Morgunblaðið - 21.07.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.07.2011, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 Blómlegur Grasagarður. Í dag, fimmtudag, verður farið í fræðslugöngu um rósir í Grasa- garði Reykjavíkur. Eftir fræðsluna verður gengið yfir í skrúðgarðinn í Laugardal þar sem nýr Rósagarður Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Ís- lands, Reykjavíkurborgar og Ynd- isgróðurs verður formlega vígður. Jóhanns Pálsson, grasafræðingur og fyrrum garðyrkjustjóri Reykja- víkur leiðir gönguna. Gangan hefst við Café Flóru kl. 17. Þátttaka er ókeypis og öllum opin. Rósaganga Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við Háskóla Íslands, hefur hlotið styrk úr sjóði Selmu og Kays Langvads. Styrkurinn er upp á 75 þúsund danskar krónur og er veittur til að efla samskipti og rannsóknarsam- starf Háskóla Íslands við danskar vísindastofnanir og háskóla. Elín Soffía hefur sérhæft sig í rannsóknum á lífvirkum nátt- úruefnum úr íslensku lífríki og þá aðallega úr lágplöntum og fléttum. Rannsóknirnar hafa einkum beinst að lífvirkum efnum sem gætu reynst fyrirmyndir lyfjasprota við erfiðum sjúkdómum á borð við taugahrörnunarsjúkdóma og krabbamein. Sjóðurinn Selma og Kay Lang- vads Legat til udvikling af den kult- urelle forbindelse mellem Island og Danmark var stofnaður með pen- ingagjöf hjónanna Selmu og Kays Langvads verkfræðings við Há- skóla Íslands árið 1964. Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Íslands og Danmerkur. Í stjórn sjóðsins sitja Sören Lang- vad, Hafliði Pétur Gíslason, pró- fessor í eðlisfræði, og Kristín Ing- ólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Elín Soffía Ólafsdóttir prófessor fær styrk til að efla tengsl Íslands og Danmerkur Í dag, fimmtudag, stendur Ljós- myndasafn Reykjavíkur fyrir sér- stakri sögugöngu um slóðir vinstri- manna. Lagt verður á stað kl. 20 úr Grófinni milli Tryggvagötu 15 og 17. Það verða hjónin Svavar Gests- son fyrrverandi ráðherra og sendi- herra, og Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, sem leiða gönguna. Þátttaka er ókeypis. Samkvæmt upplýsingum frá ljós- myndasafninu verður m.a. gengið að Alþýðuhúsinu þar sem verka- lýðssamtök, Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaðið voru til húsa. Þá verður saga Þjóðviljans rakin en blaðið var til húsa við Skóla- vörðustíg 19 í áratugi. Svavar var ritstjóri blaðsins lengi. Einnig verður gengið að húsi Máls og menningar og Fjalakett- inum en þar var Bröttugötusal- urinn þar sem Kommúnistaflokkur Íslands hélt marga fundi sína. Í Vinaminni við Mjóstræti höfðu Samtök hernámsandstæðinga skrif- stofur um skeið. Morgunblaðið/Eggert Rúblan Hús bókabúðar Máls og menning- ar tengist m.a. sögu vinstrimanna. Ganga um slóðir vinstrimanna Hinn árlegi Barnadagur í Viðey verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 24. júlí. Margt er að sjá og ýmislegt sem þarf að rannsaka og því er tilvalið að taka sigti eða háf með í Viðeyjarferðina, svo hægt sé að skoða allar furðuskepnurnar og fjársjóðina sem finnast í flæðarmálinu. Valdór Bóasson smíðakennari heldur ör- námskeið í flugdrekagerð við Skemm- una og er öllum boðið að taka þátt meðan birgðir endast. Þá verður efnt til keppni um fallegasta villiblómvöndinn. Í Viðeyj- arkirkju er Barnamessa