Morgunblaðið - 21.07.2011, Side 6

Morgunblaðið - 21.07.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is „Fólk með lágar tekjur á hreinlega enga möguleika á að kaupa íbúðir á markaði,“ segir Sigurður Friðriks- son, framkvæmdastjóri Félagsbú- staða sem reka félagslegt leiguhús- næði í eigu Reykjavíkurborgar. Vanskil á leigu eru að aukast og segir Sigurður að hjá sumum sé staðan þannig að fólk þurfi að velja hvort peningarnir fari í mat eða í að borga leigu. Árið 2007 voru vanskil hjá Fé- lagsbústöðum komin niður í 0,7% af veltu, en í fyrra var þetta hlutfall 3,6%. Eitt af því sem skýrir aukin vanskil hjá Félagsbústöðum er að stofnunin þarf að afskrifa skuldir hjá þeim sem fá greiðsluaðlögun. Þó að vanskil hjá Félagsbústöðum hafi aukist eru þau samt hátíð miðað við sem var þegar félagið var stofnað 1997, en þá voru vanskil um 25%. Sig- urður segir að þá hafi innheimta verið í molum. Innheimta hafi líka batnað eftir að hætt var að taka skatt af húsaleigubótum, en sú breyting kom til framkvæmda 2003. Tíu útburðir í fyrra „Það eru víða miklir erfiðleikar hjá fólki. Fyrir suma er þetta ekki spurn- ing um að forgangsraða reikningum heldur spurning um hvort peningarn- ir fari í mat eða húsnæði,“ sagði Sig- urður. Hann sagði að starfsfólk Fé- lagsbústaða reyndi eftir mætti að innheimta leigu hjá íbúum, en það væri reynt að vinna með fólki og gefa því tækifæri til að standa í skilum. „Svo kemur að því að við sjáum að það er enginn vilji fyrir hendi og þá verðum við að fá úrskurð hjá héraðs- dómi sem felur í sér útburð og það getur verið mjög erfitt. Það er hins vegar alltaf tekið tillit til aðstæðna fólks. Við bendum fólki á að sækja um fjárhagsaðstoð hjá velferðarsviði borgarinnar.“ Fá mál enda á þann veg að fólk sé borið út. Slík mál voru 10 á síðasta ári, en borgin rekur 2.154 íbúðir. Áður en til útburðar kemur hefur velferðarsvið borgarinnar skoð- að tekjur og skuldir fólks og hvort fólk geti staðið við leigugreiðslur. Sigurður sagði að áður fyrr hefði fólk litið á leigu hjá Félagsbústöðum sem tímabundna búsetu meðan það var að ná tökum á fjármálum eða hefja búskap. „Síðan fór fólk út á markaðinn og reyndi að kaupa fé- lagslega íbúð meðan þær íbúðir voru á markaðinum. Það kerfi var lagt nið- ur kringum árið 2000. Frá aldamót- um hefur húsnæðisverð verið að hækka og tók svakalega uppsveiflu 2004. Fólk með lágar tekjur á hrein- lega enga möguleika á að kaupa íbúð- ir á markaði.“ Fjölgar á biðlista Tölur Félagsbústaða staðfesta þessa þróun. Þegar Félagsbústaðir voru stofnaðir árið 1997 átti félagið um 900 íbúðir, en þær eru 2.154 í dag. Þrátt fyrir þetta hefur úthlutunum ekkert fjölgað síðustu 7-8 árin, en það skýrist af því að fólk býr lengur í íbúðunum. „Fólk sem er hjá okkur og er allt með lágar tekjur hefur ekki getað farið út á markaðinn frá 2003 þegar fasteignaverð tók stökk upp á við,“ segir Sigurður. Frá 2006 fram á þetta ár fækkaði umsóknum um íbúð hjá Félagsbú- stöðum, en þeim er farið að fjölga aft- ur. Nú eru 713 á biðlista. Félagsbú- staðir hafa hins vegar ekki keypt íbúðir allra síðustu ár. Segja má að al- menni leigumarkaðurinn hafi tekið við þessari auknu eftirspurn og Fé- lagsbústaðir hafi haldið