Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011
✝ Alda Andr-ésdóttir fædd-
ist á Ísafirði 9.11.
1927. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 13.7.
2011.
Foreldrar Öldu
voru Andrés Ein-
arsson, versl-
unarmaður, f.
17.1. 1904, d. 10.1.
1941 og Áslaug
Guðjónsdóttir, f. 15.9. 1903, d.
29.1. 1988. Stundaði Andrés
verslunarstörf en Áslaug
starfaði lengstum hjá Nóa Sí-
skólakennari, f. 14.8. 1958, d.
3.9. 1989 og Auður, skrif-
stofumaður, f. 5.1. 1962, gift
Bjarna Jóhannessyni, við-
skiptafræðingi, f. 9.12. 1960.
Börn þeirra eru a) Þórarinn
Árni, læknanemi, f. 15.3. 1988
og b) Bryndís, mennta-
skólanemi, f. 17.3.1993.
Alda fór ung að starfa utan
heimilisins og vann aðallega
við verslunarstörf. Eftir að
dæturnar fæddust minnkaði
Alda við sig vinnu og helgaði
sig meira uppeldinu. Einnig
tók hún þátt í starfi Rauða
kross Íslands.
Útför Öldu verður gerð frá
Háteigskirkju í dag 21. júlí
2011, og hefst athöfnin klukk-
an 15.
ríus. Alda var elst
3ja systra. Hinar
eru Jóhanna, f.
22.3. 1932 og Sig-
ríður, f. 3.10.
1933, d. 28.1.
1998, gift Sigurði
Guðjónssyni, f.
16.6. 1933.
Þann 6.3. 1951
giftist Alda Þór-
arni Árnasyni,
skrifstofumanni
hjá Fiskifélagi Íslands og
Aflatryggingarsjóði, f. 6.3.
1929, d. 13.7. 1997. Dætur
þeirra eru 1) Bryndís, leik-
Öldu Andrésdóttur, tengda-
móður mína, hef ég þekkt í um
30 ár. Það sem hefur einkennt
þennan tíma er sú umhyggja, trú
og áhugi sem hún hafði á sínu
fólki. Einnig var hún alltaf til
staðar fyrir sitt fólk þegar það
þurfti á henni að halda. Þetta
hvort tveggja má án efa rekja til
þess er hún 13 ára gömul, elst
3ja systra, missir föður sinn. Ás-
laugu móður hennar tókst með
dugnaði og eljusemi að halda
fjölskyldunni saman og koma
dætrunum á legg. Við þessar að-
stæður færðist óhjákvæmilega
aukin ábyrgð yfir á systurnar
þrjár.
Dæmi um umhyggju sem hún
sýndi barnabörnum sínum var
þegar þau voru að taka próf. Þá
kveikti hún alltaf á kerti fyrir
þau meðan á prófinu stóð. Ef
prófin voru snemma að morgni
þá vaknaði hún einfaldlega fyrr.
Ef hún þurfti að bregða sér frá
áður en próftíma lauk þá hafði
hún ráð við því. Hún einfaldlega
setti kertið í eldhúsvaskinn og lét
það loga þar á meðan hún var í
burtu.
Hún var fagurkeri, naut þess
að hafa fallega hluti í kringum
sig og bar heimili hennar því
glöggt vitni. Hún hafði gaman af
að breyta til heima hjá sér. Hún
hafði líka gaman af að breyta um
húsnæði og fékk reglulega ein-
hvern fiðring sem fór ekki fyrr
en búið var að festa kaup á nýju
húsnæði. Á þeim tíma sem ég
þekkti Öldu átti hún heimili á
fjórum stöðum. Þar á undan áttu
tengdaforeldrar mínir heimili á
a.m.k. fjórum mismunandi stöð-
um. Þetta kom ekki til út af því
að þau væru á hrakhólum með
húsnæði heldur þessi sérstaki
áhugi Öldu að taka upp heimilið
og finna því nýjan stað.
