Morgunblaðið - 31.08.2011, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 1. Á G Ú S T 2 0 1 1
Stofnað 1913 203. tölublað 99. árgangur
GÍTARINN ER
GJÖF FRÁ
GUÐUNUM
NÝ SÝN
GÖMUL GILDI
ERU KONUR
EINHVERJAR
DÚKKUR?
SKÁTASTARFIÐ 10 SÝNING Á LJÓSANÓTT 30GÍTARSÉNÍ 32
Stjarnan varð í gærkvöldi Íslandsmeistari kvenna í
knattspyrnu í fyrsta skipti með því að sigra Aftur-
eldingu, 3:0, í 16. umferð deildarinnar. Tveimur
umferðum er ólokið en Garðabæjarliðið hefur unnið
13 leiki í röð og er sjö stigum á undan Val. Stjarnan
rauf með þessu fimm ára einokun Valskvenna á Ís-
landsbikarnum. Á myndinni fagna Ása Dögg Aðal-
steinsdóttir markvörður, Gunnhildur Yrsa Jóns-
dóttir fyrirliði og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir á
Stjörnuvellinum í leikslok í gærkvöldi. » Íþróttir
Morgunblaðið/Golli
Stjarnan Íslandsmeistari
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ræst hefur úr sumrinu og heyfengur er
nægur í flestum sveitum. Þó er heyfengur
lítill á einstaka svæðum, eins og til dæmis
kalsvæðunum norðaustanlands og ösku-
svæðinu í Skaftárhreppi. Útlit er fyrir að
hægt verði að bjarga því innan héraða.
Vegna kulda og þurrka í vor og framan af
sumri var spretta almennt lítil á Suður-
landi, að sögn Sveins Sigurmundssonar,
framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Suð-
urlands. Þegar hlýnaði og byrjaði að rigna
spruttu grös vel. „Það var eins og þau hefðu
beðið með einhvern kraft,“ segir Sveinn. Þá
hefur heyskapur almennt gengið vel.
Sveinn telur að heyfengur sé almennt
heldur minni en síðustu tvö ár en þó nægj-
anlegur. Öskufallssvæðið í Skaftárhreppi er
undantekning. Þar sé uppskera mun minni.
Reiknar Sveinn með að miðla þurfi viðbót-
arheyi á jarðir þar. Telur hann víst að hægt
verði að gera það innan Skaftárhrepps og ef
flytja þurfi fóður verði hægt að sækja það í
Öræfasveit. Mjög góður heyfengur er í
bestu ræktunarsveitum í Eyjafirði og
Suður-Þingeyjarsýslu. Að sama skapi er
uppskera lítil af túnum á kalsvæðunum.
Lítil uppskera af túnum á kalsvæðum
Hundruð hektara túna við utanverðan
Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslu eyðilögðust
vegna kals í vor. Ingvar Björnsson, ráðu-
nautur hjá Búgarði, segir að hluti túnanna
hafi verið plægður og ræktað á þeim græn-
fóður. Uppskera hafi hins vegar aðeins orð-
ið um þriðjungur eða fjórðungur á þeim
túnum sem látin voru standa. Hann segir að
ágætis sprettutíð hafi verið í ágúst og séu
menn enn við heyskap um allan fjörð.
Ingvar metur það svo að heyfengur inni í
Eyjafirði, á Svalbarðsströnd og í Hörgárdal
verði yfir meðallagi og bændur þar aflögu-
færir með hey, ef bændur á kalsvæðunum
þurfi á að halda. Þeir geti einnig bjargað
sér með kjarnfóðri.
Víðast hef-
ur ræst úr
heyskap
Margir tónlist-
arskólar í
Reykjavík þurfa
að hækka
verðskrá sína til
þess að mæta
niðurskurði í
styrkjum frá
Reykjavíkur-
borg. Tónlistar-
kennarar eru
ósáttir við órétt-
látan niðurskurð borgarinnar en
mun færri nemendur stunda tón-
listarnám nú en fyrir fimm árum.
Minni aðsókn í tónlistarnám megi
þó líka rekja til kreppunnar. »6
Tónlistarnám
hækkar í Reykjavík
Tónlistarnám
Stúlka í píanótíma.
Aðgerðir á
vegum Umhverf-
isstofnunar til að
halda niðri
minkastofnum á
Snæfellsnesi og í
Eyjafirði með
auknu veiðiálagi
hafa borið góðan
árangur. Fulltrúi
stofnunarinnar
segir líklegt að mink hafi fækkað
síðustu árin.