sig til hlés. Á síðustu tveimur hefur þeim Reykvík- ingum sem fá húsaleigubætur fjölgað um 60%. Þar af hefur þeim sem leigja á almennum markaði fjölgað um 164%. Á sama tíma hefur verið stöðn- un á fasteignamarkaði. Lánastofnan- ir hafa ennfremur gert strangari kröfur til lántaka um eigið fé og láns- hlutfall. Lágtekjufólk fast í leigu  Fólk með lágar tekjur á nær enga möguleika á að eignast eigið húsnæði  Leigjendum sem fá húsaleigubætur hefur fjölgað um 60% á tveimur árum Húsaleigubætur » Árið 2003 voru teknar upp sérstakar húsaleigubætur hjá Reykjavíkurborg sem voru hugs- aðar fyrir fólk á biðlista eftir fé- lagslegu leiguhúsnæði. Þetta er fólk sem er undir skilgreindum tekju- og eignamörkum. Í fyrra fengu 2.183 sérstakar húsa- leigubætur hjá Reykjavíkurborg. » Um 2/3 þeirra sem eru á bið- lista hjá Félagsbústöðum óska eftir 1-2 herbergja íbúðum. „Slíkar íbúðir eru bara ekki til, enda hefur ekkert verið byggt af slíkum íbúðum síðustu 10 árin. Úr þessu verður að bæta. Það þarf að auka framboð á minni íbúðum,“ sagði Sigurður. Morgunblaðið/Kristinn Leiga Félagsbústaðir reka 2.154 leiguíbúðir og borgin greiddi 8.270 einstaklingum húsaleigubætur á síðasta ári. Þörfin er mikil og nú eru 713 á biðlista. Fjöldi leigjenda með húsaleigubætur í Reykjavík 2008-2010 Hlutdeild Hlutdeild Feb. 08 2008 Des. 10 2010 Breyting Almennimarkaðurinn 1.288 31% 3.404 52% 164% Félagsbústaðir 1.674 41% 1.912 29% 14% Aðrir -námsmenn,Búseti ofl. 1.142 28% 1.248 19% 9% Heimild: Félagsbústaðir Vanskil hjá Félagsbústöðum Reykjavíkurborgar 2007 2008 2009 2010 2011 12 30 52 86 100* 0,70% 1,50% 2,10% 3,60% 4%* Vanskil í milljónum Hlutfall af veltu *Áætlun Könnun sem Varasjóður húsnæðis- mála gerði nýverið á leiguíbúðum sveitarfélaga sýnir að auðar íbúðir eru minna vandamál en áður var, einkum ef haft er í huga að á sama tíma hefur félagslegum leiguíbúðum sveitarfélaganna í landinu fjölgað nokkuð. Í könnuninni kom í ljós að íbúðir sem staðið hafa auðar lengur en í sex mánuði voru 43 talsins, 7 færri en ár- ið 2009. Árið 2008 voru þær 51 og 40 árið 2007. Eftir 2007 hefur sú breyt- ing orðið á að meirihluta íbúða sem höfðu verið auðar sex mánuði eða lengur var ekki lengur að finna á Vestfjörðum. Árið 2007 voru 67,5% þessara íbúða á Vestfjörðum, en árin 2008, 2009 og 2010 var þetta hlutfall komið niður í um 45%. Könnunin leiðir líka í ljós að fleiri sveitarfélög eiga nú við rekstrar- vanda að stríða vegna leiguíbúða sinna en áður. Stór sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg og Hafnarfjarð- arbær hafa nú bæst á þennan lista. Færri íbúð- ir standa núna auðar Sveitarfélög í vanda vegna leiguíbúða Hlutfallslega eru flestar leiguíbúðir á landinu í Vesturbyggð, Blöndu- ósbæ, Vopnafjarðarhreppi og Sveit- arfélaginu Skagaströnd sem er á toppnum. Í þessu sveitarfélögum er þetta hlutfall 3,78-5,46 leiguíbúðir á hverja 100 íbúa. Í Reykjavík er hlut- fallið 1,81 íbúð á hverja 100 íbúa, 1,22 í Kópavogi, 0,88 í Hafnarfirði og 0,25 í Garðabæ. Félagsbústaðir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar, hafa ekki keypt nýja leiguíbúð sl. tvö ár. Mest fjölgun hefur orðið hjá Ár- borg sem hefur keypt 39 íbúðir á síð- ustu tveimur árum. Þá varð