Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Hljómsveitin Gildran mun spila á
Spot í Kópavogi á laugardaginn 23.
júlí. Þessi vinsæla hljómsveit hefur
lítið spilað síðustu misseri og þegar
blaðamaður Morgunblaðsins heyrði
í Sigurgeir Sigmundssyni, gítarleik-
ara hljómsveitarinnar, var fyrsta
spurningin hvað hefði valdið því,
hvort þeir hefðu verið svona latir?
„Já, það má eiginlega segja það,“
segir Sigurgeir. „En þegar Óli, sem
rekur Spot, bað okkur um að spila
þarna þá ákváðum við að verða við
því. Hann langar til að vera með
meira rokk þarna, maður finnur það
á honum. Óli er kraftmikill vert.
Þetta kemur eiginlega til út af því
að ég hélt minningartónleika um
Gary Moore hjá honum í vor. Þá sá
ég hvað þetta er frábær tónleika-
staður, það er virkilega gott að
spila þarna.
En við höfum verið frekar rólegir
þrátt fyrir útkomu plötunnar í
fyrra. Þá fórum við í svona smá tón-
leikatúr, spiluðum í Hlégarði og á
Selfossi og ætlum að endurtaka
leikinn núna og spila á nokkrum
stöðum í framhaldi af Spot tónleik-
unum en eigum eftir að ákveða hvar
og hvenær,“ segir Sigurgeir.
Þrjátíu ára ferill
Aðspurður hvernig þetta hafi
byrjað hjá þeim segir Sigurgeir að
hann hafi ekki byrjað í hljómsveit-
inni fyrr en árið 1989 eða fyrir 22
árum. „En hinir eru búnir að vera
með þessa hljómsveit í yfir þrjátíu
ár,“ segir hann. En auk Sigurgeirs
eru í hljómsveitinni Karl Tómasson
trommuleikari, Þórhallur Árnason
bassaleikari og Birgir Haraldsson
söngvari. „Það var eitthvert annað
nafn á hljómsveitinni þá en um það
leyti sem ég kem inní sveitina þá
var gildrunafnið komið.“
Sirka átta plötur
Aðspurður hversu margar plöt-
urnar séu orðnar segist hann ekki
vera viss.
„Þær eru orðnar svo margar að
ég hef ekki tölu á þeim. Huldu-
menn, Hugarfóstur, Út, svo kom
Gildran í tíu ár, það átti að vera
safnplata en endaði með því að það
voru átta ný lög á henni. Þetta eru
svona sirka átta plötur en svo höf-
um við í gegnum tíðina verið með
mikið af lögum á öðrum plötum sem
hafa ekki verið á okkar eigin. En
það er ný plata í smíðum, við erum
búnir að vera að senda efni á milli
okkar. Við erum með þemaplötu í
gangi, þetta er bara spurning um að
koma okkur saman og gera hana.
Það þarf að spila til að halda hljóm-
sveitinni saman. Þótt menn séu að
taka þátt í verkefnum útum allt, þá
verður að halda karakter hljóm-
sveitarinnar með því að spila saman
okkar efni. Gildran er með sterkan
karakter. Við erum með Vigni Stef-
ánsson sem er með okkur á hljóm-
borðinu, núna í ár. En hann er ekki
meðlimur, ekki enn sem komið er í
það minnsta,“ segir hann.
Óvinskapurinn
Aðspurður hvað hafi haldið þeim
svona lengi saman, hvort vinskap-
urinn sé svona sterkur svarar hann:
„Já, vinskapurinn eða óvinskap-
urinn er sterkur. Við höldum í það
minnsta alltaf áfram.Við gerðum
lag um daginn fyrir íþróttafélagið
Aftureldingu. Ef þú slærð inn
Gildran-Afturelding þá ættirðu að
finna þetta á netinu. Þeir hjá Aftur-
eldingu höfðu verið að notast við
fimmtán ára gamla upptöku frá
Bigga. Við ákváðum að fara í stúdíó
og gefa þeim almennilega upptöku.
Strákarnir eru úr Mosfellsbænum,
allir nema ég, þannig að þetta var
einhver bæjarfélagstaug sem var
snert. Þetta eru sveitamenn, þeir
standa með sínu sveitafélagi,“ segir
Sigurgeir.
Sveitamennirnir í Gildrunni standa
með sínum bæjarbúum
Gildran heldur tónleika á Spot í Kópavogi um helgina Meðlimir hljómsveitarinnar eru grjót-
harðir Mosfellingar Tóku upp lag fyrir íþróttafélagið Aftureldingu fyrir skömmu
Morgunblaðið/hag
Gildran Hljómsveitarmeðlimir hafa verið virkir í gegnum árin en undanfarið verið latir að spila. Þeir ætla þó að taka þetta með trompi á Spot um helgina.
