Morgunblaðið - 15.07.2011, Page 36

Morgunblaðið - 15.07.2011, Page 36
Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Sumartónleikar Skálholtskirkju hóf- ust 2. júlí og standa til 7. ágúst, en markmið hátíðarinnar er að stuðla að nýsköpun íslenskrar kirkjutónlistar. „Hátíðin hefur verið einn aðalvett- vangur fyrir ákveðna tegund af ís- lenskri tónlist og fáar hátíðir sem bjóða upp á jafnmikið af frumsömdum verkum. Það eru kannski helst Myrkir músíkdagar sem ganga skrefinu lengra,“ segir Steingrímur Þórhalls- son organisti, en Flautukórinn frum- flytur verk eftir hann á hátíðinn sem kallast Scherzo, sem útleggst sem glens. Léttleikandi og skemmtileg vorstemning „Ég fékk þá hugmynd að semja verk fyrir flautu í vor þegar ég var við nám í LHÍ. Flautukórinn vildi fá verk- ið og þá ákvað ég að stækka það með það í huga að það væri fyrir nokkrar flautur. Verkið er hugsað fyrir tvo flautuhópa sem spila hvor móti á öðr- um. Meginstemningin er að þetta sé léttleikandi og skemmtilegt með svona vorstemningu,“ segir Steingrímur. Tónleikarnir, þar sem verkið verður flutt, kallast Harskjall, Svellkar og Barrok, en þar er gömul barrokk- tónlist spiluð í bland við nýja íslenska tónlist, sem að sögn Steingríms fer vel saman: „Það má segja að þetta fari al- veg ótrúlega vel saman. Tónskáld eru farin að hugsa meira út í að tónlistin sé ekki bara flott á pappírum heldur að hún hljómi líka vel þannig að ný verk eru áheyrilegri í dag fyrir venjulegt fólk en var kannski fyrir tíu árum. Tónskáld eru óhræddari við að semja jafnvel einfaldari og melódískari tón- list og það er nákvæmlega það sama og var á þessum barrokktíma. Tónlist- in á barrokktímanum var ekki endi- lega ætluð lærðum tónlistarmönnum, heldur var hún samin fyrir fólkið. Þannig að þetta stílar vel saman,“ seg- ir Steingrímur. Steingrímur er tón- skáld, stjórnandi og semballeikari á tónleikunum og það virðist henta hon- um ágætlega. „Organistanámið er þannig byggt upp að þú getur verið leiðandi á jafnvel nokkuð mörgum sviðum í kirkjutónlist. Í náminu lærir maður að stjórna og spila á sembal og svo lærir maður líka tónsmíðar. Hægt er að sérhæfa sig á orgel eða í stjórnun og ég sérhæfði mig á orgel. Það er gaman að þessari fjölbreytni. Á þess- um tónleikum er ég til dæmis að spila á sembal, stjórna og að semja,“ segir Steingrímur að lokum. Tónleikarnir fara fram á laugardag kl. 17.00 í Skálholtskirkju, en Stein- grímur kemur einnig fram á hátíðinni laugardaginn 23. júlí með Gissuri Páli Gissurarsyni tenór. Glens á Skál- holtshátíð  Barrokktónlist spiluð í bland við nýja íslenska tónlist Glens Scherzo eftir Steingrím Þórhallsson söngvara, organista og tónskáld verður frumflutt á Sumartónleikum Skálholtskirkju á laugardaginn. Tónlistarhátíð » Sumartónleikar Skálholts- kirkju voru haldnir í fyrsta sinn 1975 og reglulega upp frá því. » Hátíðin í ár hófst 2. júlí og stendur til 7. ágúst með tón- leikum tvo til þrjá daga í viku, alls verðu á þriðja tug tónleika á hátíðinni í ár. » Á tónleikunum á laugardag verða frumflutt verk eftir þrjú íslensk tónskáld. 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011 Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleik- ari koma fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini á sunnudag. Tónleik- arnir hefjast kl. 16. Á dagskránni eru klassísk verk fyrir píanó og flautu, allt frá sónötu eftir Bach að Svartþrestinum eftir Messaien. Hafdís Vigfúsdóttir hefur lokið burtfararprófi í flautuleik frá Tón- listarskóla Kópavogs, B.Mus. gráð- um frá Listaháskóla Íslands og Konunglega Konservatoríinu í Haag og fjórum diplómum í flautu- leik og kammertónlist frá Konserv- atoríinu í Rueil-Malmaison í Frakk- landi. Eva Þyrí Hilmarsdóttir hóf pí- anónám hjá Þorsteini Gauta Sig- urðssyni og lauk svo píanókenn- araprófi og burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún lauk Diplomeksamen og ein- leikaraprófi frá Tónlistarháskól- anum í Árósum og stundaði MA- nám í meðleik við The Royal Aca- demy of Music í London og útskrifaðist síðastliðið sumar með láði, hlaut DipRAM og The Christi- an Carpender Piano Prize. Stofutónleikar Hafdís Vigfúsdóttir og Eva Þyrí Hilmarsdóttir. Stofutón- leikar á sunnudag  Verk fyrir píanó og flautu á Gljúfrasteini Google kynnti lestölvu í gær, Story HD, sem kóreska fyr- irtækið iRiver framleiðir í sam- vinnu við Goog- le. Lestölvan er áþekk þeim sem þegar eru fyrir á markaði, svip- ar til að mynda mjög til Kindle frá Amazon, skjárinn er jafn stór til dæmis en hefur það framyfir að upplausn á skjánum er mun meiri. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum kemur fram að örgjörvi lestölv- unnar sé öflugri en tíðkast hefur hingað til og að rafhlaðan dugi að jafnaði mánuð. Þráðlaust net er í tölvunni og hægt að kaupa bækur hjá Google eBooks. Sem stendur er aðeins hægt að kaupa tölvurnar í Target-verslununum vestan hafs og kostar hver lesari um 16.000 kr. Google kynnir nýja lestölvu Google Story HD. Á sunnudag gengur listfræð- ingurinn Heiðar Kári Rann- versson um Viðey og ræðir um Friðarsúlu Yoko Ono og Áfanga eftir hinn kunna bandaríska listamann Richard Serra. Heiðar Kári útskrifaðist með BA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands vorið 2009 en lokaverkefni hans fjallaði um listaverkin í Viðey. Í leiðsögn sinni skoðar Heiðar Kári tengsl verkanna við um- hverfið og áhorfendur. Lagt verður af stað frá Viðeyjarkirkju stundvíslega kl. 14:30. Allir eru velkomnir en gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Myndlist Listaverkaganga um Viðey Áfangi eftir Richard Serra. Söngkonan Hanna Friðriks- dóttir, sem búið hefur og starf- að á Ítalíu um árabil, heldur tónleika á Café Rósenberg á morgun og hyggst syngja ítölsk uppáhaldslög. Hljóm- sveitina, sem kallast The Bold- inis, skipa Björn Thoroddsen, gítar, Gunnar Hrafnsson, kontrabassi, Kjartan Guðna- son, slagverk, og Kristinn Svavarsson, saxófónar. Einnig flytur Jónas Þorbjarnarson skáld Ítalíuljóð við tónaundirleik. Hanna tileikar tónleikana móður sinni, Jóhönnu Sveinsdóttur, sem hefði orðið sextug í ár, og hyggst lesa upp úr Ítalíuljóðum hennar. Tónlist Ítalíuóður á Café Rósenberg Hanna Friðriksdóttir Nína Hjördís Þorkelsdóttir heldur tvenna tónleika í Lista- safni Íslands í dag, þá fyrri kl. 12.00 og síðari kl. 13.00. Tón- leikarnir eru liður í starfi list- hópa Hins Hússins. Á efnis- skránni er tónverkið Techno Yaman, eftir bandaríska tón- smiðinn Robert Dick, en verkið er samið fyrir þverflautu og rafmagnshljómborð og m.a. notast við rokk- og sambatakt sem er innbyggður í flest slík hljómborð. Björg Brjánsdóttir leikur á hljómborðið. Nína nemur þverflautuleik við Listaháskóla Ís- lands og hefur spilað í Landakotskirkju, Lista- safni Íslands og elliheimilum í sumar. Tónlist Þverflauta og rafmagnshljómborð Nína Hjördís Þorkelsdóttir Tvennir tónleikar verða haldnir í tónleikaröðinni Sumartónleikar við Mývatn um helgina, aukinheldur sem Ragnheiður Gröndal staldrar við á tónleikaför um Norðurland. Margrét Bóasdóttir, listrænn stjórnandi Sumartónleikanna, segir að tónleikahald hafi gengið af- skaplega vel í sumar. „Það voru hér 140 manns á fyrstu tónleikunum, eiginlega fleiri en komast fyrir í kirkjunni og staðið og setið hvar sem hægt var. Það er alltaf full kirkja.“ Tvennir tónleikar verða á vegum Sumartónleikanna að þessu sinni, í kvöld kl. 21.00 flytja þær Rannveig Káradóttir sópran og Birna Hall- grímsdóttir píanóleikari íslensk sönglög þar sem textarnir tengjast allir íslenskri náttúru, en einnig verða ljósmyndir af íslenskri nátt- úru til sýnis og sölu. Að sögn Mar- grétar verða þetta einskonar gesta- tónleikar í röðinni og því selt inn á þá, en alla jafna er ókeypis á tón- leikana og til að mynda ókeypis inn á tónleika í kirkjunni á morgun, en þá syngur Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran „sumarlegt og fallegt prógramm“, eins og Margét lýsir því, með íslenskum sönglögum í bland við lög frá hinum Norður- landanna, lög eftir Grieg, Sibelius, Sigvalda Kaldalóns og fleiri. Ekki er þó allt talið af tónleika- haldi söngkvenna í Mývatnssveit um helgina, því Ragnheiður Gröndal er á ferð um Norðurland með djass- sveit Hauks Gröndals, sem skipuð er auk þeirra systkina þeim Ásgeiri Ás- geirssyni á gítar, Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Pétri Grétarssyni á trommur. Hún verður með tón- leika í Gamla bænum frá kl. 22.00 föstudag og laugardag. Söngkvennaval við Mývatn  Fernir tónleikar söngkvenna við Mývatn um helgina Sumarlegt Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir syngur norræn sönglög. Það er svona okkar útfærsla á þessum hrærigraut sem við höfum mallað saman. 38 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.