Morgunblaðið - 31.08.2011, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Huang Nubo, stjórnarformaður
fjárfestingarfélagsins Zhungkun,
sem sérhæfir sig í fasteignaviðskipt-
um og ferðaþjónustu, keypti um
72% jarðarinnar Grímsstaðir á
Fjöllum í síðustu viku.
Eigendur landsins eru Guðný
María og Jóhannes Haukur Hauks-
börn með 50% eignarhlut í gegnum
Grímsstaði I, Sigurður Axel Bene-
diktsson, Kristín Axelsdóttir og
Elvar Daði Guðjónsson í Gríms-
tungu I og Bragi Benediktsson í
Grímstungu II með samtals um 25%
eignarhlut og ríkið með um 25%
hlut í gegnum Grímsstaði II.
Af því fólki sem hér er talið upp á
einn enn eftir að skrifa undir kaup-
samning en Huang er þó sagður
kominn með rúm 72% af þeim um
75% sem ekki eru í eigu íslenska
ríkisins.
Verðið ekki eins hátt
og ætla mætti
Jörðin Grímsstaðir á Fjöllum nær
yfir 300 km2 og er ein stærsta jörð
landsins. Flatarmál Íslands er um
103.000 km2 og hún nær því yfir um
0,3% af flatarmáli þess.
Kaupverð jarðarinnar nemur um
einum milljarði króna en þar verður
þó að hafa í huga að aðeins eru seld
um 75% af þeim 30.000 hekturum
sem jörðin telur, eða um 22.500
hektarar, sem eru reyndar í óskiptri
sameign. Samkvæmt því er Huang
að kaupa hektarann á um 44.400
krónur.
Þegar Morgunblaðið leitaði álits á
kaupverðinu varð fátt um svör, þar
sem hin selda landareign er í allt
öðrum stærðarflokki en þær sem
hafa verið að seljast í gegnum tíð-
ina. Er bent á að þó að heildarverðið
hafi virst hátt í fyrstu beri að taka
tillit til þess við mat á kaupverðinu.
Það sé lítið hefðbundið við þessi
kaup á jörðinni sem sé nánast á
mörkum þess byggilega eins og einn
heimildarmaður orðaði það. Þarna
sé komin ný vídd í landakaupum.
Algengt verð á þeim jörðum sem
hafa gengið kaupum og sölum hing-
að til án framleiðsluréttar er sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
um 100-200 milljónir. Þar eru 4-
5.000 hektarar sögð algeng stærð og
jafnvel mikið um fjalllendi. Sam-
kvæmt því getur verð/hektara
hlaupið á bilinu 20-50.000 kr. Hér
verður þó að líta til þess að verðið er
afstætt. Það getur skipt máli hvort
einhver hlunnindi á við veiðiréttindi
fylgi landinu. Þá líta bændur frekar
til undirlendis og landgæða en þess
hve mikilfengleg fjallasýn fylgir
landinu.
Um 4-5.000 hektara jörð með bú-
stofni og tilheyrandi getur jafnvel
farið á um 300 milljónir.
Þegar rætt var við Ögmund Jón-
asson í gær hafði ekki borist beiðni
um undanþágu vegna kaupa Huang
á Grímsstöðum.
Páll Rúnar M. Kristjánsson, lög-
maður Félags atvinnurekanda, segir
að almennt sé hagkvæmara fyrir
fjárfesta að stofna félag innan EES-
svæðisins og fjárfesta í gegnum það
í stað þess að fjárfesta beint frá
landi utan þess. Slíkt hámarkar
bæði ábata af fjárfestingu og lág-
markar áhættu. Þó að innanríkis-
ráðherra veiti leyfi fyrir erlendri
fjárfestingu kunni slík leyfisveiting
að vera háð ákveðinni óvissu og geti
jafnvel verið skilyrt með ákveðnum
hætti sem geti verið óhentugt fyrir
viðkomandi fjárfesti.
Tvíhliða samningur
um fjárfestingar
Árið 1997 tók hér gildi samningur
á milli Kína og Íslands sem er
dæmigerður fjárfestingarsamningur
en Ísland hefur gert marga slíka að
sögn Péturs Dam Leifssonar, dós-
ents við lagadeild Háskóla Íslands.
Um gildi hans segir Pétur.
„Megininntakið er í fyrsta lagi að
hvetja til fjárfestinga, í öðru lagi að
borgarar ríkjanna njóti bestu kjara
þegar þeir fjárfesti í löndum hverjir
annarra og í þriðja að málsmeðferð
sé tryggð.“
Pétur segir að reglan um bestu
kjör þýði þó ekki að Kínverjar njóti
sömu kjara og þeir sem eru aðilar
að samningum á við EES-samning-
inn.
