Morgunblaðið - 21.07.2011, Síða 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011
Reuters
Á í vök að verjast Andy Hayman, fv. aðstoðarlögreglustjóri í Lundúnum,
gerir grein fyrir máli sínu í yfirheyrslu hjá breska þinginu 12. júlí sl.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Andy Hayman, fyrrverandi aðstoð-
arlögreglustjóri í Lundúnum, er bor-
inn þungum sökum í nýrri skýrslu
breska þingsins um hleranahneyksl-
ið. Er hann m.a. sakaður um að hafa
vísvitandi leitt þingmannanefnd á
breska þinginu af leið þegar hann
var spurður út í tengiliði sína hjá
News International, Bretlandsarmi
fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch.
Komast skýrsluhöfundar svo að
orði að þótt ekki sé afdráttarlaust
hægt að saka Hayman um ósannindi
sé „erfitt að forðast grun um að hann
hafi vísvitandi verið loðinn í svörum
til að afvegaleiða“ þingið.
Einn af hornsteinunum
Niðurstaða þingmannanefndar-
innar er álitshnekkir fyrir Scotland
Yard, eina af lykilstofnunum í
bresku samfélagi, en það var einmitt
Hayman sem fór fyrir rannsókn
hennar á meintum innbrotum í síma
ættingja fórnarlamba hryðjuverka-
árásanna í Lundúnum árið 2005.
Að sögn breska dagblaðsins Daily
Telegraph kemur fram í skýrslunni
að nú sé talið að brotist hafi verið inn
í síma hjá allt að 12.800 einstakling-
um til að afla upplýsinga fyrir götu-
blaðið News of the World, sem er í
eigu News International, eða ríflega
þrefalt fleiri en talið var til þessa.
Má í þessu samhengi rifja upp að í
september sl. fjallaði New York
Times ítarlega um hleranamálið og
gaf Hayman þá ekki kost á viðtali.
Kemur fram í grein New York
Times að Hayman hafi gerst dálka-
höfundur hjá The Times eftir að
hann lauk störfum hjá lögreglunni. Í
þeim dálkum hafi Hayman m.a. hald-
ið uppi vörnum fyrir rannsókn lög-
reglunnar á hlerununum og látið að
því liggja að aðeins hefði verið um fá-
ein fórnarlömb að ræða. En The
Times er í eigu News International.
Scotland Yard fær á baukinn í
skýrslunni og er sögð bera ábyrgð á
„röð mistaka“ við rannsókn á hler-
unum News of the World. Forsagan
er í stuttu máli sú að í árslok 2005
tóku að vakna grunsemdir í bresku
konungsfjölskyldunni um að einhver
hefði aðgang að símtækjum starfs-
manna krúnunnar. Persónulegar
upplýsingar sem ekki áttu að berast
út fyrir innsta hring rötuðu þannig í
fréttir News of the World og þótti
einsýnt að ekki væri allt með felldu.
Nefnd á vegum breska þingsins
rannsakaði tvívegis hleranir á sím-
um krúnunnar og hafði New York
Times eftir John Whittingdale, for-
manni nefndarinnar, að Scotland
Yard hafi ekki sýnt áhuga á að rann-
saka málið umfram þá þræði sem
lágu til Clives Goodman, blaðamanns
News of the World, og einkaspæj-
arans Glenns Mulcaire, sem Good-
man var í samfloti með. Þá hefur
New York Times eftir aðilum sem
komu að rannsókninni að Scotland
Yard hafi verið tregt til að rannsaka
málið frekar vegna tengsla við News
of the World. Sjálfur reyndi Good-
man að fela slóðina með því að vísa til
Mulcaires sem „Alexanders“ í kvitt-
unum fyrir aðkeypta þjónustu. Fóru
þeir félagar í steininn en kaflaskil
urðu í málinu í sumar þegar í ljós
kom að hleranirnar voru miklu um-
fangsmeiri en álitið var í fyrstu.
Þrettán þúsund fórnarlömb?
