · skorri.is · Opið frá kl. 8:15 - 17:30