Morgunblaðið - 21.07.2011, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.07.2011, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 Ég trúi ekki að ég sé að skrifa minningargrein um Beggu vinkonu. Ég er ennþá að bíða eftir tilkynningu um að þetta hafi verið heimsins versti brand- ari. En svo er ekki, ég sit hér og hugsa til þeirra stunda sem ég átti með Beggu, sem voru flestar í gegnum netið síðastliðin ár þar sem ég er búsett í Belgíu og hún í Sviss. Við kynntumst í gegnum hundana, báðar með „hundaveik- ina“ á háu stigi og báðar með ljós- myndadellu, Begga var komin lengra í ljósmyndun en ég, við töluðum saman bara nokkrum dögum fyrir slysið hræðilega þar sem hún ráðlagði mér að bíða frekar og safna í nokkra mánuði til viðbótar til að kaupa betri vél heldur en að kaupa vél sem ég hafði augun á og átti nokkurn veginn fyrir. Ég ætla að heiðra það og þegar ég loksins get feng- ið vélina mun ég ætíð hugsa til vinkonu minnar góðu. Begga skilur eftir sig stórt skarð í hundavinahópnum, við fylgdumst öll með ævintýrum Beggu þegar hún fékk Tecklu sína og glöddumst með henni þegar hún fór með hana á sýn- ingar og vann alla hina, ekki slæmur árangur frá „litla Íslend- ingnum í útlandinu“. Ég veit að hún var að gera það gott í vinnunni, hún átti frábært líf og Bergþóra Bachmann ✝ BergþóraBachmann fæddist í Reykjavík 6. júní 1980. Hún lést í umferðarslysi í Basel í Sviss 1. júlí 2011. Útför Bergþóru fór fram frá Hall- grímskirkju 15. júlí 2011. kom miklu í verk og var mjög vinamörg. Ég hafði alltaf plön um að heimsækja hana í Sviss, fara med 1-2 hunda með mér á sýningu og heimsækja Beggu í leiðinni. Ég trúi ekki að það verði ekkert af því. Ég vil senda mín- ar innilegustu sam- úðarkveðjur til fjölskyldu og vina Beggu, þetta er svo ósanngjarnt og svo ótrúlega erfitt að maður á varla til orð. Hugur minn er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem.) Margrét Inga Veigarsdóttir. Elsku afi, þú ert nú búinn að fá hvíldina og ert því laus við hana Elli kerlingu úr skrokkn- um. Það hlýtur að vera léttir því hún er örugglega ekkert sér- staklega skemmtilegur ferða- félagi, allavega ekki til lengdar. Minningar mínar um afa tengjast flestar daglegu amstri heima í Villingaholtshreppnum. Við afi vorum miklir nágrannar fyrstu 16 árin mín eða þar til ég flutti burt úr sveitinni til að fara í nám. Afi var bóndi sem stund- aði hefðbundinn búskap á sínum tíma og allt þar til fyrir ótrúlega fáum árum síðan var hann með nokkrar kindur sem hann naut þess að hirða um. Afi hélt sig við það sem hon- um líkaði vel. Þannig man ég t.d. aldrei eftir afa á öðrum bíl en Land Rover og sjaldan hef ég séð hann derhúfulausan. Laxveiðar voru eitt helsta áhugamál afa og kom hann oft með lax úr Þjórsá handa mömmu í soðið. Einnig var hann laghentur og heilan vetur dund- aði hann sér t.d. við að smíða árabát í kjallaranum hjá okkur sem hann notaði svo við laxveið- arnar. Afi hafði sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar og ósjaldan átti hann rökræður um þau við gesti og gangandi. Hafði hann af því mikla ánægju og var því mikið frá honum tekið þegar heyrnin fór að versna. Það er tvennt sem mér þykir sérstaklega vænt um og langar að fá að rifja upp og þakka þér fyrir, afi minn. Annað atriðið er að sem lítið barn átti ég alltaf vísan stað hjá þér á öðrum arm- inum á stólnum þínum. Þar mátti ég ævinlega sitja og við spjölluðum saman. Hitt atriðið er að það gladdi mig mjög þegar þú lagðir land undir fót, 82 ára að aldri, og varst viðstaddur út- skrift mína sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Elsku afi, ég kveð þig með söknuði en jafnframt þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Hvíl í friði. Eyrún Ólafsdóttir. Það skein svo hlýr og góð- legur svipur af andlitinu hans Einars í Dalsmynni þegar við heilsuðumst fyrst. Þétt handtak, ákveðið augnaráð en þessi aug- ljósa