Hvað aðrar samninga milli Kína
og Íslands varðar bendir Páll Rúnar
á að Kína hafi fyrir nokkrum miss-
erum dregið sig í hlé í viðræðum um
bæði tvísköttunar- og fríverslunar-
samninga.
Verð Grímsstaða sagt í
samræmi við jarðaverð
Einn eigandi á
enn eftir að skrifa
undir kaupsamning
Ljómynd/www.mats.is
Náttúrufegurð Jörðin Grímsstaðir á Fjöllum hér séð til austurs er ein
stærsta jörð landsins. Þar ræður víðáttan sannarlega ríkjum.
Kaup Huangs Nubo á Gríms-
stöðum á Fjöllum hafa vakið at-
hygli út fyrir landsteinana en
Financial Times fjallaði um mál-
ið í blaði sínu í gær og í kjölfarið
fylgdu vefur BBC og bandaríska
fréttastöðin CNN. Þar er m.a.
fjallað um stærð landakaup-
anna og tengsl Huangs við kín-
verska kommúnistaflokkinn en
hann er sagður hafa starfað í
áróðursmálaráðuneytinu. Bent
er á að gagnrýnendur áforma
Huangs óttist, að Kínverjar
muni nota landakaupin til að ná
ná ítökum hér á landi og styrkja
stöðu sína í þessum heims-
hluta.
Asískir fjölmiðlar voru einnig
byrjaðir að fjalla um málið í gær.
Kaupin vekja
víða athygli
ÁHUGI ERLENDIS
DRÖG AÐ DEILISKIPULAGI
NÝS LANDSPÍTALA
Almennur kynningarfundur um drög að deiliskipulagi
nýs Landspítala við Hringbraut fer fram í stofu 105 á Háskólatorgi
kl. 17:30 í dag, miðvikudaginn 31. ágúst.
Á fundinum munu forstjóri Landspítala, rektor Háskóla Íslands,
fulltrúar hönnunarhópsins SPITALog formaður byggingarnefndar
kynna verkefnið. Veggspjöld með uppdráttum og þrívíddarmyndum
verða til sýnis og sérfræðingar á vegum verkefnisstjórnar NLSH
svara spurningum gesta.
Opið hús verður 1.-6. september í Heilsuverndarstöðinni við
Barónsstíg (gengið inn frá Egilsgötu) frá kl. 9-16.
Kynningarefni verður einnig aðgengilegt í þjónustuveri Reykjavíkur-
borgar á Höfðatorgi, á vef borgarinnar www.reykjavik.is og á
verkefnavef NLSH; www.nyrlandspitali.is.
Ábendingar og athugasemdir vegna deiliskipulagsdraganna skal
senda á netfangið skipulag@reykjavik.is fyrir 1. október 2011.
SPITAL
A
T
H
Y
G
L
I
Hallur Már
hallurmar@mbl.is
Aðeins tveir íslenskir læknar sem
hafa kunnáttu og reynslu til að fram-
kvæma flóknar hjartaþræðingar eru
um þessar mundir að störfum hér á
landi. Hróðmar Helgason er einn
þeirra íslensku lækna sem hafa fram-
kvæmt slíkar aðgerðir en hann flutt-
ist nýlega til Svíþjóðar þar sem hann
starfar við háskólasjúkrahúsið í
Lundi.
Hann segir margvíslegar ástæður
fyrir flutningi sínum til Svíþjóðar og
það starfsumhverfi sem boðið er upp
á hér á landi hafi töluvert að segja.
Vill vera á Íslandi
Hróðmar er í leyfi frá Landspít-
alanum, en kemur reglulega heim til
að sinna verkefnum sem tengjast sér-
hæfingu hans, enda sé vilji hans að
stunda fag sitt á Íslandi eins og hann
hefur gert síðastliðin 25 ár.
„Því er ekki að leyna að kjörin sem
bjóðast sérfræðimenntuðum læknum
heima og hér úti í Svíþjóð eru hvergi
nærri sambærileg. Skattar eru
hækkaðir heima með þeim formerkj-
um að verið sé að færa þjóðfélagið
nær norrænum velferðarsam-
félögum. En það er ekki bara hægt að
hækka skatta án þess að koma með
neitt á móti. Launin hér eru rúmlega
helmingi hærri og barnabætur eru
ekki tekjutengdar. Svo eru húsnæðis-
kaup auðvelduð með niðurgreiðslu á
vöxtum en fyrirkomulaginu er nátt-
úrlega þveröfugt farið heima.“
Í Svíþjóð sé mögulegt að fram-
fleyta fjölskyldunni á dagvinnulaun-
um eingöngu sem ekki sé mögulegt á
Íslandi. Hróðmar segist leggja upp
með að vera eitt ár í burtu en muni
meta stöðuna upp á nýtt að því loknu.
