Morgunblaðið - 15.07.2011, Side 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Sprengjuárásin í borginni Mumbai á Indlandi
kostaði minnst 18 manns lífið og særði ríflega 130.
Stjórnvöld þar í landi segjast enga viðvörun hafa
fengið en þrjár sprengjur sprungu nær samtímis í
borginni á miðvikudag.
Að sögn yfirvalda þar í landi hefur enginn
hryðjuverkahópur lýst ódæðinu á hendur sér.
Skemmst er að minnast árása skæruliða á borgina
árið 2008 en þá var um að ræða vígamenn frá Pak-
istan sem felldu 165 borgara í árás sinni.
Yfirvöld á Indlandi eru hikandi við að ásaka
hryðjuverkahópa um að hafa skipulagt árásina á
miðvikudag. „Allir hópar sem óvinveittir eru Ind-
landi eru til rannsóknar. Við erum um þessar
mundir að skoða alla þessa hópa og munum finna
þá er bera ábyrgð á þessum árásum,“ sagði Chi-
dambaram Palaniappan innanríkisráðherra Ind-
lands, að því er fram kemur á fréttaveitu CNN.
Yfirvöld á Indlandi hafa verið gagnrýnd í kjölfar
árásarinnar og hefur verið bent á að mögulega sé
um að kenna skorti á upplýsingaöflun innlendra
öryggissveita. Ráðherrann vísaði því alfarið á bug
og sagði öryggis- og leyniþjónustusveitir reyna
hvað þær geta til að hindra árásir sem þessar.
Skotmörkin
Sprengjurnar þrjár sem sprungu allar nær
samtímis á miðvikudag voru staðsettar á fjölförn-
um verslunar- og viðskiptagötum í Mumbai. Um
var að ræða Zaveri Bazaar, hverfi sem er þekkt
fyrir skartgripasölu, Opera House-viðskiptahverf-
ið og þriðja sprengjan var í hinu fjölmenna Dadar-
hverfi. Sökum þess að sprengjurnar sprungu nær
samtímis segja yfirvöld að um sé að ræða mjög
samhæfða árás.
Mumbai hefur verið skotspónn vígahreyfinga í
gegnum árin. Árið 2006 var gerð árás á lestarkerfi
borgarinnar sem kostaði 174 borgara lífið og árin
2003 og 1993 létust ríflega 300 manns í árásum
vígamanna. Rannsókn árásarinnar stendur enn
yfir og reyna borgarbúar að sinna daglegum störf-
um í skugga ódæðisins.
Mannskæð árás í Mumbai
Ríflega 130 særðir og minnst 18 eru látnir eftir þrjár sprengingar á Indlandi
Engin aðvörun gefin áður Mannskæðasta árás á borgina í áraraðir
Reuters
Lögreglumaður stendur vörð á vettvangi árásar.
Þjóðhátíðardagur Frakklands, Bastilludagurinn,
var haldinn hátíðlegur um allt Frakkland í gær.
Í tilefni af því fór mikil skrúðganga niður
Champs-Élysées í París og fjölmennti fólk út á
götur borgarinnar. Á þjóðhátíðardegi Frakk-
lands er þess minnst að þann 14. júlí árið 1789
réðst æstur múgur inn í Bastillufangelsið og
dregur dagurinn nafn sitt af þeim atburði. Var
sá atburður upphafið að frönsku byltingunni.
Bastilludagurinn haldinn hátíðlegur
Reuters
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fagnaði í dag inn-
göngu Suður-Súdans í samtökin, en þjóðin varð sú 193. til
þess að gerast meðlimur SÞ. Allar þjóðir greiddu ein-
róma atkvæði um inngöngu Suður-Súdans í SÞ og bauð
aðalframkvæmdastjórinn, Ban Ki-Moon, þjóðina vel-
komna. Hið nýja ríki mun taka upp sinn eigin gjaldmiðil
og dreifing peningaseðla hefst á mánudaginn, að því er
fram kemur á fréttavef BBC.
Einnig skrifaði súdanska ríkisstjórnin undir friðar-
samkomulag við uppreisnarhóp Darfur, Frelsis og rétt-
lætis-hreyfinguna, í höfuðborg Katar, Doha. Þó voru fjar-
verandi helstu leiðtogar uppreisnarhópa Darfur sem eiga
í deilum, en þar eru stærstu hóparnir Réttlætis- og jafn-
réttis-hreyfingin og flokkar innan Súdanska frelsishers-
ins. Þeir skrifuðu því ekki undir samkomulagið. Leiðtog-
ar Chad, Eþíópíu, Búrkínu Fasó, Erítreu og Katar voru
hinsvegar viðstaddir ásamt forseta Súdans, Omar al-Ba-
shir. Leiðtogar þeirra uppreisnarhópa sem ekki skrifuðu
undir hafa gagnrýnt samkomulagið fyrir að taka ekki á
m.a. mannréttinda- og auðlindamálum. Að sögn þeirra
hefur samkomulagið aðeins það hlutverk að úthluta þeim
sem undir skrifuðu embættum.