hlýja í svipnum hafði góð áhrif á mig. Við urðum fljótt góðir vinir þó ekki væru það gleðiverkefni sem tengdu okkur saman fyrst, missir dóttur hans og svo tengdasonar. En svo hög- uðu atvikin því til að dótturson- ur hans og nafni varð tengda- sonur okkar Auðar. Þá tengdust fjölskyldur okkar nánari bönd- Einar Einarsson ✝ Einar Ein-arsson, bóndi í Dalsmynni, fæddist 6. mars 1911 á Ólafsvöllum, Skeiðahreppi, Ár- nessýslu. Hann andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Ljós- heimum 3. júlí 2011. Útför Einars fór fram frá Vill- ingaholtskirkju 16. júlí 2011. um og samgangur varð meiri. Einar var fyrst og síðast bóndi og auk fjölskyldu- tengsla tengdi lítill angi af „búskap“ okkur saman. Ég orðaði það einhvern tíma við Einar, hvort möguleiki væri að fá afnot af litlum landskika í Dalsmynni fyrir kartöflugarð. Hann hélt það nú og saman völdum við staðinn, hann lagði mér góð ráð til við að afmarka reitinn og vinna landið. Þar gerðist ýmislegt spaugilegt þeg- ar ég, „þéttbýlisbóndinn“, hóf að girða og fleira sem þurfti. En Einar brosti þá góðlátlega og benti mér á það sem betur mætti fara. Og yfirleitt þegar ég skrapp inn í garðinn við Dals- mynni kom Einar á jeppanum sínum til mín og við spjölluðum saman, lágum í grasinu og ræddum um heima og geima. Einar var ræðinn, ákveðinn í skoðunum og kunni að segja frá. Honum var annt um búið sitt, landið, skepnurnar, já fór vel með það sem hann ræktaði. Þetta voru sælustundir, við nut- um félagsskapar hvor við annan. „Og svo manstu að koma í kaffi áður en þú ferð. Eyrún á eitt- hvað góðgæti með,“ og þannig kvöddumst við í haganum. Svo þegar ég vildi greiða honum af- gjald af kartöflureitnum fannst Einari það heppilegra afgjald að ég kæmi við í Dalsmynni í hvert skipti þegar ég færi í garðinn. „Ertu sáttur við það afgjald?“ og svo brosti hann sínu breiðasta. Ekki fleiri orð um það. Þær urðu margar heimsókn- irnar í Dalsmynni hjá okkar fjöl- skyldu til þeirra Einars og Ey- rúnar. Og alltaf var tekið á móti okkur af höfðingsskap og um- hyggju, spurt fregna af ungu kynslóðinni, uppskerunni og önnur málefni samfélagsins rædd og reifuð, eins og gengur. Okkur þótti gott að koma til þeirra hjóna og þökkum þeim góðar stundir og alla gestrisn- ina. Einar var orðinn roskinn maður þegar við kynntumst en bar aldurinn vel. Glettinn var hann og hló kitlandi hlátri, við- ræðugóður og tengdur sveitinni sinni. Síðustu árin urðu honum þó erfið, mátturinn lítill og ólíkt honum að verða öðrum háður. Sjálfstæðisvitund hans var alla tíð afar sterk. Ég náði að kveðja vin minn í Dalsmynni tveim dögum fyrir andlát hans. Þá voru kraftar hans þrotnir. Hann hafði dvalið síðustu misserin á Ljósheimum á Selfossi og notið góðrar um- hyggju þar. En dauðinn vitjar oft sem líknandi hönd eftir langt líf og erfið veikindi. En minn- ingin góða um Einar mun lifa áfram í brjóstum okkar. Við Auður og fjölskyldan okk- ar þökkum Einari fyrir liðnar samverustundir og vottum Ey- rúnu og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Guð taki hann í arma miskunnar sinnar og blessi minningu um góðan dreng, Ein- ar Einarsson frá Dalsmynni. Svavar Stefánsson. Við systkinin ólumst upp á Skarði á Vatnsnesi og var Hellen elst okkar. Þá var þar nokkuð öðruvísi um að litast en nú er, bú- skapur var í fullum gangi þar og á nágrannabæjunum og mikið mannlíf í sveitinni. Í raun var tví- býli í Skarði þegar Hellen var að alast upp, þar sem Eggert afi okkar og Tryggvi móðurbróðir bjuggu í gamla bænum, en mikill samgangur var á milli. Hellen fór ung að starfa sem gangastúlka á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga og varð umönnun sjúkra síðan hennar ævistarf, en hún dreif sig í sjúkraliðanám eftir að hún eignaðist börnin. Hún gat sér fljótt gott orð fyrir sérstaka hlýju og nærgætni gagnvart sjúk- lingum sínum sem fylgdi henni í starfi alla tíð. Hellen kynntist