Morgunblaðið - 15.07.2011, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
N
okkurs miskilnings gætir um
ítalska hagkerfið. Þegar litið er
til hefðbundinna mælikvarða þá
sést að það er eitt af tíu stærstu
hagkerfum heims. Ítalska hag-
kerfið er næststærsti útflytjandi evrusvæðisins
og kemur á eftir Þýskalandi. Þrátt fyrir að
ítalska ríkið sé með þeim skuldsettari í heim-
inum þá hefur sparnaður ítalskra heimila í
sögulegu samhengi verið hár, og hefur það
ásamt íhaldssemi í fjárfestingum meðal annars
stutt við sjálfbærni skuldsetningar hins opin-
bera. Þrátt fyrir allt saman gera áætlanir ráð
fyrir að frumjöfnuður verði af rekstri ríkisins í
ár.
Samt sem áður hefur Ítalía verið skotspónn
fjárfesta í vikunni. Söluþrýstingur á ítölsk ríkis-
skuldabréf í byrjun vikunnar leiddi til þess að
ávöxtunarkrafan á tíu ára bréf fór yfir 6% í fyrsta sinn frá
árinu 1997. Uggvænleg þróun sem kallaði á sérstök úrræði
frá Evrópska seðlabankanum. Enda er ekki að furða þar
sem reynsla Grikkja, Íra og Portúgala undanfarin ár hefur
sýnt að ekki verður aftur snúið þegar krafan á skuldabréf
er komin yfir 7%. Eftir að það gerðist hjá ofangreindum
ríkjum varð óumflýjanlegt að þau þyrftu að leitast eftir
neyðarlánveitingum frá öðrum aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þá sögu þekkja allir. Hinsvegar gleymist oft að spyrja af
hverju fjárfestar misstu trú á viðkomandi ríkjum? Af
hverju eru fjárfestar að missa trú á ítalska hagkerfinu?
Svarið blasir við.
Framleiðni ítalskra verkamanna er þriðj-
ungur á við þýska verkamenn. Á sama tíma er
launakostnaður fjórðungi meiri ef marka má
tölur Financial Times. Fjármagnsflæði í kjölfar
aðildar að evrusvæðinu leiddi til ofþenslu sem
hélst í hendur við hækkun launakostnaðar án
framleiðniaukningar. Þeir sem telja evruna
undir núverandi skipulagi sérstaklega hentuga
til þess að tryggja kaupmátt launþega ættu að
hafa í huga að samkeppnisfærni ítalska hag-
kerfisins verður einungis endurreist með lækk-
un launa og þar af leiðandi auknu atvinnuleysi.
Hinsvegar tryggir evran undir þessum kring-
umstæðum hag fjármagnseigenda sem geta
auðveldlega fært eign sína úr ítölskum banka
yfir í þýskan rétt eins og þróunin hefur verið í
Miðjarðarhafslöndunum að undanförnu. Stöðu-
taka fjárfesta gagnvart evrunni byggir á þeirri trú á að það
sé ómögulegt í pólitískum skilningi að þrýsta niður launum
og skera nægilega mikið niður í útgjöldum verst stöddu
evruríkjanna til að hagkerfi þeirra endurreisi glataða sam-
keppnisfærni. Sagan um örlög gullfótarins á fjórða áratug
síðustu aldar sýnir einmitt að aðlögunin í átt að endurreisn
samkeppnisfærni getur ekki eingöngu farið fram með
verðhjöðnun. Ennfremur hafa menn litla trú á annarri
lausn sem blasir við – að evrusvæðið deili með sér sameig-
inlegu miðstjórnarvaldi í efnahagsmálum. Ástæða þess er
einföld: Fyrir því er enginn pólitískur vilji og þá allra síst
hjá skattgreiðendum. ornarnar@mbl.is
Örn
Arnarson
Pistill
Hið raunverulega ójafnvægi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
VIÐTAL
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
S
tórbruninn í endur-
vinnslustöð Hringrásar
fyrr í vikunni hefur vakið
umræðu um staðsetningu
grófs iðnaðar innan borg-
armarkanna á ný. „Það er alveg ljóst
að það er ekki bara Hringrás sem er
á stað sem var ágætur þegar þessi
fyrirtæki hófu starfsemi sína, en er
orðin aðþrengd og hentar orðið illa
næsta nágrenni,“ segir Júlíus Vífill
Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins.
Sem dæmi um önnur fyrirtæki í
svipaðri stöðu og Hringrás nefnir
Júlíus Malbikunarstöðina, sem raun-
ar er í eigu Reykjavíkurborgar og
Björgun ehf við Sævarhöfða. Hann
telur það eðlilegt að núverandi
starfssvæði fyrirtækja af þessum
toga yrðu notuð til áframhaldandi
þróunar byggðar.
