Morgunblaðið - 15.07.2011, Page 11

Morgunblaðið - 15.07.2011, Page 11
Í sjónmáli Þessi virðist skima eftir ströndu til að sóla sig á. Það má sjá greinileg áhrif frá kvik- myndunum um sjóræningjana í Pira- tes of Caribbean í nýjustu sundfata- línunni frá Maaji swimwear. Hjá þessari kólumbíska sundfatafram- leiðslu er lagt upp úr því að búa til allt í senn þægilegan, litríkan og vandaðan sundfatnað. Nýjasta nýtt í bikinítísku fyrirtækisins var kynnt nýlega og sprönguðu sýningarstúlk- urnar um skreyttar armböndum og öðru í sjóræningjastíl. Einnig mátti sjá í það minnsta eina sýningarstúlk- una kíkja í kíki. Kannski hún hafi verið að skima eftir Bikiníeyjum? Sundfatatíska Litríkir sjóræningjar spóka sig Reuters Litríkt Sannarlega sumarlegt bikiní í flottum og áberandi litum. mismunandi verkefni víðsvegar um landið. Nú í júlí og ágúst er búist við um 300 manns hvorn mánuð. Verk- efnin tengjast öll umhverfi eða menn- ingu á einn eða annan hátt. Meðal þeirra eru hreinsun strandlengj- unnar á Langanesi, Arnarfirði, Reykjanesskaga og Viðey, gróður- setning í Dýrafirði og Bláfjöllum og lagning og viðhald göngustíga m.a í Vatnajökulsþjóðgarði, Þórsmörk og Fjarðabyggð. Einnig aðstoð við ýms- ar hátíðir og menningaratburða víðs vegar um landið, viðhald minja og fornleifa og torfvinna ásamt ýmsu fleiru. Í Reykjavík starfa nokkrir hópar við að fegra miðbæinn. Sjálf- boðaliðar hafa líka sótt í að koma hingað yfir vetrartímann. Þá hefur SEEDS til að mynda verið í sam- starfi við Rauða krossinum um að út- vega sjálfboðaliða í kakódreifingu og fjáröflun. Beðin um að vinna minna „Með starfinu reynum við líka að hjálpa fólki hér að láta drauma sína rætast. Einhvern hefur kannski lengi dreymt um að rækta upp skóg, leggja göngustíga eða setja upp hátíð. Þá komum við með fólk sem getur að- stoðað við það og það skiptir máli að verkefnin koma aldrei í staðinn fyrir launað starfsfólk. Það er frekar að við finnum fólk í verk sem annars væru ekki unnin. Fólkið sem kemur til okk- ar er alla jafna tilbúið í það að gefa vinnuna sína upp í átta tíma á dag. Það fær fæði og húsnæði í staðinn og einhvers konar afþreyingu, t.d. gönguferð með leiðsögn, báts- eða hellaferð. Allt eftir því hvað stað- urinn býður upp á. Með þessu fyrir- komulagi fær fólk að kynnast Íslandi dálítið öðruvísi heldur en hinn venju- legi ferðamaður. Við höfum fengið svo duglega hópa að gestgjafarnir hafa beðið okkur um að láta þá vinna aðeins minna. Til að byrja með þurft- um við að leita dálítið til fólks en það hefur aukist síðastliðin tvö ár að fólk leiti til okkar. Það þarf bara að gerast með góðum fyrirvara þar sem fólk sækir um ákveðin verkefni. En við leggjum upp úr því að hafa verkefnin okkar gæðaverkefni,“ segir Anna. Fólk á öllum aldri „Fólkið er yfirleitt á aldrinum 18 til 35 ára. Þó höfum við fengið sjálf- boðaliða allt upp í sextugt. Eins hafa komið saman mæðgur og feðgin sem gefur skemmtilega fjölbreytni. Stundum tengjast verkefnin við það sem fólk er að læra en oft er þetta bara fólk sem vill leggja eitthvað af mörkum. Verkefnin má sjá á heima- síðu samtakanna og sækja um ákveð- ið verkefni eftir sínu áhugasviði. Þá veit fólk aðeins út í hvað það er að fara og hvernig aðstæður eru. Al- gengast er að í hverjum hóp séu um átta til tólf manns Margir koma frá Evrópu, Spáni, Þýskalandi og Ítalíu. En við fáum líka fólk til okkar frá Suður-Kóreu, Japan, Suður- og Norður-Ameríku og Ástralíu og margir koma líka frá Kanada. Sumir koma aftur og núna eru hér nokkrir sjálfboðaliðar sem taka þátt í fimm eða sex verkefnum í röð í þrjá mánuði og flakka þá á milli staða um landið,“ segir