Morgunblaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011 ✝ Camilla ÁsaEyvindsdóttir fæddist 12. júní 1961 í Reykjavík. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 8. júlí 2011. Hún var dóttir hjónanna Eyvindar Ólafssonar, f. 1. apríl 1926, d. 25. apríl 1996, og Bjarndísar Bjarnadóttur, f. 16. júlí 1927, d. 20. ágúst 2010. Systkini Camillu eru: Ólafur, f. 30. september 1951, d. 3. nóv- ember 1965. Brynjólfur lögmað- ur, f. 8. desember 1953, hann var kvæntur Ástu Ingvarsdóttur tækniteiknara, f. 4. nóvember 1955, d. 13. mars 2008. Bjarni hennar sonur er Jónatan Sig- tryggsson, f. 17. janúar 2003, og Ásta Camilla Harðardóttir nemi, f. 17. mars 1988, unnusti hennar er Kristinn Snær Steingrímsson matreiðslumaður, f. 18. sept- ember 1980. Dóttir Péturs Óla er Svanhildur Sigríður Mar Péturs- dóttir nemi, f. 20. febrúar 1995. Camilla vann við af- greiðslustörf í Bernhöftsbakaríi við Bergstaðastræti á yngri ár- um. Hún starfaði við afgreiðslu- störf og rak Söluturninn við Hafnarstræti um árabil. Síðar hóf hún störf á leikskólanum Kvistaborg. Stuttu síðar hóf hún störf hjá Hollustuvernd ríkisins samhliða leikskólastarfinu. Seinna meir tók hún við fullu starfi hjá Hollustuvernd ríkisins sem rannsóknarmaður þar sem hún vann til 2004. Eftir þann tíma starfaði hún við rekstur fyr- irtækis síns og Péturs Óla allt til æviloka. Útför Camillu Ásu fer fram frá Digraneskirkju í dag, 15. júlí, kl. 11. húsgagnasmiður, f. 17. mars 1957, kvæntur Bergljótu Ingvarsdóttur myndmenntakenn- ara, f. 8. febrúar 1954. Camilla giftist Pétri Ólafi Péturs- syni, forstjóra Lambafells ehf., 20. júní 1998, foreldrar hans eru Pétur Kr. Pétursson, f. 30. desember 1938, fv. starfsmannastjóri hjá Reykja- víkurborg, og Sigríður Guðrún Ólafsdóttir, f. 9. febrúar 1946, meindýraeyðir. Börn Camillu eru Ólafur Ingi Heiðarsson nemi, f. 8. október 1980, sambýliskona hans er Halla Jónsdóttir leik- skólakennari, f. 28. apríl 1982, Það er sárara en orð fá lýst að hnoða saman þessari grein í minn- ingu hennar Camillu, eiginkonu minnar. Hún var ekki bara konan mín, hún var minn besti og traust- asti vinur. Þar sem ég sit hér í húsinu okkar umkringdur mynd- um af henni dettur mér fyrst í hug þvílík fegurð og ljómi sem úr brúnu augunum skein og veitti manni birtu og yl þegar maður kom kaldur og hrakinn heim úr snjómokstri á dimmum vetrar- nóttum. Það voru einmitt augun og brosið hennar bjarta sem kol- felldu mig fyrir henni. Camma var einstaklega smekkvís kona og mikill fagurkeri eins og húsið okk- ar og garðurinn bera með sér, en það hannaði hún og teiknaði frá a til ö. Ég man enn eftir því þegar arkitekt hússins vildi breyta ein- hverju atriði sem hún hafði teikn- að þá lét hún hann vita að það væri hún sem ætti að búa í því en ekki hann. Camma var ákaflega listræn og lagin í höndunum, skreytingameistari mikill og næm fyrir fegurð þó að hún hefði valið mig fyrir eiginmann. Gjafmildi hennar átti sér engin takmörk og sást það síðast í afmæli Markúsar frænda hennar. Þegar drengur- inn sá pakkana frá Cömmu hélt hann að þeir væru frá öllum gest- unum. Hún var ákaflega mikil barnagæla og börn bókstaflega soguðust að henni. Ekki var óal- gengt að lítil börn dræpu á dyr í Bakkastöðum til að fá að kíkja í nammiskúffuna, þetta voru jú allt vinir hennar. Camma var einstak- lega hlý og laðaði fram allt það besta í mér sjálfum og gerði mig að betri manni. Einnig stóð hún þétt við bakið á mér í atvinnu- rekstri okkar en í verktakabrans- anum er algengt að fá á sig brotsjó. Hún passaði upp á að ég fengi hvíld eftir langar vinnutarn- ir og oft mátti heyra hana segja við mig: „Þú verður að passa þig á að drepa þig ekki á vinnu, Óli minn, við komumst af með minna.