Ekki endurnýjun í faginu
Ástandið í faginu segir hann vera
grafalvarlegt. „Að mínu mati er hvað
alvarlegast að engir læknar eru að
koma heim að námi loknu. Starfsævi
lækna er tiltölulega stutt og örfáir
læknar hafa skilað sér heim á síðustu
árum. Þetta á eftir að koma sér illa
þegar til lengri tíma er litið. Því
lengri tími sem líður, því ólíklegra
verður að þeir snúi heim þar sem fjöl-
skyldur festa rætur,“ segir Hróðmar.
Hann segir fagið síbreytilegt og
krefjast þess að læknar fylgist vel
með þróun. Endurnýjun læknastétt-
arinnar hér á landi er því nauðsynleg.
Sjúkratryggingar sömdu nýlega
um að senda íslensk börn í hjartaað-
gerðir í Lundi og hafði það áhrif á
ákvörðunina um flutning. Um tuttugu
börn fara þangað á ári og Hróðmar
mun koma að þeim aðgerðum.
Morgunblaðið/Golli
Farinn Hróðmar Helgason er fluttur af landi brott til Svíþjóðar þar sem
hann stundar barnalækningar um sinn að minnsta kosti..
Þvert um geð
að fara úr landi
Sinnir hjartaaðgerðum í Lundi
Slæmt ástand
» Starfandi læknum hefur
fækkað um 10-15% á síðast-
liðnum árum.
» Laun sérfræðimenntaðra
lækna um helmingi hærri á
Norðurlöndum.
» Frekari kjaraskerðing hefur
verið boðuð.
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Góður árangur er af samstarfi ráðu-
neyta, sveitarfélaga og íbúa um efl-
ingu atvinnu og byggðar á Vestfjörð-
um að mati aðila. Ríkisstjórnin ákvað
í apríl sl. að grípa til margþættra að-
gerða á Vestfjörðum. Samkvæmt
upplýsingum frá forsætis-
ráðuneytinu hafa verið haldnir þrír
fundir á samráðsvettvangi þar sem
fulltrúar stjórnarráðsins og heima-
manna hafa hist og unnið að verk-
efnum í samvinnu.
Aðalsteinn Óskarsson, fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssambands
Vestfjarða, segir samráðsvettvang
sem þennan vera nýjan af nálinni.
Afraksturinn sé að nú sé búið að
finna 16 verkefnum farveg. Verkefn-
in skiptist í fjóra flokka: Í fyrsta lagi
aðgerðir vegna efnahagslegs sam-
dráttar og efling innviða. Í öðru lagi
aðgerðir vegna alvarlegs atvinnu-
ástands á Flateyri. Í þriðja lagi jöfn-
un búsetuskilyrða og aðgerðir í vel-
ferðarmálum og í fjórða lagi efling
menntunar, rannsókna og opinberr-
ar starfsemi.
„Mestur árangur er af verkefnum
sem bæta búsetuskilyrðin á Vest-
fjörðum, til dæmis í raforkumálum,
húshitun og vegagerð,“ segir Aðal-
steinn. Verkefnin séu mislangt á veg
komin. Til dæmis sé eitt verkefnið
nánast tilbúið en það er Látrabjargs-
stofa. Önnur verkefni séu komin
skemur. Þannig séu ýmsar vega-
framkvæmdir að mestu byggðar á
loforðum. „Þetta snýst að stórum
hluta um traust milli aðila,“ segir Að-
alsteinn. Íbúar og fyrirtæki á Vest-
fjörðum verði að geta treyst því að af
úrbótunum verði.
Heildarfjárhæð umræddra að-
gerða á Vestfjörðum er 5,4 milljarð-
ar. Um fjórir milljarðar voru fé af
samgönguáætlunum 2009 til 2012
sem var forgangsraðað með tilliti til
verkefna á Vestfjörðum. Milljarður
kom úr forgangi úr Ofanflóðasjóði,
350 milljónir voru nýtt fé til vega-
mála og rúmlega 100 milljónir dreifð-
ust á 12 verkefni á sviði velferðar,
mennta og byggðarmála að því er
kemur fram í tilkynningu frá forsæt-
isráðuneytinu. Þá var unnið að mál-
um sem snúa að jöfnun flutnings-
kostnaðar og húshitunarkostnaðar.
Bæta búsetuskilyrði
Góður árangur hefur náðst á samráðsvettvangi um eflingu
atvinnu og byggðar á Vestfjörðum Mest fer í vegagerð