„Í raun veit það enginn en við
höfum grun um það,“ segir Bjarni
Pálsson, deildarstjóri á auðlinda-
sviði hjá Umhverfisstofnun. »16
Aukið veiðiálag
hefur fækkað mink
Minkur í vörn.
Lögreglu hefur ekki tekist að
hafa hendur í hári þeirra manna
sem hafa reynt að plata börn upp
í bíla í Hafnarfirði og í Keflavík
að undanförnu. Málin eru tekin
alvarlega enda engin ástæða til
annars.
Fyrir rúmlega sjö árum var níu
ára stúlka plötuð upp í bíl í Kópa-
vogi en ökumaðurinn laug að
henni að móðir hennar væri á
spítala og hann myndi aka stúlk-
unni þangað. Hann skildi síðan
stúlkuna eftir á Mosfellsheiði þar
sem svo heppilega vildi til að öku-
maður jeppa varð hennar var. »6
Svipuð lygasaga var
notuð fyrir sjö árum
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
„Staðan verður dekkri og dekkri eft-
ir því sem tímanum fleygir fram og
ófriðnum virðist ekki ætla að linna.
Það eina sem við getum gert er að
benda á staðreyndir málsins og það
höfum við gert með þessu áliti,“ seg-
ir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vest-
mannaeyjabæjar.
Í áliti sem samþykkt var mótat-
kvæðalaust á fundi bæjarráðs Vest-
mannaeyjabæjar er farið hörðum
orðum um sjávarútvegsfrumvarp
ríkisstjórnarinnar. Þar er fullyrt að
lögfesting frumvarpsins í óbreyttri
mynd muni leiða
til fólksflótta frá
Eyjum. Frum-
varpið gerir ráð
fyrir skerðingu
hjá Eyjaflotanum
um níu þúsund
þorskígildistonn.
Afleiðing þess
verði m.a. að um
200 störf tapist.
Bæjarráð fullyrðir að slík skerðing
bitni harkalega á bæjarsjóði. Þannig
muni tapaðar tekjur til útsvars nema
um 1,1 milljarði króna. Í tilkynningu
frá bæjarráði er mögulegum áhrif-
um frumvarpsins líkt við áhrifin sem
eldgosið 1973 og Tyrkjaránið 1627
höfðu á samfélag Eyjamanna.
Réttmætur hræðsluáróður
„Við höfum verið sökuð um
hræðsluáróður og það er ef til vill
rétt en staðreyndin er sú að við erum
einfaldlega logandi hrædd, við höf-
um vandað mjög til allra verka og
lagt okkur fram við að reikna út
áhrifin fyrir sveitarfélagið og okkur
er sífellt mætt með skætingi og
ómálefnalegum árásum sem jafnvel
eru persónulegar,“ segir Elliði.
Hann segir mikilvægt að horfast í
augu við að hagsmunir samfélagsins
og útgerðarinnar séu nátengdir.
Bæjaryfirvöld muni gera allt sem í
þeirra valdi standi til að verjast árás-
um og það sé best gert með því að
benda á staðreyndir. „Ég vona það
heitt og innilega að þeir sem um mál-
ið fjalla lesi álit okkar yfir og ef þeir
finna göt á málflutningi okkar að
þeir ræði það þá við okkur. En þetta
er veruleikinn eins og hann snýr við
okkur Vestmannaeyingum,“ segir
Elliði. „Hagsmunir útgerða fara með
hagsmunum Eyjamanna og hags-
munir Eyjamanna fara með hags-
munum samfélagsins alls. Við erum
öll í sama liði í þessu.“
MEyjamenn logandi hræddir »8
Segja fólksflótta blasa við
Elliði Vignisson
Bæjarráð Vestmannaeyja segir að um 200 störf muni tapast verði sjávarútvegs-
frumvarpið lögfest í óbreyttri mynd Líkja áhrifunum við Tyrkjaránið 1627
Hróðmar
Helgason, einn
þriggja íslenskra
lækna sem hafa
þekkingu og
reynslu til að
framkvæma
flóknar hjarta-
þræðingar á
börnum, flutti
nýlega til Sví-
þjóðar. Hann segir laun sérfræði-
menntaðra lækna vera um helmingi
hærri annars staðar á Norður-
löndum en tíðkast hérlendis. Í Sví-
þjóð fæst Hróðmar m.a. við hjarta-
aðgerðir á börnum sem send eru
frá Íslandi. »4
Laun sérfræði-
menntaðra lækna
mun hærri erlendis
Hróðmar Helgason