“ Börnunum okkar var hún einstök móðir, vinur og trúnaðar- vinur enda er missir þeirra ein- staklega sár. Ég lofaði Camillu minni því að styrkja þau og styðja í gegnum þennan öldudal og það mun ég gera með því að leggjast hraustlega á árarnar með þeim eins og ég hef krafta til. Við fráfall Camillu er ljóst að allir hafa misst eitthvað. Að lokum langar mig að þakka Höllu Skúladóttur lækni og því frábæra fólki sem vinnur á deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut. Elsku Camma: „niðjar Íslands munu minnast þín meðan sól á kaldan jökul skín." (Matthías Jochumsson.) Pétur Óli Pétursson. Elsku, yndislega mamma mín. Aldrei bjóst ég við því að skrifa minningargrein um þig svona fljótt. Ég var svo sannfærð um að þú yrðir gömul kona. Það var svo sárt að sjá þig fara frá okkur. Heimurinn minn hrundi gjörsam- lega. Ég sakna þín svo mikið að orð geta ekki lýst því. Þetta gerð- ist allt svo hratt að ég trúi þessu ekki ennþá. Þú barðist eins og hetja. Þú sýndir okkur ótrúlegan styrk allan þann tíma sem veik- indin voru. Þú ert sterkasta manneskja sem ég veit um, bæði andlega og líkamlega. Þú hugsað- ir alltaf svo vel um aðra. Gjafmild þín átti sér engin takmörk. Það leið öllum svo vel í kringum þig. Ég mun efna öll þau loforð af öllu hjarta sem þú baðst mig um þegar við föðmuðumst í hinsta sinn. Ég þrái svo mikið að faðma þig aftur, elsku mamma mín. Jólin voru einn af okkar bestu tímum. Þú gerðir allt svo skemmtilegt og yndislegt. Jóla- skreytingar þínar eru ómetaleg- ar. Næstu jól verða mjög erfið en ég lofa að við munum halda öllu við. Bandaríkjaferðir voru líka okkar bestu tímar, okkur leiddist ekki hvað þú verslaðir ótrúlega mikið. Það verður svo sárt að hafa þig ekki með í næstu ferð en allar næstu ferðir munu verða minn- ingarferðir um þig. Það er svo ótrúlega erfitt og sárt að hugsa að komandi barnabörn þín fá ekki að kynnast þér. Þú hefðir orðið, án efa, besta amma í heimi. Ef ég eignast stúlku verður enginn vafi á því hvað hún mun heita. Elsku mamma mín, ég trúi því að þú sért á betri stað og vakir yfir okkur. Ég mun sakna þín og alls sem þú gerðir svo óendanlega mikið. Ég þrái svo mikið að heyra þig hlæja og brosa aftur. Ég er svo heppin að hafa átt mömmu eins og þig. Ég veit ekki hvað ég á að gera án þín. Ég elska þig, elsku mamma mín, og mun aldrei gleyma þeim fallegu minningum sem við áttum saman. Þú varst besti vinur minn og verður alltaf í hjarta mínu. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér í lífinu. Hér er ljóð sem ég tileinka þér. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín dóttir, Ásta Camilla. Elsku mamma mín. Hvar á ég að byrja? Hvernig get ég lýst því með orðum hvað ég sakna þín mikið? Þú varst einn af burðar- stólpunum í mínu lífi og nú ertu farin. Allt gerðist þetta í raun svo óvænt að maður situr og spáir hvort þetta geti verið satt. Ég er og verð þér ævinlega þakklátur fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, hversu skilyrðislaust þú elsk- aðir mig og hversu góður trúnað- arvinur þú varst. Þú varst dýrkuð og dáð af öllum í fjölskyldunni og öllum þótti yndislegt þig heim að sækja því hjá þér ríkti gleði, gjaf- mildi og gæska á heimsmæli- kvarða. Þú varst frábær vinur og fann ég það alla tíð. Við fórum iðu- lega saman út að versla og útrétta og fann ég alltaf styrk í því að vera nálægt þér. Ósérhlífni, vinátta og velvilji voru eitt af þínum ótal já- kvæðu einkunnarorðum. Áhugamál þín lýstu sannarlega um hversu góða manneskju var að ræða; skreytingar, jól og aðrar hátíðir, verslun og ferðalög, og börn. Jólalandið sem þú settir upp á hverju ári var svo innilega lýs- andi fyrir gæði þín og góð- mennsku. Mér leiddist ekki sú ótrúlega gjafmildi sem þú bjóst yfir. Þú lést mann aldrei skorta nokkurn skapaðan hlut. Við get- um eflaust talið það í þúsundum klukkustunda hvað við hlógum mikið saman og var hlátur þinn skemmtilega smitandi og alltaf jafnstutt í hann; meira að segja þegar þú lást á dánarbeðinum vit- andi í hvað stefndi. Ég vil hrósa þér fyrir þann styrk sem þú sýndir á lokastund- unum en hann var aðdáunarverð- ur, þú lést engan bilbug á þér finna. Þú baðst mig um að við- halda minningu þinni þegar við föðmuðumst í hinsta sinn og lofa ég því af öllum hug og hjarta. Ég finn hvað mikill hluti af þinni ein- stöku persónu er í mér og verður það mér ætíð ómetanlegt. Elsku mamma mín, þú varðst fimmtug á spítalanum og gátum við ekki haldið þá veislu sem þú áttir skil- ið. Við eigum pantað far í haust til uppáhaldsstaðar þíns, Flórída, en þangað kemstu ekki og er það svo sorglegt og svekkjandi að orð fá ekki lýst. Mér líður skelfilega að vita að komandi barnabörn þín fá ekki að kynnast þér, óneitanlega bestu ömmu veraldar, ömmu Cömmu. En engar áhyggjur, þau munu eiga okkur hin að sem erum eftir og njóta vel arfleifðar þinnar af því að þú dróst það besta fram í okkur hinum og munum við dekra við þau eins og þú hefðir gert, bæði tilfinningalega og efnislega. Það er ekki vafi hvað lítil stúlka fær að heita ef ég gerist svo lán- samur að eignast slíka, að sjálf- sögðu fallegasta nafni sem ég veit um. Mín ástkæra móðir, ég leyfi mér að trúa því að þú sért komin á betri stað og vakir yfir okkur sem söknum þín svo sárt. Ég mun að- stoða Pétur Óla eins og ég get, hlúa að minni yndislegu systur Ástu Camillu eins og ég get og hegða mér ávallt þannig að þú yrðir stolt. Ég veit að þessar sterku minningar sem ég ber af spítalavist þinni og þjáningu munu smám saman víkja fyrir þeim urmul góðra og fallegra minninga sem ég og þú eigum. Ég veit að ég mun hugsa til þín brátt og hlæja en ekki gráta. Hvílíkur baráttujaxl. Hvílík hetja. Hvílík móðir. Þinn að eilífu, Ólafur (Óli strákur). Camilla var mágkona mín og mjög góð vinkona, sérstaklega eftir að Ásta systir féll frá í mars 2008. Í veikindum hennar kom best fram hvern mann hún hafði að geyma, hún kom daglega síð- ustu vikurnar og gerði allt sem hún gat til að létta henni stund- irnar. Þar sem við systurnar vor- um báðar mágkonur hennar var Camilla