Morgunblaðið - 15.07.2011, Side 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
STÆRSTA MYND ÁRSINS!
HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 2:20 - 5:10 - 6:30 - 8 - 9:15 - 10:45 - 11:10 12
TRANSFORMERS 3D kl. 2:20 - 4:25 - 8 - 10:30 12
SUPER 8 kl. 8 12
MR. POPPER´S PENGUINS kl. 2:20 - 5:45 L
KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 2:20 - 4:25 L
/ ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL
HARRY POTTER 7 - PART 2 3D kl. 2:40 - 5:20 - 8 - 10:40 12 SUPER 8 kl. 10:20 12
HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 2:40 - 5:20 - 8 - 10:40 12 THE HANGOVER 2 kl. 8 12
HARRY POTTER 7 - PART 2 kl. 2:40 - 5:20 - 8 - 10:40 VIP KUNG FU PANDA 2 3D m/ísl. tali kl. 2 - 4 L
TRANSFORMERS3 3D kl. 6 - 9:10 12 KUNG FU PANDA 2 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 L
TRANSFORMERS 3 kl. 8 - 11:10 12 PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 2:20 - 5:10 10
á allar sýningar merktar með grænu1.000 kr.SPARBÍÓ 3D
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
BARÁTTAN UM
HOGWARTS
ER HAFIN
SJÁÐU
LOKAKAFLANN
Í 3D
HHHHH
- T.M - THE HOLLYWOOD REPORTER
HHHHH
- L.S - ENTERTAINMENT WEEKLY
HHHHH
- R.C - TIME
HHHH
- H.O - EMPIRE
HHHH
- J.T - VARIETY
GAGNRÝNENDUR ERU ALLIR Á EINU MÁLI.
STÓRKOSTLEGUR ENDIR Á STÆRSTU
KVIKMYNDASERÍU ALLRA TÍMA.
HHHH
"MÖGNUÐ ENDALOK"
- KA
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Bjartur Guðjónsson, Kenya Emil, Sandra
Þórðardóttir og Inga Þyri Þórðardóttir mynda
músíkalska fereykið 3 Raddir & Beatur. Bjart-
ur, eða Beatur, er „bítboxari“ eða taktkjaftur á
góðri íslensku, og syngur hann bassalínur og
taktinn á meðan stúlkurnar syngja textana.
Þau eru stödd hér á landi um þessar mundir til
þess að taka upp auglýsingu fyrir bílaumboðið
Peugeot. Starfsmenn fyrirtækisins uppgötvuðu
þau á veraldarvefnum og voru ólm í að fá þau
til liðs við sig. „Þeir spottuðu okkur á YouTube
og leist svo vel á að þeir höfðu samband við
okkur,“ segir Inga Þyri Þórðardóttir, ein rödd-
in. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sönghópinn til
að koma sér enn betur á framfæri. Auglýsingin
verður síðan sýnd á bílasýningu í Frankfurt í
september þar sem þau munu einnig troða upp.
Sumarsmellur um Austurvöll
Kvartettinn gaf út í vikunni sumarsmell um
Austurvöll. Lagið er sérstaklega tileinkað sól-
böðum og góðum minningum af Austurvelli
þegar fjöldi Íslendinga leggur leið sína þangað
og rúllar sér saman í grasinu.
Von er á nýrri plötu frá hópnum en síðast
gáfu þau út jólaplötu árið 2009. Upptökur hefj-
ast í ágúst en vinna að henni er nú þegar hafin.
Inga Þyri segir plötuna hafa verið barn síns
tíma og þau hafi tekið miklum breytingum síðan.
Því hafi verið ákveðið að gefa út vandaðri og
flottari plötu og verður hún gefin út fyrir
Evrópumarkað. „Þetta verða að einhverju leyti
sömu lögin en við erum búin að fríkka þau mikið
upp.“
Sjálfsbjargarviðleitni
3 Raddir & Beatur búa öll í Noregi. Fyrst
þegar þau fluttu þangað voru þau nánast ein í
heiminum. Þau voru blönk og höfðu ekki efni á
strætó enda borðuðu þau túnfisk úr dós nánast
í öll mál fyrstu þrjá mánuðina. Ókunn um-
hverfinu klæddu þau sig í búninga og héldu
gangandi af stað á vit ævintýranna. „Við
þekktum engan og vissum ekki neitt þegar við
komum þarna út. Við prentuðum bara út lista
á viðburðaskrifstofum þarna í Osló. Svo fórum
við bara í göngutúr og bönkuðum upp á hjá öll-
um skrifstofunum og sungu fyrir þau,“ segir
Inga Þyrí og bætir við að margir hafi hrein-
lega misst andlitið. „Við fengum mjög góð við-
brögð og fólk man eftir okkur út af þessu. Það
gerir þetta enginn úti, þar senda þeir bara
tölvupósta. En það voru margir hissa.“
Gengu ófeimin á milli húsa og sungu
3 Raddir & Beatur gefa út nýja jólaplötu Syngja og sjást í auglýsingu fyrir Peugeot-bílaumboð
Kvartett Kenya, Sandra og Inga Þyrí syngja ljúfa tóna fyrir gesti á meðan Bjartur taktkjaftar undirspil. 3 Raddir & Beatur hafa vakið mikla lukku enda frumlegur sönghópur hér á ferð.