Ljóst er að langur vegur er frá því
að öll kurl séu komin til grafar og
segir á vef Daily Telegraph að í
skýrslunni sé lýst yfir áhyggjum af
því að aðeins hafi verið haft samband
við 170 möguleg fórnarlömb hlerana
og að það geti tekið allt að áratug
upplýsa þau öll, hátt í 13.000 manns
ef rétt reynist, um brotin. Kemur
ekki fram hvers vegna talið er að
þessi vinna sé svo tímafrek.
Loks segir í skýrslunni að „nánast
ógerningur sé að komast hjá þeirri
niðurstöðu“ að News International
hafi reynt að „hindra rannsókn á
glæpsamlegu athæfi“. Eru fulltrúar
lögreglunnar um leið gagnrýndir
fyrir að nota seinagang fjölmiðla-
veldisins sem afsökun fyrir því að
rannsókninni miðaði hægt.
„Röð mistaka“ hjá Scotland Yard
Flaggskip löggæslu í Bretlandi átalið í nýrri skýrslu þingmanna um hleranir News of the World
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Stóra spurningin í breskum stjórn-
málum er þessi: Hvaða áhrif mun
hleranahneykslið hafa á ímynd Dav-
ids Cameron forsætisráðherra og
feril hans til langframa?
Of snemmt er að skera úr um
hvaða áhrif tilsvör Camerons í fyrir-
spurnartíma í breska þinginu í gær
munu hafa í þessa veru.
Eins og við mátti búast snerist
málsvörn Camerons öðrum þræði
um þá ákvörðun hans að fela Andy
Coulson að fara fyrir samskiptum
sínum og forsætisráðuneytisins við
fjölmiðla og almenning, í kjölfar þess
að sá síðarnefndi lét af störfum sem
ritstjóri götu-
blaðsins News
of the World
vegna hlerana-
hneykslisins.
Cameron
reyndi að skilja
milli sín og
Coulsons með
þeim orðum að
ef í ljós kæmi
að ritstjórinn
fyrrv. hefði
sagt honum
ósatt um hler-
anir News of the World myndi það
hafa „alvarlegar afleiðingar“ fyrir
fréttahaukinn.
Spurning um heiðarleika
Í kjarna sínum snýst málið um
hvort Cameron sé ærlegur maður.
Fól hann óvönduðum manni að
stjórna samskiptum sínum við al-
menning? Vissi Cameron hvað blaða-
menn Coulsons höfðu á samvisk-
unni? Cameron freistaðist til að
svara slíkum spurningum með því að
lýsa því afdráttarlaust yfir að hann
hefði ekki ráðið Coulson til starfans
ef þær upplýsingar sem nú hafa
komið fram hefðu legið fyrir árið
2007, árið sem Coulson fór af launa-
skrá Murdochs og gerðist áhrifa- og
trúnaðarmaður í Íhaldsflokknum.
Gærdagurinn var án efa sá erfið-
asti fyrir Cameron síðan hann tók við
embætti forsætisráðherra í maí í
fyrra. Ed Miliband, leiðtogi Verka-
mannaflokksins í stjórnarandstöðu,
skynjaði að Cameron stóð höllum
fæti og vændi hann um að hafa sýnt
„stórkostlegan dómgreindarbrest“
með samstarfinu við Coulson.
Tengslin orðin að myllusteini
Hleranahneyksli News of the
World er vatn á myllu þeirra sem
haldið hafa því fram að áhrif Mur-
dochs í breskum stjórnmálum séu
alltof mikil. Slíkum sjónarmiðum var
haldið á lofti í umræðum um hvort
Murdoch ætti að fá að eignast ráð-
andi hlut í sjónvarpsstöðinni BSkyB.
Komið hefur fram að Cameron bauð
Murdoch til tedrykkju eftir að hafa
tekið við völdunum síðasta sumar.