kl.15:00. Félagar úr skátafélaginu Landnemum mæta á staðinn og stjórna útileikjum upp á gamla mátann en þessir leikir hafa sannarlega slegið í gegn hjá ungum og eldri gestum Viðeyjar Viðeyjarstofa er opin frá 11:30 til 17:00 og matseðillinn fjölbreyttur. Börnin boðin velkomin í Viðey á sunnudag Börn Margt verður í boði fyrir börnin úti í Viðey næstkomandi sunnudag. Í dag, fimmtudag, verður uppskeruhátíð Skapandi sum- arstarfa hjá ungmennahúsinu Mol- anum í Kópavogi. Kl. 11-14 verður slegið upp götuhátíð á Hálsatorgi, í Hamraborg, þar sem ungmennin sýna og selja af sér flíkurnar á flóa- markaði, fara í leiki og spila spil. Kl. 19:30-22:30 verður svo boðið til stofustemmningar í Molanum að Hábraut 2. Gestum gefst þar tæki- færi til að prófa nýjan íslenskan tölvuleik og borðspil. Auk þess verður listasýning og boðið verður upp á kræsingar. Uppskeruhátíð í Kópavogi STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Bara svo það sé á hreinu þá er best að upplýsa að veðrið er mjög gott í höfuðstað Norðurlands.    Ég heyrði tvær konur á miðjum aldri rifja upp í vikunni að þær fóru oft með kringlu og Sinalco í Lysti- garðinn. Alltaf sól í minningunni.    Frá og með næsta sumri verður ekki nauðsynlegt að hafa með sér nesti; Akureyrarbær hefur ákveðið að byggt verði kaffihús í þeim helga reit, Lystigarðinum. Ráðgert er að það verði opnað næsta sumar, á 100 ára afmæli garðsins.    Samið hefur verið við félagið 1912 Veitingar um leigu á húsnæð- inu. Kollgáta sér um að hanna húsið og stefnt er að útboði í bygginguna í október.    Hvalreki fyrir djassunnendur: Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur pían- ista verður með tónleika í Ketilhús- inu í kvöld, á Heitum fimmtudegi Jazzklúbbs Akureyrar. Veislan byrj- ar kl. 21.30.    Skipulagsstjóri bæjarins hefur samþykkt erindi frá Becromal, þar sem sótt var um leyfi til að stækka núverandi verksmiðjubyggingu í Krossanesi um rúma 350 fermetra í norðaustur.    Krakkar í vinnuskólanum hvíldu sig á grasi og njóla á þriðjudags- morgun en streymdu þess í stað í menningarhúsið Hof, þar sem Ing- ólfur Þórarinsson skemmti þeim með sögum, söng og gítarspili.    Á fjórða hundrað krakkar voru í Hofi og höfðu gaman af að sögn. Ekki spillti fyrir að nemendur í tón- listarvinnuskólanum höfðu æft nokkur lög eftir Ingó og fluttu sína útgáfu af þeim á sviðinu í Hofi.    Fólk hefur líklega ekki heyrt um þennan tónlistarvinnuskóla, enda boðið upp á hann í fyrsta skipti í sumar. Hann hefur verið starf- ræktur í Hofi og er samvinnuverk- efni hússins, bæjarfélagsins og Tón- listarskóla Akureyrar.    Krakkar í þessum nýstárlega skóla eru allir í tónlistarnámi yfir veturinn og fá með þessu tækifæri til að halda áfram æfingum og námi yfir sumartímann. Í tónlistarvinnu- skólanum er meðal annars lögð áhersla á að efla tónsköpun og frum- kvæði nemenda. Hið besta mál.    Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðlu- leikari stjórnar tónlistarvinnuskól- anum en meðal annarra kennara eru Kristín Þóra Haraldsdóttir, Jana María Guðmundsdóttir og Sæunn Þorsteinsdóttir. Krakkarnir hafa m.a. spilað fyrir íbúa dvalarheimila bæjarins.    Margrét Brynjarsdóttir messó- sópran og Gísli Jóhann Grétarsson, gítarleikari og tónskáld, koma fram á Sumartónleikum í Akureyr- arkirkju á sunnudaginn. Bæði eru í mastersnámi í tónlistarháskólanum í Piteå og flytja nú óperuaríur. Gísli hefur útsett undirleikinn fyrir gítar, Tónleikarnir hefjast kl. 17.00.    