Þannig var með Öldu að hún
átti nokkrar uppskriftir sem hún
var bara með í fingrunum. Þann-
ig var t.a.m. með fiskibollurnar
hennar að ekki sé talað um
pönnukökurnar. Við vorum
löngu búinn að gefast upp á að
reyna fá þær settar niður á blað.
„Það er engin uppskrift, þetta er
bara svona“. Eitt sinn útbjó Alda
fiskfarsið í eldhúsinu heima hjá
sér að kveldi og það var síðan
eldað í öðru landi sólarhring síð-
ar, slíkur var hróður þess.
Fyrir nokkrum árum fór Alda
með okkur Auði í heimsókn á
vinnustofu myndlistamanns í
gömlu iðnaðarhúsnæði í Álafoss-
kvosinni. Alda lét lítið fyrir sér
fara en kemur auga á litla mynd,
dustar af henni mesta rykið, ber
hana upp í dagsbirtuna og lýkur
lofsorði á myndina. Listamaður-
inn heyrir þetta og segir um hæl
„finnst þér þetta falleg mynd?“
Því jánkar Alda. Listamaðurinn
tók myndina, virti hana fyrir sér,
rétti hana aftur til Öldu og sagði:
„Þú mátt eiga hana!“ Alda verð-
ur hálf hvumsa og segir eitthvað
á þá leið að hún geti ekki þegið
myndina þar sem hún hafi á eng-
an hátt unnið fyrir henni. Þá
svaraði hann eitthvað á þá leið
hún og hennar kynslóð væru fyr-
ir löngu búin að vinna sér inn
fyrir þessari mynd. Þessi orð
listamannsins segja svo mikið
um lífsstarf tengdamóður minn-
ar sem var ávallt til staðar þegar
hennar fólk þurfti á henni að
halda. Myndin tók sig vel út í
stofunni hjá Öldu alla tíð eftir
þetta.
Nú þegar komið er að leiðar-
lokum er mér efst í huga þakk-
læti fyrir að hafa átt Öldu Andr-
ésdóttur að. Blessuð sé minning
hennar.
Bjarni Jóhannesson.
Alda Andrésdóttir, eða
AḿAlda eins og ég kallaði hana
þegar ég var lítill, lést 13. júlí sl.
á 14 ára dánarafmæli afa Þór-
arins, eiginmanns hennar. Ég
hef notið þeirra forréttinda að
hafa kynnst ömmu minni mjög
vel og átt með henni margar góð-
ar stundir. Ég var ekki nema
þriggja mánaða gamall þegar ég
fyrst gisti heima hjá þeim hjón-
um á Rauðalæknum.
Þegar það kom að sögustund
fyrir svefninn las amma alltaf
sömu tvær sögurnar. Annars
vegar um skjaldbökumennina og
hins vegar um Mikka mús á leið
til tunglsins. Eins og við mátti
búast fékk amma leiða á að lesa
alltaf sömu sögurnar. En þegar
hún gerði tilraun til að breyta
sögunum eða stytta þær heyrðist
í litla drengnum hennar: „Nei
AḿAlda, svona er ekki sagan.“
Þá brosti hún til mín og sagði
sögurnar eins þær voru, mér til
mikillar ánægju.
Amma átti það oft til að sækja
mig á leikskólann á Garðaborg
og gengum við saman heim í
Snælandið. Þetta er nokkur spöl-
ur fyrir lítinn dreng og oftar en
ekki bað ég ömmu um að halda á
mér. Hún sagði þá að hún gæti
það ekki vegna þess að hana
verkjaði í fótinn. Þá sagði dreng-
urinn fjögurra ára: „AḿAlda, ég
ætla að verða læknir til að lækna
fótinn á þér svo þú getir haldið á
mér.“ Það leist henni vel á.