Anna. Skemmtilegt alþjóðakvöld Sjálfboðaliðarnir ferðast víða um landið og segir Anna þá hafa komið á ótrúlegustu staði og gert hluti sem flestir Íslendingar fái ekki tækifæri til. Til að mynda að vinna með gömlum, íslenskum verkfærum. Hóparnir halda líka alþjóðakvöld undir lok verkefnisins. Þá eru sjálf- boðaliðarnir hvattir til að koma með mat og drykk frá heimalandinu og fólkinu sem tengist verkefninu á ein- hvern hátt og bæjarbúum boðið að koma og taka þátt. Síðan er borðað og sungið. Anna segir þetta sér- staklega skemmtilegt á litlum stöð- um þar sem samfélagið taki eftir þessum hópi sem komi saman frá ólíkum löndum. Sumir sjálfboðaliðarnir dvelja hér í nokkra mán- uði og flakka um landið. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011 Sumarjógúrt með mangó frá MS. Frábær í útileguna, í bústaðinn eða hvar sem þú ert á ferðinni í sumar. ms.is H VÍ TA H Ú SI Ð / SÍ A -1 1- 05 09 „Á þjálfunarnámskeiði hitti ég Ítala sem unnið hafði að umhverfis- verndarmálum og hann mælti með að ég færi til Íslands. En ég hef lært bæði líf- og vistfræði og hef hug á að starfa við umhverfis- vernd,“ segir Domas Maciunas. Hann hefur starfað með samtökunum um allt land, meðal annars á Vestfjörðunum og á Reykjanesi. Hann er nú að hefja störf í sínu fjórða verkefni við hvalavernd í Reykjavík. Domas kom til landsins í byrjun maí og mun dvelja hér þar til í byrjun des- ember. „Þetta hefur verið frábær lífsreynsla og mér líkar vel við Ísland. Það er ótrú- legt land og fólkið er vinsamlegt. Ég bjóst við að það yrði lokaðra. Vinnan er erfið en gefandi og gestgjafarnir hafa verið góðir. Ég er frá Litháen og sakna helst skógarins að heiman auk nætur- innar nú yfir sumartímann. Ég valdi Ísland líka til að læra hvernig fólk getur komist af í erfiðum aðstæðum. Í framtíðinni langar mig að eiga lífrænt býli og vildi því heim- sækja slík býli hér sem miða að því að vera sjálfbær. Mér líkar vel við það hvernig ferða- mennska og búskapur fer saman hér og að selt sé beint af býli,“ segir Domas sem hlakkar til komandi verkefna á Íslandi. Erfið en gefandi vinna DOMAS MACIUNAS FRÁ LITHÁEN „Eftir að hafa heyrt mikið um Ísland langaði mig að koma og sjá það með eigin augum og upplifa ólíka menningu. Ég er frá Tallin í Eistlandi og það er margt líkt með löndunum nema að hér er ekki jafn mikill skógur og í Eistlandi er ekki jafn mikið af fjöllum. Mér líður ekki eins og ég sé mjög langt að heiman þó ég sakni heita sumarsins þar. En það er alveg þess virði að missa af því fyrir þessa upplifun,“ segir Eleen Luisk. Eleen hefur dvalið hér síðan í apríl og verður fram í nóvember. Hún starfar sem hópstjóri hjá SEEDS og ferðast um landið til að sinna ólíkum verkefnum. „Sum verkefnin hafa verið tengd menningu eins og að skipuleggja klassíska tónleika. Önnur verk- efni hafa verið unnin úti í náttúrunni eins og t.d. að leggja hjólaslóða. Yfirleitt eru um tíu manns í hverjum hóp og það er skemmtilegt að vinna með ólíkum karakterum frá ýmsum löndum. Við verðum eins og lítil fjölskylda og því getur stundum verið erfitt að kveðja fólk. Á móti kemur þó að maður myndar fljótt tengsl við nýjan hóp,“ segir Eleen. Hún segist vel geta hugsað sér að starfa við eitthvað tengt umhverfinu í fram- tíðinni. Hún segir að Íslandsdvölin muni reynast henni vel til að öðlast skýrari sýn á hvað það nákvæmlega verði. Eleen hefur ferðast nokkuð á þeim tíma sem hún hefur dvalið á Íslandi. Hún segir Drangey vera í uppáhaldi af þeim stöðum sem hún hafi þegar heimsótt en sig langi líka til að heimsækja Austfirðina. Fljót að mynda tengsl ELEEN LUISK FRÁ EISTLANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.