Ný höfn við Kollafjörð
Á síðasta kjörtímabili leiddi Júlíus,
sem formaður Skipulagsráðs og
stjórnarformaður Faxaflóahafna,
vinnu við undirbúning skipulags iðn-
aðarsvæðis og hafnar í Álfsnesi. Með
flutningi þangað mætti slá nokkrar
flugur í einu höggi; svæðið er stórt
og hentar ágætlega fyrir grófan iðn-
að, nágrannar verða ekki fyrir óþæg-
indum af starfseminni og fyrirtækin
flytja ekki úr sveitarfélaginu. Þá
losnar um land sem nota mætti til
þéttingar byggðar. „Þetta er mikill
hagur fyrir borgina,“ segir Júlíus,
„að losa til dæmis um þessi stóru
svæði sem steypustöðvarnar taka
uppi á Höfða. Í aðalskipulaginu og
borgarþróuninni sjáum við Höfðann
verða næsta þróunar- og uppbygg-
ingarsvæði. Þar yrði blönduð byggð í
stað þess iðnaðar sem einkennir nán-
ast allt það svæði í dag.“
Á meðfylgjandi mynd má sjá hug-
mynd að 40 hektara iðnaðarsvæði og
höfn á Álfsnesi, við sunnanvert
mynni Kollafjarðar. Samkvæmt
kynningu sem gerð var í tengslum
við aðalskipulagsgerð yrði ekki þörf
fyrir land á Álfsnesi undir íbúða-
byggð fyrr en eftir um tuttugu ár.
Starfsemin haldist í Reykjavík
Að mati Faxaflóahafna var þetta
raunhæfasti kosturinn fyrir iðnaðar-
svæði og höfn af þessu tagi. Einar
Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
Hringrásar, sagði í samtali við
Morgunblaðið í vikunni að fyrir-
tækið væri fúst til þess að endur-
skoða framtíð sína í Klettagörðum.
Hann efaðist hins vegar um að skoð-
un leiddi í ljós hentugri staðsetningu
fyrir fyrirtækið og það færi í einu og
öllu eftir ákvæðum starfsleyfis. „Við
erum búnir að slípa þennan rekstur
það vel til að ég held að það sé mikill
ávinningur fyrir borgarbúa að hafa
svona endurvinnslufyrirtæki í borg-
inni,“ sagði Einar.
Júlíus er sama sinnis hvað það
varðar að halda rekstrinum í
Reykjavík. „Ég hef verið þeirrar
skoðunar að Reykjavíkurborg eigi,
eins og hún framast getur, að skapa
aðstæður til atvinnuuppbyggingar,
en alls ekki treysta á það að ná-
grannasveitarfélög uppfylli þarfir
þessara fyrirtækja.“
Vinna við aðalskipulag
hefur dregist
Júlíus segir töluverða vinnu hafa
farið í gerð skipulagsins á síðasta
kjörtímabili og sátt hafa ríkt um
fram komnar hugmyndir. „Þetta at-
vik sem kom upp í Hringrás er bara
áminning um að klára þetta mál,“
segir hann. Skipulag Álfsness var
fellt inn í aðalskipulagsvinnu, en
Júlíus segir að hefði hann vitað
hvernig þróunin yrði hefði hann
ekki gert það. „Ef aðalskipulagið
ætlar að dragast svona mikið í hönd-
um núverandi meirihluta er rétt að
taka Álfsnes, og þróunina þar, [aft-
ur] út sérstaklega og klára það
skipulag.“ Breytingarnar sem það
hefði í för með sér hefðu mikil já-
kvæð áhrif.
Álfsnes hentaði vel
fyrir grófan iðnað
Framtíðarskipulag Álfsness? 40 hektara iðnaðarsvæði og höfn
Mynd: Faxaflóahafnir/Reykjavíkurborg
Eins og sjá
má á stóru
myndinni
hér að ofan
er gert ráð
fyrir
Sunda-
braut.
Júlíus
segir hana
þó ekki for-
sendu þess
að flytja megi iðnað á Álfs-
nes.
„Það sem mér finnst
áhugaverðasti kosturinn er
að Sundabraut byrji eiginlega
í miðjunni, þannig að teng-
ingin við Álfsnes komi í
gegnum Geldinganes og það-
an yfir í Grafarvoginn, á
Víkurbraut,“ segir hann.
Þannig opnist uppbygging-
armöguleiki, bæði fyrir Geld-
inganes og Álfsnes. Ódýrasti
hluti brautarinnar sé þar að
auki milli Álfsness og Geld-
inganess, enda mjög grunnt
þar yfir.
Vegna þessarar umfjöllunar
var reynt að ná í Dag B. Egg-
ertsson, formann borgarráðs,
en það bar ekki árangur.
Vill byrja
í miðjunni
SUNDABRAUT
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Það lá þungtá Banda-ríkjamönn-
um og banda-
mönnum þeirra að
Osama bin Laden
skyldi komast
undan þeim í nærri áratug.
Hann var jú maðurinn á bak
við mörg mannskæðustu
hryðjuverk áranna á undan
og tákngervingur árásanna
11. september 2001. Það
hryllingsverk var velheppnuð
hetjudáð í augum fylgis-
manna bin Ladens. En þótt
hann næðist ekki þrátt fyrir
áköfustu leit sem sögur fara
af, þá þýddi sú leit, að hryðju-
verkaforinginn veitti ekki
sínu liði eiginlega forystu
lengur. En frelsi hans veitti
þeim á hinn bóginn styrk og
dró mátt úr yfirlýsingum um
að hryðjuverkamönnum
skyldi hvergi verða vært.