Það var m.a. af þessu tilefni sem
þingmenn stjórnarandstöðunnar
spurðu Cameron hvort þeir Murdoch
hefðu rætt fyrirhuguð kaup sem
News Corp, móðurfélag News Int-
ernational í Bretlandi, féll frá vegna
uppljóstrana um hleranir News of
the World. Svaraði Cameron þá m.a.
svo: „Ég átti aldrei nein óviðeigandi
samtöl.“
Til að bæta gráu ofan á svart fyrir
leiðtoga Íhaldsflokksins voru í gær
birtir tölvupóstar úr forsætisráðu-
neytinu sem þykja sýna svo ekki
verði um villst að skrifstofustjóri
hans, Ed Llewellyn, hafi komið í veg
fyrir að háttsettir lögreglumenn
upplýstu Cameron um rannsókn á
hlerunum News of the World.
Yvette Cooper, innanríkisráð-
herra í skuggaráðuneyti þingsins,
vék að þessu og sagði Llewellyn tví-
vegis hafa komið í veg fyrir að Came-
ron fengi þessar upplýsingar. Spurði
hún svo hvort það hefði verið gert til
að vernda Cameron og Coulson eða
af ótta við að slíkar upplýsingar
kæmu forsætisráðherranum illa.
Traustið að veði
Áður en Tony Blair leiddi Verka-
mannaflokkinn til stórsigurs í þing-
kosningunum 1997 hét hann því að
skjöldur sinn yrði „hvítari en hvítt“
þegar heiðarleiki hans væri annars
vegar. Þótti mörgum stuðnings-
mönnum jafnaðarmanna heldur fall-
ið á þann skjöld þegar Gordon
Brown tók við valdataumunum í
flokknum og varð um leið forsætis-
ráðherra árið 2007.
Nú, aðeins rúmu ári eftir að Came-
ron varð forsætisráðherra, stendur
hann frammi fyrir því að heiðarleiki
hans er dreginn í efa. Honum er því
brýnt að reisa við tiltrú og álit á
stjórnmálamönnum og hefur í því
skyni boðað að rannsókn á hlerunum
News of the World verði útvíkkuð og
lög um fjölmiðla endurskoðuð.
Kastar Coulson fyrir úlfana
David Cameron reynir að afneita fyrrv. almannatengli sínum Hart sótt að forsætisráðherranum á
breska þinginu Neitar að hafa rætt við Murdoch um yfirtökuhugmyndir News Corp á BSkyB
Reuters
Í skotlínunni David Cameron ber hönd fyrir höfuð sér í breska þinginu
í gær. Við hlið hans er George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands.
Andy Coulson
Það kemur fjölmiðlajöfrinum Rupert Murdoch ekki illa að hafa á
sínum snærum marga af áhrifamestu fjölmiðlum hins enskumæl-
andi heims þegar umfjöllun um hleranahneykslið er annars vegar.
Á myndinni hér fyrir neðan skoðar Murdoch forsíðu Lundúna-
blaðsins The Times en á forsíðunni getur að líta fimm dálka fyr-
irsögn, „Málsvörn Murdochs“, og meðfylgjandi frétt um svör hans
frammi fyrir breskri þingnefnd á þriðjudag.
Murdoch sendi starfsmönnum sínum tölvupóst í vikunni þar sem
fram kom að gripið yrði til aðgerða til að tryggja að sambærileg mál
endurtaki sig ekki. Tók Murdoch jafnframt fram að starfsmenn sem
bregðist trausti verði að taka afleiðingum gjörða sinna.
Á sínum tíma var sagt um breska heimsveldið að það væri svo
víðfeðmt að sólin settist þar aldrei. Það sama má segja um fjöl-
miðlaveldi Murdochs. Suður í Ástralíu hefur Julia Gillard forsætis-
ráðherra lýst því yfir að starfshættir fjölmiðla hans verði rannsak-
aðir. Ólíklegt þykir að sambærilegt hneyksli komi upp á yfirborðið
og er m.a. horft til þess að vegna yfirburðastöðu Murdochs á dag-
blaðamarkaðnum sé samkeppnin þar ekki jafn hörð og í Bretlandi.
Blaðamennirnir beri ábyrgð
MURDOCH SNÝST TIL VARNAR