Þegar ég var sjö ára ákvað ég,
í samvinnu við ÖḿÖldu, að
stofna sjóð. Sjóðurinn kallaðist
„Jólagjafasjóðurinn“ og var hlut-
verk hans, eins og nafnið gefur
til kynna, að gefa jólagjafir fyrir
nánustu ættingja. Jólagjafasjóð-
urinn aflaði sér fjár með því að
safna smápeningum allt árið og
með fjárframlögum frá velunn-
urum. Sjóðurinn er enn til, þó að-
eins í breyttri mynd enda blóma-
skeið hans að baki.
ÖḿÖldu verður sárt saknað af
fjölskyldu sinni og ástvinum. En
ég veit að núna er hún komin til
afa Þórarins og Bryndísar sinnar
og mun vaka yfir okkur sem eftir
erum um ókomna framtíð.
Þórarinn Árni.
Alda frænka mín var mér afar
kær enda samfylgdin vörðuð
góðum minningum. Hún var
móðursystir mín, elst þriggja
systra. Faðir þeirra lést þegar
þær voru allar á barnsaldri. Það
hafði mótandi áhrif á alla þeirra
framtíð. Mæðgurnar þurftu því
að leggja hart að sér til að ná
endum saman.
Þegar ég var strákur fórum
við mamma (Jóhanna) oft í heim-
sókn til Öldu og Þórarins. Þar
átti ég líka góðan vin, hana Bryn-
dísi dóttur þeirra. Ég og hún
vorum jafnaldrar og náðum vel
saman. Auður var yngri en fékk
þó stundum að vera með, sér-
staklega eftir því sem árin liðu.
Alda og Þórarinn voru samrýmd
hjón og góðir vinir. Alda var
mjög skemmtileg kona, hlátur-
mild og sá spaugilegu hliðarnar á
málunum þegar svo bar við. Hún
gat verið hrókur alls fagnaðar og
stundum fannst mér eins og eftir
því sem fólkið væri fleira því
meira skemmti Alda sér. Hún
hafði smitandi hlátur sem tók
alla með. Minnisstætt er hversu
gestkvæmt var á heimili þeirra
hjóna. Vina og ættingjahópurinn
var stór og ávallt var vel tekið á
móti þeim sem bönkuðu uppá.
Jólaboðin hjá Öldu eru bjartar
minningar. Við mamma vorum
alltaf boðin á jóladag til Öldu og
Þórarins þar sem bornar voru
fram þvílíkar kræsingar. Þarna
mætti fjöldi manns, ættingjar og
vinir. Alda bar hitann og þung-
ann af veisluhöldunum eins og þá
var siður. Ég sem strákur hafði
mikið dálæti á eldamennsku
Öldu, hún hentaði börnum sem
og fullorðnum. Hún hafði nefni-
lega stundum sinn hvorn matinn
eftir aldri og smekk gesta. Þór-
arinn hennar tæki heils hugar
undir þessi orð enda var hann
mikill áhugamaður um svið, salt-
kjöt og annan gamaldags fullorð-
insmat sem Alda eldaði sérstak-
lega fyrir hann.
Útilegur með þeim eru eftir-
minnilegar og dýrmætar minn-
ingar. Ég man vel eftir því þegar
Þórarinn keypti nýtt tjald. Það
var dökkgrænt á lit sem á þeim
tíma var frekar sjaldgæfur litur.
Alda var alveg steinhissa, hristi
höfuðið og hló að því hvernig
ósköpunum honum hefði dottið í
hug að kaupa þennan lit.
Skemmtunin náði hámarki þegar
koma átti sér fyrir um kvöldið og
enginn sá neitt og allir duttu í
hláturskast. Á björtum íslensk-
um sumarnóttum hafði enginn
séð ástæðu til að taka með sér
lukt.
Alda og Þórarinn þurftu að
ganga í gegnum þá skelfilegu
lífsreynslu að missa Bryndísi
dóttur sína í blóma lífsins. Auk
þess glímdi Þórarinn við illvígan
sjúkdóm á sama tíma. Hún Alda
mín þurfi oft að bíta á jaxlinn
þegar þessi ósköp herjuðu á
hana og hennar ástvini. Auður
var hennar stoð og stytta í gegn-
um þessa erfiðleika. Hin síðari ár
naut hún umhyggju Auðar og
fjölskyldu og voru barnabörnin
Þórarinn Árni og Bryndís henn-
ar sólargeislar.