En svo sérstakt sem það er
mun dauði bin Ladens þýða
að svigrúm herskárra hatara
vestræns lýðræðis og hryðju-
verkaarms þeirra mun aukast
og styrkjast. Bandarísk yfir-
völd telja að með drápi
hryðjuverkaforingjans hafi
þau pólitíska stöðu til að
draga herlið burtu frá Afgan-
istan fyrr en ella og önnur
ríki hafa þegar tilkynnt að
þau muni fylgja fordæmi
þeirra. Bandaríska þjóðin er
þreytt á þessari styrjöld og
telja margir að með drápi bin
Ladens sé nóg að gert.
Fátt bendir þó til að skjól-
stæðingar bandamanna í Afg-
anistan verði færir um að
halda í horfinu eftir að hið er-
lenda lið hverfur á braut.
Morðið á bróður Karzais for-
seta og sjálfsmorðsárás við
minningarathöfn um hann
sýna hve ástandið í landinu er
brothætt. Og við bætist að
dauði bin Ladens færði gagn-
kvæmt vantraust Bandaríkj-
anna og Pakistans upp á yfir-
borðið. Augljóst má vera að
bin Laden hefði ekki þrifist
við þann aðbúnað sem hann
bjó við í Pakistan án vitnesku
og verndar hers og leyniþjón-
ustu þess.
Bandaríkin hafa nú sest á
100 milljarða króna styrk til
hers Pakistans sem gjaldfall-
inn var vegna þess að ótil-
tekin atriði í samskiptum
ríkjanna hafa ekki komist á
hreint. Bærilegt samband við
yfirvöld í Pakistan er for-
senda þess að takast megi að
veikja talíbana í Afganistan
nægilega. Ef saman fer fækk-
un í her Bandaríkjamanna og
bandamanna þeirra í Afgan-
istan og versn-
andi sambúð við
yfirvöld í Pak-
istan, sem var tæp
fyrir, þá þarf vart
að spyrja að leiks-
lokum. Þá er hætt
við að á 10 ára afmæli ódæðis-
verkanna 11. september muni
vesturlandamenn ekki aðeins
hafa samúð og söknuð í hjarta
vegna fórnarlamba þess dags
og annarra af sama toga. Þá
munu menn óttast að ekki
hafi tekist að nota tímann
sem liðinn er til að tryggja að
slíkt muni ekki gerast aftur.
Hryðjuverk aukast í Ind-
landi. Pakistan býr við veika
stjórn og öfga- og ofstækis-
menn hafa þar mikil áhrif,
jafnt innan sem utan stjórn-
kerfisins. Afganistan hangir
á hernaðaraðstoðinni sem
enn er til staðar, en jafnvel
skjólstæðingar hennar eru
grunaðir um spillingu, bæði í
stjórnmálum og fjármálum.
Íran er í höndunum á ofstæk-
ismönnum sem eru til alls vís-
ir. Illa sviknir bandamenn
Vesturlanda bíða dóms í
Egyptalandi eða óttast um
tilveru sína í öðrum löndum
Araba. Vorið á þeim slóðum
er ekki án hrets og leiðtogar
Evrópu ósamstiga og óskipu-
lagðir í viðbrögðum sínum
þar, enda með allt niðrum sig
í efnahagsmálum álfunnar og
hafa því um nóg að hugsa.
Atlantshafsbandalagið,
fulltrúi þjóða með hundruð
milljóna íbúa, lætur sprengj-
um rigna á Líbíu, þar sem
búa 8 milljónir manna. Árás-
irnar beinast gegn Gaddafí,
sem lengi var ekki aðeins
grunaður um að styðja
hryðjuverk, en Evrópusam-
bandið hafði á síðustu árum
tekið að viðra sig utan í. Svo
þegar „arabíska vorið“ kom
óvænt án þess að pólitísk veð-
urstofa Nato, ESB eða CIA
hefði af því nokkurt veður
fyrirfram sneri sú hersing öll
við sínu blaði yfir nótt. Eng-
inn veit hvað út úr því kemur.
Íslenski utanríkisráðherr-
ann Ingibjörg Sólrún taldi
rétt að vera hinn eini úr hópi
vestrænna til að sækja
einræðisherra Sýrlands heim
á sínum tíma og svilinn vildi
ekki minni vera og Össur hitti
því hryðjuverkasamtök Ha-
mas og virtist vera að gera
við þau tvíhliða samninga.
Hvað svo sem hinum sér-
íslenska kjánagangi líður er
því miður ekki útlit fyrir að
það hægist um á hryðju-
verkaslóðum næstu misseri
eða ár.
Horfur í baráttunni
við hryðjuverka-
menn eru ekki
bjartar }
Hryðjuverkaakur
plægður