Morgunblaðið - 21.07.2011, Síða 36
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 202. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Nakinni konu bjargað úr skólpröri
2. Pitt og Angelina eins og fangar
3. Kynlíf á skrifstofu OECD
4. Fjórtán ára og myrti fjóra
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Iceland Airwa-
ves verður haldin
dagana 12.-16.
október. Skipu-
leggjendur kynntu
í gær fleiri lista-
menn sem hafa
staðfest komu
sína. Erlendar
sveitir eru Yoko Ono Plastic Ono
Band, Owen Pallett, Glasser, Zun Zun
Egui og Other Lives. Þær íslensku eru
Gus Gus, For a Minor Reflection,
Kippa Kaninus, Sykur, Vicky og Mógil.
Fleiri listamenn
kynntir á Airwaves
Sýning Ernu
G.S. verður
opnuð næst-
komandi
laugardag í
Deiglunni á Ak-
ureyri. Ber sýningin heitið Remix Mó-
ment 2009 og stendur hún yfir til 7.
ágúst. Viðfangsefni sýningarinnar er
andartakið, þjóðfélagsástand og sam-
tíminn, persónulegt líf og skynjanir.
Um er að ræða 11. einkasýningu Ernu.
Erna G.S. opnar sýn-
ingu í Deiglunni
Á föstudag Hæg suðlæg átt, en suðaustan 5-8 m/s suðvestantil
síðdegis. Skýjað sunnan- og vestanlands, annars bjartviðri.
Á laugardag Suðaustan 8-13 og dálítil rigning, en hægari vindur
og léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað
með köflum vestanlands, en léttir til eystra. Hiti víða 12 til 18 stig.
VEÐUR
„Við teljum okkur eiga mjög
góða möguleika en vitum að
við erum að fara að spila við
hörkugott lið,“ segir Rúnar
Kristinsson, þjálfari KR sem
mætir Zilina í Slóvakíu kl.
17:30 í seinni leik liðanna í
2. umferð forkeppni Evr-
ópudeildar UEFA í knatt-
spyrnu í dag. KR vann fyrri
leikinn 3:0 og stendur því
vel að vígi. FH leikur einnig
á útivelli í Evrópukeppni í
dag. »1
„Eigum mjög
góða möguleika “
„Ég hef trú á því að þau sem standa
uppi sem sigurvegarar á sunnudag-
inn verði kylfingar sem geti látið
boltann fljúga í sveig til hægri eða
vinstri eftir því sem hentar hverju
sinni,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson
þar sem hann spáir í spilin fyrir Ís-
landsmótið í golfi
sem hefst á
Hólmsvelli í Leiru
í dag. Þorsteinn
varð Íslands-
meistari á vell-
inum fyrir 18
árum og steig þá
dans og brast í
söng þegar sig-
urinn var í höfn
eins lesa má um í
viðtali við kapp-
ann. »2
Meistarinn í Leirunni
1993 spáir í spilin
Íslandsmeistarar Breiðabliks lögðu
norsku meistarana Rosenborg, 2:0, í
síðari viðureign liðanna í 2. umferð
Meistaradeildar Evrópu á Kópavogs-
velli í gær. Þrátt fyrir sigurinn er
Breiðablik úr leik eftir 5:0 tap í
Þrándheimi í síðustu viku. Þar með
hafa íslensk félagslið unnið fimm af
átta leikjum í Evrópukeppninni á
þessari leiktíð sem er metjöfnun. »4
Breiðablik er úr leik
þrátt fyrir sigur
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Kristel Finnbogadóttir
kristel@mbl.is
„Í fyrstu var Hjartagarðurinn fal-
legur staður en nú ber enginn virð-
ingu fyrir honum. Við fengum nóg af
því að geta ekki komið með börnin
okkar hingað og ákváðum að gera
eitthvað í málinu,“ segir Tómas
Magnússon.
Hjartagarðurinn er á milli Lauga-
vegar og Hverfisgötu. Að sögn Tóm-
asar hefur garðurinn verið í niður-
níðslu undanfarið, sem meðal
annars má rekja til lélegrar um-
gengni og niðurskurðar. Ásamt Ta-
nyu Pollock og Sigríði Sigurðar-
dóttur boðaði hann tiltekt í
garðinum í gær og hvatti fólk til að
mæta.
Hugmyndir fyrir framtíðina
Áður en tiltekt hófst var garð-
urinn fullur af rusli og glerbrotum.
Hópurinn ætlar að hreinsa til, mála
ný listaverk á veggi, útbúa bekki og
flokkunartunnur. Markmiðið er að
gera Hjartagarðinn að fallegum og
lífvænum garði en hópurinn hefur
ýmsar hugmyndir varðandi framtíð
hans. „Við viljum gjarnan hafa leik-
svæði fyrir börn hérna en slík svæði
vantar á Laugaveginn. Götulist fær
að njóta sín og hér er komið svið fyr-
ir ýmsa viðburði,“ segir Tómas. Við
Hjartagarðinn standa nokkur auð
hús sem ekki eru nýtt en Tómas sér
fyrir sér að þar geti orðið aðstaða
fyrir vinnustofur listamanna. Þá ætl-
ar hópurinn að reyna að koma upp
útigrilli og skreyta bekki og tunnur í
von um að fólk beri þá frekar virð-
ingu fyrir garðinum.
Með tiltektinni vilja Tómas, Ta-
nya og Sigríður veita borginni inn-
blástur. Þau hafa fengið jákvæð við-
brögð við verkefninu og það er
þeirra von að borgaryfirvöld og
borgarbúar vilji taka til hendinni og
vera meðvituð um umhverfið.
Hópurinn ætlar að halda áfram
tiltekt í dag og hefst hún upp úr há-
degi. Allir sem vilja mega koma og
hjálpa til en jafnframt þiggur hóp-
urinn styrk í formi efniviðar, til
dæmis túnþökur og hellur. Frekari
upplýsingar má jafnframt finna und-
ir nafninu hjARTpark á Facebook.
Hjartagarðurinn lifnar við á ný
Hópur fólks tók málin í sínar hendur
og boðar tiltekt í Hjartagarðinum
Hjartagarðurinn Hópur fólks hvatti þá sem umhugað væri um Hjartagarðinn til að mæta í garðinn í gær og hefja tiltekt. Garðurinn hefur verið í niðurníðslu
og áður en hafist var handa var hann fullur af rusli og glerbrotum. Haldið verður áfram tiltekt í dag og er öllum sem vilja hjálpa velkomið að mæta.
Morgunblaðið/Ómar
Framtak Þau Tómas Magnússon og Tanya Pollock tóku málin í sínar hend-
ur. Þau hófu tiltekt í gær, ásamt fleirum, með verkfærum og ruslapokum.
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið um garðinn.
Útgáfu uppvakninga-ferðamanna-
handbókarinnar Zombie Iceland verð-
ur fagnað á skemmtistaðnum Bakk-
usi í kvöld kl. 19. Bókin á að leiðbeina
ferðamönnum á góða áfangastaði og
útskýra sitthvað í íslenskri menn-
ingu. Höfundur bókarinnar er Nanna
Árnadóttir og Hugleikur Dagsson
teiknaði skrítlur. Bókin er gefin út af
bókaforlaginu Ókeibæ Kur.
Uppvakningar leið-
beina fólki um landið