eiginmanni sínum, Andra Jónassyni, þegar Andri dvaldist á Hvammstanga sem kennari veturinn 1973-74. Það var skemmtilegur tími eftir að Andri fór að venja komur sínar til okkar á Kirkjuveginn, og var mikið spjallað og mikið spilað. Við eldri systkinin vorum síðan svo heppin að geta búið hjá Hellen og Andra í Skipholtinu á framhalds- skólaárum okkar í Reykjavík. Það voru góð ár sem við minnumst með sérstakri ánægju og þakk- læti og þar var vel um okkur hugsað. Hellen var sérstaklega um- hyggjusöm fyrir allri sinni fjöl- skyldu og nutu ömmubörnin þess í sérstaklega ríkum mæli. Hún var líka alltaf boðin og búin til hjálpar ef þörf var á. Heimili þeirra Andra stóð opið ef einhver þurfti á gistingu að halda og þar var tekið vel á móti gestum. Öll eigum við góðar minningar um skemmtilegar stundir í Ósabakk- anum og eins í sumarbústaðnum þeirra. Á yngri árum hafði Hellen tak- markaðan áhuga á að dveljast í dreifbýlinu, búseta í Reykajvík átti betur við hana. Þó fór það svo að hún varð ásamt Andra aðal- drifkrafturinn í að gera upp æskuheimili okkar á Skarði og eiga þau mestan heiðurinn af þeirri umbreytingu sem þar er orðin. Þarna naut Hellen sín sannarlega við skipulagningu og hönnun því það var nokkuð sem lá vel fyrir henni og hún hafði áhuga Hellen S. Benónýsdóttir ✝ Hellen S. Ben-ónýsdóttir fæddist á Hvamms- tanga 9. mars 1953. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 8. júlí 2011. Útför Hellenar fór fram frá Bú- staðakirkju 18. júlí 2011. fyrir. Eins og í öðru sem hún tók sér fyr- ir hendur var eins gott að hlutirnir gengju hratt og vel fyrir sig, það þótti ekki nauðsynlegt að taka sér miklar pás- ur. Enda átti ekki við Hellen að sitja of mikið um kyrrt, hún var ósérhlífinn dugnaðarforkur og drífandi að hverju sem hún gekk. Vinnan við endurbæturnar í Skarði sameinaði fjölskyldur okk- ar systkinanna enn frekar því þar voru oft margir samankomnir. Þarna höfum við nú seinni árin safnast saman við margvísleg tækifæri að ógleymdri fjöl- skylduhátíðinni þar sem við skemmtum okkur saman á hverju sumri. Síðustu mánuðirnir reyndust Hellen og hennar fjölskyldu erf- iðir þar sem hún þurfti að takast á við mikil veikindi. Hún sýndi mik- inn dugnað þennan tíma sem endranær og naut þess að eiga góðan eiginmann og börn sem stóðu þétt við bakið á henni ásamt vinum og ættingjum. Þegar svona sterk persóna hverfur burt mynd- ast mikið tóm, en við njótum þess að eiga góðar og skemmtilegar minningar um Hellen sem fylgja okkur öllum um ókomna tíð. Atli, Rúna og Þorsteinn. Við mætum til kirkju, prúðbúin og alvarleg í fasi. Við erum að fylgja konu sem er okkur kær síð- asta spölinn. Við erum að votta hinni látnu virðingu okkar, en ekki síst að minnast hennar eins og hún var. Við erum ekki að kveðja, vegna þess að hin látna lif- ir í huga okkar og hjörtum. Þegar ég og Rúna, systir Hell- enar byrjuðum að búa var fyrsta heimili okkar í Leirubakkanum í Reykjavík. Hellen og Andri bjuggu þá á næstu hæð fyrir neð- an. Ég kynntist þeim því fljótlega og þróuðust kynni sem urðu að vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Þau voru samhent í því sem þau tóku sér fyrir hendur, bjuggu sér fallegt heimili og ræktuðu garðinn sinn. Margs er að minnast frá því að ég hitti Hellen og Andra fyrst fyr- ir tæpum 30 árum. Ferðalög inn- anlands og erlendis, samveru- stunda í Skarði, eða heimsókna okkar á milli. Að heimsækja þau Hellen og Andra var nú kapítuli út af fyrir sig. Þar naut Hellen sín afar vel. Hlutverk gestgjafans átti sko við hana. