Morgunblaðið - 21.07.2011, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.07.2011, Qupperneq 1
vinnuleysi meðal kvenna var hins vegar 7,4 prósent í ár en var 8,0 pró- sent í fyrra. Ástæðan fyrir því að atvinnuleys- isprósentan hjá körlum jókst ekki meira en sem nemur 0,1 prósentu- stigi er sú að körlum á vinnumarkaði fækkaði um 1.200 á árinu. Þetta skýrir hvernig á því stendur að þrátt fyrir að vinnandi karlmönn- um hafi fækkað um 1.200 eru jafn- margir karlmenn atvinnulausir nú og fyrir ári. »Viðskipti Á öðrum ársfjórðungi í ár voru starf- andi karlmenn 1.200 færri en á sama tíma í fyrra. Körlum í fullu starfi fækkaði um 1.400 en á móti fjölgaði körlum í hlutastarfi um 100. Starfandi konum fjölgaði á sama tíma um 1.800. Konum í fullu starfi fjölgaði um 2.500 á meðan konum í hlutastarfi fækkaði um 800, að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar. Atvinnuleysi karla var á öðrum ársfjórðungi í ár 9,5 prósent, en var 9,4 prósent á sama tíma í fyrra. At-  Starfandi körlum fækkar umtalsvert á milli ára á meðan atvinnuleysi kvenna minnkar til muna á sama tíma Atvinnuleysi karla eykst Vinnuþátttaka kynjanna Starfandi karlar Starfandi konur 2010 2011 2010 201188.60 0 87.4 0 0 80.90 0 82.70 0 F I M M T U D A G U R 2 1. J Ú L Í 2 0 1 1  Stofnað 1913  169. tölublað  99. árgangur  FERÐ INN Á VIÐ Á SUMAR- TÓNLEIKUM VILL VERA SKAPANDI VIÐ GRILLIÐ ÆTTARMÓT MEÐ TÓNLISTAR- ÍVAFI EYSTRA FINNUR.IS OG VIÐSKIPTABLAÐ BRÆÐSLAN 30SKÁLHOLT 29 Egill Ólafsson egol@mbl.is „Það eru víða miklir erfiðleikar hjá fólki. Fyrir suma er þetta ekki spurning um að forgangsraða reikn- ingum heldur spurning um hvort peningarnir fari í mat eða húsnæði,“ segir Sigurður Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða sem reka félagslegar leiguíbúðir í eigu Reykjavíkurborgar. Vanskil hafa aukist hjá Félagsbú- stöðum á síðustu árum og stefna í að verða um 100 milljónir á þessu ári, en voru 12 millj. árið 2007. Sigurður segir að Félagsbústaðir reyni að koma til móts við fólk í erfiðleikum, en ef enginn greiðsluvilji sé til staðar geti komið til þess að fólk sé borið út. Tíu leigjendur voru bornir út í fyrra, en félagið á 2.154 leiguíbúðir. Markaðsleiga lækkaði fyrst eftir hrun, en hefur hækkað aftur. Fjöldi þeirra sem fá húsaleigubætur í Reykjavík hefur aukist um 60% á að- eins tveimur árum. Fjölgunin á al- mennum markaði er 164%. Sigurður segir að húsnæðismarkaðurinn hafi breyst á síðustu árum þannig að fólk með lágar tekjur eigi nánast enga möguleika á að eignast húsnæði. Fólk dvelji því lengur í leiguíbúðum Félagsbústaða. Hann segir mikinn skort á 1-2 tveggja herbergja íbúð- um, en 2/3 þeirra sem eru á biðlista óska eftir að komast í slíkar íbúðir. MLágtekjufólk »6 Val um mat eða leigu  Vanskil hafa aukist hjá þeim sem leigja hjá Félagsbústöðum í Reykjavík  Þeim sem fá húsaleigubætur hefur fjölgað um 60% á síðustu tveimur árum 713 á biðlista » Nú eru 713 á biðlista hjá Fé- lagsbústöðum. Félagið hefur ekki keypt íbúðir síðustu tvö árin, en borgin greiðir sér- stakar húsaleigubætur til fólks á biðlista. » 6.564 fengu húsaleigubætur í Reykjavík um síðustu áramót. Setningarhátíð Vodafone Rey Cup, alþjóðlegu knattspyrnuhátíðarinnar, fór fram á gervigrasvellinum í Laugardal í gær. Að þessu sinni munu sex erlend félagslið frá Kanada, Færeyjum og Finnlandi etja kappi við íslensk knattspyrnulið. Aðstandendur keppninnar segja að um metþátttöku sé að ræða, en 120 knattspyrnulið með um 1.700 þátttakendum taka þátt. Að loknu móti verður blásið til stórdansleiks í salarkynnum Broadway. Fótbolti og fjör í Laugardal Morgunblaðið/Golli  Sigríður Hjaltested, að- stoðarsaksóknari kynferðisbrota- mála hjá lög- reglu höfuðborg- arsvæðisins, segir ýmislegt benda til þess að fleiri drengir til- kynni kynferðis- brot en áður. Ólöf Ásta Farestveit, for- stöðumaður Barnahúss, segir tregðu drengja til að stíga fram skýrast af ólíkum samskiptum kynjanna, skilaboðum samfélagsins og mögulegri hómófóbíu. »6 Drengir tilkynna oftar kynferðisbrot  Mikið verður um að vera á Aust- urlandi um helgina, en þar verða haldnar þrjár afar ólíkar hátíðir. Á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði er m.a. boðið upp á kenderí að frönskum sið, á Bræðslunni á Borg- arfirði eystri stíga tónlistarmenn á heimsmælikvarða á svið og list- hneigðir geta látið til sín taka á Smiðjuhátíðinni á Seyðisfirði. Standist veðurspá, mun veðrið ekki gera strik í reikninginn, en sólskini og hægum vindi er spáð eystra um helgina. »14-15 Skemmtun Franskir dagar, það er lífið. Þrjár útihátíðir, sól- skin og blíða fyrir austan um helgina  Í ár virðist sem berjatínsla muni ekki hefjast fyrr en seint í ágúst- mánuði. Er það mánuði seinna en undanfarin ár sem hafa verið óvenjuhlý. Sveinn Rúnar Hauksson, lækn- ir og berja- sérfræðingur, segir berjasprettuna í ár vera tvísýna vegna mikils kulda nú í vor og í sumar. Á móti kemur að minna er af skordýrum sem valdið geta skemmdum á ný- sprottnu lyngi. Uppskeran veltur þó á veðri næstu vikur og fram í september. »4 Berjatínsla hefst seinna en síðustu ár Bið Krækiberin verða lengur græn. –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.