Morgunblaðið - 15.07.2011, Síða 2
2 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Samkvæmt drögum að rammasam-
komulagi sveitarfélaganna sem eiga
hlut í Eignarhaldsfélaginu Fasteign
er gert ráð fyrir að allt hlutafé Fast-
eignar verði fært niður í núll. Gerðir
verða hins vegar nýir lánasamningar
sem fela í sér að leiga lækki um 40-
50%, á tímabilinu 1. júlí 2011 til árs-
loka 2014, en 25-40% frá ársbyrjun
2015.
Eignarhaldsfélagið Fasteign á og
rekur fasteignir í eigu nokkurra
sveitarfélaga, en þar eru einnig eignir
eins og hús Háskólans í Reykjavík.
Fasteign hefur átt við alvarlegan
fjárhagsvanda að stríða, sem markast
m.a. af veikri stöðu þeirra sem standa
að félaginu. Nú hefur náðst sam-
komulag um að HR og Álftanes fari
út úr félaginu með sínar eignir. Það
mun formlega gerast í september.
Á síðasta hluthafafundi fengu
stjórnendur félagsins umboð til að
skoða hvort mögulegt væri fyrir
sveitarfélögin að kaupa leigueignir
sínar út úr félaginu, en eftir stæði fé-
lag í eigu bankanna. Bankarnir höfn-
uðu hins vegar þessari leið.
Í staðinn verður farin sú leið að
bankarnir og Álftanes fara út úr fé-
laginu með sínar eignir. Íslandsbanki
mun yfirtaka hluta af rekstrarláni að
upphæð um einn milljarð króna í
hlutfalli við virkan eignarhlut í félag-
inu, eftir að Álftanes og Garðabær
eru farin út.
Allt hlutafé félagsins verður fært
niður, en í tilviki Reykjanesbæjar,
stærsta eiganda félagsins, þýðir það
tap upp á 1,3 milljarða. Hlutafé verð-
ur síðan aukið af þeim aðilum sem
enn verða leigutakar félagsins.
Nýir leigusamningar verða gerðir
milli Fasteignar og leigutaka félags-
ins. Mun leigugjald framvegis taka
mið af raunverulegum afborgunum
Fasteignar af lánum félagsins og
rekstrarkostnaði.
Ráðandi þáttur um upphæð leigu-
greiðslu eru vaxtakjör og miðað við
núverandi libor-vexti er áætlað að
leiga lækki um 40-50%, á tímabilinu 1.
júlí 2011 til ársloka 2014, en 25-40%
frá ársbyrjun 2015.
Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar, sagði þessa
lækkun ekki gefa rétta mynd því eftir
væri að taka tillit til rekstrarkostn-
aðar og því væri 15% lækkun nærri
lagi.
Hlutafélag sveitarfélaga fært niður í núll
Álftanes og HR fara út úr Fasteign
Leiguverðið lækkar um 40-50% með
nýjum leigusamningum
Morgunblaðið/Ernir
Eign Hús Háskólans í Reykjavík
er í eigu Fasteignar.
Uppgjör Fasteignar
» Fasteign ætlar að ganga frá
uppgjöri við Álftanes og greiðir
það til Íslandsbanka 68% af
eftirstöðvum veðskuldabréfs.
» Stefnt er að því að endur-
greiðslutími lána Fasteignar
verði 25-27 ár.
» Eftir endurskipulagningu
mun Reykjanesbær eiga 58% í
Fasteign og skuldir sveitarfé-
lagsins nema 12,8 milljörðum.
Skuldir Sandgerðisbæjar nema
2,5 milljörðum.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Tveir fulltrúar frá Þróunarbanka
Kína (China Development Bank)
hafa verið hér á Íslandi undanfarna
tvo mánuði í þeim tilgangi að kanna
fjárfestingar- og fjármögnunartæki-
færi fyrir Þróunarbankann hér á
landi. Þeir fóru af landi brott í síð-
ustu viku, en tilkynntu Íslandsstofu
að þeir kæmu aftur til landsins í
ágúst. Þetta staðfesti Þórður H.
Hilmarsson, forstöðumaður fjár-
festingarsviðs Íslandsstofu, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
„Þessir fulltrúar frá Þróunar-
banka Kína hafa verið hér á landi á
vegum bankans í allmargar vikur.
Við höfum átt fundi með þeim, út af
hugsanlegu samstarfi. Þeir hringdu
í okkur í síðustu viku og tilkynntu
að þeir væru á förum, en þeir
myndu koma aftur í ágúst. Þeir
sögðust vera að fara í sumarfrí,“
sagði Þórður.