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að hún nyti þess mun betur að vera gestgjafi en gestur. Hellen var afar kraftmikil kona. Það gustaði af henni. Það var vegna dugnaðar hennar en ekki vegna þess að hún tranaði sér fram, hún lét einfaldlega verkin tala. Því fengum við að kynnast þegar kom að því að gera upp gamla íbúðarhúsið í Skarði. Þar nutum við krafta hennar og smekkvísi, auk þess sem þau Andri komu alltaf klyfjuð af hús- munum til að prýða æskuheimili Hellenar og systkina hennar. Þá lét Andri heldur betur ekki sitt eftir liggja við framkvæmdirnar. Og svo er það Skarðshátíðin. Þá koma saman allir afkomendur Þóru og Benna, foreldra Hellen- ar, og dvelja saman eina helgi við leik og störf. Þar var Hellen í ess- inu sínu og tók þátt í leikjum eins og „yfir“ og „hlaupa í skarðið“ allavega fyrstu árin sem þessar hátíðir voru haldnar. Fjölskyldan var Hellen allt. Velferð barna hennar og fjöl- skyldna þeirra var henni afar mikilvæg. Hún sóttist mjög eftir samvistum við barnabörnin. Ekki er ég í vafa um að þau munu búa lengi að því að hafa fengið að um- gangast ömmu sína þann tíma sem hennar naut við. Síðastliðið haust greindist Hellen með krabbamein. Allir vonuðu að hún færi nú létt með nokkrar aumar krabbameins- frumur. Sú varð því miður ekki raunin. Veikindin ágerðust, en hún gerði samt allt sem hún gat til þess að njóta lífsins, gefa og gleðja. Um síðustu hvítasunnu hittist svo stórfjölskyldan og hélt sína árlegu stórveislu. Auðvitað mætti Hellen þar og lagði í púkkið til þess að allir færu nú saddir og sælir heim. Þá var eins og hún hefði haldið sjúkdómnum niðri með sínum mikla viljastyrk, til þess að geta hitt fjölskylduna sína einu sinni enn. Eftir það hrakaði henni hratt og lést hún föstudag- inn 8. júlí sl. Þau stóðu þétt við hlið hennar allan tímann meðan á þessari erfiðu baráttu stóð, Andri, Anna Rut, Heimir og Silja, og viku varla frá henni síðustu vik- urnar. Öll söknum við hennar en barnabörnin þó líklega mest. Kæra fjölskylda; megi Guð gefa ykkur öllum styrk til að tak- ast á við sorgina og söknuðinn. Björn Líndal Traustason. Látin er langt um aldur fram elskuleg tengdamóðir sonar míns, Hellen Benónýsdóttir. Okkar kynni hófust er Siggi sonur okkar Bjarna og Silja dóttir þeirra Hellenar og Andra fóru að rugla reytum saman. Síðan hefur margt á dagana drifið og eigum við sameiginlega 3 mannvænleg barnabörn sem voru augasteinar ömmu sinnar og yndi í einu og öllu, sem öll hennar barnabörn. Hellen var skemmtileg kona, ljúf að sækja heim, myndarleg í einu og öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Aldrei var komið að tómu borði þar á bæ. Fjölskyldan var henni eitt og allt. Og sást það vel hversu Hellen og Andri hafa náð að sá í hug barna sinna samheldni, seiglu og umburðarlyndi. Og einkum og sér í lagi var það sjáanlegt eftir að veikindi Hellenar urðu erfiðari. Margar góðar stundir áttu þau öll í sumarbústað fjölskyldunnar. Er það hinn yndislegasti griða- staður. Mig langar að þakka Hellen fyrir þessi fáu ár sem við áttum samleið, þakka henni fyrir hversu vel hún reyndist Sigurði syni okk- ar Bjarna. Mig langar að þakka henni fyr- ir allt það góða sem hún hefur gefið barnabörnum mínum í vega- nesti, minningar um hana sem aldrei munu gleymast og fá að lifa í hjörtum okkar allra áfram. Ég sendi öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði. Hanna Björk og Bjarni.                          Elsku pabbi minn, mikið er sárt að þurfa að kveðja þig, en það er huggun að nú ertu laus við erfið veikindi og þrautir. Ég vil þakka þér fyrir allt Gísli Svavar Jónsson ✝ Gísli SvavarJónsson fædd- ist í Brandshúsum í Gaulverjabæj- arhreppi 28. maí 1931. Hann lést 22. júní sl. á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands. Útför Gísla Svav- ars fór fram frá Selfosskirkju 15. júlí 2011. sem þú kenndir mér en þú varst hafsjór fróðleiks um náttúruna, gamla tíma og margt fleira. Þú last mikið, kunnir urmul ljóða og við systkinin lærðum skólaljóðin, marg- földunartöfluna og margt annað í fjós- inu hjá þér. Þakka þér fyrir hvað þú varst góður við börnin mín, Hafþór Ara og Karen Evu. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín, María Sigurborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.