Eftir að Alda og mamma
fluttu nánast í sama hús við
Hæðargarð þá hitti ég Öldu oftar
og er ótrúlegt hve stutt er síðan
ég skutlaði þeim út í búð og enn
óraunverulegra er hve veik hún
var orðin þá. Nú er þrautunum
lokið og önnur tilvera tekin við.
Það er mér afar dýrmætt að hafa
verið þér samferða svo langa
leið, Alda mín. Drottinn blessi
þig og varðveiti þig.
Einar Sigurjónsson.
Móðursystir mín er látin eftir
stutt veikindi. Hún var elst
þriggja systra sem nefndu sig oft
Laugavegssystur en þær ólust
upp á Laugavegi 85. Þær voru
mjög samrýndar og var því mik-
ill samgangur í fjölskyldunni
þegar við systrabörnin ólumst
upp, hist nánast hvern sunnudag
í kaffi, oftast á heimili foreldra
minna á Bjarnhólastígnum.
Alda var mjög hress og hafði
skemmtilega frásagnarhæfileika
og var alltaf gaman að hlusta
þegar hún var t.d. að lýsa æsku-
árum þeirra systra og hlátur
hennar er ógleymanlegur.
Ekki er hægt að minnast Öldu
nema nefna Dodda eiginmann
hennar en þau voru einkar sam-
rýnd og var heimili þeirra æv-
inlega opið fyrir okkur systkinin.
Þau voru einkar dugleg að létta
undir með foreldrum mínum með
pössun. Þegar ég fæddist voru
þau barnlaus og naut ég um-
hyggju þeirra þegar foreldrar
mínir voru að basla við húsbygg-
ingu. Fyrsta dúkkan sem ég
eignaðist var frá þeim og fékk
hún auðvitað nafnið Alda.
Skemmtilegar minningar á ég
frá jólaboðum þeirra sem haldin
voru yfirleitt í febrúar eða mars
ásamt fjölskyldu Dodda
Einnig minnist ég helgarferð-
ar sem við fórum saman ásamt
Árna og vinkonu minni til Glas-
gow að horfa á fótboltaleik, Val-
ur – Celtic og auðvitað smá kíkt í
búðir. Þar var mikið hlegið og
þegar heim var komið var oft
rifjað upp þegar kerlingin fór á
fótboltaleik.
Alda fór ekki varhluta af sorg-
inni, það var öllum harmdauði
þegar Bryndís dóttir þeirra lést
skyndilega aðeins 30 ára en þá
var Doddi orðinn veikur og lést
nokkrum árum síðar ásamt móð-
ur minni. Mér fannst Alda aldrei
vera söm á eftir. Ég veit að nú
verða fagnaðarfundir þegar þau
hafa öll hist aftur.
Elsku Alda mín, takk fyrir allt
og hvíl í friði. Fjölskyldu hennar
votta ég samúð mína.
Áslaug.
Alda Andrésdóttir er látin í
Reykjavík eftir örstutt veikindi.
Hún kvaddi sama dag og eigin-
maður hennar Þórarinn Árnason
sem lést árið 1997. Alda var móð-
ir æskuvinkonu minnar, Auðar,
og var ég alla tíð heimagangur á
heimili þeirra. Hún var dóttir
hjónanna Áslaugar Guðjónsdótt-
ur og Andrésar Einarssonar. Ás-
laug varð ekkja ung en Andrés
lést í janúar árið 1941, aðeins 37
ára að aldri. Alda var elst þriggja
systra, yngri voru þær Jóhanna
og Sigríður sem lést árið 1998.
Jóhanna lifir því systur sínar og
er harmur hennar mikill. Áslaug
bjó þeim systrum öruggt og fal-
legt heimili þar sem kærleikur
var við völd.