orðin ein af stórfjölskyld- unni okkar og bjó meira að segja um tíma í kjallara í húsi foreldra okkar. Og seinna byggðu foreldr- ar mínir, annar bróðir minn og mágkona ásamt Camillu og Óla saman raðhús í Bakkastöðum þar sem heimili þeirra allra hafa verið síðan. Þau Camilla og Óli voru ein- staklega gestrisin og höfðingleg heim að sækja og eru ferðirnar í Skorradalinn sérstaklega minnis- stæðar. Börnin og barnabörnin okkar fengu að njóta gjafmildi Camillu og hún var sífellt að hugsa um hvernig hún gæti glatt þau og var t.d. mjög oft með bingó með flottum vinningum þar sem hún passaði upp á að allir fengju eitthvað. Við Bjarni fórum með þeim bæði til Kúbu og síðan til Flórída sl. haust ásamt Ástu dótt- ur okkar og fjölskyldu hennar. Það nutum við einstakrar gest- risni þeirra og við Camilla skemmtum okkur vel saman hvort sem það var í mollunum eða við að sleikja sólina og borða góð- an mat. Stuttu eftir að við komum úr þeirri ferð veiktist hún og í nóv- ember fékk hún að vita að hún væri komin með illvígan sjúkdóm. Hún brást við af miklu æðruleysi og var ótrúlega sterk og dugleg fram á síðustu stund. Ólafur Ingi og Ásta Camilla hafa misst mikið því betri móður og vin er erfitt að finna. Óli og Camilla voru mjög samhent hjón með miklar fram- tíðaráætlanir. Við Bjarni vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð og stórfjölskyldunni allri. Bergljót Ingvarsdóttir. Fráfall náinna ættingja er allt- af þungbært og enn frekar þegar um fólk á besta aldri er að ræða. Við Camilla Ása Eyvindsdóttir vorum systrabörn og ekki bara það, heldur var samgangur á milli fjölskyldnanna slíkur að engu var líkara en að um sömu kjarnafjöl- skyldu væri að ræða, þegar á fjöl- skyldur okkar var minnst. Alla vega upplifðum við börnin það þannig að okkur fannst við búa við sömu umhyggju og ástúð óháð því á hvorum staðnum við vorum. Það var meira eða minna sama full- orðna fólkið sem annaðist uppeld- ið enda heimilin í stuttu göngu- færi hvort frá öðru. Camilla var samt það miklu yngri en ég að hún var alltaf „litla barnið“ í huga mín- um. Og eins og gengur fóru allir úr þessum hópi hver í sína áttina þegar aldurinn færðist yfir, stofn- uðu fjölskyldur, byggðu yfir sig og sinntu sínum áhugamálum. Tíminn til að rækta vináttu- og frændsemistengsl mætti afgangi, en engu að síður voru þau bönd traust, sem bundu okkur öll sam- an. Það sýndi sig þegar við fyrir nokkrum árum fórum að standa fyrir sameiginlegum stundum eins og í gamla daga og komum reglu á samskiptin, sem þrátt fyr- ir allt hafði aldrei fallið skuggi á. Þar held ég að Camilla frænka mín hafi lagt drjúga hönd á plóg og henni eigum við meira en öðr- um að þakka margar góðar stund- ir síðustu árin. Camilla var með þeim yngri af okkar kynslóð í þessari ættargrein. Hún var að- eins fimmtug þegar hún féll frá. Fráfall hennar, eftir snarpa bar- áttu við krabbamein, var því bæði ótímabært og að manni finnst óréttlátt. Camilla var svo lífsglöð kona og hafði með Pétri Óla eig- inmanni sínum og börnum komið sér vel fyrir og átti að því er virtist góð ár í vændum. Maður stendur eins og stundum áður orðlaus og skilningsvana og spyr af hverju hún? Slíkar spurningar eru auð- vitað marklausar því okkur er ekki ætlað að skilja