Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 8
Steinþór Guðbjartsson Kristján H. Johannessen Waldorfskólinn Sólstafir mun hefja starfsemi í fær- anlegum skólastofum við Sóltún 6 í Reykjavík síð- sumars. Við þetta eru íbúar ekki á eitt sáttir en hús- félög íbúðarhúsa í nágrenni við skólastofurnar hafa kært byggingarleyfið. Hafa húsfélögin sent úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála borgarinnar kæru þar sem kraf- ist er að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Segja leyfið ekki í samræmi við skipulag Segir í bréfi til úrskurðarnefndar að hinn 6. júlí hafi verið gefið út byggingarleyfi til þess að reisa færanlegar skólastofur á lóðinni. Íbúar í nágrenn- inu segja að ekki verður séð að um bráðabirgðaleyfi sé að ræða. Þeir segja leyfið ekki í samræmi við staðfest skipulag og benda á að engin grennd- arkynning hafi farið fram vegna framkvæmdanna. Sólstafir voru í Hraunbergi í Breiðholti í um ára- tug. Skólinn er einkaskóli á grunnskólastigi og var byrjað að flytja fyrstu stofurnar á svæðið fyrr í þessari viku. Könnun um staðsetningu Snorri Traustason, kennari við skólann, segir að fyrir um fimm árum hafi verið gerð könnun á meðal foreldra barna skólans um óskastaðsetningu skól- ans í framtíðinni. Niðurstaðan hafi verið miðsvæðis og Sóltúnið hafi orðið fyrir valinu með tilliti til þjón- ustu við alla höfuðborgina. Þetta svæði hafi verið best tengt með almenningssamgöngum út í öll hverfi borgarinnar og auk þess nálægt Waldorf- leikskólunum við Grundarstíg og Mýrargötu. Fékk lóðina 2006 Skólinn fékk úthlutaða lóð við Sóltún 6 árið 2006 og samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir að skóla- húsnæði verði byggt á lóðinni. Um 50 nemendur frá 1. upp í 10. bekk eru í skólanum. Snorri segir að til að byrja með verði fimm færanlegar kennslustofur á lóðinni. Framtíðarsýnin sé að opna þar leikskóla og hefja byggingaframkvæmdir í framtíðinni. Skólahúsnæði hafi verið hannað en allar áætlanir hafi breyst við fall fjármálakerfisins og ekki liggi fyrir hvenær framkvæmdir hefjist. „Það er ekki auðvelt að fara af stað með slík verkefni.“ Grenndarkynning óþörf Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi í Reykjavík, segir að samþykkt hafi verið að á reit væntanlegrar skólabyggingar mættu vera fær- anlegar skólastofur fyrir leik- og grunnskóla til bráðabirgða. Ekki var um grenndarkynningu að ræða vegna færanlegu skólastofanna. Magnús segir að sam- kvæmt skipulagi eigi að reisa þarna skóla og þar sem skólastofurnar séu innan byggingarreitsins þurfi enga grenndarkynningu. „Grenndarkynning fer aðeins fram þegar deiliskipulag liggur ekki fyrir og um minni háttar frávik frá byggðarmynstri er að ræða,“ segir hann. Íbúar ósáttir við færanlegar kennslustofur í Sóltúni  Waldorfskóli fyrir 50 nemendur opnaður síðsumars  Byggja skólahús síðar  Segja leyfið ekki í samræmi við skipulag  Skólastofur innan byggingarreits Morgunblaðið/Golli Deilur Íbúar benda á að ekki hafi farið fram grenndarkynning en byggingarfulltrúi segir að þess hafi ekki þurft. Skólastofurnar séu innan byggingarreits. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 Íslendingar þekkja vel til EmmuBonino eftir að hún var fram- kvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB fyrir hálfum öðrum áratug.    Þá benti hún Ís-lendingum á að þeir fengju ekki að ráða eigin fiskveiði- lögsögu ef þeir gengju í ESB. Þetta hafa sumir átt erfitt með að meðtaka þrátt fyrir að æðstu embættismenn sambandsins hafi ítrekað þessa stefnu margoft.    Í gær birti Morgunblaðið greinsem Bonino, sem nú er varafor- seti efri deildar ítalska þingsins, ritaði við annan mann. Í greininni kemur fram ekki síður mikilvæg ábending til Íslendinga en sú um fiskveiðimálin.    Bonino fjallar um stöðu evr-unnar og ESB og bendir á að þar sem „samstarf fullvalda ríkja hefur augljóslega brugðist eru nú aðeins tveir möguleikar eftir“.    Annar möguleikinn sé að evru-ríkin „verði áfram fullvalda og endurheimti völd sín á sviði pen- ingamála, sem felur ekki aðeins í sér dauða evrunnar, heldur myndi það stefna innri markaðnum og jafnvel tilvist Evrópusambandsins í hættu“.    Hinn kosturinn, segir Bonino, erað „ríkin gangi lengra í því að afsala sér fullveldisrétti til Evrópu- sambandsins“.    Hún nefnir einnig að þetta val séað verða öllum ljóst. En þá horfir hún að vísu framhjá rík- isstjórn Íslands þar sem enginn hef- ur fylgst með erlendum fréttum ár- um saman. Emma Bonino Fullveldisafsal til bjargar evrunni STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 léttskýjað Bolungarvík 13 léttskýjað Akureyri 11 skýjað Kirkjubæjarkl. 14 skýjað Vestmannaeyjar 12 léttskýjað Nuuk 8 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 20 skýjað Brussel 16 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 16 skýjað London 17 skúrir París 17 skýjað Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 22 heiðskírt Berlín 22 skýjað Vín 20 skýjað Moskva 27 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 26 alskýjað Montreal 27 léttskýjað New York 30 heiðskírt Chicago 33 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:59 23:10 ÍSAFJÖRÐUR 3:33 23:46 SIGLUFJÖRÐUR 3:14 23:31 DJÚPIVOGUR 3:22 22:47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.