Hann kvaðst ekki vita hvort
brottför Kínverjanna tengdist með
einhverjum hætti því að hætt var
við að forsætisráðherra Kína, Wen
Jiabao, kæmi hingað til lands í op-
inbera heimsókn hinn 14. júlí, eða í
gær. „Þeir sögðust vera að fara í
sumarfrí og ég hef engar forsendur
til þess að meta, hvort eitthvað ann-
að bjó þar að baki,“ sagði Þórður.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafði staðið til að Kínverj-
arnir frá Þróunarbanka Kína
dveldu hér á landi, meðan á op-
inberri heimsókn forsætisráðherra
þeirra stæði um miðjan júlímánuð.
Þegar heimsókn forsætisráðherrans
var blásin af, hafi þeir breytt
áformum sínum og flýtt brottför af
landinu.
Þórður sagði að Kínverjarnir
hefðu á undanförnum vikum rætt
við ýmsa aðila hér á landi, með hlið-
sjón af því hvort hér væru fjár-
mögnunar- og fjárfestingarverkefni,
sem hentað gætu Þróunarbanka
Kína.
„Þeir hafa óskað eftir því að gera
formlegan samstarfssamning við Ís-
landsstofu, með það fyrir augum að
vinna áfram að slíkum verkefnum
milli Kína og Íslands,“ sagði Þórður
og bætti því við að sú ósk Kínverj-
anna væri nú til skoðunar hjá Ís-
landsstofu og slíkt verkefni yrði þá
hugsað sem rammi til þess að opna
leiðir fyrir íslensk fyrirtæki að fjár-
festa í Kína og kínversk fyrirtæki
að fjárfesta á Íslandi.
Kínverjar kanna möguleika
á fjárfestingum á Íslandi
Fulltrúar frá Þróunarbanka Kína voru hér í tvo mánuði að kanna ýmis tækifæri
„Þeir hafa óskað
eftir því að gera
formlegan sam-
starfssamning.“
Þórður Hilmarsson
Unga fólkið sem starfar á Íslandi í sumar sem
sjálfboðaliðar á vegum félagasamtakanna
SEEDS er frá ýmsum löndum í Evrópu. Þessi
fjögur voru brosmild þar sem þau voru að laga
gangstétt við Geysi í Haukadal, enda ánægjulegt
að fá að starfa á svo þekktum stað. Aideen Lark-
in er frá Írlandi, Joseph Saxton frá Englandi,
Rachel Harrison einnig frá Englandi og sama er
að segja um Paul Floyd. »10-11
Sjálfboðaliðar laga gangstétt við Geysi
Morgunblaðið/RAX
„Þetta snýst eingöngu um starfs-
öryggismál og við og forsvarsmenn
Icelandair erum að tala saman,“
sagði Hafsteinn Pálsson, formaður
FÍA, að loknum samningafundi með
Icelandair í gærkvöldi.
Fundað var í nokkrar klukku-
stundir í gær, án niðurstöðu, og
verður viðræðum fram haldið í dag.
Sem kunnugt er felldu flugmenn
Icelandair, innan FÍA, kjarasamn-
ing við flugfélagið með 51%
greiddra atkvæða. Aðeins munaði
þremur atkvæðum milli þeirra sem
vildu fella og hinna. Aðspurður
hvort það hefði komið samninga-
mönnum á óvart að flugmenn Ice-
landair höfnuðu samningnum sagði
Hafsteinn: „Það hlýtur að hafa gert
það.“ janus@mbl.is
Flugmenn
funda áfram
Morgunblaðið/Ernir
Golfiðkun tveggja pilta var stöðvuð
í Kópavogi í gær eftir að golfkúla
annars þeirra skall á bíl sem ekið
var um götu í bænum. Engan sak-
aði, að sögn lögreglunnar á höfuð-
0borgarsvæðinu. Gerði lögreglan
piltunum grein fyrir því, að heppi-
legast væri að leika golf á þar til
gerðum völlum. Kylfingarnir ungu
höfðu hins vegar svo mikla trú á
eigin getu, að þeir drógu í efa að
golfkúla frá þeim hefði getað lent á
bílnum. Engir aðrir kylfingar voru
hins vegar sjáanlegir á svæðinu.
Djarfir kylfingar
á ferð í Kópavogi
Kveikt var á tveimur neyðarblysum
í Bolungarvíkurgöngum í gærvöldi
með þeim afleiðingum að loka
þurfti göngunum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu fylltust
göngin af reyk og í fyrstu leit út
fyrir að eitthvað væri að brenna
þar inni. Var göngunum því lokað
og lögregla og slökkvilið kölluð út.
Er göngin höfðu verið reykræst
kom í ljós að um neyðarblys hefði
verið að ræða.
Málið er í rannsókn lögreglunnar
á Ísafirði og er litið mjög alvar-
legum augum þar sem fólki í göng-
unum var stefnt í hættu.
Jarðgöngum lokað
vegna neyðarblysa