allt. Það eina sem við getum gert er að ylja okk- ur við góðar minningar. Camilla frænka mín var góð, dugleg og skemmtileg kona, alltaf hjálpsöm og ljúf en samt ákveðin í lund. Hennar verður djúpt saknað. Ég vil fyrir hönd okkar hjóna votta eiginmanni og börnum Camillu, bræðrum og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Megi sá sem öllu ræður leggja ykkur líkn með þraut. Pétur Bjarnason. Elsku Camma frænka er farin frá okkur, langt fyrir aldur fram og rétt mánuði eftir fimmtugsaf- mælið sitt. Undir venjulegum kringumstæðum hefði verið hald- in stórveisla að hætti þeirra hjóna í Bakkastöðum í tilefni afmælis- ins, en þess í stað lá hún á spítala á afmælisdaginn. Þegar ég minnist Cömmu er mér efst í huga þakklæti. Þakk- læti fyrir að hafa kynnst henni, lif- að með henni, lært af henni og síð- ast en ekki síst, fyrir allan stuðninginn sem hún veitti mér, systkinum mínum og foreldrum. Hann var ómetanlegur. Hún vék ekki frá sjúkrabeði móður minnar þegar ljóst var að hún myndi tapa baráttu sinni við krabbamein og hjúkraði henni allt til þess síðasta. Eftir dauða hennar sáu Camma og Óli til þess að við systkinin og pabbi nærðumst og opnuðu þau þar að auki heimili sitt fyrir okk- ur. Við vorum alltaf velkomin hve- nær sem var sólarhringsins og ávallt var boðið upp á spjall í bláa sófanum, kók, „amba“ eða bjór í dós og eitthvað að narta í. Það eitt að vita af heimili þeirra opnu var mikil hjálp í sjálfu sér, spjallið, gleðin og hláturinn sem heim- sókninni fylgdi var kærkomin við- bót. Camma hafði einstakt lag á því að gera alla viðburði enn skemmtilegri með því að bjóða upp á ákveðið þema eða leiki. Barnbetri manneskju hef ég ekki kynnst. Í afmælisveislum, á pásk- um og jólum sá Camilla um bingó fyrir okkur og voru vinningarnir ekki af verri endanum og fjöldi þeirra óteljandi. Þessari hefð hélt hún áfram allt til síðustu páska fyrir börnin í fjölskyldunni, þá orðin fárveik. Gjafmildi hennar átti sér engin takmörk og voru all- ar gjafir frá henni ævintýralega stórar og margar. Á jólum skreytti hún heimili sitt hátt og lágt þannig að rekstr- araðilar Jólahússins máttu skammast sín og þar voru haldin vegleg jólahlaðborð fyrir ættingja og vini. Camma átti einstaklega auðvelt með að skipuleggja og halda veislur og voru þær ófáar veislurnar haldnar að Bakkastöð- um þar sem veisluborðin hrein- lega svignuðu undan kræsingun- um. Oft var dansað og alltaf var hægt að ná Cömmu á dansgólfið með því að setja „Paradise by the dashboard light“ með Meatloaf í spilarann. Camma var hress, skemmtileg og alltaf var stutt í bros og dillandi hlátur hennar. Hún var hrein og bein, ósérhlífin og einstaklega greiðvikin. Hún var með skemmtilega frasa og orð á takteinum yfir allt á milli himins og jarðar og kallaði alla í kringum sig gælunöfnum sem hún fann upp á. Mig kallaði hún Inglý og systur mína Ausu. Í þá nokkra mánuði sem hún lifði eftir fæðingu barna okkar, sýndi hún þeim einstaka hlýju og einlægan áhuga og var að sjálf- sögðu sú fyrsta sem gaf þeim barnaföt þegar ég var enn ólétt. Verst þykir okkur foreldrunum að þau fái ekki tækifæri til að kynn- ast Cömmu betur og gæsku henn- ar. Á okkar heimili er og verður, talað um hana sem ömmu Cömmu og minningu hennar haldið á