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Hljómsveitin
Spacevestite
sækir áhrif sín
í rokk sjöunda
áratugarins á
samnefndri
plötu sinni sem
kom út nú ný-
verið. Í hljómsveitinni eru þeir
Andri Eyjólfsson sem syngur og
semur texta á plötunni, Eiður Rún-
arsson á gítar, Steinarr Logi Stein-
sen á trommur, Stefán Ólafsson á
bassa og Pálmar Garðarsson á
hljómborð.
„Fyrsta myndin af þessu sam-
starfi var árið 2003. Þá settum við
saman eitthvað fyrir Músíktilraunir.
Í minningunni voru það jú augljós
fyrstu skref þó þau væru ekkert frá-
bær tónlistarlega séð en einhvers
staðar þarf maður að byrja. Við höf-
um allir verið í tónlistarskóla og
söngvarinn er til að mynda klassískt
menntaður á gítar þannig að þetta
er allt þaulæft lið,“ segir Stefán
Ólafsson, bassaleikari sveitarinnar,
um upphafið.
Hvenær fóruð þið svo að spila
svona af alvöru?
„Það var ekki fyrr en árið 2006 og
þá undir nafninu Grasrætur. Space-
vestite var bara búið til fyrir plöt-
una og sú hugmynd kom frá tromm-
aranum okkar. Bæði langaði okkur í
nýtt nafn en á plötunni kveður líka
við nýjan hljóm síðan 2006 svo það
var kannski aðalástæðan. Nýju
hljóði fylgdi nýtt nafn.
Tónninn þróaðist
Við fórum að bæta hljóðgervlum
við tónlistina og þá breyttist hún úr
blúsrokkinu sem við spiluðum í
byrjun yfir í það sem við spilum í
dag,“ segir Stefán.Stefán segir að
þessi breyting hafi orðið smám sam-
an í gegnum árin og í dag séu aðrar
pælingar tónlistarlega séð hjá
hljómsveitinni.
„Við byrjuðum í svona blúspæl-
ingum sem er byrjunarstig hjá
mörgum held ég. Svo þróast þetta
með tímanum og menn koma með
hugmyndir út frá því sem þeir
hlusta á sjálfir. Þetta fer líka eftir
því hvað er að gerast í tónlistinni
hverju sinni. Allt í einu fóru hljóð-
gervlar að skjóta upp kollinum svo
við ákváðum að prófa það líka.
Hljómborðsleikarinn okkar prófaði
að nota hljóðgervla á píanóinu og
það kom skemmtilega út,“ segir
Stefán og samsinnir því að í raun sé
flestallt leyfilegt í tónlistinni í dag.
Þannig sé t.d. blandað saman
strengjum og lúðrum við tónlist
þeirra á plötunni.
Radiohead og Zeppelin
Þeir piltar í Spacevestite skil-
greina tónlist sína sem popprokk en
Stefán segir að auðvitað geti tónlist-
in minnt einhvern á eitthvað allt
annað sem þeim datt ekki í hug.
Áhrif hljómsveitarmeðlima koma
víða að og þannig verður til einn
allsherjar suðupottur. Stefán er
mikill Radiohead-aðdáandi en aðrir
hlusta mikið á The Doors og Led
Zeppelin og upptökur frá tónleikum
á Woodstock. Þá bætist einnig ofan
á þetta tónlist eins og Hercules and
Love affair og kvikmyndatónlist.
Á plötu sveitarinnar eru níu lög,
öll frumsamin nema eitt, og mun
hljómsveitin fylgja plötunni eftir
með tónleikahaldi þegar líður á
sumarið.„Við höfum gaman af því að
spila og njótum okkar best uppi á
sviði,“ segir Stefán. Spacevestite
hefur unnið að gerð disksins frá
2009 en það voru Bjarki og Daði
(Benzin bræður) sem sáu um upp-
tökustjórn og hljóðblöndun. Hljóm-
sveitin hefur spilað töluvert á rokk-
barnum Dillon sem og í heimabæ
sínum Hafnarfirði en þá undir nafn-
inu Mighty Good Times.
ljósmynd/Pétur Úlfur Einarsson
Á sviði Spacevestive ætla að fylgja plötu sinni eftir þegar líða tekur á sumarið með tónleikahaldi.
Móðukennt tilraunapopprokk
Hljómsveitin Spacevestite gefur út samnefnda plötu sem er frumraun sveitarinnar
Stigu sín fyrstu skref í Músíktilraunum og njóta sín best uppi á sviði á tónleikum