Norður- og Suður-Súdan eiga enn eftir að taka ákvörð-
un um landamæri, olíuauðlindir og skuldir. Í kjölfar þjóð-
aratkvæðagreiðslu í janúar klofnaði Súdan og nýtt ríki,
Suður-Súdan, varð til, í kjölfar áratugaátaka sem hafa
kostað 1,5 milljónir manns lífið. larah@mbl.is
Suður-Súdan gengur
í Sameinuðu þjóðirnar
Reuters
Suður-Súdan SÞ fagna 193. meðlimi samtakanna.
SÞ fagna 193. ríkinu
Umdeilt samkomulag
Minnst sex
manns létu lífið
og 15 særðust er
sjálfsmorðs-
sprengjumaður
sprengdi upp
mosku í Kanda-
har í gær. Árás-
armaðurinn
komst óséður inn
í moskuna sökum
þess að hann
hafði falið sprengiefni undir túrban
sem hann bar á höfði sér, að því er
fram kemur á fréttavef CNN.
Tilræðið var framið á sama tíma
og minningarathöfn fór fram um Ah-
med Wali Karzai, sem var bróðir
Hamid Karzai forseta Afganistans.
Ahmed Wali Karzai var skotinn til
bana á heimili sínu síðastliðinn
þriðjudag af eigin lífverði. Liðsmenn
talibana hafa lýst skotárásinni á
hendur sér
Ýmsir háttsettir embættis- og
stjórnmálamenn frá Kabúl voru við-
staddir minningarathöfnina þegar
sprengjumaðurinn lét til skarar
skríða. Að sögn yfirvalda þar í landi
sakaði þá ekki en meðal þeirra er
létust í árásinni í gær voru tveir
trúarleiðtogar og eitt barn.
Ýmsir hafa bent á að vera er-
lendra hersveita í Afganistan stuðli
að ódæðisverkum sem þessum. Að
sögn þingmannsins Haji Mohammad
Din eru talibanar reiðubúnir að setj-
ast að friðarsamningum, yfirgefi er-
lendar hersveitir svæðið.
Sprengju-
árás í
mosku
Forseti
Afganistans.
Árás gerð í minn-
ingarathöfn Karzai
Geimfarar geimferjunnar Atlantis
sem nú er á sporbraut um jörðu,
vöknuðu við undurfagra tóna Eltons
John í gærmorgun. Um var að ræða
hið sívinsæla lag Rocket man, en
hefð ríkir hjá bandarísku geimferð-
arstofnuninni (NASA) að vekja
geimfara sína með lögum vinsælla
hljómlistarmanna. Ásamt laginu var
spiluð upptaka þar sem Elton John
ávarpaði áhöfn Atlantis. Óskaði
hann þeim alls hins besta og færði
bæði geimförum og öðrum, sem
komið hafa að geimferðaráætlun
NASA undanfarna áratugi, þakkir
fyrir vel unnin störf. Voru geimfarar
að vonum ánægðir með kveðjuna.
Söngur í
geimnum
Lögreglan í New York í Bandaríkj-
unum fann síðastliðinn miðvikudag
jarðneskar leifar ungs drengs sem
leitað hefur verið frá því á mánu-
dag. Frá þessu er greint á frétta-
síðu CNN. Í kjölfarið handtók lög-
reglan 35 ára gamlan karlmann
sem grunaður er um verknaðinn.
Drengurinn, sem var átta ára
gamall, var á heimleið úr dagvistun
til móts við foreldra sína en villtist
af leið. Að sögn lögreglu hafði mað-
urinn engin tengsl við drenginn en
hann bað manninn að segja sér til
vegar. Á upptöku eftirlitsmynda-
vélar sést maðurinn ganga inn á
tannlæknastofu í borginni á meðan
drengurinn beið hans fyrir utan.
Örfáum mínútum síðar fór dreng-
urinn í fylgd með manninum.
Rannsóknarlögreglumenn höfðu
upp á manninum eftir upplýsing-
um er fengust frá læknastofunni.
Framkvæmdi lögreglan húsleit á
heimili hans skömmu síðar.
Við húsleitina fundust líkams-
leifar drengsins
í frystikistu í
eldhúsi manns-
ins ásamt því að
hlutar af líkama
drengsins fund-
ust einnig vafðir
inn í plastpoka í
ruslatunnu
skammt frá hús-
inu.
Umfangsmik-
il leit var gerð að drengnum eftir
að upp komst um hvarf hans á
mánudag og segir lögregla að mað-
urinn hafi fyllst ótta sökum leit-
arinnar og myrt drenginn í kjölfar-
ið. Að sögn lögreglu hefur
maðurinn ekki komist í kast við
lögin áður. Charles J. Hynes sak-
sóknari sagði í yfirlýsingu á mið-
vikudag að hann hygðist krefjast
þyngstu refsingar yfir manninum.
Verður maðurinn ákærður fyrir
hrottafengið morð á drengnum
ásamt limlestingum.
Ungur drengur fannst
látinn í frystikistu
Mikil leit var gerð
að drengnum.