Hljómsveitin Hjaltalín verður með tónleika á Græna hattinum í kvöld og aðra á laugardagskvöldið. Annað kvöld verða á sviðinu Pétur Ben & Eberg.    Akureyri handboltafélag verður með samkomu á Pósthúsbarnum frá kl. 23.59 á laugardagskvöldið. Strák- arnir eru að safna fyrir æfingaferð til Þýskalands síðsumars. Jurtate á 100 ára afmælinu? Ljósmynd/Sara Skaptadóttir Blómlegt Kringla og Sinalco, tertusneið og kaffi eða jurtate eða bara göngutúr; það er jafnan huggulegt í Lystigarðinum á Akureyri. Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Sjálfbærni er lykilþátturinn í þessu,“ segir Jón Geir Pétursson, sérfræðingur hjá umhverfisráðu- neytinu, um hugmyndir umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur- borgar um að minnka tún og gras- flæmi í borginni og í staðinn rækta sjálfbærari gróður. Að sögn Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur, sviðs- stýru umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar, er „þetta enn á hugmyndstigi en það er jákvæðni og áhugi á því að verkefnið hljóti fram- gang“. Grasblettir víða á hringtorgum, umferðareyjum og við stofngötur í borginni eru bæði kostnaðarsamir og „afskaplega ósjálfbærir, kalla á slátt mörgum sinnum á ári og um- hirðu, það þarf því að hafa mikið fyr- ir þessum svæðum,“ segir Jón Geir. Ef þau eru ekki slegin berst þaðan mikið af frjókornum út í andrúms- loftið sem veldur ófáum miklum óþægindum á sumrin. Hugmyndin er sú að í stað slíkra grasbletta komi fjölbreyttur gróður, mismunandi eftir hverju svæði, sem myndi leiða til talsverðs sparnaðar vegna þess að sjaldnar þyrfti að slá og hirða um túnin. Auk sparnaðar geta fyrirhugaðar breytingar haft ýmis jákvæð áhrif í för með sér. Sem dæmi myndi gróð- urinn „aðstoða við bindingu svif- ryks“ og draga úr frjókornamagni auk þess að setja „hlýlegri blæ á borgina,“ segir Ellý. Það mun vænt- anlega skýrast í vetur hvort ráðist verður í slíkar framkvæmdir. Sjálfbærni lykilþáttur  Í Reykjavík eru margir kostnaðarsamir grasblettir  Spara og draga úr svifryki með sjálfbærum gróðri Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Snorrabraut Á sumrin þarf að slá tún og umferðareyjar þrisvar auk þess sem fjölfarnir staðir eru slegnir vikulega. Æði mikill kostnaður hlýst af þessu. „Það eru ýmsar leiðir færar, t.d. er hægt að vera með minna af hrað- vaxta grösum og í staðinn er möguleiki á að gróðursetja aðrar plöntur, m.a. smára, runna, rifs, blómrunna og tré,“ segir Jón Geir Pétursson, sérfræðingur hjá um- hverfisráðuneytinu. Mörg tækifæri felast í gróðursetningu sjálfbærra plantna á þéttbýlissvæðinu, í stað „óæskilegra“ túna. „Það er hægt að hafa veruleg áhrif á svifryk með gróðri sem rís upp úr svarðlaginu, tré og runnar, þeir eru eins og greiður í andrúmsloftinu sem veiða svifrykið sem skolast í jarð- veginn með rigningu,“ segir Jón Geir. Slíkur gróður getur þar að auki dregið úr heilbrigðisvanda- málum svo sem frjókornaofnæmi, auk þess sem „æ fleiri rannsóknir sýna fram á mikilvægi gróðursins fyrir andlega vellíðan almenn- ings“. Ýmsar leiðir færar SJÁLFBÆRAR PLÖNTUR Í STAÐ „ÓÆSKILEGRA“ TÚNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.