Þórarni giftist Alda árið 1951.
Hann starfaði hjá Fiskifélagi Ís-
lands en Alda gerði húsmóður-
starfið að ævistarfi sínu fyrir ut-
an að hún starfaði alla tíð sem
sjálfboðaliði fyrir Rauða kross-
inn á Landspítalanum. Á heim-
ilinu nutu hæfileikar hennar sín
ríkulega, velferð fjölskyldunnar
var alltaf í fyrirrúmi í lífi Öldu.
Þau Alda og Þórarinn voru afar
samrýmd hjón og samhent í öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Fáir stóðu Öldu á sporði þegar
kom að matargerð, hvort sem
það var bakstur eða elda-
mennska almennt, á því sviði gat
hún verið göldrótt. Landsfrægar
urðu fiskibollurnar hennar sem
ég fékk meira að segja sendar til
útlanda þegar ég bjó þar um ára-
bil. Dæturnar tvær Bryndís og
Auður bjuggu svo sannarlega við
ástríki og hvatningu foreldra
sinna í einu og öllu. Þær voru
samrýmdar með eindæmum. Það
var því mikill harmur kveðinn að
fjölskyldunni þegar Bryndís lést
nánast fyrirvaralaust árið 1989,
þá nýorðin 31 árs að aldri.
Alda Andrésdóttir var fá-
dæma trygglynd með óskaplega
stóran og hlýjan faðm. Hún var
hreinskiptin að eðlisfari og hafði
skoðanir á hlutunum. Barna-
börnin hennar tvö, þau Þórarinn
Árni og Bryndís, voru henni eitt
og allt í lífinu og þá ást fékk hún
svo sannarlega endurgoldna. Þau
voru augasteinar ömmu sinnar.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund vil ég og fjölskylda mín öll
þakka Öldu samfylgdina og fyrir
allt sem hún hefur verið okkur
og verður. Aldrei hefur skugga
borið á vináttu okkar og hef ég
ríkulega fengið af væntumþykju
og ást fjölskyldunnar allrar. Fyr-
ir það vil ég þakka af heilum hug.
Auði, Bjarna, Þórarni Árna og
Bryndísi sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og syst-
ur hennar Jóhönnu. Missir ykkar
er mestur. Börnum Jóhönnu og
Sigríðar og fjölskyldum þeirra
sendi ég kveðju og stórfjölskyld-
unni allri.
Blessuð sé minning Öldu
Andrésdóttur.
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir.
Við systurnar höfum þekkt
Öldu frá því við munum eftir
okkur, hún var mamma hennar
Bryndísar okkar sem passaði
okkur og var hluti af fjölskyld-
unni. Við systurnar vorum tíðir
gestir á heimili þeirra Öldu og
Þórarins og þangað var alltaf
gott að koma, þar voru góðar
kræsingar og vel tekið á móti
okkur. Önnur okkar var ómann-
blendin, en Alda lét það nú ekk-
ert á sig fá og stríddi henni mikið
og fór sú stutta að meta grínið og
áður en langt um leið urðu þær
perluvinkonur. Það er einmitt
góða skapið og stríðnin sem ein-
kenndi Öldu og það eru fjölda-
margar skemmtilegar stundir
sem við höfum átt með henni þar
sem mikið var hlegið. Hún gerði
líka stólpagrín að kofa sem önn-
ur okkar er að fara að gera upp
fyrir vestan, sem hún kallaði
„höllina“ og ætlaði að koma
þangað hjólandi þegar allt væri
tilbúið.
Það duldist okkur ekki sem
þekktum Öldu vel þegar við hitt-
um hana síðast í afmælinu hjá
Auði og Bjarna fyrir mánuði síð-
an að henni leið ekki vel og mann
grunaði að hún ætti ekki langt
eftir, en það kom á óvart hvað
það var stutt. Við erum þakk-
látar fyrir að hún þurfti ekki að
þjást lengi og vitum að það hefur
verið tekið vel á móti henni hinu-
megin.