einnig veruleg fjölgun leiguíbúða í eigu Fjallabyggðar, Fjarðabyggðar, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Rangárþings eystra. Fækkun leigu- íbúða varð hins vegar mest í Sveitar- félaginu Ölfusi, Vestmannaeyjum, Stykkishólmi og Hafnarfirði. Skagaströnd á toppnum Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ákveðnar vísbendingar eru um að undanfarið ár hafi drengir frekar stigið fram og tilkynnt kynferðisbrot gegn sér. Þetta segir Sigríður Hjaltested, aðstoðarsaksóknari kyn- ferðisbrotamála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þessi brot séu alltaf mun faldari hjá drengjum en stúlkum. „Við höfum tekið eftir því undan- farið ár að fleiri brotaþolar eru karl- kyns, jafnvel fremur ungir að árum eða undir 18 ára. Þau brot sem við höfum fengið eru oft langvarandi kynferðisbrot framin af einhverjum þeim kunnugum, nákomnum eða vini,“ segir hún. Engin ástæða sé til þess að ætla annað en að drengir verði fyrir ná- kvæmlega sömu brotum og stúlkur þó að almennt sé vitað að þær séu í miklum meirihluta. Mun fleiri piltar sem brotið hefur verið á séu úti í samfélaginu en þeir sem koma fram. „Það er mikilvægt að sýna þeim að þeir sýni mikinn styrk með því að koma fram. Það er þeim mikilvægt að vita það. Það er mjög átakanlegt að sjá hvað það er erfitt fyrir þá að opna sig,“ segir Sigríður. Fá skilaboð frá samfélaginu Margþættar ástæður geta verið fyrir því að strákum reynist erfiðara að segja frá kynferðisbrotum en stúlkum, segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Algeng- ast sé að mál komi upp þegar stúlkur segi vinkonum sínum frá brotum og þær fari áfram með þau. „Stelpur eiga í nánari tengslum við bestu vin- konur sínar en strákar eru með öðruvísi samskipti við sína vini,“ segir Ólöf. Hommafóbía getur einnig verið ástæða fyrir því hversu tregir þeir eru til sagna enda eru gerendur oft- ast karlmenn. „Þeir upplifa það að það sé eitthvað í þeirra fari sem kalli fram þessar kenndir í geranda. Þeir óttast jafnvel að strákar sem eru misnotaðir af körlum verði hommar. Það eru engar rannsóknir sem styðja slíkt en það er bara tilfinning sem viðkomandi unglingur hefur.“ Þá hafi samfélagið hingað til gefið strákum þau skilaboð að þeir eigi að vera leiðandi í kynlífi og því beri þeir meiri ábyrgð en aðrir. Það geri það að verkum að þeir vilji síður segja frá brotum gegn sér. Strákar séu jafnmiklir þolendur og stúlkur og hvetja þurfi þá til að segja frá. Fleiri drengir tilkynna kynferðisbrot  Mikilvægt að hvetja drengi til að stíga fram og segja frá Á súluritinu má sjá tölur um þróun í fjölda kynferðisbrotamála á höfuð- borgarsvæðinu undanfarin fjögur ár sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið saman. Árið 2007 var lögum breytt þannig að það sem áður var skilgreint sem misneyting fellur nú undir nauðgun. Því er ekki hægt að bera tölurnar um nauðgun saman við ársskýrslur áranna fyrir 2007. Kynferðisbrot á höfuðborgarsvæðinu Heimild: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Nauðgun Kynferðisbrot gegn börnum Blygðunar- semisbrot 2007 2008 2009 2010 67 72 22 49 83 17 71 65 14 66 37 28 Nauðgunum fækkar aðeins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.