lofti með skemmtilegum uppákomum og jafnvel einstaka Cömmubingói fyrir börnin. Minningin um frábæra konu lifir áfram í hjörtum okkar allra. Inga Lillý, Þorsteinn, Gunnar Freyr og Ásta Rebekka. Camilla frænka er dáin, þessi orð endurtaka sig í huga mínum. Camilla var alltaf svo lífleg og skemmtileg. Ég gæti nefnt miklu fleira því hún var engum lík, sér- staklega í orðaforða. Hún átti sín eigin orð yfir svo margt sem okk- ur hinum fannst fyndin en henni fannst sjálfsagt, t.d. þegar hún passaði okkur systkinin í gamla daga og vildi að við færum að sofa, sagði hún: „Farið nú að snorka, börnin góð.“ Ég á bara skemmtilegar minn- ingar um Camillu og það finnst mér svo gott, hún var ósérhlífin og börnum sínum einstaklega góð, enda barnakona mikil. Svo mikil að börnin hópuðust í kringum hana. Hún elskaði að dekra við börn í kringum sig, og eftir Am- eríkuferðir hennar var gaman að koma heim til þeirra Óla og skoða að sem þau keyptu því það var ekkert smá! Þetta var líkt og að koma heim til jólasveinsins enda var hún mesta jólabarn sem ég hef nokkurn tímann kynnst. En svo kom reiðarslagið í nóv- ember sl.: ólæknandi sjúkdómur, krabbamein. Hún fékk ekki lang- an tíma með okkur eftir grein- ingu, aðeins nýorðin fimmtug og í blóma lífsins. Við systkinin misst- um móður okkar og móðursystur með eins mánaðar millibili árið 2008 og með þeim fyrstu sem komu á staðinn til að styðja okkur voru þau Camilla og Óli. Þau voru sem klettar við hlið okkar og við munum gera allt okkar besta fyrir nánustu fjölskyldu Camillu í dag. Nú búum við Halli í Noregi ásamt litla syni okkar Hákoni. Ég vissi að hverju stefndi hjá Camillu og það var mjög sárt að vera svona í burtu. Ég reyndi að koma heim í tíma fyrir andlát hennar með því að flýta ferðinni heim en var of sein. Ég er þakklát fyrir það að ná jarðarförinni til að geta kvatt hana. Við Camilla töl- uðum saman í síma oft í viku eftir að við fluttum til Noregs því það stytti mér stundir. Þau Camilla og Óli hafa verið í miklu ömmu- og afahlutverki við Hákon litla. Þau hafa verið okkur Hákoni yndisleg- ur félagsskapur og við heimsótt- um þau eins oft og við gátum. „Elsku Camilla, ég er enn alveg að fara að hringja í þig með fréttir af Hákoni sem ég veit að þú hafðir svo gaman af. Honum fannst svo gaman að koma með mér til ykk- ar. Þú varst með svo smitandi hlátur og komst með skemmtileg svör við því sem ég sagði. Þegar Hákon sá mig gráta við sorgar- fréttirnar spurði hann: „Mamma veik?“. Það var rétt! Allir fjöl- skyldumeðlimir verða „veikir“ við svona harmleik. Eftir að hafa misst mömmu og Rebekku varðst þú „límið“ sem hélt fjölskyldunni saman með því að vera alltaf til staðar og halda skemmtileg mat- arboð.“ Camilla var orðin mín besta vinkona og veröldin er mjög tómleg án hennar, sérstaklega fyrir börnin hennar og eiginmann. Bestu þakkir, Camilla og Óli, fyrir allar okkar skemmtilegu stundir. Þið náðuð að dreifa huga mínum á versta tímabilinu. Elsku Óli, Ásta Camilla og Ólafur Ingi, ykkar bíður tómleiki en vonandi munu góðu minning- arnar um einstaka konu ylja ykk- ur um hjartarætur. Auður Brynjólfsdóttir. Camilla Ása Eyvindsdóttir  Fleiri minningargreinar um Camillu Ásu Eyvinds- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.