Við kveðjum góða og
skemmtilega konu með söknuði
og sendum Auði, Bjarna, Þórarni
Árna og Bryndísi okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Dögg og Guðrún Jóhanna
(Gunna) Guðmundsdætur.
Lífinu fylgir að heilsa og
kveðja og nú er tíminn kominn
að kveðja Öldu. Við Alda kynnt-
umst árið 1966, vorum þá saman
í leikfimistímum. Það fór ekki á
milli mála að Alda var sérstak-
lega skemmtileg kona. Í þessum
tímum var oft mikið hlegið og
ærslast og átti frú Alda oftast
upptökin. Ég vissi ekki þá að við
Alda ættum eftir að tengjast
sterkum böndum, hlæja og gráta
saman. Fljótlega eftir kynni okk-
ar Öldu réðst Bryndís dóttir
hennar, þá 11 ára gömul til okkar
fjölskyldu sem barnfóstra. Hún
gætti dætra okkar í tíma og
ótíma og varð strax innvígð í fjöl-
skylduna.
Þau Alda og Þórarinn voru
sérstaklega barngóð. Það er sagt
að maður eigi ekki að þurfa að
jarða börnin sín, en því miður
þurftu þau Alda og Þórarinn
ásamt Auði dóttur að sjá á eftir
yndislegri Bryndísi í gröfina að-
eins 30 ára gamalli. Skömmu síð-
ar dó eiginmaðurinn Þórarinn og
Dídí systir Öldu. Auður Þórar-
insdóttir segir stundum að við
höfum erft hana ásamt fjölskyldu
og er það góður arfur. Við fjöl-
skyldan vottum Auði, Bjarna,
Þórarni Árna og Bryndísi samúð.
Ólöf Sylvía (Olla)
Magnúsdóttir.
Alda mín, þú ert búin að vera
inni í mínu lífi síðustu 35 árin,
eða allt frá því að við Auður,
dóttir þín, urðum bekkjarsystur í
Verzlunarskóla Íslands haustið
1978. Ávallt vorum við stelpurn-
ar velkomnar á heimili ykkar
Þórarins í Steinagerðinu enda
voruð þið foreldrar sem vilduð
kynnast vel vinkonum og vinum
dætra ykkar.
Margar góðar stundir áttum
við með ykkur og sérstaklega
eftir að Auður og Bjarni eign-
uðust Þórarin Árna, sem var
gullmolinn ykkar ásamt Bryndísi
systur hans. Gleði og húmor var
ávallt til staðar og við eigum
margar góðar minningarnar.
Góðar stundir gleymast ekki,
hvort sem þær voru í Steinagerð-
inu, Rauðalæknum eða Snæland-
inu og margur hláturinn hefur
átt sér stað hjá okkur í gegnum
árin. Jú, það komu svört ský en
alltaf tókst þér að halda já-
kvæðninni og gleðinni á lofti og
veistu, Alda mín, að ég er mun
ríkari kona í dag að hafa kynnst
þér og þinni fjölskyldu. Við mun-
um halda eina góða sumarveislu
á hverju ári og notum glösin þín
til að skála fyrir lífinu og tilver-
unni.
Stórfjölskyldan verður áfram
til staðar og við pössum upp á
hvert annað.
Elsku Auður, Bjarni, Þórarinn
Árni og Bryndís, við vottum ykk-
ur okkar dýpstu samúð og við á
Kársnesbrautinni verðum ávallt
til staðar fyrir ykkur.
Berglind, Lára og Brynja.
Alda Andrésdóttir
HINSTA KVEÐJA
Skjótt hefur guð brugðið gleði
góðvina þinna.
(Jónas Hallgrímsson)
Með þessum ljóðlínum
Jónasar Hallgrímssonar vil
ég kveðja bernskuvinkonu
mína. Svo sannarlega var
Alda gleðigjafi allra sem
hún umgekkst.
Mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til allra ætt-
ingja hennar.
Björg Randversdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn.
Minningargreinar